Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Sjötta sæti á Evrópumóti karla í handbolta. Hvað segir það okkur? Ef við horfum beint á töl- urnar er það fjórði besti árangur landsliðsins í sögu keppninnar. Ísland hefur áður endað í þriðja, fjórða og fimmta sæti. Ísland hefur endað í öðru og fjórða sæti á Ólympíuleikum. Einu sinni í fimmta sæti á HM og þrisvar í sjötta sæti. Sem sagt. EM 2022 í Búda- pest fer í sögubækurnar sem sjö- unda besta stórmót íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá upphafi. Þegar mælikvarðinn um endanlegt sæti er notaður, sem er fullkomlega eðlilegt. En þessi mælikvarði segir ekki allt. Sennilega hefur þetta lands- lið skorað hærra á tilfinninga- skala landsmanna en mörg þeirra sem komust skrefinu lengra. Ekki síst vegna þess að fæstir þekktu mikið til þorra leik- manna þess fyrir mótið. Liðið var tveimur dönskum eða tveimur íslenskum mörkum frá sæti í undanúrslitum. Liðið var einu skoti á tómt mark frá því að tryggja sér fimmta sætið og missti það á flautumarki í framlengingu. Og svo öll þessi umskipti. Að missa út ellefu leikmenn, oftast lykilmenn úr síðasta leik, og vita aldrei fyrr en á síðustu stundu hverjir væru tiltækir í hvern leik. Guðmundur Guðmundsson hefur komið við sögu í flest þau skipti sem Ísland hefur náð lengst á stórmótum. Hann á mik- ið hrós skilið fyrir þessa Búda- pestför. Gummi hefur þann eigin- leika að geta endurnýjað sig. Hann mætir aftur ferskur eftir lægðir og fjarveru. Hann var gagnrýndur harðlega eftir 20. sætið á HM í fyrra. Það var hon- um líkt að svara fyrir sig á þenn- an hátt. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is hafi tapast þá vann liðið upp fimm marka forskot Króata í síðari hálf- leik í þeim leik. Í gær voru Norð- menn með þriggja til fjögurra marka forskot framan af leik. Það er bara ekki nóg þegar leikið er gegn íslenska landsliðinu. Staðan var 16:12 fyrir Noreg að loknum fyrri hálfleik en breyttist í 18:17. Norð- menn héldu forskoti þar til í stöð- unni 24:24. Eftir það var ómögulegt að segja til um hvort liðið færi með sigur af hólmi. „Í hreinskilni sagt finnst mér við eiga betra skilið en 6. sæti miðað við hvernig liðið hefur spilað,“ sagði markvörðurinn Ágúst Elí Björg- vinsson við mig eftir leikinn gegn Noregi í gær. Það er ósköp skiljan- legt að mönnum sé þannig innan- brjósts. Liðið vann fyrstu þrjá leik- ina og áfallið reið akkúrat yfir þegar menn ætluðu að takast á við Danina. Við munum aldrei fá svör við því hversu langt liðið hefði náð ef öll þessi forföll hefðu ekki orðið út af kórónuveirunni. Á það má til dæmis benda til gamans að liðið vann alla fjóra leikina sem fyrirliðinn Aron Pálmarsson tók þátt í. Á hinn bóginn sýndu margir leik- menn eins og Elvar Ásgeirsson að þeir ráða við verkefni sem þetta. Leikmenn sem ef til vill hefðu aldrei fengið tækifæri í keppninni ef allir hinir frábæru leikmennirnir sem eru fyrir á bás hefðu verið leikfærir. Ef horft er á björtu hliðarnar eins og í laginu góða þá jókst breiddin í landsliðinu geysilega á nokkrum dögum í heimsfaraldrinum. Í gær var Elvar Örn Jónsson til dæmis mjög öflugur í sókninni. Hann spilar varla sókn lengur þegar allir eru leikfærir nema í seinni bylgjunni. Spennuleikur á EM eina ferðina enn - 6. sæti varð niðurstaðan hjá Íslandi - Baráttuþrekið á sínum stað Ljósmynd/Szilvia Micheller Hársbreidd Elvar Örn Jónsson býr sig undir að skjóta á tómt mark Norð- manna á lokasekúndum venjulegs leiktíma. Skotið geigaði