Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022
Þ
að er hvergi skjól að
hafa“ var fyrirsögn
fréttamiðils nokkurs á
þriðjudaginn var þegar
enn einn janúarstormurinn gekk
yfir landið. Þessi fyrirsögn var
vísun í orð veðurfræðings nokk-
urs í viðtali sem tekið var af því
tilefni að strompurinn á ráð-
herrabústaðnum þoldi ekki
álagið frá vindinum og féll á
hliðina. Á sama tíma bökuðu Ís-
firðingar pönnukökur og fögn-
uðu endurkomu sólar eftir
tveggja mánaða hlé. Reyndar
skein sólin ekkert á Ísafirði
þennan dag enda gerir hún það
sjaldnast á þessum degi þó að
það sé mögulegt að sjá hana á
ný í Sólarstræti 25. janúar ef
veður leyfir. Reyndar sagði við-
mælandinn í fréttinni að þau bökuðu líka
pönnukökur þegar sólin raunverulega sést
og síðan bara í hvert sinn er hún skín inn
um eldhúsgluggann.
Það felst bæði mikið æðruleysi og stað-
festa í því að baka „sólarpönnukökur“ í
vondu veðri.
Að þekkja aðstæður
Hvernig líður þér í stormi, í óveðri?
Þú þekkir þetta vel. Gul viðvörun en þú
setur samt undir þig hausinn og arkar út í
göngutúr. Appelsínugul viðvörun og þú
ferð helst ekki yfir heiðina og einstaka flugi
er aflýst. Rauð viðvörun og við förum ekki
út nema brýna nauðsyn beri til.
Við þekkjum storma og óveður vel á Ís-
landi. Við kunnum flest að binda niður
trampólín og annað lauslegt. Og ætli
mörgum okkar líði ekki bara þokkalega
þegar við erum örugg innandyra og vit-
um að allt okkar fólk er í skjóli. Verra er
þegar við búum við rætur brattra fjalla þar
sem snjóflóða- og skriðuhættur eru fyrir
hendi. Þá er eina leiðin að finna leiðir til að
verja okkur og koma okkur í skjól. Vandinn
við storma er að við getum ekki stöðvað þá.
Góðu fréttirnar eru að stormar ganga yfir.
Öll höfum við upplifað alls kyns storma.
Við höfum fengið storma í fangið en við
höfum líka haft þá í bakið. Stormar geta
reynst okkur erfiðir persónulega. Stormar
geta líka gengið yfir heilu samfélögin og
jafnvel heimsbyggðina alla. Sem dæmi um
það er kórónuveirufaraldurinn sem hefur
gengið yfir undanfarin tvö ár. Inn á milli
hefur lægt og þá höfum farið út og notið
lífsins um stund en nokkrum sinnum hafa
komið svo sterkar hviður að við höfum
þurft að loka okkur inni og fjöldi fólks hef-
ur ekki þolað álagið og látið lífið. Komið
hafa tímabil þar sem höfum fyllst von um
að nú verði veðrabrigði og það
fari að lægja á ný. En einhvern
veginn hefur vindurinn alltaf
náð sér aftur á strik. Svolítið
eins og íslenskir stormar eiga
til að gera. Vonandi erum við þó
stödd í síðustu kviðunni einmitt
nú.
Í góðri trú með G-vítamíni
Í guðspjalli þessa sunnudags
í Matteusarguðspjalli 8. kafla er
sagt frá því þegar Jesús stillir
storminn eftir að lærisveinarnir
höfðu hrópað til hans óttaslegn-
ir og beðið hann að gera eitt-
hvað áður en þeir myndu farast.
Jesús svaf í bátnum þegar
vonskuveðrið hófst og var hálf-
pirraður þegar hann var vakinn
svona upp en hann stóð þó á
fætur og hastaði á storminn og
það varð logn. Lærisveinarnir
voru hræddir og það er erfitt að
eiga við ótta.
Það sem virkaði fyrir læri-
sveinana var að hrópa á Jesú í
angist sinni. Og vitið til. Hann kom til
hjálpar. Á hvað hrópar þú í þínum persónu-
legu stormum? Hver kemur þér til hjálpar?
Guð stöðvar ekki endilega vonskuveður
(þó að við skulum ekki útiloka það alveg)
en Guð hjálpar okkur að koma auga á leiðir
til að lifa af stormana, bíða þá af okkur eða
takast á við þá.
