Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 ✝ Bjarni Bjarna- son fæddist í Reykjavík 3. júní 1948. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 19. jan- úar 2022. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir, f. 1923, d. 2000, og Bjarni Björnsson, f. 1920, d. 2001. Bræður Bjarna eru Björn, f. 1944, maki Kristín Helgadóttir; Brynjólfur, f. 1946, maki Þor- björg K. Jónsdóttir; og Birgir, f. 1953, maki Guðbjörg Sig- mundsdóttir. Bjarni útskrifaðist úr námi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1968 og sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1972. Í desember 1972 giftist hann unnustu sinni, Emilíu Ólafsdóttur, f. 1948, dóttir Ólafs Beinteinssonar, f. eiga saman Emilíu Rán, f. 2007, og Rakel Ylfu, f. 2009, fyrir átti Emil synina Pétur Axel, f. 1995, og Úlf, f. 1996. Bjarni og Emilía bjuggu nán- ast allt sitt hjónalíf á Seltjarn- arnesi. Bjarni átti stóran vinahóp frá æskuárum sínum úr Hlíða- hverfinu í Reykjavík og í gegnum íþróttafélagið Val. Hann starfaði lengst sem framkvæmdastjóri hjá Penn- anum og sem aðstoðarmaður forstjóra hjá Olíufélaginu hf. Þá sat hann í stjórn fjölda fyr- irtækja. Hann tók virkan þátt í stjórnarstörfum og félags- störfum fyrir Val, m.a. í stjórn knattspyrnudeildar, í stjórn körfuknattleiksdeildar, í að- alstjórn og í framkvæmda- stjórn Friðrikskapellu. Útför Bjarna fer fram frá Háteigskirkju í dag, 11. febr- úar 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Grímuskylda er í kirkjunni. Útförinni verður streymt á: https://www.skjaskot.is/bjarni https://www. mbl.is/andlat 1911, d. 2008, og Sigurveigar Hjaltested, f. 1923, d. 2009. Bjarni og Emilía áttu eina dóttur frá fyrra hjóna- bandi Emilíu, Sigurveigu Hjaltested, f. 1966, gift Bald- vini Björgvins- syni, f. 1967, Sig- urveig á börnin Emilíu Sif, f. 1992, og Björn Stefán, f. 1998, og Baldvin á dótturina Anítu Lenu, f. 1990. Bjarni og Em- ilía áttu saman þau Brynjólf, f. 1974, kvæntur Jódísi Kol- brúnu Jónsdóttir, f. 1978, þau eiga saman Söru Björk, f. 2011, fyrir á Brynjólfur börn- in Guðmund Bjarna, f. 2003, og Evu Bryndísi, f. 2007, fyrir á Jódís Kolbrún synina Orra Stein, f. 1999, og Emil Skorra, f. 2001; og Ólafíu, f. 1977, gift Emil Péturssyni, f. 1968, þau Elsku pabbi. Þó að það hafi verið ósk okkar allra að þú fengir hvíldina þá er það enn svo óraun- verulegt að þú skulir vera farinn. Aldrei í veröldinni gat mig grun- að hvað það myndi vera erfitt að kveðja þig og halda lífinu áfram án þín. Það er bókstaflega stórt tómarúm í hjarta mínu. Á síðustu árum hafði alzheim- erinn ágerst mikið en þó að hug- ur þinn hafi verið orðinn reikull var svo gott að finna í faðmlagi þínu þegar þú þekktir mig því það gaf svo mikið, ég fann frá þér ótakmarkaða væntumþykju og endalaust stolt. Mér finnst svo ósanngjarnt að ég fái ekki að kynnast þér betur á fullorðinsárum mínum, þar sem samband okkar myndi þróast frekar í vinskap en faðir og dótt- ir. En lífið er víst lotterí og maður veit aldrei hvaða spil maður dreg- ur. Ég mun því meta betur þær stundir sem við áttum saman, ylja mér við minningar og sögur frá öðrum. Þannig vona ég að tómarúmið í hjarta mínu eigi eftir að fyllast aftur. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér á endasprettinum, þakklát fyrir að hafa getað sýnt þér hversu mikilvægur þú varst mér, þakklát fyrir að hafa getað stutt við bakið á ástvinum þínum og fengið stuðning til baka, þakk- lát fyrir að þú sért kominn á betri stað þar sem þú ert aftur orðinn þú sjálfur. Ég öfunda þó þá sem hafa þig nú hjá sér og fá að upp- lifa þína hlýju nærveru, þitt fal- lega bros og þinn stórkostlega hlátur sem var svo smitandi. Elsku pabbi, takk fyrir allt, þú varst yndislegur faðir og munt lifa áfram í hjarta mínu. Ég verð alltaf dúllan þín. Ólafía (Olla). Elsku pabbi minn, þá er komið að kveðjustund. Nokkuð sem við vissum að væri að koma en þegar á hólminn er komið var ég engan veginn tilbúinn. Þú varst stoð og stytta allra sem stóðu þér nærri og varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Söknuðinum og sorginni sem fylgja því að þú sért farinn fá ekki orð lýst og eftir sit- ur holrúm sem verður aldrei fyllt. