Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 klára. Það er táknrænt að síðasta leik handboltalandsliðsins var ný- lokið þegar fór að draga af honum og hann játaði sig sigraðan. Það var eins og hann biði eftir því hvernig landsliðinu gengi og þá gat hann farið. Minningin um Davíð mun lifa í hjörtum okkar. Sigrún og Þór. Grein um minningar. Hvernig er mögulegt að koma minningum 40 ára niður á blað? Minningum um minn besta vin sem nú er fall- inn frá langt fyrir aldur fram og mér þykir svo óendanlega vænt um. Manni sem fyrir einu ári var fullfrískur í blóma lífsins, hold- gervingur heilbrigðs lífernis, dansandi í gegnum lífið. Sumarið 1982 flutti Davíð 12 ára gamall ásamt foreldrum sín- um og systur úr Bólstaðarhlíðinni á Sævargarða á Seltjarnarnesi. Ég hafði dvalið í sveit um sumarið en þegar ég kom til baka frétti ég að „nýr“ strákur væri fluttur í götuna, Davíð. Hann væri mjög góður í fótbolta og ansi efnilegur í handbolta þótt hann hefði aldrei æft þá mætu íþrótt. Það átti eftir að breytast. Ég man enn eftir fyrstu kynnum okkar, aðeins var- færnisleg í fyrstu en ekki leið á löngu áður en við urðum miklir mátar. Ekki hefði mig þó getað órað fyrir því þá að líf okkar myndi fléttast saman í ótal fléttur næstu fjóra áratugina. Við byrjuðum í gaggó, Val- húsaskóla, þá um haustið og þó að við hefðum aldrei lent saman í bekk, hvorki þar né síðar í Menntaskólanum í Reykjavík, vorum við mikið saman utan skólastofunnar. Gönguferðirnar í skólann urðu að skemmtiferðum saman. Davíð var mikill húmor- isti, hann gat verið stríðinn og kaldhæðinn en alltaf á góðlátleg- an hátt, glotti út í annað eða skellti upp úr eftir að hafa sagt eitthvað mjög fyndið og hreif þannig alla með sér. Það tók suma stundum smá tíma að átta sig á kímnigáfu Davíðs, hann gat oft verið mjög lúmskt fyndinn. Davíð var mjög traustur vinur. Honum gat ég treyst fyrir öllu og hann var sjálfur mjög opinn og hreinskilinn. Sagði hlutina eins og þeir voru og dró ekkert undan. Úthverfur og þá um leið hrókur alls fagnaðar og gaf mikið af sér. Hann var því fljótur að kynnast fólki og eignaðist ógrynni góðra vina. Eitt af því mikilvægasta á þess- um mótandi unglingsárum er að eiga góða og trausta vini og Davíð var minn traustasti vinur. Við æfðum handbolta saman í Gróttu og fljótlega kom í ljós að Davíð var meira en efnilegur. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn einn af máttarstólpum liðsins og sama átti við þegar hann síðar fór að spila með meistaraflokki þess. Unglingalandslið HSÍ nutu svo einnig krafta hans þegar fram í sótti. Við fluttum okkur um set úr Való í MR og eins og margir upp- lifa urðu menntaskólaárin afskap- lega viðburðarík og minningarnar óteljandi. Davíð var námsmaður góður, fluggáfaður og stálminn- ugur, og þurfti ekki mikinn tíma til að tileinka sér námsefnið. Hann lét því oft nægja að læra „hæfilega“ mikið en átti þá nægan tíma aflögu til að sinna áhugamál- um sínum. Síðar þegar svo lög- fræðin tók við hækkaði hann flug- ið enda komið að alvörunni. Menntaskólaárin tóku enda og við hófum nám hvor í sinni deild Háskóla Íslands. Oft er það á þessum tímamótum sem leiðir skilur en í okkar tilfelli átti vin- skapurinn eftir að styrkjast enn frekar. Handbolti sameinaði okk- ur á hverjum degi bæði í Gróttu og síðar í Fram og meira að segja handboltadómgæsla í öllum deild- um HSÍ. Við kynntumst mökum okkar, Brynhildi og Hrönn, sem ekki síður náðu vel saman og bundust einstökum vinaböndum og fjölskyldur okkar tóku að stækka. Við héldum áfram að búa til einstakar minningar saman en æsku- og unglingsárin voru að baki. Meira á www.mbl.is/andlat Jón Örvar. Við tók alvara lífsins. Nám í lögfræði sem Davíð að sjálfsögðu dansaði í gegnum eins og hans var von og vísa. Við urðum saman vitni að hverju kraftaverkinu á fætur öðru þegar börn okkar komu í heiminn heilbrigð og sterk. Davíð naut sín til