Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Ö
ll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur,
segir í skáldsögunni Dýrabæ eftir George Or-
well sem kom út árið 1945 þegar það var talið
varlegt vegna Sovétmanna, bandamanna
Breta í síðari heimsstyrjöldinni. Sagan er talin meðal
máttugustu sagna 20. aldar. Þar lýsir Orwell á meistara-
legan hátt rússnesku byltingunni og stjórnarháttum
Sovétmanna.
Setningin um að sum dýr séu jafnari en önnur sækir á
þegar hugað er að kenningu Vladimirs Pútins Rússlands-
forseta um að öll ríki séu fullvalda en sum séu meira full-
valda en önnur. Réttlætanlegt sé að Rússar hafi ráð ná-
grannaþjóða sinna í hendi sér til að tryggja eigið öryggi –
þær megi til dæmis ekki gerast aðilar að NATO.
Norrænar samstarfsþjóðir okkar, Svíar og Finnar,
taka að sjálfsögðu ekki í mál að una slíkum afarkostum.
Forystumenn þeirra áréttuðu um áramótin að þjóðir
þeirra ákvæðu sjálfar stefnu sína í öryggis- og varnar-
málum og þyrftu engin ráð frá Pútin í þeim efnum.
Að Pútin hóti þjóðum utan NATO auðveldar mál-
svörum aðildar að bandalaginu að afla skoðun sinni
stuðning. Pólitískt snúast vopn-
in því í höndum Pútins. Hern-
aðarlega hótar hann í krafti tug-
þúsunda rússneskra hermanna í
umsátursliði um Úkraínu. Enn
veit enginn til hvers hótunin
leiðir.
NATO og Bandaríkjastjórn
sendu skriflegt svar við kröfum
Pútins miðvikudaginn 26. jan-
úar. Öllum kröfum um áhrifa-
svæði og takmörkun á fullveldi þjóða eða skipulagi her-
afla NATO í austurhluta Evrópu er hafnað. Boðið er að
annað skuli rætt. Ef til vill opnast þar glufa til að mynda
viðræðuferli.
Það er til marks um hve Pútin heldur spilunum nærri
sér að enginn veit um næsta útspil hans. Miðvikudaginn
26. janúar ræddu fulltrúar fjögurra ríkja, Frakklands,
Rússlands, Úkraínu og Þýskalands saman í París. Þetta
er svonefndur Normandie-vettvangur sem myndaður var
2014 til að stuðla að friði milli aðskilnaðarsinna í austur-
hluta Úkraínu og ráðamanna í Kiev. Á Parísar-fundinum
staðfestu fundarmenn „skilyrðislausa virðingu fyrir
vopnahléi“ í þessum hluta Úkraínu og skuldbundu sig til
að hittast að nýju í Berlín eftir tvær vikur, 9. febrúar.
Hér var fyrir tveimur vikum minnt á Helsinki-
sáttmálann frá 1975 sem gerður var milli austurs og vest-
urs til að minnka spennu. Hann var afsprengi margra
missera viðræðna og skapaði grundvöll fyrir samvinnu
um öryggismál í Evrópu sem enn er við lýði. Nú er þörf á
að svipað skref sé stigið.
Fyrir liggur að hætti viðræður og Pútin láti vopnin tala
verður barist í Úkraínu og hvers kyns aðgerðum beitt til
að lama rússneskt efnahagslíf með þátttöku stuðnings-
ríkja Úkraínumanna. Um það ríkir einhugur innan
NATO.
Þjóðverjar eru stórkaupendur á rússnesku gasi og
þess hefur lengi verið beðið að ný neðansjávar-gasleiðsla,
Nord Stream 2 (NS2), frá Rússlandi til Þýskalands verði
opnuð. Lagningu leiðslunnar lauk í september 2021.
Starfsleyfi er nú til meðferðar innan þýsku stjórnsýsl-
unnar, síðan hefur Evrópusambandið allt að fjórum mán-
uðum til umsagnar og loks fer málið aftur í hendur þýska
leyfisveitandans. Það verður ekki fyrr en síðla þessa árs
sem starfsleyfið kann að verða veitt.
Hagsmunir tengdir gassölu til Þýskalands ráða miklu
um ákvarðanir Pútins enda eiga rússneskir ráðamenn
mikið undir persónulega í öllum slíkum viðskiptum.
Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, nýr Þýskalandskansl-
ari, hikar ekki lengur við að tengja NS2-gasleiðsluna
diplómatískri togstreitu við Rússa vegna Úkraínu.
