Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 ✝ Sigurlaug Valgerður Ágústsdóttir fædd- ist á Hofi í Vatnsdal 27. apríl 1923. Hún lést á HSN á Blönduósi 31. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Hallgrímsdóttir og Ágúst Böðvar Jóns- son, bændur á Hofi. Systur hennar: Ragna, f. 1925, d. 2020, Vigdís Inga, f. 1928, d. 2018, og Ásdís, f. 1930, d. 1930. Valgerður nam í Kvennaskól- anum á Blönduósi í tvo vetur. Síð- an lauk hún námi bæði í kjóla- og karlmannafatasaumi í Reykjavík og vann á saumastofunni Gull- fossi þar til ástin kallaði. Eigin- maður hennar var Sigurður Örn Þorbjarnarson, f. 27. október 1916, d. 15. mars 2002. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1944 og bjuggu á Geitaskarði í Austur- Húnavatnssýslu til ársins 1975. Börn þeirra: 1) Ágúst, f. 5.5. 1945. Eigin- kona Ásgerður Pálsdóttir. Þeirra börn: a. Hildur Þöll, f. 1966. Maki Svanur Reynisson. Hún á fimm stjúpbörn. b. Hjalti Ómar, f. 1968. Sigurjónsdóttir. Þau eiga tvær dætur. d. Valgeir Már, f. 1981. Maki Anna Sigurjónsdóttir. Þau eiga tvö börn. 4) Þorbjörn, f. 6.3. 1952. Eigin- kona Anna María Elíasdóttir. Þeirra börn: a. Elías Gunnar, f. 1980. Maki Maija Kalliokoski. Þau eiga tvö börn. b. Katrín Erna, f. 1987. Maki Morten Aurs- land. Þau eiga einn son. 5) Hildur Sólveig, f. 26.2. 1955. F. eiginmaður Gunnar Bjarni Gunnarsson. Þeirra synir: a. Gunnar Örlygur, f. 1979. Maki Hildur Hermannsdóttir. Þau eiga tvö börn. b. Sigurður Örn, f. 1987. Að loknu uppeldi barnanna, þegar elsti sonurinn var tekinn við jörðinni, tók hún bílpróf, lauk sjúkraliðanámi og starfaði síðan sem sjúkraliði á Héraðshælinu á Blönduósi í 17 ár. Valgerður var félagsmálakona, var m.a. for- maður Kvenfélags Engihlíðar- hrepps, sat í stjórn Kvenfélaga- sambands A-Hún. og var virk í starfi Sjálfstæðisflokksins. Seinni árin átti hún einnig margar stundir við bridgespil. Með henni er gengin húnvetnsk kempa, sjálfstæð til hinstu stundar. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 11. febrúar 2022, klukkan 14. Hægt verður að nálgast streymi frá útförinni á facebook- síðu Blönduóskirkju. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Maki Helga Kvam. Hann á þrjú börn og tvö afabörn. c. Sig- urður Örn, f. 1970. Maki Margrét Stefánsdóttir. Hann á einn son og fjórar stjúpdætur. d. Val- gerður Freyja, f. 1973. F. maki Ró- bert Ragnarsson. Þau eiga þrjá syni. e. Stefán Páll, f. 1974. Maki Agnes Jónsdóttir. Hann á tvö börn. f. Ingi Freyr, f. 1975. Maki Anna Guðrún Kon- ráðsdóttir. Hann á tvö börn og eina stjúpdóttur. 2) Sigríður Heiða, f. 13.4. 1946. Eiginmaður Charles MacEach- ern, látinn. Sonur: Davíð Jón. Maki Kristín Hákonardóttir. Hann á tvö börn og eina stjúp- dóttur. 3) Ingunn Ásdís, f. 8.3. 1949. Eiginmaður Bragi Skúlason. F. eiginmaður Eggert J. Levy. Þeirra synir: a. Sigurður Örn, f. 1972. Maki Berglind Alfreðs- dóttir. Þau eiga þrjú börn. b. Jóhannes Helgi, f. 1974. Maki Ragnheiður Harpa Hilmars- dóttir. Þau eiga tvö börn. c. Atli Björn, f. 1980. Maki Ásdís Jóna Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Það fer margt gegn um hugann er ég hugsa til þess að skrifa örfá kveðjuorð til tengdamóður minn- ar, Valgerðar Ágústsdóttur, fyrr- verandi húsfreyju á Geitaskarði í Langadal. Kynni