fulls í föð- urhlutverkinu, svo umhyggju- samur og hlýr. Einstakur æskuvinskapur fjöl- skyldufeðranna, Davíðs og Jóns Örvars, þróaðist í mikil og dýr- mæt tengsl fjölskyldna okkar. Þó það hafi verið fyrir rúmum 28 ár- um þá er það samt svo stutt síðan að þeir æskuvinirnir deildu hvor með öðrum að von væri á frum- burði þeirra beggja á einni hand- boltaæfingunni. Í kjölfarið stækk- uðu báðar fjölskyldurnar og með ótrúlegum hætti fylgdust vinirnir að þar til börnin urðu átta, fjögur í hvorri fjölskyldu. Samveran var mikil. Við fórum í ótal ferðalög og unnum nánast alla stórviðburði saman enda fylgdumst við að í fermingum, útskriftum og stóraf- mælum. Gleðin og samvinnan var krydduð með dansi í gegnum lífið sem Davíð stjórnaði en hann kom öllum af stað á sinn einstaka hátt. Davíð var varkár og anaði ekki að hlutunum. Hugsaði áður en hann framkvæmdi og sóttist ekk- ert sérstaklega eftir spennu. Það síðasta sem Davíð hefði tekið sér fyrir í lífinu var að stökkva í fall- hlíf eða fara í teygjustökk. Tívolí- garðar með börnunum voru því ekki hans uppáhald og að því leyti vorum við aðeins ólíkir. Hann eft- irlét mér, Hrönn og Brynhildi því oft ferðirnar í rússíbanana en fylgdist frekar öruggur með af bekkjunum og naut þess að horfa á brosmild börnin úr fjarlægð. Fyrsti bíllinn hans var líka í hans anda, fasteign á hjólum, Volvo 240 eins og Gísli faðir hans átti. Öruggur, laus við spennu. Fyrir utan ferðalags lífsins mun ferðalag okkar frá austur- strönd Bandaríkjanna til strand- ar í vestri sumarið 2011, tólf sam- an á einum bíl, standa upp úr. Allar þessar minningar um glaða og skemmtilega Davíð munu ylja okkur í sorginni og söknuði. Davíð lifir áfram í hjörtum okkar en hvernig lífið verður án hans vitum við ekki. Fallinn er frá merkur maður, einstakur vinur. Minningin mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Brynhildur, Eva Björk, Þorgeir Bjarki, Anna Lára og Benedikt Arnar, megið þið finna styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Hrönn, Jón Örvar, Helena Rut, Hörður Kristinn, Hilmar Snær og Örvar Logi. … Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans og var honum styrkur í nauðum. Vér hlustum, vér spyrjum, og horfum með trega um dalinn sem húmnóttin fyllir að slökktum glóðunum rauðum. Því aldrei framar mun leiftra af ljóðrisi nýju hjá lindum og björkum í augunum skæru og hlýju. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Í dag kveðjum við góðan vin og minnumst Davíðs sem sannarlega var einstakur maður eins og allir sem þekktu hann vita. Þvílík lífs- gleði og kraftur sem geislaði af honum í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Þannig man maður eft- ir honum alla tíð frá því í Való á Nesinu, í gegnum MR og í háskól- anum og áfram út lífið. Sem vinur, eiginmaður, faðir, sonur, lögmað- ur, íþróttamaður og í öllu fé- lagsstarfi var hann til fyrirmynd- ar. Sinnti öllu af alúð og einlægni. Þá voru Davíð og Brynhildur sér- staklega samhent hjón í sínu fjöl- skyldulífi og öllum verkefnum sem þau tókust á við, stórum og smáum. Svo var Davíð bara svo hress og skemmtilegur að það var alltaf gaman að vera með honum. Sem betur fer höfðum við þann vana að hitta þau hjónin og fara saman út að borða þegar við kom- um til Íslands í frí á meðan við bjuggum erlendis. Kom líka fyrir að við fórum á tónleika og ef það átti við þá var Davíð ófeiminn að syngja með en hann kunni yfir- leitt alla texta. Við minnumst líka þegar þau Brynhildur heimsóttu okkur til New York, hvað Davíð nennti að tala við og grínast í stelpunum okkar en hann átti auðvelt með að ná góðu sambandi við fólk á öllum aldri. Og það var alltaf stutt í brosið. Eins mun minning um Laugavegsgöngu í blíðskaparveðri sumarið 2020 aldrei gleymast. Davíð og Bryn- hildur höfðu skipulagt þessa ferð með frábærum hópi fólks frá a til ö og ferðin var fullkomin. Það eru engar ýkjur. Eins