Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 21
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021
Nýskráður 12/2020, ekinn aðeins 10 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Alveg hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og utan. Sjónlínuskjár, 20“ álfelgur, rafdrifin framsæti,
skynvæddur hraðastillir, 360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi o.fl. Raðnúmer 253703
VERÐ11.790.000
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Magnús Ketilsson fæddist 29. janúar 1732 á Húsa-
vík. Foreldrar hans voru hjónin Ketill Jónsson, f. 1698,
d. 1778, prestur á Húsavík, og Guðrún Magnúsdóttir, f.
um 1710, d. 1742, systir Skúla landfógeta.
Magnús stundaði nám við Kaupmannahafnar-
háskóla og varð sýslumaður Dalamanna einungis 22
ára að aldri og gegndi þeirri stöðu til dánardags. Hann
bjó í Búðardal á Skarðsströnd og rak þar stórbú. Hann
var mikill jarðræktarfrömuður.
Magnús var einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjar-
prentsmiðju og gaf út um þriggja ára skeið Islandske
Maaneds Tidender, fyrsta tímarit Íslendinga. Var
hann því fyrstur Íslendinga til að
hefja blaðaútgáfu. Hann átti eitt
stærsta bóka- og handritasafn lands-
ins. Hann átti langspil og hafði fagra
söngrödd.
Fyrri kona Magnúsar var Ragn-
hildur Eggertsdóttir, f. 1740, d. 1793,
dóttir Eggerts ríka Bjarnasonar á
Skarði. Þau eignuðust ellefu börn. Síðari kona hans
var Elín Brynjólfsdóttir, f. 1741, d. 1827 og voru þær
bræðradætur. Þau áttu engin börn.
Magnús lést eftir byltu á hestbaki 18.7. 1803.
Merkir Íslendingar
Rauðkrítarmynd
Myndina af
Magnúsi gerði
Sæmundur Hólm.
Magnús Ketilsson
E
ins og stundum áður virðist
Hollendingurinn Anish
Giri ætla að verða helsti
keppinautur Magnúsar
Carlsen á stórmótinu í Wijk aan Zee
sem lýkur um helgina. „Sigur“ Giris
yfir Daniil Dubov í 6. umferð virðist
hafa gefið Hollendingnum byr undir
báða vængi en í þeirri skák var ein-
ungis leikið einum leik, 1. d2-d4, því
að Dubov mætti ekki til leiks eftir að
hafa harðneitað að tefla með grímu.
Rétt áður en skákin hófst hafði hann
verið greindur neikvæður af Covid-19
en umgengist einhvern smitberann
og mótsstjórnin setti honum þessa
kosti sem Dubov gat ekki sætt sig við.
Giri vann svo einnig næstu tvær
skákir og Magnúsi, sem stundum hef-
ur grínast með alltof mörg jafntefli
keppinautar síns, fannst greinilega að
þarna hefði kappið borið fegurðina
ofurliði og lét í veðri vaka að sjálfur
hefði hann boðist til að tefla skákina á
næsta frídegi. En staðan fyrir loka-
sprettinn sem hófst í gær var þessi: 1.
Magnús Carlsen 7 v. (af 10) 2. Giri 6½
v. 3.-4. Mamedyarov og Rapport 6 v.
5.-7. Esipenko, Karjakin og Vidit 5½
v. 8. Caruana 5 v. 9.-10. Duda og Van
Foreest 4½ v. 11. Shankland 4 v. 12.-
13. Dubov og Pragnanandhaa 3½ v.
14. Grandelius 3 v.
Magnús hefur unnið alla þá þrjá
sem koma næstir á mótstöflunni.
Aserinn Mamedyarov virðist alltaf
eiga jafn erfitt með að stilla upp gegn
Norðmanninum og í 9. umferð entist
hann ekki nema í 27 leiki:
Wijk aan Zee 2022; 9. umferð:
Magnús Carlsen – Shakriyar
Mamedyarov
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. g3
dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. O-O
O-O 8. e3 Ha6 9. Dc2 b5 10. a4 c6 11.
Rc3 Hb6 12. e4 Be7 13. e5 Rd5 14.
axb5
14. … cxb5?!
Mamedyarov velur að fórna skipta-
mun og sennilega er það ekki alslæm
hugmynd. En eðlilegra var 14. ... Rb4
15. De4 cxb5 en sennilega gast hon-
um ekki að stöðunni eftir 16. Hxa5.
Hvítur virðist hafa sóknarfæri á
kóngsvæng.
15. Rxd5 exd5 16. Bxa5 Rc6 17.
Bxb6 Dxb6 18. Ha8 h6?
Nú fer að halla undan fæti. Nefna
má að vélarnar telja stöðu svarts allt
að því teflanlega eftir besta leikinn,
18. ... Be6.
19. Hfa1
Athyglisverður möguleiki var 19.
Hxc8!? Hxc8 20. Df5 ásamt 21. e6.
19. … Be6 20. Dd1 b4 21. b3 c3 22.
H8a6 Dc7 23. Re1!
Hittir á alla bestu reitina sem
endranær.
23. … f6 24. Rd3 fxe5 25. Rxe5
25. … Rxe5 26. Hxe6 c2 27. De1
– og svartur gafst upp.
Hver einasti skólastrákur í
Rússlandi
Uppruni frægra kennisetninga
skákarinnar eða ummæla sem í
fyrstu virtust alveg út í bláinn en öðl-
uðust síðar dýpri merkingu eru
stundum svolítið á reiki. „Hótunin er
sterkari en leikurinn,“ er merkilegur
frasi en stundum ranglega eignaður
Aaron Nimzowitsch. Ein fræg setn-
ing sem nýlega fékk „upprunavott-
vorð“ á síðum hollenska tímaritsins
„New in Chess“ spratt út frá þessar
stöðu:
Ólympíumótið í München 1958:
Mikhael Botvinnik – C.H.O.D.
