Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 gest sem engu eirir. Allan tímann var tvísýnt um niðurstöðu og það gerði hann sér ljóst. Að endingu varð hann að lúta í gras og játa sig sigraðan, en hafði sem betur fer átt dýrmætar gæðastundir með sínu fólki áður en yfir lauk. Ef til stæði að skrifa nýja Íslendinga- sögu væri mannlýsing Davíðs eitthvað á þá leið að hann hefði verið einstakur vinur og félagi, hrekklaus, traustur, heiðarlegur og alveg með eindæmum glað- lyndur. Leiðir okkar lágu saman fyrir tuttugu árum þegar hann þekkt- ist boð um að ganga til samstarfs við okkur. Hann var yngstur eig- enda og tók að sér að veita fyr- irtækjum okkar forstöðu. Við- fangsefnin kölluðu á lipurð og lagni enda oft óhægt um vik að halda svo á málum að allir gengju sáttir frá borði. En þannig gekk það æði oft fyrir sig hjá vini okkar að aðilar sem hann hafði sótt mál gegn leituðu til hans síðar þegar þeir þurftu á lögfræðiaðstoð að halda. Þeim datt bara enginn ann- ar í hug. Þetta sýnir vel þá mann- kosti sem Davíð hafði til að bera. Fastur fyrir en ávallt sanngjarn og hafði alltaf rétt við. Þá þótti Davíð góður og farsæll stjórnandi og þeir sem hófu störf hjá honum kusu að fylgja honum til langs tíma. Á árunum eftir hrun bætti Davíð við sig verkefnum og tók að sér störf í slitastjórn eins hinna föllnu banka. Það var þrotlaus vinna sem varði í nokkur ár. Verk- efnin þar voru þroskandi en óvægin og slítandi enda álagið mikið. En sem betur fer er lífið ekki bara eintómt brauðstrit. Davíð og Brynhildur áttu stóra fjölskyldu og þau voru sérstaklega samhent, lifðu fyrir fjölskylduna og börnin og uppvöxtur þeirra var þeim allt. Það kom þó ekki í veg fyrir að annarra lystisemda lífsins yrði notið. Handboltinn átti alltaf stór- an stað í hjarta hans og sama gilti um enska sparkliðið Tottenham. Það tók oft á að fylgja því liði að málum og því stofnaði hann sálu- sorgarklúbb, fyrir sig og nokkra aðra með sama heilkennið, sem svo skemmtilega vildi til að voru oft annað tveggja samstarfsmenn eða nánir viðskiptafélagar. Litli eigendahópurinn átti líka sínar ánægjustundir. Ótrúlega oft við fallega á og í góðra vina hópi. Davíð var viðvaningur þegar við hittumst fyrst í fluguveiðinni, en útskrifaðist með láði á skömmum tíma. Aðventuferðir til Kaup- mannahafnar voru líka árviss við- burður, ef ekki var horft eitthvað annað og lengra, eins og stundum gerðist. Nú er Davíð lagður af stað í sína hinstu ferð. Miklu fyrr en við máttum vænta, sem undirstrikar hvað oft er vitlaust gefið í lífsins spili. Við höfum þá trú að nú sé hann loksins kominn með fastan miða á White Hart Lane og það er sem okkur heyrist einhver kalla hljómríkri röddu, að gefnu tilefni: Where are you Spurs? Að leiðarlokum viljum þakka Davíð fyrir allt og sendum Bryn- hildi, börnum þeirra og tengda- börnum, barnabarni, móður, syst- ur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kristinn Hallgrímsson Óskar Norðmann. Nú eru bráðum 33 ár síðan 6.Y skundaði til móts við lífið við út- skrift úr MR vorið 1989. Að baki voru bernskubrekin að mestu. Allir héldu til frekara náms og Davíð valdi lögfræði, varð síðar héraðsdómslögmaður og átti far- sælan starfsferil. Stofnaði fjöl- skyldu, átti fjögur börn og orðinn afi að auki. Árangur hans og vel- gengni voru uppskera mikils dugnaðar og heilinda. Þau válegu tíðindi bárust fyrir um ári að okkar glaðlyndi og bjartsýni bekkjarfélagi hefði greinst með alvarlegt krabba- mein. Við blasti frá byrjun að leið- in til mögulegs bata yrði óvissuför og mikið yrði á hann lagt. Hið öm- urlega vírusfár setti allri um- gengni þröngar skorður og náði þessi hópur ekki að koma saman og hitta Davíð. Það er sárt. Svo kom harmafregnin hin versta í lok janúar og alla setur hljóða. Það er ósanngjarnt fyrir fjöl- skyldu og vini að sjá öflugum leik- manni kippt af velli snemma í síð- ari hálfleik. Það er huggun harmi gegn að geta minnst með hlýju hláturs hans og kímnigáfu, stríðni og snjallra tilsvara, að ekki