Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 4
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Flugslys Kalt var á Þingvöllum í gær og var vatnið alveg ísilagt sem gerði aðgerðir erfiðari.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Inga Þóra Pálsdóttir
Köfun að líkum þeirra fjögurra sem voru um
borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í
síðustu viku hófst um kaffileytið í gær, en að-
gerðir frestuðust þar sem vatnið var ísilagt.
Þurfti því að brjóta upp ísinn áður en hægt var
að senda kafara í vatnið. Ísinn var um einn
sentimetri að þykkt. Um sextíu einstaklingar
aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær, þar af ríflega
tuttugu kafarar.
Notuðu smákafbát
Um níuleytið í gærmorgun þótti ólíklegt að
hægt yrði að hefja aðgerðir þar sem ísröst lok-
aði fyrir siglingu með pramma út á vatnið. Þeg-
ar líða tók á daginn byrjaði ísinn þó að brotna
upp og færast upp að landi. Þá gátu leitarmenn
sent rörabáta út á vatnið til að greiða leiðina og
var þeim siglt með reglulegum hætti til að
halda leiðinni opinni. Björgunaraðilar nýttu
smákafbát með myndavélabúnaði og griparm
til þess að sækja hina látnu niður á botn og færa
upp á yfirborðið. Kafbátnum var stýrt af
pramma á yfirborði vatnsins. Á yfirborðinu
tóku kafarar við og komu hinum látnu um borð
í báta sem fluttu þá í land.
„Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem
farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður
til köfunar voru verulega hættulegar vegna
mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni.
Var kannað hvort hægt væri að beita öðrum
aðferðum en áður höfðu verið planaðar,“
sagði í tilkynningu sem lögreglan á Suður-
landi sendi frá sér í gær. Því var smákafbát-
urinn fenginn.
Klukkan átta í gærkvöldi tilkynnti lögregl-
ann á Facebook-síðu sinni að búið væri að
finna lík allra þeirra sem voru um borð í vél-
inni og ná þeim í land.
Rannsókn í fullum gangi
Rannsókn á flugslysinu er nú í fullum
gangi. Lögreglan á Suðurlandi og rannsókn-
arnefnd samgönguslysa fara með rannsókn
málsins. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlög-
regluþjóns á Suðurlandi, er mögulegt að hlut-
ar vélarinnar verði sendir út fyrir landstein-
ana í ítarlegri rannsókn en ekki verða gefnar
frekari upplýsingar um gang málsins að svo
stöddu.
Ölfus-
vatnsvík
Þingvallavatn
G R A F N I N G U R
Úlfljóts-
vatn
Bann við flugi dróna
innan 4 km radíus frá
miðju Ölfusvatnsvíkur
Dýpi
0-10 m
10-20 m
20-40 m
40-60 m
60-80 m
80-100 m
100-120 m
Björgun flugvélarinnar
úr Þingvallavatni
Vélin sem fórst
Þingvallavegur
Þin
gva
llav
eg
ur
Þingvallabær
Steingrímsstöð
Hellisvík
Gerð: Cessna 172N
Framleiðsluár: 1977
Hámarksþungi: 1.157 kg
Auðkenni: TF-ABB
Eigandi: Volcano Air ehf.
Um borð var flugmaður
og þrír farþegar
Vélin verður afhent
lögreglunni á Suðurlandi
og Rannsóknarnefnd
samgönguslysa að björgun
lokinni
Þingvallavatn
0,5° Hitastig vatnsins
er um 0,5 gráður
46m
Vélin liggur
um 800metra
frá landi á 46
metra dýpi
22 Áætlað er að
8 kafarar frá
Landhelgisgæslu, 6
frá lögreglu og 8 frá
slökkviliði taki þátt í
aðgerðinni, 22 alls
Þeir eru í þurrgöllum
og nota aðflutt loft á
mesta dýpinu
Kafararnir þurfa að
þrýstijafna í tveimur
þrepum á leiðinni
upp úr vatninu
Afþrýstiklefi verður
til taks við vatnið ef
á þarf að halda
Þeir fórust í flugslysinu
Spilvír úr pramma verður
festur við vélina og hún
hífð upp fyrir
15 metra dýpi
5
10
15
20
25
30
35
40
45
Kafari í
réttum
hlutföllum
Vélin í
réttum
hlutföllum
Þar fer fram rannsókn á
vélinni, lyftipúðum komið
fyrir og hún flutt nær landi
Þyrla Landhelgisgæslunnar
mun flytja vélina í land
Lyftigeta þyrlunnar er um 1,8 tonn
Heimild: Landhelgisgæslan
Haraldur Diego, 49 ára,
flugmaður
Josh Neuman, 22 ára,
Bandaríkjunum
Nicola Bellavia, 32 ára,
Belgíu
Tim Alings, 27 ára,
Hollandi
Prammi
36
36
360
Lík mannanna komin í land
- Þurfti að fresta aðgerðum - Um sextíu einstaklingar aðstoðuðu - Hættulegar aðstæður fyrir kafara
- Notuðu rörabáta til að greiða leiðina - Reyna að hífa flugvélarflakið upp af botni vatnsins í dag
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Flugslysið á Þingvallavatni
Aðgerðum viðbragðsaðila við
Þingvallavatn sem staðið hafa yfir
síðustu daga verður haldið áfram í
dag. Þá verður gerð tilraun til
þess að hífa upp flugvélina, sem
hafnaði í Þingvallavatni, en þar
munu kafarar setja spilvír til að ná
henni upp fyrir 15 metra dýpi, en
mögulega mun þurfa að taka vél-
ina í sundur.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
á Suðurlandi, að áform séu um að
vinnan hefjist
um klukkan 9 að
morgni en lík-
lega muni ekkert
sjást á yfirborð-
inu fyrr en eftir
hádegi.
Búist er við
miklum viðbún-
aði á Þingvöllum
í dag þar sem
um 20 kafarar
munu halda áfram störfum.
Freista þess að lyfta
vélinni úr vatninu
- Aðgerðir hefjast um klukkan 9
Oddur
Árnason