naumlega. Í BÚDAPEST Kristján Jónsson kris@mbl.is Það gat nú verið að síðasti leikur karlalandsliðsins í handknattleik á EM í Búdapest yrði spennuleikur og sá jafnasti þeirra allra úr því jafnt var að loknum venjulegum leiktíma. Norðmönnum tókst að hafa betur í þetta skiptið en naumt var það. Eins marks tap, 33:34, eftir 70 mínútur af hröðum og skemmtilegum hand- bolta. Niðurstaðan varð þar með 6. sætið hjá Íslendingum á EM 2022 og besti árangur liðsins í átta ár þrátt fyrir allt sem gekk á. Leikir liðsins á EM hafa gert mik- ið fyrir býsna stóran hluta þjóð- arinnar í janúarskammdeginu sem einnig hefur litast sóttvarnaaðgerð- um. Fyrir marga hafa leikir íslenska liðsins verið eins konar himnasend- ing til að drepa tímann og gleyma stað og stund. Fjórir leikir liðsins af átta voru æsispennandi á lokamín- útunum og við kvörtum ekki yfir því að sigrum hafi verið landað án mik- illar spennu gegn Portúgal, Frakk- landi og Svartfjallalandi. Þau sem lifa sig hvað mest inn í leikina höfðu væntanlega mikla ánægju af EM en eru ef til vill úttauguð eftir hama- ganginn. Þá er lítið annað að gera en að bóka sig hjá Reykjalundi eða í Hveragerði og safna kröftum fyrir HM á næsta ári. Farið er út í þá HM-sálma í fréttaskýringunni hér fyrir neðan á síðunni. Íslenskir seiglukarlar Baráttuþrek íslensku landsliðs- mannanna hefur verið áberandi á EM. Þótt leikurinn gegn Króatíu MVM-höllin í Búdapest, leikur um 5. sæti á EM, föstudag 28. janúar 2022. Gangur leiksins: 2:1, 3:6, 5:6, 7:11, 10:12, 11:14, 12:16, 16:17, 17:21, 20:23, 22:23, 24:24, 27:26, 27:27, 28:27, 28:29, 30:29, 30:30, 32:31, 32:33, 33:33, 33:34. Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 10/2, Janus Daði Smárason 8, Elvar Örn Jónsson 6, Bjarki Már Elísson 5/2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Ólafur Guðmundsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson ÍSLAND – NOREGUR (27:27) 33:34 9/1, Ágúst Elí Björgvinsson 3. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Noregs: Sander Sagosen 8/2, Harald Reinkind 6, Christian O’Sul- livan 5, Thomas Solstad 5, Kevin Gulliksen 3, Erik Thorsteinsen Toft 2, Sebastian Barthold 2, Kristian Björn- sen 1, Endre Langaas 1, Kent Robin Tönnesen 1. Varin skot: Kristian Sæverås 8/2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Andreu Marin og Ignacio García, Spáni. Áhorfendur: 7.165. Janus Daði Smárason sneri aftur á völlinn í gær þegar Ísland tapaði naumlega fyrir Noregi eftir ein- angrun á hótelherbergi. Janus lék síðast gegn Dönum en fór eftir þann leik í einangrun. Janus var heldur betur frískur og skoraði 8 mörk gegn Noregi en það hlýtur að hafa verið erfitt að kyngja þessu tapi? „Já já. Kannski er dæmigert í svona leik að þetta fari á sem mest svekkjandi veg. Svona er íþróttin. Það getur verið stutt á milli,“ sagði Janus Daði og bætti við: „Við sýnum í leik eftir leik að það skiptir engu hver er inni á hjá okkur. Við erum með getu og kraft til að vinna hvaða lið sem er en það gekk því miður ekki upp í dag. Menn eru í misjafnri stöðu. Við vorum með menn sem hafa spilað alla leikina en einnig aðra sem hafa spilað minna. Menn spiluðu meira að segja fyrstu A-landsleik- ina í mótinu. Við getum gengið í burtu frá þessu móti með kassann úti,“ sagði Janus. kris@mbl.is Ljósmynd/Szilvia Micheller Átök Þegar Janus kemur á ferðinni er oft tekið hraustlega á honum. „Skiptir engu hver er inni á hjá okkur“ HM 2023 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þar sem tryggt