okkar hófust er við Þorbjörn, sonur hennar, hóf- um okkar sambúð fyrir tæpum 44 árum. Þá voru þau hjón, Valgerð- ur og Sigurður, flutt til Blönduóss og hætt búskap. Samskipti okkar Valgerðar hafa alla tíð verið góð og áttum við vinasamband alla tíð. Nú þegar kemur að kveðjustund er margs að minnast. Valgerður var ætíð áhugasöm um fólkið sitt og taldi það bera af öllum öðrum. Vildi vita um barnabörnin og hvernig þeim vegnaði, svo ég tali nú ekki um litlu langömmubörnin sem báru af í flestu. Valgerður var áræðin og þrautseig, sem lýsti sér vel þegar hún, komin yfir fimm- tugt, fór í sjúkraliðanám til Reykjavíkur. Tók bílpróf og keypti sér bíl. Hún elskaði að ferðast og hún naut ferðalaga, alls konar ferðalaga, að setjast upp í bílinn og keyra til Ólafsfjarðar var ferðalag ekki síður en allar ferð- irnar til Flórída og Kanada. Hún var síkvik og vakandi, áhugasöm og fróðleiksfús fram á síðustu ár. Eftir andlát Sigurðar seldi hún húsið þeirra á Mýrarbrautinni á Blönduósi og keypti sér litla og fallega íbúð í íbúðarkjarna eldri- borgara á Flúðabakka 1. Þar undi hún sér vel og eignaðist góða ná- granna og spilafélaga í brids. Val- gerður naut þess að vera „sjálfrar sín“ eins og hún sagði oft, vildi hafa stjórn á sínum málum og gerði það fram á síðasta ár. Vildi helst ekki fá hjálp við daglegt líf þótt komin væri vel á tíræðisald- ur. Sjálfstæð var hún og fé- lagslynd og alltaf til í að gera sér dagamun. Barnabörnin, sérstak- lega þau sem komin eru til fullorð- insára, voru dugleg að hafa sam- band við ömmu. Heimsóttu hana við hvert tækifæri og kunnu ótal sögur um samtöl og heilræði sem hún veitti fúslega. Hún var sann- kölluð ættmóðir, miðstöð upplýs- inga um alla sína afkomendur og miðlaði óspart fréttum til okkar allra um það sem var efst á baugi í lífi hverrar fjölskyldu. Ég veit að Valgerður kvaddi jarðvistina sæl og sátt við lífs- hlaupið, þótt hún hefði stundum á orði að hún vildi vera orðin ung aftur. Hún velti fyrir sér hvað hún hefði valið sér í nútímanum og fannst tækifæri unga fólksins í dag óendanleg. Síðan bætti hún við: „Ef ég væri ekki ég, þá öfund- aði ég þessa kellingu.“ Hún kunni flestum betur að nota tækifærin og gleðjast yfir sínu. Síðastliðið haust veiktist Val- gerður og dvaldi á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Blönduósi, þar lauk hún sínu lífshlaupi 31. janúar síðastliðinn. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði en veit að hún á góða heimkomu og sé þau fyrir mér, sómahjónin Valgerði og Sigurð, dansa loksins saman inn í sólarlagið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín tengdadóttir, Anna María Elíasdóttir. Það eru nú að verða 34 ár síðan ég hitti Valgerði, sem síðar varð tengdamóðir mín, fyrst. Sú minn- ing er skýr. Þá áttu þau Sigurður heima á Mýrarbrautinni. Ég hafði nýlega kynnst Ingunni dóttur þeirra, sem var stödd hjá þeim, en þau héldu boð fyrir nokkra vini. Ég leit inn hjá þeim og skipti eng- um togum að hún vísaði mér til stofu og kynnti mig fyrir viðstödd- um með orðunum: „Þetta er Bragi, tilvonandi tengdasonur minn.