Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 32
Getur 100 kílóa fiskflak í raspi tal- ist listaverk? Í jóska bænum Aabenraa í Dan- mörku er nú unnið að því að setja upp 3,5 metra langt listaverk eftir Torben Ribe sem lítur út eins og fiskflak í raspi. Verkinu er ætlað að prýða bæinn, en þar sýnist sitt hverjum. „Sem stjórn- málamaður hef ég árum saman fengist við menningu og listir. Mér þykir vænt um nútímalist og mála sjálf að- eins. Þess vegna veit ég um hvað ég tala og fiskflak er ekki list,“ segir Jette Julius Kristiansen, fyrrverandi bæjarfulltrúi Danska þjóðarflokksins, í viðtali við Jyl- lands-Posten. Listamaðurinn Torben Ribe er auðvitað ósammála gagnrýninni og er þeirrar skoðunar að fisk- flakið sé „list sem kallist á við höfnina, veiðar og fisk- neyslu á kaffihúsum og veitingastöðum bæjarins,“ eins og hann segir í viðtali við Kulturmonitor. Ljósmynd/Torben Ribe Getur fiskur í raspi talist list? tekin í Skálafell sem alltaf hefur ver- ið okkar uppáhaldsstaður. Okkur þykir miður það metnaðarleysi sem ríkt hefur hjá borgaryfirvöldum hvað varðar viðhald og endurbætur á skíðasvæðinu frá því borgin tók þar við góðu búi fyrir margt löngu. Við fórum fyrst í skíðaferð til útlanda 1996 og síðan höfum við farið flest ár, ýmist ein eða í vinahópi.“ Útivera í góðu veðri á vel við hjón- in og Þórður leggur áherslu á að þau séu ekki í keppni heldur renni sér fyrst og fremst ánægjunnar vegna. „Við stýrum hraða og brekkuhalla eftir aðstæðum, förum eins og við treystum okkur til. Ég kalla þetta öldungasvig.“ Hann bætir við að þau séu í fjölmennum hópi eldri borgara á skíðum, sem vonandi sjái fljótt til sólar og geti stundað áhugamálið. „Við tökum raunsætt mið af að- stæðum og reynum að nota líkams- burðina á meðan þeir duga. Þegar kemur góður dagur drífum við okkur af stað.“ Víða fá landsmenn á eftirlaunum frítt á skíðasvæðin og segir Þórður það lofsvert framtak og mikla hvatn- ingu. „Öll hreyfing er af hinu góða og síðan er það algjör lúxus þegar eldri borgarar fá frítt í fjöllin. Það er gam- an að geta notfært sér þessa þjón- ustu, sérstaklega í miðri viku, þegar við höfum tækifæri til þess að fara í Bláfjöllin og renna okkur í renni- sléttum, nýstraujuðum brekkum. Á meðan fæturnir gefa sig ekki eru þetta mikil lífsgæði sem við höldum í eins lengi og við getum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Björg Kofoed-Hansen ís- lenskufræðingur og Þórður Jónsson, sem lengi var meðal stjórnenda hjá Valitor og fyrirrennara þess, Visa Ís- landi, eru að búa sig undir skíðaferð til Selva á Norður-Ítalíu, en þau voru þar síðast í janúar 2020, skömmu áð- ur en héraðið bættist í hóp skil- greindra áhættusvæða vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. „Við heyrum ekki annað en að þessar ferðir, sem boðið er upp á, verði farnar, pössum okkur, höfum ekki smitast, erum þríbólusett og stefnum á vikuferð í lok janúar,“ seg- ir Þórður. Skíðasvæðið í Selva hefur notið vinsælda hjá íslensku skíðafólki og var töluvert í fréttum vegna út- breiðslu veirunnar snemma árs 2020. Þó ekki eins mikið og skíðasvæðið Ischgl í Austurríki, sem á svipuðum tíma bættist í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveir- unnar eftir að átta af þeim 26 Íslend- ingum, sem þá höfðu greinst með veiruna, höfðu verið þar á skíðum. Samkomutakmarkanir hafa trufl- að ástundun áhugamála hjónanna, en í áratugi hafa þau farið á skíði inn- anlands og utan sér til heilsubótar og skemmtunar á veturna og verið í golfi á sumrin. „Við fórum síðast í Bláfjöllin 28. desember sl. til að prófa hvort við kynnum þetta ennþá en þá höfðum við ekki farið á skíði síðan í fyrravor,“ segir Þórður. Hann bætir við að skíðatímabilið í fyrra- vetur hér syðra hafi verið mjög brotakennt og því ekki vel heppnað. „Til að láta reyna á eitthvað annað fórum við til Akureyrar snemma í mars en þar tók við okkur 15 stiga hiti í hnúkaþey í marga daga og komumst við aldrei upp í fjall í það skiptið.“ Metnaðarleysi í Skálafelli Þórður byrjaði snemma í fótbolt- anum og lék nær 200 leiki með meistaraflokki KR á árunum 1963 til 1972. „Á unglingsárunum byrjaði ég að fara á skíði, einkum í Skálafelli, síðan datt þetta niður um árabil, en við hjónin byrjuðum að stunda íþróttina aftur þegar dæturnar þrjár voru ungar enda skíðin gott fjöl- skyldusport. Þá var stefnan oftast Örvandi öldungasvig - Björg og Þórður halda í lífsgæðin eins lengi og þau geta Á Ítalíu Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen í Madonna di Campligio. Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með marg- miðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara. Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Þessar vörur ásamt öllum helstu rekstrarvörum og aukahlutum fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska karlalands- liðinu í handknattleik eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvak- íu. Þýskaland vann fjögurra marka 33:29-sigur gegn Austurríki í D-riðli keppninnar í gær og er með 4 stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Pólland sem er í efsta sæt- inu, en liðin mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í Bratislava á morgun. »26 Alfreð og Þýskaland í milliriðla ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.