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Og þegar tími minn á jörðu hér liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elska þig. Brynjólfur (Binni). „Hann er farinn.“ Það er skrýtið hvað svona ómerkileg orð geta haft djúp áhrif. Á svip- stundu hrynur heimurinn. Þrátt fyrir að þessi orð hafi legið í loft- inu í nokkra daga er höggið samt þungt. Margar tilfinningar fara í gegnum hugann. Þung sorg, en samt viss léttir, því núna er stríð- inu lokið og þú hefur fengið hvíld- ina. Bjarni kom inn í líf mitt þegar ég var fjögurra ára. Ég man því varla eftir öðru en að hann hafi verið partur af tilverunni. Hann tók strax að sér það hlutverk að ala mig upp og þó að á ýmsu hafi gengið held ég að honum hafi tek- ist það verk nokkuð vel. Ég gerði hins vegar tilraun til að kenna honum á píanó og eftir þrotlausar æfingar gat hann spilað eitt stutt tónverk og bæði kennari og nem- andi voru bara nokkuð stolt af því. Ég treysti mér hins vegar ekki til að kenna honum að syngja og benti honum kurteis- lega á að fá aðstoð hjá ömmu minni við það nám. Það voru ófáar ferðir farnar á Hlíðarenda, enda hef ég alltaf sagt að ég hafi verið alin upp af hreinræktuðum Valsara og því hafi aldrei komið neitt annað til greina en að halda með Val. Fyrstu árin var það stemningin á vellinum sem hreif mig, en síðar lærði ég reglurnar og fór að lifa mig inn í sjálfan leikinn. Valur átti mjög stóran sess í lífi Bjarna og fléttaðist því mikið inn í líf fjöl- skyldunnar með allri þeirri gleði og skemmtun sem því fylgdi. Börnunum mínum var hann yndislegur afi, hvatti þau áfram og hafði alltaf áhuga á því hvað þau voru að gera. Hann lagði það jafnvel á sig að fara með dóttur minni í rússíbana á Flórída, þrátt fyrir mikla lofthræðslu. Þegar ég spurði börnin mín hvað þau myndu helst eftir við afa sinn, þá var það hlýjan sem var þeim efst í huga. Sonur minn minnist þess þegar þeir afi hans sneru bökum saman svo hægt væri að mæla hvort hann væri að ná honum í hæð. Dóttir mín minnist þess hversu áhugasamur hann hafi verið um námið hennar, enda áttu þau það sameiginlegt að vera MR-ingar og honum var ljúft að rifja upp veru sína í Lærða skól- anum. Sjálf minnist ég þeirra ófáu stunda sem við horfðum á fót- bolta saman. Knattspyrnuáhug- inn hvarf aldrei frá honum, þótt hann ætti í meiri erfiðleikum með að fylgja leiknum eftir. Undir lokin, þegar málið fór að hverfa, var samt alltaf blik í augunum og brosið og hlýjan geislaði af hon- um. Nú er komið að kveðjustund. Aldrei aftur á maður eftir að heyra þinn smitandi hlátur eða söng á frumsaminni útgáfu af Apres toi, þar sem farið var frjálslega með franskan texta. En minningarnar munu lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Þær mun ég alltaf geyma. Sigurveig. Minn kæri tengdafaðir, í dag verður þú borinn til grafar frá Háteigskirkju. Mikið sem ég er þakklát fyrir okkar vináttu sem ég mun varðveita um ókomin ár. Okkar fyrstu kynni voru í kaffiboði hjá okkur Binna þar sem ég bauð upp á pönnukökur, ég náði svo sannarlega að fanga hjarta þitt með góðum veitingum. Þú varst mikill sælkeri og þótti þér alltaf gott að koma í kaffi enda passaði ég upp á að vera alltaf með eitthvað nýbakað og ekki var það verra er það var til kalt kók með kræsingunum. Það gladdi þig mikið að vita að ég væri farin að spila golf og mun ég leggja mig alla fram við að ná að standast væntingarnar sem þú hafðir til mín í golfinu. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að vera uppáhaldstengda- dóttir þín eins og við göntuðumst svo oft með þar sem ég var jú sú eina. Minning um einstakt ljúf- menni lifir í hjörtum okkar sem þekktum hann og fengum að njóta samvista með honum. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Þín tengdadóttir, Jódís Kolbrún (Kolla). Þá er einn af okkur BB-bræðr- um fallinn frá, kallaðir svo af mæðrum vina okkar og kunn- ingja í hverfinu þar sem við ól- umst upp. Bjarni var þriðji í röð okkar fjögurra bræðra, hógvær en kappsamur í því sem hann tók sér fyrir hendur hvort heldur sem það var skák í stigaopinu heima eða fótboltaleikir á Klambra- túninu. Ef hann skoraði, sem hann reyndar gerði oftar en ekki, þá gaf hann nákvæma skýrslu við matarborðið hvernig mörkin voru skoruð. Ég var minntur á atvik sem gerðist forðum daga. Pabbi gaf okkur pening í bíó og við keypt- um miða og nammi. Að bíóinu loknu átti Bjarni afgang til að taka strætó en við bræður mátt- um ganga heim, hafandi eytt restinni af peningnum í nammi. Ég man enn eftir sigurbrosi Bjarna í glugganum í strætó. Hann átti eftir að nýta sér þessa fyrirhyggju eftir því sem árin liðu, bæði kappsemi og næmi hans á gildi fjármagns og með- ferð þess. Hann var virkur félagsmaður í Val, lék þar á sínum yngri árum við góðan orðstír, var leikinn með boltann. Hann fór aldrei í sveit eins og við hinir bræðurnir gerð- um, hans sveit var Hlíðarendi, þar sem hann undi sér vel. Hann hætti á toppnum eins og hann sagði sjálfur, kom inn á í leik í Evrópukeppni félagsliða og lauk hans ferli þar. Hann var síðar mjög virkur í stjórn knattspyrnu- deildar Vals á mjög farsælum tíma félagsins. Síðari árin spiluðum við bræð- ur mikið golf saman, og síðar með eiginkonum okkar. Eftir að Bjarni veiktist fannst honum þægilegra að spila með okkur sem þekktum til hans veikinda, hann sem áður gat talið högg- fjölda meðspilara sinna og skeik- aði hvergi. Eftir því sem tíminn leið þurfti hann að spyrja Millu á hve mörgum höggum hann spil- aði. Við hjónin kvöddum Bjarna í lok október, farandi þá utan til lengri tíma en venjulega, ein- hvern veginn skynjuðum við að nær drægi lokum. Það var sárt að horfa í augu Bjarna; augun, gluggi sálarinnar, voru hætt að sýna gleðina, sorgina, vináttuna og allt það sem hans góða sál hafði að geyma, augun tóm, sálin horfin. Elsku Milla og fjölskylda, söknuðurinn og sorgin er mikil en á vissan hátt léttir að sjá ást- vin og föður ekki þjást meir, og fá hvíld að lokum. Hvíl í friði kæri bróðir og vin- ur, takk fyrir samveruna, við sjáumst. Kristín og Björn. Kær bróðir er fallinn frá. Það eru forréttindi að fá að alast upp í öryggi og aðhlynningu stórrar fjölskyldu, og þess nutum við fjórir bræðurnir. Ærslagangur og læti eflaust, en mikið hlegið og brallað. Miklabrautin, Klambrat- únið og Öskjuhlíðin okkar upp- eldisumhverfi, sem og sumarbú- staður fölskyldunnar við Leirvogsá á Kjalarnesi sem var okkar leiksvið. Mér eru minnis- stæðar stundirnar, sem við lág- um á kolakössum við sumarbú- staðinn í sólinni, því móðir okkar vildi að við fengjum okkar skammt af D-vítamíni, og ferðir á bóndabæinn Varmadal þar sem við eignuðumst góða vini. En hvert sem uppátækið var þá var alltaf stutt í brosið hjá Bjarna. Á seinni árum nutum við þess að leika Bræðragolf, þar sem keppnisskapið var í fyrirrúmi. Við bræður vorum sendir í sveit norður í Mývatnssveit, en ekki Bjarni, því sveitin hans var alltaf Hlíðarendi. Hjarta Bjarna