Morgunblaðið - 11.02.2022, Page 17

Morgunblaðið - 11.02.2022, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Ísmyndir Það er kalt á landinu þessa dagana og nóg af ís og snjó. Því fögnuðu þessir ferðamenn sem tóku ljósmyndir af ísjökum í fjörunni við Jökulsárlón í vikunni. Kristinn Magnússon Oftar en ekki mætti ætla að það megi alls ekki hafa heilsu og hagfræði í sama orð- inu. Heilsutengda þjónustu ætti aðeins að veita á grundvelli kærleika. Þeir sem veita þjónustuna ættu að vera veitendur af kærleika einum sam- an. Að kostnaðargreina veitta þjón- ustu og að meta ábata af læknis- verkum væri auðhyggjuhugsun og kölluð því fyrirlitlega nafni kapítal- ismi. Ábatagreining og árangursgrein- ing á heilbrigðissviði er í raun ekki á neinn hátt auvirðilegri en útreikn- ingur á árangri af vegagerð ellegar útreikningur á arðsemi fiskiskips. Grunnheilbrigðisþjónusta Ýmis grunnheilbrigðisþjónusta kostar lítið. Þannig er ráðlegging til fólks í þróunarlöndum að ganga í skóm einföld og arðsöm ráðlegging fyrir þá sem fara að slíkum ráðum. Og takmörkun barneigna í þróun- arlöndum væri árangursrík leið til þess að auðvelda heilbrigðisþjón- ustu þar og að draga úr fátækt. Á sama veg er farið með ónæmis- aðgerðir. Ónæmisaðgerðir á ung- börnum draga verulega úr ung- barnadauða. Kíghósti, rauðir hundar, mislingar og hettusótt gengu í faröldrum og höfðu í för með sér ótímabær dauðsföll. Þeir, sem eru uppfullir af sam- særiskenningum um ónæmis- aðgerðir, mega hafa sínar skoðanir og þeim er frjáls hegðun, svo fram- arlega sem þeir eða þau skaða ekki aðra. Það er hið sanna frelsi. Hverj- um er frjálst að skapa sér sína ham- ingju, eða eftir atvik- um, harm. Aðrir bera ekki ábyrgð á því. Læknavísindi Það er mikil dul að fullyrða hvar læknavís- indi byrjuðu. Upphafið er kennt við Hippó- krates. Um þúsundir ára voru vísindin sam- bland af hindurvitnum og reynsluvísindum. Hindurvitnin drápu en í gagnabanka reynsl- unnar urðu til gagnleg ráð. Stund- um finnst mér, ólæknislærðum manninum, að síðustu tvær aldir hafi verið aldir læknisfræðinnar. Auðvitað á það við um önnur fræði einnig, eins og hagfræðina. Hag- fræðin er lítið eldri en tvö hundruð ára. Adam Smith, annar tveggja höf- unda nútímahagfræði, var lítið eldri en Edward Jenner, sem lagði grunn að ónæmisfræðinni. Adam Smith var Skoti en Edward Jenner var Englendingur. Verk þeirra beggja eru skilgetin afkvæmi upplýsinga- stefnunnar, þar sem hindurvitnum var hafnað. Framfarir Aðrar framfarir í læknisfræði, auk ónæmisaðgerða, eru sýklalyf og skurðlækningar. Sennilega væru skurðlækningar nútímans ekki mögulegar nema með aðstoð sýkla- lyfja. Sama máli gegnir um mynd- greiningar með röntgentækni og segulómun. Þrátt fyrir allar „framfarir“ finnst mér hver og ein læknisaðgerð til- raun, sem byggist á viðamikilli þekkingu reynsluvísinda. Flestar tilraunirnar í læknavísindum, sem grundvallast á þekkingu, heppnast. Þær skapa betra líf og lengra líf en án tilraunarinnar. Árangurinn er hverfandi ung- barnadauði og langlífi en umfram allt gott mannlíf, nema því sé spillt með styrjöldum, eða óhóflegu lífi einstaklings. Blæðandi magasár þekkist varla og ný geðlyf, sem fram komu eftir miðja síðustu öld, hafa fært mörgum gæfuríkt líf. Einstaklingurinn getur haft áhrif á eigið líf, með hreyfingu, með mat- aræði og með því að verða ekki nautnum að bráð. Því er eins farið með einstakling- inn í hagfræðinni. Hann ræður nokkru um örlög sín með efnahags- legri hegðun sinni. Hjá sumum verður veruleikinn aldrei annað en rústirnar af höll draumalandsins í óráði. Árangur Það þykir mikið hraustleikamerki að geta lýst íslenskt heilbrigðiskerfi rústir einar. Sjálfur er ég neytandi heilbrigðisþjónustu og tel að margt sé vel gert. Ég hef horft á og notið sóttvarna vegna