sé minnst á stórkostlega hæfileika á dansgólfinu. Það er ekki feiminn eða hlédrægur strákur sem fer úr að ofan á MR-balli og dansar þar til ljósin kvikna – og það án nokkurs söngvatns sem flestir þurftu á þeim tíma til þess eins að þora inn í kvöldið. Það sem hjálpar í sorginni er við kveðjum okkar fjórða bekkj- arsystkini er að finna til þakklætis fyrir að þessi bekkur skyldi koma saman árin 1987-1989. Á þeim grunni varð til ævilöng vinátta og ógleymanlegar samverustundir. Lærdómurinn sem við drögum er að lífið er núna, við eigum að stíga óhikað inn á dansgólfið og njóta hverrar stundar eins Davíð gerði. Hafðu þökk fyrir allt kæri bekkj- arbróðir. Fjölskyldu Davíðs vottum við okkar dýpstu samúð, minningin um góðan og traustan dreng lifir. F.h. 6. bekkjar Y úr MR 1989, Egill Tryggvason, Finnur Stefánsson. Það er ekki sjálfgefið að tæp- lega fertugur fjögurra barna faðir hafi trú á og treysti tuttugu árum yngri fótboltaþjálfara barna sinna, og komi fram við viðkom- andi eins og jafningja. En þannig var Davíð. Hinn trausti, drífandi, úrræðagóði og skemmtilegi vinur minn Davíð sem hefur nú verið hrifsaður grimmilega frá okkur aðeins 52 ára gamall. Davíð var sá sem gekk í málin. Hann stýrði fjáröflunum fyrir keppnisferðir og tók að sér hlut- verk fararstjóra. Davíð nálgaðist hlutina af jákvæðni og hann leit á samstöðu innan hópsins sem al- gjört skilyrði. Vandamál voru leyst og ferðirnar snerust um að krakkarnir hefðu vettvang til að búa til góðar minningar með vin- um sínum og liðsfélögum. Ég held að Davíð hafi smitað mig af allri þeirri góðu orku sem honum fylgdi. Hann varð í það minnsta ákveðin fyrirmynd í mínu lífi fljótlega eftir að leiðir okkur lágu fyrst saman. Ég þjálfaði krakkana hans hjá Gróttu og um tíma starfaði ég undir stjórn Dav- íðs hjá Momentum. Honum tókst oftar en einu sinni að plata mig til að taka þátt í óvæntum „flash mob“-dansatriðum þar sem gald- urinn var einn af mörgum mann- kostum Davíðs: Að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir voru að hugsa. Það var sama hver vett- vangurinn var, það var aldrei neitt hálfkák hjá Davíð heldur nálgaðist hann verkefnin af ein- lægni og krafti. Veikindi Davíðs eru áminning um hve lífið er í raun óútreikn- anlegt og óréttlátt. Það er kannski eins gott að sýna æðru- leysi, því þessi örlög get ég ekki skilið. Að maður á besta aldri sem gaf umhverfi sínu svo fallegan lit fái þetta óleysanlega verkefni í fangið. En Davíð átti góða ævi. Hann átti traust og fallegt sam- band með samheldinni fjölskyldu sinni, vinafólki, vinnufélögum og mörgum úr íþróttahreyfingunni. Davíð lifði lífinu í stað þess að láta það þjóta hjá. Það ættum við öll að gera. Ég kveð góðan félaga og frá- bæran mann með sorg í hjarta. Missir Brynhildar, Evu, Þorgeirs, Önnu Láru og Benna er ómældur. Hugur minn er hjá þeim. Blessuð sé minning Davíðs B. Gíslasonar. Magnús Örn Helgason. Í dag kveð ég kæran vin og samstarfsfélaga. Davíð kynntist ég fljótlega eftir að ég hóf störf hjá HSÍ 2003. Við unnum vel saman og með árunum þróaðist samstarfið yfir í góða vináttu. Davíð var einn af þessum traustu, hafði brennandi áhuga á handbolta og það var sama hvert verkefnið var, hann var alltaf boð- inn og búinn til að aðstoða. Við eyddum ófáum tímum í að skrifa reglugerðir og velta fyrir okkur hvernig mætti laga regluverkið í kringum hreyfinguna og þar var hann svo sannarlega á heimavelli. Eftir að vináttuböndin urðu sterkari fórum við að sinna sam- eiginlegu áhugamáli okkar, stang- veiðinni. Davíð var góður veiði- maður og fannst fátt skemmtilegra en að slaka á við ár- bakkann þó að við hefðum kannski ekki sama skilning á af- slöppuninni, það iðinn við kolann var hann. Oftar en ekki hringdi hann og tilkynnti mér að við vær- um að fara veiða saman daginn eftir. Ég þurfti að græja bílinn, rækjusamlokur, kók í plasti, tvo bauka og kex en annað væri klárt. Eina slíka veiðiferð fórum við í síðasta sumar, þegar við náðum saman einum degi í veiði. Þrátt fyrir