“ Þegar þetta var vorum við Ingunn ekkert farin að íhuga hvert samband okkar myndi leiða, en svona var Valgerður, glögg- skyggn og alltaf fljót að taka ákvarðanir. Hún sá þetta fyrir á undan okkur báðum, blessunin. Það var notalegt að koma til þeirra hjóna og síðar til hennar á Flúðabakkann. Alltaf rausnarleg- ar veitingar og skemmtilegar samræður um heima og geima. Hún áttaði sig fljótlega á því að ég var ekki líklegur til að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn og þótti henni það frekar ljóður á mínu ráði, sem ég fékk stundum að heyra, en allt var það í góðu og fylgdi glettnisbros. Hún fylgdist ætíð vel með málefn- um líðandi stundar og lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar undir, þannig var hún allt fram til síðustu stundar. Hún fylgdist mjög vel með allri stórfjölskyldunni, ég held að hún hafi nánast alltaf vitað nákvæmlega hvar hver og einn var staddur á hverjum tíma, þó fólk væri „á ferð og flugi“. Svo var það þessi mikla gest- risni; ef hún vissi að við værum á ferðinni var hún ætíð búin að dúka borð, hella á kaffi og taka fram ótal sortir af bakkelsi … „klukkan hvað komið þið?“ Ég held að ég hafi hvergi fengið betri pönnukök- ur en hjá henni. Henni tókst, með þrautseigju og ótrúlegum viljastyrk, að halda sjálfstæði sínu, búa í eigin íbúð nánast til loka, þótt hún væri orðin svolítið óstyrk undir það síðasta. Hún tók þó ekki í mál að gefast upp og fara að nota göngugrind sér til stuðnings því „það er svo kerlingarlegt“. Hún varði sjálf- stæði sitt og sjálfsákvörðunarrétt til hinstu stundar. Við leiðarlok er mér ljóst hve dýrmætt það er að hafa kynnst þessari stórbrotnu og dugmiklu konu, tengdamóður minni, sem ég kveð nú með þakklæti og virðingu. Bragi Skúlason. Hún var Vatnsdælingur í hjarta sínu, þótt hún byggi lengst af á bökkum Blöndu. Ung giftist hún ævintýraprins- inum sínum, Sigurði Þorbjarnar- syni á Geitaskarði, og þar hófu þau búskap árið 1944. Valgerður tók við bústjórn á stóru heimili og fórst það vel úr hendi. Þau Sig- urður eignuðust fimm börn og heimilið var stórt. Hún hafði því lítinn tíma til annars en skyldu- starfa. Tók þó þátt í starfi kven- félagsins og fylgdist með lands- málefnum. Þegar hún var um fimmtugt tók lífið nýja stefnu. Þegar við Ágúst fluttum í Geita- skarð fluttu tengdaforeldrar mínir á Blönduós og Valgerður ákvað að fara í Sjúkraliðaskólann. Það þurfti bæði kjark og áræði til þess og hvorttveggja hafði hún í ríkum mæli. Hún tók bílpróf og keypti sér bíl, vildi alltaf vera sjálfstæð. Hún naut þess vel þegar þau hjón- in gátu farið að ferðast innan lands og utan. Eftir lát Sigurðar hélt hún áfram að ferðast fram á síð- ustu ár. Hún hafði yndi af því að ferðast, fróðleiksfús eins og hún var. Ég held að hefði hún fæðst ára- tugum síðar hefði hún viljað ganga menntaveg og hún lagði alltaf mikla áherslu á það við afkomend- ur sína að þau stæðu sig vel í skóla og leituðu sér þekkingar. Hún var ánægð með tækifærin sem ungt fólk hefur til náms og starfa. Hún lét sér annt um barna- börnin sín og langömmubörnin, var stolt af þeim og þeim þótti líka vænt um hana, höfðu gaman af því að spjalla við hana og hún leið þeim uppátæki og glens sem öðr- um hefði ekki liðist. Hún var ástríðufull spilamanneskja, spilaði bridds fram til þess síðasta í briddshópnum sínum. Hún var Sjálfstæðiskona með stórum staf og kjörorðið var „Gjör rétt, þol ei órétt“. Hún þeysti ung um grundir Vatnsdalsins með