Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 25
Helstu áhugamál Stefáns eru
íþróttir, fótbolti, körfubolti og heilsu-
rækt. „Ég mæti á hvern einasta leik
með körfuboltaliðinu ef ég get, elti
það út um allt og arga fyrir liðið.“
Fjölskylda
Eiginkona Stefáns er Hrafnhildur
Guðjónsdóttir, f. 29.10. 1971, félags-
ráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skaga-
firði. Þau eru búsett á Hólavegi á
Sauðárkróki. Foreldrar Hrafnhildar
eru Jóhanna Bryndís Svavarsdóttir, f.
4.11. 1940, húsmóðir og fv. verkakona
á Sauðárkróki, og Guðjón Jónsson, f.
27.3. 1941, fv. sjómaður, búsettur á
Hellu. Þau skildu 1988.
Börn Stefáns og Hrafnhildar eru 1)
Sara Líf Stefánsdóttir, f. 4.9. 1993,
starfsmaður Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands á Blönduósi, búsett á
Fagranesi í Langadal, unnusti: Hall-
dór Skagfjörð húsasmiður. Barn
þeirra er Rebekka Lárey, f. 2014; 2)
Atli Dagur Stefánsson, f. 28.10. 1999,
nemi í London; 3) Sigríður Hrafnhild-
ur Stefánsdóttir (Lilla), f. 9.9. 2007,
grunnskólanemi.
Systkini Stefáns eru Ómar Bragi
Stefánsson, f. 2.6. 1957, landsbyggðar-
fulltrúi UMFÍ, búsettur á Sauðár-
króki, og Hjördís Stefánsdóttir, f. 2.9.
1962, lögfræðingur, búsett í Kópa-
vogi.
Foreldrar Stefáns voru Hrafnhild-
ur Stefánsdóttir, f. 11.6. 1937, d. 15.7.
1998, verslunarmaður, og Stefán Guð-
mundsson, f. 24.5. 1932, d. 10.9. 2011,
alþingismaður. Þau voru búsett á
Sauðárkróki.
Stefán Vagn
Stefánsson
Júlíana Ingibjörg Jónasdóttir
húsfreyja á Bakka og Flugumýri
Jón Jónasson
bóndi á Bakka í Öxnadal og
á Flugumýri í Blönduhlíð
Helga Jónsdóttir
húsmóðir á Hjaltastöðum og Sauðárkróki
Stefán Vagnsson
bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, síðar
skrifstofumaður á Sauðárkróki
Hrafnhildur Stefánsdóttir
verslunarmaður á Sauðárkróki
Þuríður Aðalbjörg
Jónsdóttir
húskona í Miðhúsum
Vagn Eiríksson
bóndi í Miðhúsum í Blönduhlíð, Skag.
Anna Rósa Pálsdóttir
húsfreyja í Utanverðunesi
Árni Magnússon
bóndi í Utanverðunesi
í Hegranesi, Skag.
Dýrleif Árnadóttir
húsmóðir á Sauðárkróki
Guðmundur Sveinsson
skrifstofumaður á Sauðárkróki
Hallfríður Sigurðardóttir
húsfreyja á Hóli
Sveinn Jónsson
bóndi og oddviti á Hóli í Sæmundarhlíð, Skag.
Ætt Stefáns Vagns Stefánssonar
Stefán Guðmundsson
alþingismaður á Sauðárkróki
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is
Lumar þú á herðatrjám?
Við tökum vel á móti þeim
og endurnýtum.
Hreinsum gluggatjöld,
áklæði og mottur
„ÞETTA ER BARA TÍMABUNDIÐ ÞAR TIL
HANN KEMUR UNDIR SIG FÓTUNUM AFTUR.“
„Æ NEI! BLEKIÐ ER AÐ NUDDAST AF
SEÐLINUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara til messu
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG KEYPTI TALANDI AF-
MÆLISKORT HANDA ÞÉR! ÞÚ ERT
GAMALL!
ÞÚ ERT
GAMALL!
LÍKAÐI GRETTI
KORTIÐ?
LÚTUR, ÞÚ ERT INDÆLL
EN STUNDUM VIRÐIST ÞÚ
VERA MEÐ HÖFUÐIÐ UPPI Í
SKÝJUNUM.
REYNIRÐU DAGLEGA
AÐ BÆTA ÞIG SEM
MANNESKJU?
ALGERLEGA!
ÉGÆFI MIG DAGLEGA
Á ÞESSA ELSKU!
gervibl
óm
Ólafur Stefánsson skrifar í Boðn-
armjöð: „Í fræðunum er talað
um endurtekningu, epifóru, þar sem
sama lokaorð er notað í fleiri en
einni braglínu. Ekki algengt í hefð-
bundnum kveðskap, en varla þarf að
spyrja kóng eða prest þótt maður
segi sem svo:
Vanur er ég vetrarsnjó,
vindi’ og skörpum éljasnjó
að skefli oft í skafla snjó
er skellur á með hríð og snjó.“
Örn Arnarson orti um Stjána bláa:
Hann var alinn upp við sjó
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla ævi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó.
Í Hótel jörð segir Tómas:
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá
oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari réttir oss,
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Jón Arason orti gamanvísu:
Latínan er list mæt
lögsnar, Böðvar.
Í henni eg kann
ekki par, Böðvar:
Þætti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar.
míns ef væri móðurlands
málfar, Böðvar.
Vitið þér enn eða hvað
Reir frá Drangsnesi yrkir:
Skafbylurinn hylur hús
handan þúfu er bólið
haltrar þangað hagamús
heimleiðis í skjólið.
Maðurinn með hattinn bætir við:
Mér er æ í geði gramt
gerist veðrið sligandi.
Nú er vetur og vindasamt
og varla hundi út sigandi.
Karl Benediktsson yrkir um
„heilsufarið“:
Ég engist nú saman og sundur
og svefninn er örstuttur blundur.
Andskotans kvef
sem angrar mitt nef.
Svo hósta ég rétt eins og hundur.
Helgi Ingólfsson yrkir um
„Ástandið janúar 2022“:
Ég fullsaddur er nú af fjúkanda
og forðast sko öll þau sem sjúk anda
veiru á aðra
og væla og þvaðra …
… en Ísland hélt jöfnu gegn Úganda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sama lokaorðið
í hverri braglínu