Morgunblaðið - 17.01.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.01.2022, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 95% BESTA SPIDER-MAN MYNDIN TIL ÞESSA ! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN ALLRA BESTA MYND STEVEN SPIELBERG OBSERVER THE GUARDIAN 93% NÝÁRSMYNDIN 2022 RALPH FIENNES GEMMA ARTERTON RHYS IFANS HARRIS DICKINSON DJMON HOUNSOU TOTAL F ILM T H E K I L L E R I S O N T H I S P O S T E R CHICACO SUN-TIMES TOTAL F ILM THE WRAP SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Hugmyndin að plötunni kom 2019 en svo stækkaði verkefnið og ég átt- aði mig á því að ef ég ætlaði að gera þetta þá yrði ég að vanda mig og koma þessu rétt frá mér,“ segir tón- listarkonan Sjana Rut sem ákvað að gera tvískipta plötu þar sem hún ger- ir upp kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn, eftirmálin og þær til- finningar sem hún hefur glímt við í kjölfarið. Platan ber titilinn Broken/ Unbreakable en fyrri hlutinn Broken kom út í lok nóvember. Seinni hlutinn Unbreakable er hins vegar væntan- legur síðar á árinu. Á plötunni segir tónlistarkonan sögu sína og er lögunum raðað nokk- urn veginn í tímaröð svo hún fer með hlustandann í ákveðið ferðalag. „Fyrri hlutinn Broken, sem hefur að geyma 17 lög, er tengdur því erf- iða og þunga,“ segir Sjana Rut og bendir á að eins og titillinn gefur til kynna fjalli sá hluti um það að vera brotinn og berskjaldaður. „Mörg lag- anna eru samin á árunum 2015-2017, þegar margir atburðir áttu sér stað, aðallega þegar ég er að gera upp of- beldið og allt það. Svo eru önnur lög sem ég samdi sérstaklega fyrir plöt- una.“ Sjana Rut segir að þau séu mörg hver samin út frá sjónarhorni hennar þegar hún var barn og þegar hún var orðin fullorðin og rétt farin að átta sig á því hvað hafði gerst. „Ég fer svolítið inn í þann hugarheim, allar þessar ranghugmyndir sem maður fær, og fjalla um hvað maður er í rauninni lengi að vinna sig út úr áfall- inu og leiðrétta ranghugmyndirnar.“ Alvarleg en þó aðgengileg „Á þessum tímapunkti var ég ekki neitt rosalega meðvituð um hvað ég var að semja og það er svolítið sjokk- erandi núna, eftir mikla sjálfsvinnu og áfallameðferð, að hlusta á þessi lög og lesa textana. Það er erfitt og kannski svolítið súrrealískt stundum. Það er nánast eins og það hafi verið eitthvað í undirmeðvitundinni að reyna að brjótast fram. Ég trúði því sem ég var að semja, til dæmis öllu þessu sjálfshatri sem ég trúi ekki endilega í dag. Mér fannst erfitt þeg- ar ég var að taka upp að þurfa að setja mig inn í þennan hugarheim aft- ur,“ segir Sjana Rut. „Tónlistin á Broken er þyngri og það er alvarlegri tónn á henni. Hún er dramatískari, það er meira af strengjahljóðfærum og það er ákveð- inn hjartsláttur sem er rauði þráð- urinn í Broken. Það er í raun og veru bara þyngri hljóðheimur, þar er verið að takast á við svo mikið af sjálfshatr- inu og því að axla ábyrgð á einhverju sem maður ber ekki ábyrgð á og hún endurspeglar allt þetta leiðinlega. En platan er samt að mörgu leyti að- gengileg.“ Á Unbreakable heldur sagan áfram. „Það er nær því hvar ég er stödd í dag. Þar er ég búin að átta mig á hlutunum og horfi fram á við. Ég veit hvar ég stend, ég veit hvað er rangt. Þar er allt annar hljóðheimur, tónlistin er léttari og þar er meiri töffaraskapur, húmor og sjálfs- traust,“ segir tónlistarkonan. „Þemað í plötunni er fönixinn. Það sést á plötuumslaginu fyrir Broken, þar er allt út í ösku, litlaust og brotið. Á seinni hlutanum Unbreakable er þemað endurfæðingin.“ Sjana Rut samdi sjálf lög og texta, útsetti og stjórnaði upptökum plöt- unnar. „Ég hafði samband við Pálma Sigurhjartarson en ég vildi hafa meiri lifandi tilfinningu í örfáum lög- um. Við tókum upp í Stúdíó Paradís, en þar er Ásmundur Jóhannsson hljóð- og upptökumaður. Það gekk svo glimrandi vel að vinna með þeim að ég kláraði að vinna plötuna þar ásamt dyggum stuðningi þeirra. Ég fann fyrir miklu öryggi, sem ég átti ekki von á þar sem þetta er svo per- sónulegt verkefni.“ Jóhann Ásmundsson, sem er faðir Ásmundar og rekur stúdíóið með honum, hljómjafnaði loks lög plöt- unnar. Þakklát fyrir sjálfstæðið Sjönu Rut er margt til lista lagt, en hún ákvað að mála málverk við hvert lag plötunnar. „Mér fannst mikilvægt að mála málverk við hvert lag á plöt- unni til þess að sem flestir gætu náð tengingu við þetta verkefni, þar sem það er mjög mikilvægt fyrir mig og ekki síst aðra þolendur ofbeldis.“ Málverk eftir hana prýðir einnig plötuumslag Broken. Sjana Rut er 23 ára og hefur verið að semja tónlist í nokkur ár. Til að byrja með gaf hún tónlistina út í sam- vinnu við bróður sinn. „Við erum svo- lítið svart og hvítt, við erum mjög ólík og með mjög ólíkan smekk. Við fór- um að vinna hvort í sínu lagi 2019 og þá fór ég að gera allt sjálf. Ég var voða hrædd við það fyrst en er mjög þakklát fyrir að það núna því ég get gert það sem ég vil og er orðin óhræddari við það. Ég er mjög spennt fyrir framtíðarverkefnum.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi í huga að fagna útgáfunni með tón- leikum segist hún vera að skipu- leggja eitthvað óhefðbundið. Fyrri plötuna má finna á Spotify og sú síðari er væntanleg seinna í ár. Sjana Rut mun einnig gefa plöturnar tvær á stórri vínilplötu. Uppgjör við ofbeldi á nýrri plötu - Tónlistarkonan Sjana Rut gefur út tvískipta plötu, Broken/Unbreakable - Á Broken skoðar hún fortíðina, ofbeldi og erfiðar tilfinningar - Unbreakable er væntanleg og þar er horft fram á við Sterk Sjana Rut fer með hlustandann í ferðalag á plötunni Broken/Unbreakable, frá tíma sem einkenndist af ofbeldi til dagsins í dag þar sem hún hefur fundið styrkinn til þess að gera upp fortíðina og horfa fram á við. Grátt Umslag plötunnar Broken.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.