Morgunblaðið - 29.01.2022, Side 11
Átta umsóknir bárust um tvö störf
presta, sem biskup Íslands aug-
lýsti nýlega laus til sumsóknar.
Um prestsstarf í Egilsstaða-
prestakalli í Austurlandsprófasts-
dæmi sóttu þrjú: Árni Þór Þórs-
son guðfræðingur, Bryndís
Böðvarsdóttir guðfræðingur og
Kristín Þórunn Tómasdóttir prest-
ur. Um starf sóknarprests í Þing-
eyrarklaustursprestakalli í Húna-
vatns- og Skagafjarðar-
prófastsdæmi sóttu fimm: Árni
Þór Þórsson guðfræðingur, Bryn-
dís Böðvarsdóttir guðfræðingur,
Edda Hlíf Hlífarsdóttir guðfræð-
ingur og Helga Bragadóttir guð-
fræðingur. Fimmti umsækjandinn
óskaði nafnleyndar.
Í sömu auglýsingu var auglýst
eftir sóknarpresti í Skálholts-
prestakall og Víkurprestakall.
Töf hefur orðið á því ráðning-
arferli og verður af þeim sökum
greint frá því síðar hverjir sóttu
um þau störf, segir í frétt á vef
þjóðkirkjunnar.
Valferli mun nú fara fram sam-
kvæmt starfsreglum um ráðningu
í prestsstörf. Valnefnd prestakalls
velur sóknarprest og prest. Bisk-
up ræður þann umsækjanda í
starfið sem valnefnd hefur náð
samstöðu um. sisi@mbl.is
Átta sóttu um
tvö störf presta
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
29. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.11
Sterlingspund 174.17
Kanadadalur 102.54
Dönsk króna 19.509
Norsk króna 14.534
Sænsk króna 13.901
Svissn. franki 139.74
Japanskt jen 1.1279
SDR 181.12
Evra 145.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.1895
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Verð kr.13.940
Verð kr. 3.970
Verð kr.7.412
Fæst svartur eða hvítur
Fæst rauður eða hvítur
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Stórútsala
40-70% afsláttur
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Ný sending
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Viðskiptavinur vill selja 2 íbúðir í byggingu
á suðurnesjum, með góðum afslætti.
Eignir verða tilbúnar í söluferli
sumarið 2022.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
eða á eignasala@eignsala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Fjárfestingartækifæri
á Suðurnesjum
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn stærstu heildsala
landsins eru sammála um að þeir
hafi aldrei séð viðlíka hækkanir á
verði aðfanga og nú. Af þeim sökum
hefur Danól, sem er dótturfyrirtæki
Ölgerðarinnar, tilkynnt viðskipta-
vinum sínum að sykur muni hækka
um 12% frá og með næstu mánaða-
mótum. Jón Mikael Jónasson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að
meðalverð Danól á sykri hafi hækk-
að um 26% frá því í janúar í fyrra.
Fyrirtækið leggi þó allt kapp á að
stilla hækkunum verðlags í hóf.
Hafa sömu sögu að segja
Sömu sögu segir Lísa Björk Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Nathan &
Olsen, en fyrirtækið hefur þurft að
velta hækkunum á sykri út í verðlag-
ið hjá sér á síðustu mánuðum. Segir
hún að fyrirtækið reyni að hagræða í
innkaupum þar sem því verði við
komið en að hækkanir séu almennt
gríðarlegar og erfitt að bregðast við
þeim.
Viðskiptavinir Danól og Nathan &
Olsen, sem Morgunblaðið hefur rætt
við, bera sig aumlega. Segja hækk-
anirnar koma mjög illa við rekstur
sem oft og tíðum er veikburða eftir
þau högg sem kórónuveiran hefur
veitt honum. Viðmælandi blaðsins
sem ekki vill láta nafns síns getið
segir nauðsynlegt að velta þessum
hækkunum, auk launahækkana sem
reyni mjög á þanþolið, út í vöruverð-
ið en að menn veigri sér við því af
hættu við að lenda í kastljósi verk-
efnisins „Vertu á verði“ sem ASÍ
haldi úti. Þar séu fyrirtæki kjöldreg-
in í opinberri umræðu fyrir að
hækka verð og enginn skilningur sé
sýndur á því að laun og verð á að-
föngum hækki nú með fordæmalaus-
um hætti.
