Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 14
Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Gríptu til þinna ráða Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Einhver ára yfir Skálholti hreif mig og hélt mér við efnið. Það má segja að ég hafi heillast af þessum uppljómaða stað,“ sagði Estrid Þorvaldsdóttir sem var að ljúka MA-námi í hagnýtri menningar- miðlun við Háskóla Íslands. Hvað er Skálholt og fyrir hvern er það, er heiti lokaverkefnis hennar. Leiðbeinandi var Sumarliði Ísleifs- son, lektor í sagnfræði. Þar skoð- aði Estrid stöðu Skálholts í ís- lensku nútímasamfélagi. Afstaða fólks var könnuð í djúpviðtölum og skoðanakönnun. Lokahnúturinn var ráðstefna. En þekkti hún eitt- hvað til Skálholts áður en hún hóf rannsóknina? Heilagleiki yfir staðnum „Já, ég hafði verið þar á nám- skeiðum, bæði listmeðferð- arnámskeiðum og jóganámskeið- um, og oft komið þangað sem leiðsögumaður ferðamanna. Ég hafði velt því fyrir mér hver væri eiginlega tilgangurinn með þessum stað,“ sagði Estrid. Hún sagði að Skálholt væri bæði margslungið og ráðgáta eins og kom fram í við- tölum sem hún tók. Estrid spurði m.a. séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hvað gerði staðinn svo sérstakan? „Hann talaði um að það væri svo mikill heilagleiki yfir staðnum. Fólk kæmi langt að í Skálholt í fyrsta sinn og segði að það þekkti þessa tilfinningu úr öðrum kirkjum. Í Skálholti hefur skapast þessi hái heilagleiki sem maður bókstaflega finnur fyrir,“ sagði Estrid. „Þarna fer fram virkt helgihald sem hefur áhrif þótt þau séu óáþreifanleg. Ég talaði meira að segja við trúleysingja sem sögð- ust finna fyrir helgi staðarins og bera virðingu fyrir honum. Morg- un einn vaknaði ég snemma og ók austur í Skálholt til að prófa að vera við tíðir, morgunbæn sem fer fram með víxlsöng ef margir eru mættir. Það var mjög upplyftandi fyrir andann!“ Endurreisn og hlutverk Hornsteinn var lagður að dóm- kirkjunni sem nú stendur í Skál- holti á Skálholtshátíð 1956. Þar með hófst endurreisn staðarins sem séra Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup Íslands, hafði forystu um. Kirkjan var vígð 1963, lýðhá- skóli tók til starfa 1972 og reglu- legir sumartónleikar hófust 1975. Tókst að endurreisa Skálholt? „Orðið að „endurreisa“ var svo- lítið í tísku um og eftir miðja 20. öld. Þetta hugtak getur tengst þjóðerniskennd og hefur verið við- fangsefni fræðimanna,“ sagði Est- rid. „Það var mikill eldmóður í Sigurbirni biskupi og hann talaði mikið um að endurbyggja og end- urreisa Skálholt sem biskupssetur og kirkjustað. Eldhugurinn náði sínu markmiði, en það hefur verið hellings vinna síðan að sjá um staðinn og finna honum hlutverk.“ Estrid nefndi lýðháskólann sem var stofnaður í Skálholti í anda danska prestsins og menning- arfrömuðarins N. F. S. Grundt- vigs. Lýðháskólahreyfingin stóð traustum fótum annars staðar á Norðurlöndum. „Því miður þá mis- tókst þetta hér. Í staðinn fyrir að verða flottur lýðháskóli varð þetta skóli fyrir fólk sem hafði dottið út úr hefðbundna skólakerfinu. Í Skálholti sér maður stórar hug- myndir hafa komist í framkvæmd, en það er eins og það hafi ekki verið hugsað til fulls hvað kæmi á eftir framkvæmdunum.“ Ólíkir hópar, ólík afstaða Viðmælendur Estridar þekktu vel til Skálholts í gegnum störf sín við fornleifafræði, prestsþjónustu og guðfræði svo nokkuð sé nefnt. Einnig tónlistarunnendur sem voru fastagestir á sumartónleikum og tengdu Skálholt við sígilda tón- list. „Stærsta hópi þeirra sem svör- uðu könnuninni (43%) fannst að í Skálholti ætti sagan og menningin að vera í aðalhlutverki. Þar á eftir fannst 27% að kirkjustaðurinn, helgihaldið og biskupssetrið væri aðalatriðið. Til að Skálholt lifi verður að ríkja skilningur og um- burðarlyndi á milli þessara ólíku hópa sem báðum er annt um stað- inn,“ sagði Estrid. „Í grófum dráttum fannst öllum að Skálholt væri ekki hefðbundinn ferða- mannastaður eins og t.d. Þingvell- ir. Skálholt væri frekar hluti af menningararfi okkar Íslendinga. Fólk hefur áhuga á Skálholti sem ráðstefnu- og menningarstað. Sagan, trúin og tónlistin vega líka þungt. Fólk vill almennt vita meira um staðinn og tengjast honum bet- ur.“ Málþing um menningararfinn Estrid kvaðst hafa farið að sjá Skálholt fyrir sér sem eins konar borg þar sem hinar ýmsu fræði- greinar, átrúnaður og áhugasvið mynda aðskilin hverfi. Hana lang- ar að tengja þessi hverfi og fá þau til að tala saman. Tilraun til þess var gerð með málþinginu Samtal við menningararfinn sem haldið var í Skálholtskirkju 13. ágúst 2021. Estrid stýrði ráðstefnunni og sagði frá niðurstöðum úr rannsókn sinni. Aðrir fyrirlesarar voru séra Kristján Björnsson vígslubiskup sem kynnti kirkjustarfið, talaði um sögu staðarins og sagði m.a. frá Ragnheiðargöngu, Þorláksleið og öðru sem hægt er að gera í Skál- holti. Herdís Friðriksdóttir fram- kvæmdastjóri Skálholts kynnti nýja stefnu í Skálholti og það fjöl- breytta starf sem þar fer fram. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur talaði um fornleifarannsóknir á staðnum, það sem þar hefur fundist, væntanlega bók og mikið verk sem er óunnið. Þorvaldur Friðriksson, skrímslafræðingur, fornleifafræðingur og fréttamaður, sagði sögur af skrímslum í kring- um Skálholt í aldanna rás. Þess má geta að hann er faðir Estridar. Skálholt er margslungin ráðgáta - Hvað er Skálholt og fyrir hvern er það? - Heilagleiki sem maður finnur á staðnum - Flestum finnst sagan og menningin skipta mestu - Kirkjustarfið, biskupssetrið og helgihaldið kom þar á eftir Ljósmynd/Þórunn Hafstað Skálholtsdómkirkja Estrid Þorvaldsdóttir stýrði málþingi sem haldið var í Skálholti vegna MA-lokaverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, gefur kost á sér til forystu D-listans í Rangárþingi ytra fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Ingvar Pétur hefur áður m.a. starfað í sveitarstjórn, sem blaðamaður og aðstoðarmaður ráðherra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti verði stillt upp á framboðslistann. Vill leiða D-lista í Rangárþingi ytra Ingvar Pétur Guðbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.