Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 1
SMARTLAND KLÆÐIR 11. febrúar 2022 F Ö S T U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 35. tölublað . 110. árgangur . ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM VOR- OG SUMARTÍSKUNA SMARTLAND 40 SÍÐUR Búið er að finna og ná í jarðneskar leifar þeirra fjögurra sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni um síðustu helgi. Aðgerðin var umfangsmikil og þaulskipulögð, en stefnt er að því að hífa flugvélina upp úr vatninu í dag. Stilla var á svæðinu í gær en létt snjókoma inn á milli, sem hafði þó ekki áhrif á aðgerðir. Fimb- ulkuldi var við svæðið allan daginn, og var um 19 stiga frost þegar aðgerðir áttu að hefjast um morguninn. Þingvallavatnið sjálft var alveg við frostmark sem gerði aðgerðir flóknari og var um tíma óljóst hvort hægt yrði að hefja aðgerðir í gær, sem tókst þó um þrjúleytið. Mikill erill var á svæðinu en um sextíu manns aðstoðuðu við leitina í gær og voru það meðal ann- ars menn frá slökkviliði, lögreglunni, sérsveit lög- reglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa, sem fer með rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Suðurlandi. Ríflega tuttugu kafarar aðstoðuðu við aðgerðir, en á endanum var ákveðið að nýta kafbát með griparm til þess að koma hinum látnu í land. Líkin voru um 50 til 80 metra frá flakinu sjálfu. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er tal- ið að hinir látnu hafi komist af sjálfsdáðum úr vél- inni eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetra frá landi þar sem styst er. Nú í dag verður aðgerðum haldið áfram við Þingvallavatn þar sem á eftir ná flugvélaflakinu upp úr vatninu. Hætta er á mengunarslysi og munu aðgerðir því taka mið af því en olíubrákir hafa sést í vatninu. Rannsókn á flugslysinu er í fullum gangi og er mögulegt að hlutar vélarinnar verði sendir utan í ítarlegri rannsókn. Aðgerðir áfram í dag Morgunblaðið/Óttar Geirsson Flugslysið Aðgerðir við Þingvallavatn halda áfram í dag en stefnt er að því að ná flugvélinni upp úr vatninu í dag. Hún hefur nú verið þar í rúma viku. - Kalt á Þingvöllum í gær - Hófu aðgerðir um klukkan þrjú í gær - Mikill erill á svæðinu - Líkin um 50 til 80 metra frá flakinu - Rannsókn á slysinu í fullum gangi MLík mannanna komin í land »4 _ Samanlagður hagnaður Íslands- banka, Landsbankans og Arion banka á síðasta ári nam rúmum 81 milljarði króna, og jókst hann um 152% milli ára. Mestum hagnaði skilaði Landsbankinn eða 28,9 milljörðum en hagnaður Íslands- banka var 23,7 milljarðar. Helsti þátturinn í þessari bættu afkomu bankanna milli ára er við- snúningur í virðismati útlánasafna þeirra, en hann nam samtals 39 milljörðum króna. »2 Högnuðust um rúm- an 81 milljarð kr. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðsnúningur Bankarnir högnuðust um rúman 81 milljarð á síðasta ári. _ HS veitur þurfa að kynda hluta af fjar- varmaveitu sinni í Vestmanna- eyjum með olíu eftir að Lands- virkjun lokaði á afhendingu á skerðanlegri orku. Ákvörðun- in tók gildi í fyrrinótt. Veitan nýtur þess nú að um það bil helmingur af vatni henn- ar er hitaður upp með varmadælu sem nýtir volgan sjó og þrefaldar orku hans. Rafmagnið til hennar er forgangsorka frá Landsvirkjun og HS orku og því ekki skerðanlegt þótt illa ári í vatnsbúskapnum. HS orka hefur ákveðið að selja útgerð Herjólfs áfram raforku til að knýja skipið þótt ákvæði séu í samningum að skerða megi orkuna við þessar aðstæður. »10 Varmadælan í Eyjum kemur sér vel Eyjar Ferjan siglir enn fyrir rafmagni. Sameiginlegar heræfingar Rússa og Hvít-Rússa hófust í gær, og eiga þær að standa í tíu sólarhringa. Æfing- arnar þykja auka á spennuna, sem ríkt hefur í Úkraínudeilunni, en áætlað er að Rússar séu nú komnir með um 130.000 hermenn að landa- mærum sínum að Úkraínu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fundaði í gær með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í Brussel og sagði Johnson að með upphafi heræfinganna væri að renna upp „hættulegasta stundin“ í deilunni, sem væri um leið stærsta ógn við ör- yggi Evrópu sem sést hefði í marga áratugi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari varaði sömuleiðis Rússa við því að láta reyna á samstöðu vesturveld- anna, og að þeir ættu ekki að van- meta einingu og festu bandamanna í Atlantshafsbandalaginu og í Evr- ópusambandinu, en Scholz fundaði í gær með leiðtogum Eystrasaltsríkj- anna og ræddi ástandið við þá. Samhliða heræfingum Rússa í Hvíta-Rússlandi hófu þeir einnig undirbúning að umfangsmiklum flotaæfingum á Svartahafi sem eiga að hefjast eftir helgi. Kvörtuðu stjórnvöld í Úkraínu undan því að undirbúningur æfinganna hefði í raun lokað fyrir umferð almennra skipa um Azovhaf og að nær ófært væri um Svartahaf. Sagði Oleksí Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, að Rússar hefðu lokað al- þjóðlegu hafsvæði. »14 Heræfingar hafnar - Úkraína kvartar undan „hafnbanni“ á Svartahafi AFP Heræfingar S-400 eldflaugapallar Rússa taka þátt í heræfingunum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gangainnskot á Reykjanesskaga geta mögulega ógnað mikilvægum innviðum höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki. Þetta segir Páll Einarsson, jarð- eðlisfræðingur og prófessor em- eritus, í samtali við Morgunblaðið. Páll segir að slík gangainnskot gætu haft mikil áhrif á kerfi sem fæða vatnsveitur, hitaveitur og jarðvarmavirkjanir. Einhver þeirra gætu mögulega spilst til frambúðar yrði gangainnskot á slæmum stað. Enn fremur segir Páll að hinni flóknu atburða- rás á Reykjanes- skaga sé ekki lokið og að enn megi búast við sterkum jarð- skjálfta við höf- uðborg- arsvæðið. „Eldgosið í Geldingadölum var bara hluti af flókinni atburðarás á Reykjanes- skaga,“ segir Páll. Þegar hafa orðið kvikuinnskot á 3-4 stöðum á skaganum þótt kvikan hafi til þessa aðeins náð til yf- irborðs á einum stað. »9 Gangainnskot geti ógnað innviðum Páll Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.