sæti á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi rann íslenska liðinu úr greipum á lokasekúndunni gegn Noregi í Búdapest í gær tekur nú við hefðbundið umspil um HM- sæti sem að þessu sinni verður leik- ið dagana 11. til 17. apríl. Frakkland, Spánn og Noregur fá þrjú af tólf sætum Evrópu en þar eru undanskildir heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Svíþjóð- ar og Póllands sem fara beint á HM. Um hin níu sætin leika átján þjóð- ir í apríl í níu einvígjum, heima og heiman. Þeim er skipt í tvo styrkleika- flokka og níu efstu lið EM sem ekki eru komin áfram eru í þeim efri. Það eru eftirtaldar þjóðir: Ísland, Þýskaland, Króatía, Rúss- land, Holland, Svartfjallaland, Tékkland, Serbía og Ungverjaland. Átján lið bítast um að komast í seinni umferð umspilsins og Ísland mun mæta einu þeirra. Í fyrri umferð umspilsins 10.-14. mars eru þessi lið í efri styrkleika- flokki en það eru liðin sem enduðu í neðstu níu sætunum á EM: Slóvenía, Hvíta-Rússland, Sló- vakía, Portúgal, Austurríki, Norð- ur-Makedónía, Litháen, Bosnía og Úkraína. Í neðri flokknum eru Belgía, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ísr- ael, Grikkland, Ítalía, Rúmenía og Sviss en þessar þjóðir komust áfram úr undankeppninni sem hef- ur verið í gangi í nokkurn tíma. Eins og sjá má á þessu getur Ís- land fengið mjög erfiða andstæð- inga í umspilinu og þar má fyrst telja til lið Slóveníu, Portúgals og Norður-Makedóníu en einnig geta t.d. Hvíta-Rússland og Austurríki reynst erfiðir mótherjar. Þetta skýrist betur á sunnudaginn þegar dregið verður til fyrri hluta um- spilsins í Búdapest. Fimmtán þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM 2023. Það eru Evr- ópuþjóðirnar sex sem áður eru nefndar, Frakkland, Danmörk, Spánn, Noregur, Svíþjóð og Pól- land. Barein, Íran, Katar og Sádi- Arabía eru komin með fjögur af fimm sætum Asíu og frá Suður- og Mið-Ameríku koma Argentína, Brasilía, Síle og Úrúgvæ. Þá eiga eftir að bætast við níu Evrópuþjóðir, fimm Afríkukþjóðir, ein frá Norður-Ameríku og Kar- íbahafi og síðan getur IHF ráð- stafað tveimur síðustu sætunum að vild. Umspilsleikir Íslands verða í aprílmánuði Subway-deild karla KR – Grindavík..................................... 83:81 Þór Þ. – Stjarnan.................................. 88:75 Staðan: Keflavík 14 10 4 1221:1155 20 Njarðvík 13 9 4 1221:1084 18 Þór Þ. 13 9 4 1243:1148 18 Valur 11 7 4 896:863 14 Grindavík 13 7 6 1076:1064 14 Stjarnan 14 7 7 1243:1227 14 Tindastóll 12 7 5 1026:1055 14 ÍR 14 6 8 1244:1260 12 KR 12 6 6 1077:1136 12 Breiðablik 13 5 8 1394:1351 10 Vestri 12 3 9 945:1026 6 Þór Ak. 13 1 12 973:1190 2 1. deild karla Skallagrímur – Sindri .......................... 99:97 Álftanes – Selfoss ................................. 87:94 Hamar – Hrunamenn......................... 80:101 Staðan: Höttur 15 13 2 1521:1234 26 Haukar 14 12 2 1452:1066 24 Álftanes 17 11 6 1607:1448 22 Sindri 18 10 8 1681:1557 20 Fjölnir 16 10 6 1471:1474 20 Selfoss 15 8 7 1289:1292 16 Skallagrímur 18 8 10 1523:1578 16 Hrunamenn 17 6 11 1466:1622 12 Hamar 17 3 14 1330:1627 6 ÍA 17 1 16 1251:1693 2 Spánn Valencia – Gran Canaria .................... 91:62 - Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók 2 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 22 mín- útum með Valencia. NBA-deildin Philadelphia – LA Lakers ................. 105:87 Golden State – Minnesota................ 124:115 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.