Á þessum fyrstu vikum ársins, þegar
lægðir ganga yfir og stormar geisa, býður
Geðhjálp upp á G-vítamín-dagatal. Þar er
að finna 30 skammta af geðvítamíni á
dimmasta tíma ársins. Þetta vítamín er
hugsað til þess að bæta geðheilsu okkar því
við þurfum ekki síður vítamín fyrir geðið
en líkamann. Þetta vítamín getur nýst vel
til þess að hjálpa okkur í gegnum okkar
persónulegu storma.
Hollráð stormdagsins mikla síðastliðinn
þriðjudag var: „Láttu þig langa í það sem
þú hefur.“
Að minna sig á skjólið
Að lifa í núinu og kunna að meta það sem
við eigum er sannarlega eitt ráð sem við
getum nýtt í storminum miðjum. Að baka
pönnukökur á óveðursdegi af því að við vit-
um að sólin er þarna einhvers staðar þó að
við sjáum hana ekki núna er gott dæmi um
það.
Það er víst skjól að hafa. Það er alltaf
hægt að finna skjól sama hversu öflugur
stormurinn er. Við þurfum bara að koma
auga á það. Þetta skjól getur verið Jesús í
bátnum, það er Guð í angistinni, það er
geðvítamínið og sólarpönnukökurnar í
storminum.
Það er skjól að hafa.
Kirkjan til fólksins
Sólarpönnukökur
í stormi
Hugvekja
Guðrún Karls
Helgudóttir
Guðrún Karls
Helgudóttir
Öll höfum við
upplifað alls
kyns storma.
Við höfum
fengið storma í
fangið en við
höfum líka
haft þá í bakið.
Höfundur er sóknarprestur í Grafarvogs-
prestakalli.
gudrun@grafarvogskirkja.is
✝
Jóhann Brynj-
ar Ingólfsson
fæddist á Völlum á
Grenivík 6. ágúst
1940. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 22. janúar
2022. Foreldrar
hans voru Hólm-
fríður Björnsdóttir,
saumakona og hús-
móðir, f. 8. apríl
1912, d. 22. júlí 2004, og Ing-
ólfur Benediktsson málameist-
ari, f. 25.september 1908, d. 6.
maí 1990. Jóhann var þriðja af
tíu börnum þeirra hjóna. Eldri
eru Sigríður Inga og Ernst Her-
mann, en yngri Ingólfur Stein-
ar, Björn Andrés, Kristján Val-
ur, Anna Steinlaug, Haukur
Már, Guðbjörg Ásdís og Kristín
Árný. Árið 1942 reistu Ingólfur
og Hólmfríður sér hús skammt
gerðir og einnig hjá Malar- og
steypustöðinni á Akureyri,
þangað til hann hóf að nýju
störf sem rafvirki hjá Skinna-
iðnaði á Gleráreyrum. Þar var
hann til ársins 2001 þegar hann
réð sig til Helga S. Ólafssonar
rafvirkja á Hvammstanga. Árið
2009 sneri hann til baka til Ak-
ureyrar og hóf störf hjá fyrrum
nemanda sínum, Árna Berg-
mann Péturssyni í RAF ehf. Þar
starfaði hann allt til þess er
hann hætti að mestu að vinna
2015, 75 ára.
Áhugamál Jóhanns snerust
fyrst og fremst um bíla og vél-
sleða. Sérstaklega bilaða. Hann
hafði listrænt auga og smíðaði í
tómstundum úr járni margs
konar nytjahluti og skrautmuni.
Eftir að hann greindist með alz-
heimers-sjúkdóminn átti hann
heimili sitt á Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri.
Útför hans verður gerð frá
Grenivíkurkirkju í dag, 29. jan-
úar 2022, klukkan 14. Vegna
samkomutakmarkana verður
streymt frá athöfninni.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
frá Grenivík og
nefndu Dal þar
sem systkinin ólust
upp. Strax eftir
fermingu fór Jó-
hann að vinna fyrir
sér bæði til sjós og
lands. Hann byrjaði
16 ára að vinna hjá
Sambandsverk-
smiðjunum á Ak-
ureyri og kynntist
þar störfum raf-
virkja sem leiddu hann inn á þá
braut síðar. Eftir tvö ár á sjó
innritaðist hann í Iðnskólann
þar sem hann lauk sveinsprófi
1964 í rafvirkjun. Hann starfaði
að þeirri iðn alla tíð síðan.