Löngum hefur verið varað við gasleiðslunni, með henni
verði Evrópuþjóðir of háðar Rússum í orkumálum. Nú er
ótengd NS2-leiðslan hins vegar notuð til að þrýsta á
Rússa. Gasleiðslan er ekki leng-
ur einkamál Þjóðverja, hún er
hluti Úkraínudeilunnar. Anna-
lena Baerbock, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, sagði
þinginu, Bundestag, fimmtudag-
inn 27. janúar að Nord Stream 2
væri undir gagnvart Rússum
vegna Úkraínu.
Samhliða spennunni vegna
Úkraínu var tilkynnt um rúss-
neska flotaæfingu undan strönd Írlands 3. til 8. febrúar.
Hún væri liður í miklu víðtækari æfingu Rússa sem næði
til 140 skipa og 10.000 manna í herflotum þeirra á Atl-
antshafi, Kyrrahafi, Miðjarðarhafi, Norðursjó og
Okhotskhafi.
Um miðja vikuna bárust fréttir um siglingu fimm her-
skipa frá Kólaskaga suður með strönd Noregs og töldu
írsk blöð að þeim væri stefnt á æfingasvæðið við Írland. Í
flotadeildinni væri beitiskipið Marshal Ustinov, eitt
stærsta stýriflaugaskip Rússa.
Írar eru hlutlausir, utan NATO og án varnarsamnings
við önnur ríki. Þeir verða ekki sakaðir um að ögra Rúss-
um sem NATO-ríki. Írum er misboðið vegna þessa
ágangs Rússa og sagði írski utanríkisráðherrann þá
„óvelkomna“ í efnahagslögsöguna. Írskir sjómenn mót-
mæla að Rússar æfi á kolmunnamiðum sem skipti af-
komu strandbyggða miklu. Raunar hafa íslensk skip sótt
á mið þarna, í um þriggja sólarhringa siglingu frá
Reykjavík.
Í leiðara blaðsins The Irish Times sagði að vopnaglam-
ur frá rússneskri flotaæfingu undan strönd Írlands væri
klassískt dæmi um pólitíska ögrun með hervaldi (e. gun-
boat diplomacy).
Sé í raun tilgangur Rússa að vekja ótta í von um að ná
einhverjum pólitískum árangri hefur þeim mistekist.
Óhugurinn magnar samstöðu gegn hættunni, hann hefur
sameinað NATO-ríkin um svarið til Moskvu og sannað
ríkjum utan NATO að öryggistrygging aðildar hefur
ótvírætt gildi.
Enginn þekkir útspil Pútins
Það er til marks um hve Pútin
heldur spilunum nærri sér að
enginn veit um næsta útspil
hans. Ef til vill opnast þar glufa
til að mynda viðræðuferli.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
2
2. maí 1834
fékk Finn-
ur Magn-
ússon,
leyndarskjalavörð-
ur og prófessor í
Kaupmannahöfn,
hugmynd sem átti
eftir að gera nafn
hans ódauðlegt,
þótt ekki yrði það
með þeim hætti
sem hann vonaðist
eftir. Þann dag
taldi hann sig hafa ráðið eina helstu gátu norrænnar fornfræði og lesið
meintar rúnir á klöpp einni þar sem heitir Rúnamór í Bleking, sem þá
var í Danaveldi en er nú í Svíþjóð. „Meintar rúnir,“ segi ég því að
fræðimönnum hafði alls ekki komið saman um hvort þar væru nokkrar
rúnir letraðar eða hvort þetta væru rispur eða sprungur af náttúrunn-
ar völdum. Frá þessu grátbroslega máli segir Jón Helgason í beittri
grein um Finn Magnússon sem birtist í bókinni Ritgerðakorn og
ræðustúfar (1959).
Að sögn Jóns lá Finnur yfir ráðgátunni í tíu mánuði án þess að kom-
ast að neinni niðurstöðu. Áðurnefndan vordag fékk hann hins vegar
hugljómun. Þá datt honum í hug að lesa aftur á bak, frá hægri til
vinstri, og ekki var að sök-
um að spyrja – niðurstaðan
laukst upp fyrir honum.
Svona var upphafið á text-
anum sem hann þóttist geta
lesið: „Hildikinn ríki nam.
Garður inn hjó. Óli eiða gaf,
vígi Óðinn rúnar. Hringur
fái fall á mold.“
Finnur áleit að Hildikinn væri annað nafn á Haraldi hilditönn Dana-
konungi, sem féll í Brávallabardaga ekki allfjarri þeim stað þar sem
hinar ætluðu rúnir fundust. Garður væri nafnkenndur hirðmaður hans
og Óli væri auðvitað Áli, liðsmaður Hrings Svíakonungs, óvinar Har-
alds.
