Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Páll Ivan hefur verið virkur í
neðanjarðartónlistarlífi Ís-
lendinga um nokkurt skeið.
Hann er með tónsmíðapróf frá LHÍ,
tónverk eftir hann hafa verið flutt
víða um lönd og hann hefur tekið
ríkan þátt í spunastarfsemi, þá í
Mengi og í gegnum S.L.Á.T.U.R.
t.d. Hann hefur þá spilað með fjöld-
anum öllum af hljómsveitum og tón-
listarmönnum eins og Benna Hemm
Hemm, Kríu Brekkan, Borko, múm,
Andrew D‘ Ang-
elo og svo má
telja. Hann legg-
ur þá líka stund
á annars konar
list, málar og
heggur út mynd-
ir og hefur einn-
ig vakið athygli fyrir einstaklega
fyndna samfélagsmiðlanærveru.
Hann skrifar t.d. inn á gamansíðuna
Fréttirnar hvar hann snýr út úr
alvöru fréttum á snilldarlegan og
drepfyndinn hátt.
Öðru hverju hendir hann svo
fullbúinni (og ekki svo fullbúinni)
tónlist inn á efnisveitur eins og
Bandcamp og Spotify. Árið 2020
læddi hann t.d. út nokkuð mörgum
verkum, stökum lögum í bland við
lengri „verk“. „The Last Music in
the World“ er t.a.m. þrettán mín-
útna hávaðaspuni á meðan „Medi-
tation for Metalheads“ hlýtir þeim
titli sæmilega nákvæmlega; nokkurs
konar ískrandi drunusveim, rúmar
tíu mínútur. „The fruit of Humans“
er hins vegar tæpar tuttugu mín-
útur af temmilega illa samhangandi
óhljóðum og ískrum. Og er það vel.
Á síðasta ári komu svo út tvær
Undur og stórmerki
plötur sem skiptast upp í hluta eður
lög. How to live a good life er átta
laga plata með þekkilegum gítar-
strokum og bera lagatitlarnir nöfn
sem vísa í titil plötunnar. „Aim high
but not too high“ og „Listen to pop-
ular music and watch movies“ sem
dæmi. Hin platan kallast The
Conspiracy of Beasts, er sex laga,
og lögin heita nöfnum eins og „The
Horse of Eternal Winter and Fire“
og „The Sheep of Despair, Strang-
ulation and Broken Dreams“.
Fyrstu þrjú lögin eru „hestalög“ en
síðustu þrjú „kindalög“.
Mig langar til að staldra sér-
staklega við þessa plötu og lýsa inni-
haldinu sem mun samt gjörsamlega
misheppnast. Því að í henni er ein-
hver óskýranlegur galdur sem ekki
er hægt að lýsa. Með allra eftir-
minnilegustu plötum síðasta árs og
enginn nema Páll Ivan hefði komist
upp með þetta. Ég er stúmm, þar
sem ég skrifa þetta. Lögin eru
þannig, að undir rólegum áslætti,
sem er ekkert sérstaklega í takt,
hummar Páll. Hann syngur ekki orð
heldur syngur bara – eins og utan
við sig og algerlega í andartakinu –
línur eins og „la la la la la la la la la
la“. Sama tiltækið og þegar maður
sönglar eitthvað svona „la la la“ á
leið út í búð. En ramminn hérna,
þessi hægi ásláttur og hvernig Páll
dregur stundum seiminn eða þá
hraðar sönglinu, eins og það sé ein-
hver forskrift að þessu, gefur þessu
fáránlegan óraunveruleikablæ. Ég
gleymi aldrei svipnum á Kraums-
verðlaunadómnefndinni þegar ég
spilaði þetta fyrir þau. Fólk setti
upp undrunarsvipi, varð hýrt á brá
en orðlaust líka.
Það er eitthvað við þetta sem
maður getur ekki útskýrt almenni-
lega. Eitthvað svona frum-humm
sem við þekkjum öll og þetta setur
undarlega hluti af stað í hausnum.
Þetta er eins og eitthvert atriði úr
Twin Peaks hvar gengið er fram á
seiðkarl farandi með einhverjar
möntrur. Seiðkarlatónlist Tryggva
Hansen? Gavin Bryars og hið magn-
aða Jesus Blood..., hvar falskur róni
er látinn syngja í endalausri lykkju.
Hápunktur næst með „The Sheep of
Despair...“. Hummið hljómar eins
og sært dýr sé í andaslitrunum en
samt er þarna melódía yfir og jafn-
vel ró? Nei, það er tilgangslaust að
reyna að lýsa þessari snilld, best er
að þú, lesandi góður, tékkir bara á
þessu. Leyfðu þér að hlæja, undrast
og jafnvel hneykslast. Mikill er
máttur tónlistarinnar. Það er ekkert
sem ekki er hægt að gera með
henni!
»
Það er eitthvað við
þetta sem maður
getur ekki útskýrt al-
mennilega. Eitthvert
svona frum-humm sem
við þekkjum öll og þetta
setur undarlega hluti af
stað í hausnum.
Fjöllistamaðurinn Páll
Ivan frá Eiðum sendir
frá sér list af alls kyns
tagi, þar á meðal tónlist
sem er merkileg fyrir
margra hluta sakir.
Ótrúlegur Páll
Ivan frá Eiðum.
Ragna Sigurðardóttir, myndlistar-
kona og rithöfundur, fjallar um
Lengi skal manninn reyna, yfir-
litssýningu Þorvalds Þorsteins-
sonar, líf hans og list, í Hafnar-
borg á morgun kl. 13. Þar stendur
sýningin yfir og má á henni sjá
fjölbreytt úrval verka; skúlptúra,
innsetningar, málverk, mynd-
bandsverk og fleira sem varpa
ljósi á hinn fjölhæfa listamann og
hvernig hann vann verk sín í
tengslum við samfélagið, eins og
segir í tilkynningu.
Sýningarstjórar eru Ágústa
Kristófersdóttir og Guðrún Pálína
Guðmundsdóttir og var sýningin
unnin í samstarfi við Listasafnið á
Akureyri og eignasafn Þorvaldar
Þorsteinssonar.
Morgunblaðið/Kristinn
Skapandi Þorvaldur Þorsteinsson heit-
inn var fjölhæfur listamaður og dáður.
Ragna segir frá lífi
og list Þorvalds
Myndlistarmað-
urinn Carl Bout-
ard segir frá
sýningu sinni,
Carl Boutard og
Ásmundur
Sveinsson: Gróð-
ur jarðar, í Ás-
mundarsafni á
morgun, sunnu-
dag, kl. 14 en
henni lýkur viku síðar, sunnudag-
inn 6. febrúar.
Höggmyndalist Boutard hefur
þróast út frá ástríðu listamannsins
fyrir umhverfinu, bæði manngerðu
og náttúrulegu, segir í tilkynningu
og eru verk hans gjarnan unnin í
samhengi við almannarými og end-
urspegla tengsl á milli manns, nátt-
úru og menningar.
Boutard fjallar
um Gróður jarðar
Carl Boutard