Meistari hans var Gústav Berg
Jónasson í Raf hf. Jóhann fylgdi
Raf hf. inn í byggingafyr-
irtækið Smára hf. og starfaði
þar til 1975. Næstu árin vann
hann hjá Skeljungi við við-
Þúsundþjalasmiður er rétt-
nefni fyrir Jóhann mág minn, og
einstök hjálparhella var hann
öllum sem til hans leituðu. Mín
fjölskylda sagði að við gætum
ekki flutt án Jóhanns, og höfum
við flutt ansi oft. Hann kom m.a.
til Þýskalands til að aðstoða
okkur við heimflutning og
ógleymanlegt er þegar við fórum
í smáþorp í Odenwald til að
skoða og kaupa Hannomag-hús-
bíl sem svo var fylltur af bókum
og ekið til Bremerhaven í skip.
Það voru aðeins síðustu búferla-
flutningar fyrir tæpum tveimur
árum sem voru án Jóhanns, en
þá hafði sjúkdómurinn hremmt
hann.
Jóhann hjálpaði ekki aðeins
við flutninga; hann gat skrúfað
allt sundur og saman eftir því
sem þurfti, lagað ljósakrónur og
straujárn, stóla og bíla. Hann
var sístarfandi þegar hann kom,
mætti með tvær til þrjár
verkfærakistur, og það þurfti að
tilkynna verkalok og bjóða upp á
bjórglas svo hann kláraði ekki
allt sem aflaga var strax fyrsta
daginn.
Við fórum líka í margar
skemmtilegar ferðir með honum,
bæði í Þýskalandi og hér heima,
því það var gaman að sýna hon-
um nýja staði og staðhætti; hann
naut þess og tók myndir.
Myndavéla- og símakaup eru
líka eftirminnileg; Motorola-sím-
inn hans sem keyptur var í Hei-
delberg var það flottasta á
markaðnum á síðasta áratug síð-
ustu aldar, og myndavélaleið-
angrar leiddu af sér nýjar vélar
og linsur sem áttu hug hans.
Íbúð Jóhanns í Tjarnarlund-
inum varð skjólshús okkar
sveitafjölskyldunnar þegar veð-
ur leyfðu ekki heimferð eða er-
indi kölluðu á gistingu. Synir
okkar kunnu bestu áramóta-
skaupin utan að, því þau átti Jó-
hann auðvitað á vídeóspólum
fyrir nú utan ýmsar eðalbíó-
myndir og svo var hægt að spila
tölvuleiki líka. Það var fínt að
vera veðurtepptur hjá Jóhanni!
Jóhann var glaðsinna og bar
ekki á torg áhyggjur eða eigin
sorgir. Við hefðum óskað honum
stórfjölskyldu með börnum og
barnabörnum en hann sinnti af
ástúð börnum vina og vanda-
manna og þau hafa endurgoldið
það, meðal annars með um-
hyggju nú þennan síðasta spöl
sem var þungbær.
Að loknum starfsdegi átti
hann góðan tíma á Hallandi hjá
Gunnu og hennar fjölskyldu
þangað til hann flutti á dvalar-
heimilið Hlíð. Ógleymanlegur
verður Gjáarmelsfundur á Hall-
andi þar sem dýrðarveður og
veitingar hjá þeim Gunnu kór-
ónuðu daginn. Myndirnar bera
vitni um það!
Anna Steinlaug systir hans
varð hans forráðamaður og
sinnti honum af mikilli alúð
ásamt Hauki og Ingibjörgu,
Birni og vinum Jóhanns. Guð
blessi öll þau sem önnuðust
hann. Við sem áttum Jóhann að
vini þökkum fyrir líf hans,
tryggð, hjálpsemi og skemmti-
legheit.
Lausan við fjötra óminnis og
magnleysis sé ég Jóhann stíga
út úr Lada Sport-jeppanum,
setja Polaris-vélsleðann í gang
og bruna eftir snjóbreiðunni í
glampandi sólskini með mynda-
vélina um öxl.
Far þú sæll og hafðu þakkir
fyrir allt.
Margrét Bóasdóttir.
Kæri Jóhann, ég vona að þú
vitir hversu góður frændi og fyr-
irmynd þú varst mér.
Mér fannst eins og við ættum
margt sameiginlegt og það var
alltaf gaman og þægilegt að vera
í þinni nærveru.
Bæði sem krakki var sérstak-
lega spennandi að koma í heim-
sókn og horfa á teiknimyndir en
líka sem fullorðinn maður var af-
skaplega gaman að fá að læra af
þér ýmsa hagnýta hluti.
Mér fannst alltaf tilhlökkun-
arefni þegar þú gerðir þér ferð
til að koma í heimsókn og hjálpa
til en líka vera góður félagsskap-
ur.
Það var gaman þegar ég gat
launað þér teiknimyndaglápið
síðar með því að finna fyrir þig
fræga harmonikkuspilara á You-
tube til dæmis.