Mesta verðbólga í áratug
Greiningardeildir bankanna van-
mátu verulega þá verðbólgu sem
verið hefur í spilunum nú í janúar.
Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn
gerðu ráð fyrir að vísitala neyslu-
verðs myndi lækka um 0,2% í mán-
uðinum og að þar með yrði árstaktur
verðbólgunnar 5%. Á daginn kemur
að vísitalan hækkar um 0,5% frá
fyrri mánuði og skýtur það verðbólg-
unni upp í sitt hæsta gildi frá því í
apríl 2012, þegar hún mældist 6,4%.
Verðbólguþrýstingur í kerfinu hefur
því ekki verið jafn mikill í áratug.
Bendir Landsbankinn í viðbrögð-
um sínum við mælingu Hagstofunn-
ar á að hún sé sú kraftmesta í þess-
um mánuði frá árinu 2009 og að ekki
hafi mælst hækkun á verðlagi í
janúarmánuði síðan 2013.
Reiknuð húsaleiga hafði, eins og
verið hefur síðustu misseri, mest
áhrif til hækkunar vísitölunnar.
Hækkaði hún um 1,5% milli mánaða,
sem hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Þá
hækkaði matarkarfan um 1,3% sem
aftur olli 0,18% hækkun vísitölunnar.
Raforka og rafbílar hafa áhrif
Rafmagn og hiti hækkuðu um
3,7% og hafði það 0,11% áhrif til
hækkunar vísitölu neysluverðs og
nýir bílar hækkuðu um 2,2% milli
mánaða sem hafði áhrif til 0,11%
hækkunar vísitölunnar. Morgun-
blaðið hefur nýverið fjallað í frétta-
skýringum um að afnám ívilnana
vegna kaupa fólks á tengiltvinnbílum
myndi hafa áhrif á verðbólguna en
bifreiðar búnar slíkri tækni hækk-
uðu um 490 þúsund um mánaðamót-
in. Hagstofan hefur neitað að gefa
upp hversu þungt tengiltvinnbílarnir
vega í mælingum stofnunarinnar.
Hitnar og hitnar undir húsnæði
Kostnaður við að búa í eigin hús-
næði hélt áfram að hækka í janúar.
Reiknuð húsaleiga hefur, líkt og
Landsbankinn bendir á, hækkað um
14,6% síðastliðna 12 mánuði en þar
af er hækkun markaðsverð húsnæðis
16,7% og framlag vaxtabreytinga
hefur komið til lækkunar sem nemur
2,1%. Hins vegar eru vaxtahækkanir
í kortunum hér líkt og víðast hvar um
heiminn. Morgunblaðið hefur heim-
ildir fyrir því að bílastæði í bílakjall-
ara í miðborg Reykjavíkur hafi fyrr í
þessum mánuði selst á 16 milljónir
króna.
Án húsnæðis hefur verðbólgan í ís-
lensku hagkerfi verið 3,7% síðustu 12
mánuði. Hætt er við að innflutta
verðbólgan taki nú við, blandist hún
einfaldlega ekki við áframhaldandi
hækkanir á húsnæðismarkaðnum.
Húsnæðið hækkar áfram
- Hætt er við að innflutt verðbólga sé rétt að taka við sér í núverandi ástandi
- Bílastæði í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík seldist á 16 milljónir króna
Morgunblaðið/Eggert
Húsnæðismarkaður Eftirspurn eftir húsnæði auk hagstæðra kjara á lána-
markaði hefur sett þrýsting á fasteignamarkað þar sem framboð er lítið.