Alexander
Botvinnik lék síðast 11. exf5 sem
Alexander svaraði með 11. … Bxf5
og tapaði án þess að fá rönd við reist.
Eftir skákina sátu þeir yfir taflinu en
þegar ellefta leik Alexanders bar á
góma hrökk upp úr Botvinnik þessi
fræga setning: „Hver einasti skóla-
strákur í Rússlandi veit að í kóngs-
indverskri vörn drepa menn með peði
á f5.“
Þar höfum við það.
Morgunblaðið/Heimasíða Tata-
Keppinautur Anish Giri við taflið í Wijk aan Zee.
Neitaði að tefla
með grímu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Í mars á síðasta ári
birtist grein í vís-
indaritinu NATURE
um samspil togveiða og
losunar á koltvísýringi
úr hafsbotninum. Lengi
hefur verið rætt um
hátt sótspor togveiða
en þá er ávallt átt við
losun á koltvísýringi
vegna mikillar olíu-
brennslu sem á sér stað
við togveiðar. En í fyrrnefndri grein
var önnur hlið á sótspori togveiða
skoðuð í umfangsmikilli rannsókn
sem unnin var af 26 vísindamönnum
víðsvegar að úr heiminum.
Losun á við flugið
Hafa verður í huga að hafsbotninn
er stærsta kolefnisforðabúr heimsins.
Með því að róta upp efsta lagi hans er
verið að leysa úr læðingi mörg þús-
und ára gamalt kolefni og auka þann-
ig koltvísýring í hafinu. Samkvæmt
niðurstöðum fyrrnefndrar rann-
sóknar er þarna um að ræða losun á
koltvísýringi sem er álíka mikil og frá
allri flugumferð heimsins eða um 2%
af heildarlosun mannkynsins. Íslend-
ingar eru meðal tíu fremstu fisk-
veiðiþjóða heimsins og hér eru veiðar
stundaðar með stórvirkari botnd-
regnum veiðarfærum en víðast ann-
ars staðar. Þar er um að ræða veiðar
með fiskitrolli, dragnót, humartrolli
og rækjutrolli svo helstu trollteg-
undir séu nefndar. Þótt Kínverjar,
Rússar, Spánverjar og fleiri þjóðir
séu þarna fremstar í flokki í heim-
inum erum við áreið-
anlega stórtækari á
þessu sviði en flestar
þjóðir sem stunda tog-
veiðar sé mið tekið af
fólksfjölda.
Súrnun, sótspor og
sködduð búsvæði
Samkvæmt fyrr-
nefndri rannsókn hefur
þessi kolefnislosun með
togveiðum margs konar
áhrif. Auk þeirrar við-
bótar á heildarlosun
koltvísýrings með tilheyrandi áhrif-
um á loftslag jarðar valda þessar
veiðar aukinni súrnun hafsins og
röskun eða eyðileggingu ýmissa bú-
svæða í lífríki botnsins og hafsins.
Þannig er talið, að lífmassi og af-
rakstursgeta þeirra fiskimiða sem
þessar veiðar eru stundaðar á, hafi
þegar minnkað verulega þótt ofveiði
sé þar einnig um að kenna. Fyrir ligg-
ur að togveiðar með botntrolli, eink-
um á humri og rækju, krefjast meiri
olíueyðslu en aðrar veiðar og hafa því
eitt mesta sótspor í framleiðslu mat-
væla í heiminum. Áætlað er að við
veiðar á hverju tonni fiskjar sem veitt
er með trolli losni að jafnaði rúmlega
50 tonn af CO2. Er það um þrisvar
sinnum meira en er að meðaltali í
veiðum með öðrum veiðarfærum skv.
alþjóðlegum útreikningum.
Brottkast og sóun
Samkvæmt opinberum tölum eru
tæplega 20 milljónir tonna fiskjar
veiddar með trolli eða öðrum botn-
dregnum veiðarfærum í heiminum.
Inni í þessari tölu eru ekki veiðar með
flottrolli sem af mörgum hér á landi
er talið vera skaðræðisveiðarfæri
vegna mikils meðafla af ýmsum toga,
m.a. grásleppuungviði. Í alþjóðlegum
rannsóknum á veiðum með trolli og
botndregnum veiðarfærum er talið að
árlegt brottkast sé ekki minna en 5
milljónir tonna á heimsvísu. Þannig
stuðla veiðar með þessum veið-
arfærum að veiðum á miklum með-
afla og mun meiri sóun á verðmætum
en aðrar veiðiaðferðir.
Lokaorð
Ljóst er að veiðar með botn-
dregnum veiðarfærum eiga í vaxandi
mæli undir högg að sækja víða í heim-
inum. Það er því umhugsunarefni fyr-
ir okkur á Íslandi að þáttur togveiða
hér við land hefur farið sívaxandi á
síðustu áratugum. Ljóst er að hvorki
fræðasamfélagið, umhverfissamtök
né íslensk stjórnvöld hafa gefið þessu
þann gaum sem vert væri. Og enn
merkilegra er að stöðugt er verið að
heimila auknar veiðar með stórvirkri
dragnót í landhelgi Íslands og það
upp í fjörur og inn í fjarðarbotna sem
áður hafa verið friðuð svæði. En það
er önnur kolefnissaga.
Togveiðar og kolefnislosun
Eftir Magnús
Jónsson
Magnús Jónsson
» Í alþjóðlegum rann-
sóknum á veiðum
með trolli og botndreg-
num veiðarfærum er
talið að árlegt brottkast
sé ekki minna en 5 millj-
ónir tonna á heimsvísu.
Höfundur er veðurfræðingur.