Þú hefðir verið ánægður með
mig þegar einn afar ósjálfbjarga
félagi minn bað mig um að
hjálpa sér að setja upp loftljós í
stofunni (og biður mig núna um
að gera helst alla hluti sem þarf
að laga á heimilinu).
Ég lærði það ekki síst af þér
hvað það er gott og gaman að
geta gert öðrum gagn.
Hvíldu í friði.
Bóas.
Jóhann Brynjar
Ingólfsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRNI ÓLAFSSON,
Faxabraut 13, Keflavík,
lést á Hrafnistu, Hlévangi, miðviku-
daginn 19. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. febrúar
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstand-
endur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/arniolafsson
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Ármann Árnason María Þorgrímsdóttir
Guðný Árnadóttir Guðmundur Einarsson
Ólasteina Árnadóttir
Rúnar Eyberg Árnason Hildur Björg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Messur á morgun
AKUREYRARKIRKJA | Helgistund
í beinu streymi frá Akureyrarkirkju kl.
11. Sr. Hildur Eir Bolladóttir fjallar
um sorg og sorgarviðbrögð. Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir og María
Björk Jónsdóttir sjá um tónlistina.
Rafrænn sunnudagaskóli sendur út
á Facebook-síðu Akureyrarkirkju.
BÚSTAÐAKIRKJA | Helgistund
Fossvogsprestakalls á netinu frá
Grensáskirkju. Kirkjukór Grensás-
kirkju syngur sálma og Ásta Haralds-
dóttir kantor leikur á hljóðfærið. Sr.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir flyt-
ur stutta hugleiðingu út frá ritning-
arlestum sunnudagsins 30. janúar
sem er bænadagur að vetri. Fylgist
með birtingu á heimasíðum Foss-
vogsprestakalls og á FB-síðum sókn-
anna.
FRIÐRIKSKAPELLA | Guðsþjón-
usta JELK verður haldin í Friðriks-
kapellu sunnudaginn 30. jan kl. 11.
Sakarías Ingólfsson prédikar. Upp-
lýsingar um fjöldatakmörkun og sótt-
varnir á www.jelk.is.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta sunnudagsins 30. janúar mun
birtast á heimasíðu kirkjunnar.
Eins mun hún vera á Facebook-, You-
Tube- og Instagram-síðum kirkjunn-
ar. Prestar eru Guðrún Karls Helgu-
dóttir og Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Organisti er Árni Heiðar Karlsson.
GRENSÁSKIRKJA | Helgistund
Fossvogsprestakalls á netinu, nú frá
Grensáskirkju. Kirkjukór Grensás-
kirkju syngur sálma og Ásta Haralds-
dóttir kantor leikur á hljóðfærið. Sr.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
flytur stutta hugleiðingu út frá ritn-
ingarlestum sunnudagsins 30. jan-
úar sem er bænadagur að vetri. Fylg-
ist með birtingu á heimasíðum
Fossvogsprestakalls og á FB-síðum
sóknanna. Þriðjudagur: Kyrrðarstund
í Grensáskirkju kl. 12. Fimmtudagur:
Núvitund í Grensáskirkju kl. 18.15,
einnig á netinu.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta
fellur niður í dag en útvarpað verður
guðsþjónustu frá kirkjunni á Rás 1
kl. 11 sem tekin var upp fyrir fram.
Þar prédikar sr. Helga Soffía Kon-
ráðsdóttir og félagar úr Kordíu, kór
Háteigskirkju, syngja undir stjórn
organistans, Guðnýjar Einarsdóttur.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guð-
ðsþjónustua og sunnudagaskóli kl.
11. Kirkjan opnar á ný. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Félagar úr
Kammerkórnum syngja. Svana Helen
Björnsdóttir og Guðrún Brynjólfsdóttir
lesa ritningarlestra. Ólafur Egilsson
les bænir. Sólveig Ragna og Messí-
ana sjá um sunnudagaskólann.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs-
þjónusta kl. 11 á bænadegi að vetri.
Við förum varlega og höfum kirkjuna
hólfaskipta og það verður ekki alt-
arisganga. Organisti er Jón Bjarna-
son og prestur er Haraldur M. Krist-
jánsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Vídalínskirkja
verður opin fyrir bænahald sunnudag-
inn 30. janúar frá kl. 11-12. Sr.
Sveinbjörn R. Einarsson verður til
staðar. Sunnudagaskólanum verður
streymt á Facebook-síðu kirkjunnar:
facebook.com/vidalinskirkja.