sló með fótboltanum og Val, og kjarni hans vina voru að sjálf- sögðu Valsararnir. Bjarni átti farsælan starfs- og viðskiptaferil og trausta fjöl- skyldu, sem hann naut samvista við. Bjarni fékk hinn illræmda sjúkdóm Alzheimer fyrir þó nokkrum árum. Hann greindist fljótt og naut þess að stunda golf- íþróttina og ganga sinn hring á Seltjarnarnesinu með Millu sinni, hans traustu eiginkonu og vini. Smám saman dró af honum og var hann fyrst í dagvistun, en síð- ar í góðri umsjá á Droplaugar- stöðum. En enginn hefur stutt hann og annast meir og betur en hún Milla. Þótt kveðjustund sé ætíð sár þá getur maður ekki ver- ið annað en þakklátur fyrir hvíld- ina sem Bjarni fékk, og við að- standendur þökkum að hafa fengið að vera honum samferða. Alltaf stutt í brosið og hann kom manni alltaf í gott skap, sem er ómetanlegur eiginleiki. Hafðu þökk kæri bróðir, mikill missir, en minningin lifir. Brynjólfur Bjarnason. Fallinn er frá drengur góður. Alltaf kátur og glaður, til í alls konar sprell. Bjarni kenndi mér að drekka. Það var hinn viðeig- andi drykkur „asni“ (vodka í gin- ger ale). Þetta endaði hjá mér á fyrsta alvöru kossinum í Breið- firðingabúð, sem stóð með litlum hléum út ballið. Svakalegar harð- sperrur í tungunni eru mér enn í fersku minni. Einnig útvegaði hann sérstaka dropa svo ekki fyndist áfengislykt við heimkom- una. Þar sváfu allir djúpum svefni. Já, maður á Bjarna ým- islegt að þakka. Í bæjarvinnu við Vesturbæjarlaug fórum við að semja málshætti. Þar sem Bjarni stóð á bakka laugarinnar varð þetta til: „Tæpt tyllir táin sér.“ Minn var í rigningunni: „Dimmur er drottins mjöðurinn.“ Á MR-árunum reyndi Bjarni að kenna mér golf með engum ár- angri og einnig þjálfaði hann mig fyrir 14-2 leikinn á móti Dönum. Minn maður hafði verið í þýsku- námi úti í Austurríki og kom í heimsókn til Englands þar sem ég átti að vera í enskunámi, þeg- ar ég var valinn í landsliðið. Við hófum strax æfingar í bílskúrs- innkeyrslu með leikfangabolta. Fyrir þá sem ekki vita þá bar Valsarinn Bjarni af hvað knatt- leikni varðar í yngri flokkum. Í þessu fólst meðal annars „að sóla andstæðinginn upp úr skónum“. Honum fannst hann eiga miklu meira erindi í landsliðið en ég, sem hafði notað sumarið til þess að læra að reykja með litlum ár- angri. Sem betur fer missti ég af 14-2, vegna þess að annar góður vinur sparkaði boltanum í mitt viðkvæma höfuð. Skömmu eftir stúdentspróf mættu þrjár skóla- systur á forláta Willys-jeppa og tróðu eins mörgum og hægt var í bílinn. Þegar komið var langleið- ina að Bifröst var okkur Bjarna plantað upp á toppgrindina, hann í rauðum rallýgalla. Þarna héld- um við okkur föstum á leiðinni eftir þjóðvegi 1 og var orðið þokkalega kalt. Inni í jeppanum var mikið sungið og trallað og þegar við börðum í þakið til að komast inn héldu þeir sem inni sátu að við værum að berja takt- inn. Við sluppum inn rétt fyrir ut- an Borgarnes og vissum báðir að þetta væri ekki til eftirbreytni. Hver man ekki eftir Eurovision- sigurlaginu frá Lúxemborg Aprés toi. Þetta söng vinurinn í tíma og ótíma á fljótandi frönsku. Til voru þeir sem þótti nóg um. Eins og sést er vonlaust að skrifa eitthvað dapurt um þennan gleðipinna. Bjarni og ég erum/vorum kvæntir náfrænkum, þannig að ég fylgdist með honum í áranna rás og þá sjaldan að við hittumst voru fagnaðarfundir. Bekkjarfélagar úr B-bekk Menntaskólans í Reykjavík senda Emilíu og fjölskyldu svo og bræðrum Bjarna innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Elmar Geirsson. Í dag kveð ég æskuvin minn og samferðamann Bjarna Bjarna- son. Okkar fyrstu kynni hófust á Valsvellinum vorið 1963, er við lékum saman knattspyrnu í þriðja aldursflokki Vals undir stjórn