systrum sínum og frændfólki, og átti þar marga glaða stund. Þegar afkomendur hennar fóru í hrossarækt heima á Geitaskarði fylgdist hún vel með og þótti gaman að skoða hrossin og klappa þeim. Hún var að sumu leyti kona tveggja tíma, fædd og uppalin í gamla bændasamfélag- inu, var húsfreyja í sveit í rúm þrjátíu ár, flutti svo í kaupstað, afl- aði sér starfsréttinda, fór að ferðast og lifði um margt öðru lífi. Síðustu árin hafði hún áhuga á umhverfismálum og trjárækt og undi sér einkar vel í sumarbústað fjölskyldunnar, Skarði. Hún hafði lifandi áhuga á um- hverfi sínu og samfélagi, fylgdist með fréttum og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var bókhneigð og vel lesin og lagði sig fram um að lesa einnig bækur eftir yngri höfunda. Vildi fylgjast með straumum og stefnum tímans. Oft lagði hún þær samt frá sér og sagði að það væri ekki hægt að lesa þessi ósköp. Hún var mikillar gerðar og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Að vera heillyndur þótti henni skipta mestu máli. Ég er þakklát fyrir samfylgd hennar svo langan tíma og hún var börnunum mínum og barnabörn- unum góð og kærleiksrík amma. Kvenskörungur stígur nú af sviði lífsins eftir hartnær aldar lífsgöngu. Við sem eftir sitjum þökkum fyrir hennar líf og vonum að hún hitti aftur prinsinn sinn í Sumarlandinu. Blessuð sé minn- ing hennar. Ásgerður Pálsdóttir. Amma okkar, Valgerður Ágústsdóttir, er nú farin til fundar við afa í Sumarlandinu, á Móhell- unni, södd lífsdaga. Af konunga- kyni vatnsdælsku, sem hún þreytt- ist seint á að segja fallegustu sveit landsins, en flutti ung í Langadal- inn, að Geitaskarði – hvar hún varð ættmóðir okkar allra. Hennar hlutskipti fyrri hluta ævinnar var að vera húsmóðir og bóndi á stóru heimili. „Mér fannst aldrei sérstaklega gaman að elda, né að hússtörfum,“ sagði hún okk- ur. En Geitaskarð varð vermi- reitur sálar hennar – þar fæddi hún fimm börn og kom til manns. Ríflega fimmtug reif hún sig upp og hélt til náms til Reykjavík- ur, og tók bílpróf. Hvort tveggja er birtingarmynd karakters sem trúir því að eigið framtak sé for- senda framfara og árangurs. Að láta ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Hún talaði oft um hve sig hefði langað að vera ung á ný, til að nýta öll þau góðu tækifæri sem okkar kynslóð stóð til boða hvað varðaði menntun, ferðalög og atvinnu- tækifæri – að ekki væri talað um aukið jafnrétti. Hún var heillynd og hrein og bein. Þeir eru fáir ef nokkrir sem hana þekktu sem velktust í vafa um hennar skoðanir – né í hvorri bókinni þeir voru. Á sama tíma og söknuður gef- andi og hressandi samvista við vel lesna, lífsglaða, skoðanafasta, kjarkaða, viljasterka og skemmti- lega ömmu er mikill er það okkar gæfa að hafa átt hana að. Tilsvör- in, snúðurinn, viskan – hún kenndi okkur öllum mikilvægi þess að vera við sjálf – að standa með sjálfum okkur – og standa saman. Og við þurftum að standa á okkar gagnvart henni, skoðun þarf að vera ígrunduð. Hispurslaust sam- tal um gamla tíma, hvernig og hvers vegna ákvarðanir voru teknar – og lærdóminn sem hún dró af þeim og deildi með okkur. Hvað hún vildi hafa gert öðruvísi – að fylgjast með henni ná þroska sem við eigum langt í land með að ná. Sálarró og yfirvegun. Amma vissi vel hvers virði hún