og í ævintýri þá hvarf Covid í smátíma og veðrið var eins og það gerist best, sól og blíða, og við örkuðum þetta á tveimur dögum eins og til stóð frá Landmannalaugum inn í Þórs- mörk. Við hjónin vorum tiltölu- lega nýflutt heim eftir 22 ár er- lendis og þetta var svo frábær upplifun. Þá áttum við með þeim hjónum aðrar en þó of fáar stund- ir síðasta ár þegar aðstæður leyfðu sem eru nú dýrmætari en orð fá lýst og við munum alltaf minnast. Davíð tók snörpum erf- iðum veikindum sínum af miklu æðruleysi og hugrekki en þau hjónin voru samstiga í þeirri veg- ferð sem öðru. Missirinn er sár og áfallið mikið en minningin um Davíð lifir. Við sendum Brynhildi, Evu Björk, Þorgeiri Bjarka, Benedikt Arnari og Önnu Láru og allri fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Guðrún og Gunnar. Það er erfitt að setjast niður og rita nokkrar línur sem minning- arorð um gæðadreng og vin sem fallinn er frá í blóma lífsins. Já það er sannarlega skrítið að hraustur maður sem alla tíð stundaði íþróttir og lifði einstak- lega heilbrigðu lífi sé hrifsaður frá okkur. Davíð var einn af okkur Gróttu- strákunum sem fórum flestir saman upp alla yngri flokka Gróttu í handbolta. Davíð var lengst af yfirleitt í hægra horni því hann var með góða vinstri hönd og efldist og styrktist eftir því sem árin liðu. Þegar við kom- umst í meistaraflokk var Davíð orðinn lykilmaður, fyrst í hægra horninu, en síðar sem stórskytta. Hann var verulega öflugur og vann fyrir okkur ófáa leikina. Það var alltaf stutt í brosið og glettnina í leik hjá Davíð enda ein- stakur ljúflingur ásamt því að vera mikill keppnismaður og fyr- irmynd. Eftir handboltaferilinn fór Davíð að dæma í handbolta ásamt Jóni Örvari stórvini sínum. Þeir mynduðu öflugt dómarapar um nokkurt skeið. Afskiptum Davíðs var síður en svo lokið eftir dómaraferilinn. Hann bauð sig fram til starfa fyrir handknatt- leikshreyfinguna og tók sæti í stjórn HSÍ og var varaformaður sambandsins þar til yfir lauk. Við fylgdumst stoltir með störfum Davíðs fyrir HSÍ. Þarna var okk- ar maður að gera svo góða hluti og við vissum að Gróttuhjartað var þarna. Við félagarnir og samferða- menn úr handboltanum á Nesinu erum slegnir og sorgmæddir en um leið afar þakklátir fyrir að hafa fengið að vaxa upp og þrosk- ast með Davíð okkar. Það eitt og sér hefur gert okkur alla að betri mönnum. Hugur okkar er hjá elsku Brynhildi og börnum og öðrum ástvinum vinar okkar. Megi góður Guð geyma minn- inguna um eðaldreng. Fyrir hönd allra vinanna úr handboltanum í Gróttu, Þór Sigurgeirsson og Ólafur Ármann Sveinsson. Í matarboði heima hjá okkur í nóvember síðastliðnum sagði Davíð: „Við skulum ekki láta líða langan tíma þar til við hittumst næst.“ Við vorum öll sammála um það og ekki efi í okkar huga að við værum að fara að hittast fljótt aft- ur. En það varð ekki úr því, á ein- hvern óskiljanlegan hátt fékk Davíð þennan grimma og ólækn- andi sjúkdóm sem tók hann frá samheldnu fallegu fjölskyldunni sinni og okkur öllum. Eftir stendur þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við nut- um saman og Davíð átti oftar en ekki frumkvæði að. Hvort sem það var að dansa zumba, halda danspartí, fara í leikhús eða ganga Laugaveginn. Þegar Davíð fékk hugmynd þá voru allir með! Líka þegar honum datt í hug að safna saman vinum og börnum þeirra til að vera með „flash mob“ í Smáralindinni undir laginu „Hit me baby one more time“ með Britney Spears. Þetta var auðvitað alveg eðlilegt, að fá lánaðan fimleikasalinn hjá Gróttu og taka æfingu eftir æfingu í speglasalnum því þetta yrði jú að vera almennilegt, ekkert hálfkák sko! Við vorum að fara að troða upp í sjálfri Smáralindinni og eng- inn myndi vita af því fyrr en við birtumst. Allir voru með því eng- inn sagði nei við Davíð og úr varð ógleymanleg stund! En Davíð sagði heldur ekki nei við vini sína, eins og þegar við báðum hann að vera plötusnúður (sem var auka- starfið hans) í fimmtugsafmælinu okkar og hann átti löngu bókaða veiði hinum megin á landinu. Þá skruppu hann og Brynhildur bara í bæinn, tóku giggið föstum tök- um og keyrðu svo aftur í veiðina um nóttina. Davíð var frábær fyrirmynd sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti. Davíð og Brynhildur hafa alltaf verið einstaklega dugleg að fylgja krökkunum sínum eftir í íþróttum en líka að búa til sam- verustundir sem höfðuðu jafnt til fullorðinna sem barna, eins og ógleymanleg áramótafjölskyldu- danspartí á Fornuströndinni sem við vorum svo lánsöm að vera boð- ið í. Við vorum líka svo heppin að fá að vera með í litla leikhúsklúbbn- um sem Davíð og Brynhildur stofnuðu og varð til þess að við áttum dýrmætar upplifanir í leik- húsinu með góðum vinum. Það er höggvið stórt skarð í vinahópinn sem ekki er hægt að fylla en minningarnar um hjarta- hreinan og góðan vin munu alltaf lifa með okkur. Elsku Brynhildur, Eva Björk, Þorgeir Bjarki, Anna Lára og Benedikt, betri eiginmann og pabba er ekki hægt að eiga. Missir ykkar er mikill en minn- ingarnar góðar. Við samhryggjumst ykkur og allri fjölskyldunni af dýpstu hjart- ans rótum. Margrét og Þorsteinn (Steini). Það er undarleg tilfinning að setjast niður og skrifa minning- arorð um góðan vin okkar, Davíð Benedikt Gíslason. Í rúmt ár hef- ur hann háð harða baráttu við vá- SJÁ SÍÐU 28 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA GESTSDÓTTIR, Vopnafirði, áður til heimilis á Þórshöfn, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð laugardaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 12. febrúar klukkan 14. Svanur Snæþórsson Kapitola Jónsdóttir Þorgrímur Kjartansson Dorota Burba Elfa Björk Kjartansdóttir Gunnar Dór Karlsson og barnabörn Okkar ástkæra systir og frænka, SIGRÍÐUR GUÐMUNDA EINARSDÓTTIR, Silla, frá Ytri-Sólheimum, lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn 6. febrúar. Útför fer fram í Eyvindarhólakirkju laugardaginn 12. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Lund. Sigurjón E. Einarsson og aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS BÁRA ÞORVALDSDÓTTIR, Bogabraut 17, Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánudagsins 7. febrúar. Útför fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 18. febrúar klukkan 14. Gunnar Þór Gunnarsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Anna Elínborg Gunnarsdóttir Matthías Björnsson Áslaug Sif Gunnarsdóttir Örn Torfason ömmu- og langömmubörn Okkar yndislegi JÓHANN HALLDÓRSSON, Hraunbæ 116, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 6. febrúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. febrúar klukkan 15. Streymt verður frá útförinni á streyma.is. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Guðrún Siguróladóttir Andri Már Hermannsson Bryndís Rós Arnardóttir Kristrún Jóhannsdóttir Þorbjörn Jóhannsson Pálmi Rúnar Jóhannsson barnabörn og systkini hins látna Okkar yndislegi faðir, tengdafaðir, afi og hjartkær vinur, PÁLMI LÁRUSSON verkfræðingur, lést föstudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. febrúar klukkan 15. Öll eru hjartanlega velkomin en streymi verður einnig aðgengilegt á www.mbl.is/andlat Vilmundur Pálmason Lilja Björk Pálsdóttir Guðrún Lára Pálmadóttir Trausti Gunnarsson Elsa Barðdal Vilmundard. Ásrún Ösp Vilmundardóttir Eyþór Ingólfsson Melsteð Arnþór Víðir Vilmundarson Ragnhildur Ísaksdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR, lést fimmtudaginn 3. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 15. Jarðarförinni verður streymt á: https://youtu.be/XaatXt1BOdI Einnig er hægt að nálgast streymið á www.mbl.is/andlat Hulda Björg Ásgeirsdóttir Anna Karen Ásgeirsdóttir Jón Steinar Jónsson Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir Björn Þór Jónsson Ruth Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.