Covid-faraldurs, sem gengur um heimsbyggðina. Þar eru ýmsir covitar til ráðgjafar. Í upphafi bað þjóðin um að farið yrði að ráðum sérfræðinga, en svo rann óráð raunveruleikans á covita og þeim snerist hugur og báðu um að ráðin yrðu tekin af landlækni og sóttvarnalækni. Ráð landlæknis og sóttvarna- læknis, og fleiri í þeirra herbúðum, hafa leitt til þess að dauðsföll hér á landi af völdum Covid-19 eru sem næst 3-5% af því sem gerist í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Vissulega á sjúkrahúsmeðferð og göngudeildarmeðferð á þeim, sem sýkst hafa alvarlega, þátt í lágri dánartíðni. Þetta heilbrigðiskerfi á að heita rústir einar. Afneitun Alvarlegasti þátturinn í veitingu heilbrigðisþjónustu hér á landi tengist í raun hagfræðinni. Hag- fræðin fæst við skort, það að ráð- stafa takmörkuðum gæðum. Í heilbrigðisþjónustu, sem bygg- ist á almennum sjúkratryggingum, er notandi þjónustunnar annar en greiðandinn. Eftirspurnin eftir þjónustunni takmarkast því ekki við verð þjónustunnar, eins og verða mundi á almennum markaði. Eft- irspurnin verður mun meiri en ella, og á mörgum sviðum heilbrigðis- mála nánast ómettanleg. Framfarir í læknavísindum og dýr lyf gera ótrúlega margt tæknilega mögulegt. Spurningin er hins vegar sú hvað hlutirnir kosta. Hér koma stjórn- völd að borðinu og ákveða hve stór hluti þeirra verðmæta, sem til ráð- stöfunar eru, geti eða réttara sagt ásættanlegt sé að fari til heilbrigð- ismála. Þegar sá rammi hefur verið settur með fjárlögum er komið að forgangsröðun aðgerða innan heil- brigðisþjónustunnar. Í opinberri umræðu hefur verið býsna hljótt um þessa forgangsröðun. Hún hlýtur þó að eiga sér stað og er vafalaust erfið og vanþakklát en sá sem utan við stendur og greiðir skattana hlýtur að geta gert þá kröfu að fyllstu hag- kvæmni sé gætt og lausna leitað bæði innan og utan hins opinbera kerfis. Valkvæð kvöl Í eiði Hippókratesar segir: „Hvar sem ég kann í hús að koma, þá vil ég vera hinum sjúku til gagns og hjálpar, en fjarri mér sé ósanngjarn og vítaverður ásetn- ingur; sérstaklega vil ég forðast allt daður við konur og smásveina, frjálsa og þræla.“ Stjórnmálamenn hafa aldrei unn- ið Hippókratesareið. Stjórnmála- menn skuldbinda sig ekki til að verða til gagns og hjálpar. Þeir geta gripið til afneitunar við veitingu þjónustu og ákvarðað ásættanlega kvöl þegar þeir neita því að láta vinna „valkvæðar“ aðgerðir utan ríkissjúkrahúss. EES-samningur setur efri mörk á kvalartíma. Í raun á kvöl annarra aldrei að verða val- kvæð. Það kann að vera að styrkur hins opinbera heilbrigðiskerfis aukist við að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu utan stofnana. Verðlagning slíkrar þjónustu er ekki geimvísindi. Það er vitað hvað slík þjónusta kostar á hinni opinberu stofnun. Það er einn- ig vitað hvað slík aðgerð kostar þeg- ar leitað er þjónustu yfir landamæri á grundvelli ákvæða EES-samnings um biðtíma. Á tímamótum í kvöl og pínu Ekki skal ég kenna fráfarandi forstjóra Landspítala um valkvæða kvöl sjúklinga. Hann átti í baráttu við stjórnmálamenn með fordóma um heilsu annarra og hagfræði. Hættum að tala um valkvæðar að- gerðir, nema í neyðartilvikum vegna farsótta. Stund aðgerða er runnin upp. Sennilega skilur enginn kvöl og pínu nema reyna hana sjálfur. Og enginn getur sagt öðrum, að hann verðskuldi kvöl og pínu vegna hug- myndafræði og fordóma annarra. Biðlistar eru aldrei ásættanlegir. Nú er ögurstund. Ég óska nýjum forstjóra Landspítalans velfarnaðar í starfi. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Og enginn getur sagt öðrum, að hann verðskuldi kvöl og pínu vegna hugmyndafræði og fordóma annarra. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Um heilsufræði og hagfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.