var okkur. Heimsóknir til hennar á Flúðabakka voru ekki af skyldu heldur áhuga, kostuleg voru mörg símtöl við hana um lífið og til- veruna. Við vorum auðvitað langt frá því að vera alltaf sammála henni – af slíkum snerrum höfðu allir gaman og skildu ósárir. Það var gaman að fíflast í og með ömmu. Hún kenndi okkur mikilvægi mennskunnar. Og að koma óum- beðinni skoðun á framfæri með að nota „ef ég væri spurð/ur“. Ekki er annað hægt en að minnast á Sjálfstæðisflokkinn, sem hún kaus frá barnsaldri. Hún var óvenju slöpp síðastliðið haust og hafði af því nokkrar áhyggjur að það væri ekki nóg að kjósa ut- ankjörstaðar í alþingiskosningum því ef kjósandi gæfi upp öndina fyrir kjördag gilti atkvæðið ekki. Hún var staðráðin í að skila sínu atkvæði. Hún stóð sína vakt sem endranær og kaus Ólaf Thors enn einu sinni. Og eru hans atkvæði þá fulltalin hérna megin. Hamingjulán okkar fyrir þann tíma sem við og börnin okkar átt- um með henni er mikið. Minning- arnar um hana munu lifa meðal okkar, sem öll nutum þess að hitta hana, þessa lágvöxnu en stór- brotnu manneskju. Hvíl í friði elsku amma og takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og varst, biðjum að heilsa afa. Hildur Þöll Ágústsdóttir, Davíð Jón Arngrímsson, Hjalti Ómar Ágústsson, Sigurður Örn Ágústsson, Sigurður Örn E. Levy, Valgerður Freyja Ágústs- dóttir, Jóhannes Helgi E. Levy, Stefán Páll Ágústsson, Ingi Freyr Ágústsson, Elías Gunnar Þorbjörnsson, Atli Björn E. Levy, Gunnar Örlygur Gunnarsson, Valgeir Már E. Levy, Katrín Erna Þorbjörnsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson. Stórfrænka mín, Valgerður Ágústsdóttir, var elst þeirra þriggja systra, yngri voru Ragna og móðir mín, Vigdís. Þegar maður veltir fyrir sér heimilislífinu á æskuheimili Val- gerðar og þeirra systra, þá sér maður fyrir sér sviðsmyndir sem fróðlegt væri að bera saman við sviptingarnar í núinu svokallaða. Móðir þeirra, Ingunn, var ákveðin kona sem stjórnaði sínu stóra heimili af festu og röggsemi, eftir því sem ég hef heyrt. Það skipti engu hvort húsbóndinn var heima eða fjarverandi, en hann sinnti fjölmörgum störfum utan heimilis. Umgjörð þessa æskuheimilis mótaði eina heilsteyptustu sál sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Alltaf kom Valgerður mér fyrir sjónir sem einörð, ákveðin og réttsýn kona. Eftir að hún flutti í Hnitbjörg heimsótti ég hana reglulega, sér- staklega eftir að foreldrar mínir féllu frá. Síðustu árin hef ég ekki farið um Blönduós án þess að taka hús á henni og njóta þeirrar gleði sem fylgdi nærverunni við hana og samtalsins. Hún var ávallt hress og tók mér vel. Okkar samverustundir voru blanda af gæðum og fróðleik, mættu kallast hlýðnifundir þar sem hún spurði um hagi og atferli mitt og minna, gaf sitt álit, lagði mér lífsreglurnar og minnti á gildi lífsins. Eitt sinn las hún mér stutta vísu, sem hún sagði mér að hug- leiða og skilja. Vísan, sem hún sagði efnalítinn mann hafa ort til samferðamanns sem státaði sig af eigin velgengni, hljóðar svona: Auðs þótt akir beinan veg ævin treinist meðan, þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Nú þegar Valgerður er að flytja yfir móðuna miklu stendur eftir í mínum huga mynd af konu sem undirbjó sína ferð vel og skildi eft- ir sig ímynd