Viku síðar lagði Finnur uppgötvun sína fram fyrir danska vísinda-
félagið. „Þetta var hátindurinn á lífsbraut hans,“ segir Jón Helgason í
ísmeygilegum kaldhæðnistón, „og heldur en ekki tyllidagur í sögu vís-
indanna.“ Innan skamms fór að bera á efasemdaröddum. Sænskur vís-
indamaður gerði sjálfstæða vettvangskönnun á Rúnamó og ályktaði að
fráleitt væri að rúnirnar væru ristar af mannahöndum. Tíu árum síðar
lagði danskur fornminjafræðingur fram rökstutt álit um að rispurnar
á klöppunum væru verk náttúrunnar einnar. Enginn texti væri letr-
aður á Rúnamó, allra síst neitt kappakvæði. Þar með var hin innblásna
skýring íslenska lærdómsmannsins afgreidd sem „fjarstæða og vit-
leysa“. Finnur var hafður að háði og spotti, ósigur hans var áfall fyrir
fræðasamfélagið sem er enn í minnum haft. En hvers vegna rataði
þessi vandaði heiðursmaður í þær ógöngur að verða frægur að endem-
um með þessum hætti? Að dómi þeirra sem til þekktu stafaði nið-
urlæging hans einkum af því að hann kunni ekki að hafa hemil á hugar-
flugi sínu og hafði meira af lærdómi en dómgreind. Danskur kollegi
hans lét út úr sér þá meinlegu athugasemd að Finni geðjaðist jafnan
síst af því „sem væri einfalt og blátt áfram“.
Hrakfallasaga Finns Magnússonar er víti til varnaðar. Einnig á
okkar dögum ber við að grandvarir fræðimenn láti skáldfákinn hlaupa
með sig í gönur. Skellurinn sem fylgir getur orðið sár.
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Skáldfákur
fræðimannsins
Rúnamór Teikning Finns Magnússonar.
Um þessar mundir takast Rússar
og Úkraínumenn á. En þarf
aflsmunur að ráða? Sagan geymir
dæmi um friðsamlegar lausnir sam-
bærilegra átaka.
Einn vandinn er, að í Austur-
Úkraínu vilja rússneskumælandi
menn vera í Rússlandi, en úkra-
ínskumælandi menn vera í Úkraínu.
Hér kemur danska lausnin til
greina. Þjóðverjar tóku Slésvík af
Dönum 1864, en í Norður-Slésvík
var fjöldi manns dönskumælandi.
Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrj-
öldinni fyrri var íbúum svæðisins
leyft að ráða hlutskipti sínu. Norð-
ur-Slésvík var skipt í tvo hluta. Í
nyrðri hlutanum greiddu 75% kjós-
enda atkvæði með því að sameinast
Danmörku. Í syðri hlutanum
greiddu 80% kjósenda atkvæði með
því að vera áfram í Þýskalandi. Far-
ið var eftir þessum úrslitum og
landamærin færð til friðsamlega.
Mætti ekki færa landamæri Úkra-
ínu og Rússlands til á sama hátt með
samþykki og atbeina allra aðila?
Annar vandi er, að á Krímskaga
kann meiri hluti íbúanna að vilja
vera í Rússlandi, eins og Pútín held-
ur fram. En minnihlutahópar Úkra-
ínumanna og Tatara búa líka á skag-
anum og eiga sinn rétt. Hér kemur
svissneska lausnin til greina: að
skipta Krím upp í sjálfstjórnarein-
ingar, eins og kantónurnar í Sviss,
og koma þannig í veg fyrir, að meiri
hluti geti beitt minni hluta ofríki.
Þriðji vandinn er, að Úkraína vill
vera vestrænt ríki, en Kremlverjar
mega ekki heyra á það minnst, að
það gangi í Evrópusambandið eða
Atlantshafsbandalagið. Hér kemur
íslenska lausnin til greina: að gerast
aðili að Evrópska efnahagssvæðinu
án þess að ganga í Evrópusam-
bandið. Með því væru kostir frjálsra
viðskipta og alþjóðlegrar verka-
skiptingar nýttir án víðtækra stjórn-
málaskuldbindinga. Því er að vísu
haldið fram, að EES-ríkin hafi ólíkt
ESB-ríkjunum engin áhrif á löggjöf
um Evrópumarkaðinn. En í ESB
eru smáríkin líka áhrifalaus. Frakk-
ar og Þjóðverjar ráða þar öllu.
Úkraína er eins og Ísland á jaðri
Evrópu og á því frekar heima í EES
en ESB.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.isq
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Lausnir
Úkraínudeilunnar
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 679.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 839.000,-
STAN Model 3035 rafmagn