Elíasar Hergeirssonar. Töp og sigrar eins og gengur, en íþróttaandinn og félagsskapurinn var ætíð einlægur í fyrirrúmi. Bjarni lék ýmist stöðu tengiliðar eða kantmanns. Góð tækni og lip- urð með boltann skildi margan andstæðinginn eftir á leiðinni, að mata samherjana með nákvæm- um sendingum sem gáfu mörk. Eins og gengur liggja leiðir sundur og aftur saman meðfram skólagöngu og starfi. En tryggðataug vinskapar og við- skipta hélst frá upphafskynnum til hinstu stundar. Vingjarnlegt brosið, hlý nærveran og kveðjan með handabandi segir allt um ljúfmennsku Bjarna. Takk fyrir samfylgd kæri vin- ur. Emilíu og aðstandendum öll- um votta ég samúð. Þorberg Ólafsson. Góður vinur og Valsmaður mikill, Bjarni Bjarnason, er fall- inn frá. Var felldur af sjúkdómi sem færir fólk inn í gleymskunn- ar heim og sagt hefur verið að geti orðið faraldur þessarar aldar ef ekki verður settur enn meiri kraftur í rannsóknir á honum. Við Bjarni kynntumst á vett- vangi Vals og áttum síðan eftir að starfa mikið saman til fjölda ára. Sátum saman í stjórn knatt- spyrnudeildar, í stjórn Fulltrúa- ráðs Vals og í framkvæmdastjórn Samtaka um byggingu Frið- rikskapellu. Öll voru þessi störf áhugaverð og gefandi, hvert á sinn hátt, og til þess fallin að efla vináttuna og félagsandann. Bjarni kom að þessum störfum með mikla reynslu úr viðskipta- lífinu sem farsæll stjórnandi þar og var því ekki síst maðurinn með fjárhagslegu þekkinguna. Í upphafi þessa tíma átti Valur sannkallað „gullaldarlið“ í meist- araflokki karla í knattspyrnu og unnust margir titlar á þessum ár- um sem okkur leiddist ekkert að rifja upp, þótt margir hafi bæst við síðan hjá félaginu. Ferðir okkar í tengslum við þátttöku liðsins í Evrópukeppni, t.d. til Magdeburgar og Hamborgar, voru einnig uppspretta skemmti- legra minninga á góðum stundum síðar. Þá var bygging Friðriks- kapellu sérstök reynsla og hefur kapellan stuðlað að vitundar- vakningu um störf sr. Friðriks fyrir æsku landsins. Bjarni var mörgum hæfileik- um gæddur, yfirvegaður og ein- staklega ljúfur og þægilegur í öllu samstarfi, jákvæður, drífandi og áreiðanlegur, og lét ekki standa upp á sig að einhverju verkefni væri ekki lokið. Okkar kæri vinur og félagi hef- ur hafið lokaferðina og vil ég að leiðarlokum þakka honum sam- fylgdina og samstarfið og bið honum Guðs blessunar á nýjum vegum. Millu og fjölskyldu og bræðrum Bjarna sendi ég inni- legar samúðarkveðjur okkar Kristínar. Blessuð sé minning góðs drengs. Ólafur G. Gústafsson. Þegar sr. Friðrik hvatti strák- ana með ráðum og dáð til að stofna Knattspyrnufélagið Val sá hann í því markmið til að sameina sálir í að stefna saman að ákveðnu marki og bindast vina- böndum. Fyrir utan ánægjuna af ástundun boltaleikjanna er virk þátttaka ekki sízt tækifæri til að kynnast góðum félögum og þann- ig geta orðið til vinabönd sem endast ævina á enda. Við stönd- um nú frammi fyrir þeirri stað- reynd að sjúkdómurinn sem hóf að herja á vin okkar Bjarna Bjarnason fyrir nokkrum árum hefur sigrað. Bjarni ólst upp í Hlíðunum og fór snemma að venja komur sínar að Hlíðarenda og lék knattspyrnu upp í meist- araflokk og lítillega einnig með körfuboltanum. Bjarni hafði gaman af að rifja upp að leikirnir með meistaraflokki urðu aðeins þrír en þar af tveir í Evrópu- keppninni gegn Anderlecht. Þótt Bjarni væri flinkur vinstri fótar knattspyrnumaður þá var enginn yfirmáta metnaður í gangi að verða afreksmaður innan vallar Bjarni Bjarnason HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir allar stundirnar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. (Sigurbjörn Einarsson) Guð geymi þig elsku afi minn. Þín Sara Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.