og áhrif, sem við sem eftir erum ættum að taka okkur til fyrirmyndar. Síðast hitti ég Valgerði skömmu fyrir jól. Þá sem oftar ræddum við framtíðina og sér- staklega möguleika hennar á að ná 100 ára aldri. Við ákváðum að þá yrði veisla og ég boðaði komu mína. En af því verður ekki úr þessu, því miður. Takk fyrir ótal gæðastundir kæra frænka. Ég votta aðstand- endum og frændfólki mínu samúð. Páll Gíslason. Látin er í hárri elli sómakonan Valgerður Ágústsdóttir. Það var á árunum 1960-1970 sem ég kom á Geitaskarð í Langadal frá útlönd- um og hitti frændfólk mitt og Val- gerði, sem var gift móðurbróður mínum Sigurði Þorbjörnssyni. Þetta var skemmtilegur tími. Fékk að vera í sveit með frændum mínum og frænkum. Maður lærði að vinna. Valgerður var einstak- lega góð við mig. Sumt sem hún eldaði féll mér samt ekki vel, eins og svið og ábrystir, hjörtu og nýru. Það var nú bara vegna þess að ég hafði ekki vanist þeim mat frá unga aldri. En alltaf var til- hlökkunarefni að fá kökur á dag- inn og þegar töðugjöld voru. Ég skila hér innilegum samúð- arkveðjum frá systkinum mínum, Önnu, Sigríði og Tryggva, til ást- vina Valgerðar, sem öll kynntust henni, þó ekki svo vel sem ég. Við systkinin vitum af kærri vináttu Valgerðar og móður okkar Hildar. Hvíl í friði. Björn Agnarsson. Álíta má sem svo, að þegar um 100 ára manneskja fellur frá, þá verði enginn héraðsbrestur, það sé bara lífsins gangur. Og vissu- lega er það svo, en okkur finnst þó að hér hafi brakað í stoðum Hún- vetninga og sé mikill sjónarsviptir með fráfalli Valgerðar Ágústs- dóttur frá Geitaskarði og langt muni líða þar til önnur slík kemur. Við hjónin höfðum sem venju í mörg ár að fara á Blönduós til að heimsækja Valgerði á giftingar- daginn okkar 19. des. og var ekki hægt að halda upp á þann dag bet- ur en að njóta samvistar við hana við samræður um fræðimennsku og skáldskap sem var okkur hug- leikinn. Þó að okkur fyndist andlát hennar bera nokkuð brátt að, þá leyndi sér ekki hvert stefndi er við heimsóttum hana á Sjúkrahúsið rétt fyrir síðustu jól, en við bund- um þó vonir við að hún myndi ná sér, eins og hún hafði gert oft áður við fyrri áföll. En lífskvótinn sem öllum er áskapaður við fæðingu var búinn. Hún var stórglæsileg sem ung kona og með aldrinum bættist mikil viska og þekking við. Að hitta hana var upplyfting fyrir andann og fyllti alla bjartsýni. Alla tíð var hún sannur Íslend- ingur, sem mat mikils menningu og góða siði þjóðarinnar sem og blómlegar sveitir landsins. Var hún þar samferða og samhent eig- inmanni sínum, Sigurði Þorbjarn- arsyni, sem féll frá fyrir um 20 ár- um. Við þökkum innilega og með djúpum söknuði fyrir ógleyman- leg og góð samskipti, þá síðustu áratugi frá því að við kynntumst henni, en af Covid-ástæðum get- um við ekki mætt við útförina, en verðum með í anda. Kalt er haustið, hússins sólarljómi, horfinn er að Alvaldsdómi, litum bregður loft og jörð og sær. Móðir, systir, kona, kvennasómi. Kalt er lífið, horfinn allur blómi, drúpir sveit, en hnípir höfðingsbær. Hjartans þakkir, hjartans vinan kæra, hjartað ríka, stóra, hvílstu nú. Glóðheit tár þér grátnir vinir færa. Guð þér launi dyggð og trú. (M. Joch.) Hlíf og Agnar, Hrísakoti. Valgerður Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.