lítið þrek landaði okkar mað- ur að sjálfsögðu laxi og skein af honum gleðin. Sannarlega eftir- minnilegur dagur og dýrmæt minning. En lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, eftir hetjulega baráttu varð eitthvað að láta undan og er söknuðurinn mikill. Við eiginkonu Davíðs, Bryn- hildi, og börnin þeirra fjögur, Evu, Þorgeir, Önnu og Benedikt, og fjölskyldu, vil ég segja að ég samhryggist innilega. Ykkar missir er mestur. Hvíl í friði elsku vinur – með þökk fyrir allt og allt. Róbert Geir Gíslason. Svo óvænt er komið að leiðar- lokum, fallinn er frá einstakur Gróttumaður, Davíð B. Gíslason, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar fólk fellur frá í blóma lífsins, fyrirvaralaust, er okkur sem eftir lifum oft orða vant. Okk- ur verður oft starsýnna á það sem ekki varð fullgert, fremur en það góða og mikla dagsverk, sem unn- ið var. Davíð lifði góða ævi og lét margt gott af sér leiða, bæði með fjölskyldu sinni og í daglegum störfum sínum en ekki síður í margvíslegum félagsstörfum fyr- ir Gróttu. Davíð var um árabil óþreytandi í öllu starfi félagsins. Hann hóf handboltaiðkun tólf ára gamall og einungis fimmtán ára var hann farinn að æfa með meist- araflokki félagsins sem hann lék með alla tíð ef frá eru talin tvö keppnistímabil þegar hann lék með Fram. Lék hann með Gróttu allt þar til hann varð fertugur. Davíð spilaði jafnframt með öllum yngri landsliðum Íslands. Auk þess að vera leikmaður Gróttu sinnti hann margvíslegum félagsstörfum fyrir félagið. Davíð sat m.a. í stjórn handknattleiks- deildar Gróttu/KR árin 2003-2004 og aftur í stjórn handknattleiks- deildar Gróttu 2012-2013. Hann var handknattleiksdómari á veg- um HSÍ fyrir Gróttu á árunum 2010-2011. Jafnframt dæmdi Dav- íð fjölmarga leiki í yngri flokkum Gróttu, þann síðasta á vormánuð- um árið 2021. Davíð sat í stjórn HSÍ sem varaformaður frá árinu 2013 og til dauðadags auk þess að sinna öðrum trúnaðarstörfum fyrir HSÍ frá árinu 2007. Að auki sinnti Davíð margvís- legum störfum fyrir íþróttafélagið sem foreldri. Þannig fylgdi Davíð börnum sínum þeim Evu Björk, Þorgeiri Bjarka, Önnu Láru og Benedikt Arnari á öll þau mót og alla þá leiki sem hann frekast gat komið við bæði í handbolta og fót- bolta. Var hann oftar en ekki far- arstjóri í þeim ferðum sem farnar voru út á land eða utan landsteina og í nokkrum ferðum var hann yf- irfararstjóri enda átti hann auð- velt með að hrífa fólk með sér til starfa auk þess að vera einstak- lega dugmikill og ósérhlífinn í fé- lagsstörfum. Davíð var árið 2010 sæmdur bronsmerki Gróttu fyrir óeigin- gjörn störf í þágu félagsins og árið 2014 fékk hann afhent silfurmerki Gróttu fyrir áralangt starf fyrir félagið sem leikmaður, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, farar- stjóri og stuðningsmaður. Með Davíð er genginn dreng- lyndur og heilsteyptur maður langt um aldur fram. Grótta sakn- ar vinar í stað og harmar einstakan liðsmann. Mestur er þó missir fjöl- skyldu Davíðs, móður, eiginkonu, barna og annarra aðstandenda. Stjórn og starfsmenn Gróttu færa þeim einlægar samúðarkveðjur með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Davíðs á liðnum árum. Megi hið eilífa ljós lýsa Davíð á nýju og æðra sviði. F.h. Íþróttafélagsins Gróttu, Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar. Fallinn er frá á besta aldri kær vinur minn, Davíð Benedikt Gísla- son. Krabbameinið sigraði sterk- an íþróttamanninn sem barðist þó af krafti þar til yfir lauk. Baráttan tók aðeins ár. Davíð var afar vel af guði gerð- ur, klár drengur, glaðlyndur, duglegur og mikill keppnismað- ur. Hann var afreksmaður í handbolta og lék með Gróttu í mörg ár. Við kynntumst fyrst í MR, hann af Nesinu og ég úr Vesturbænum. Síðan lá leið okk- ar í lagadeild Háskóla Íslands og þar urðum við góðir vinir. Lásum við oft saman og gerðum námið bærilegra hvor fyrir annan. Við höfðum kannski engan leiftrandi áhuga á náminu á þessum árum, en kláruðum þó og nutum þess að vera í skemmtilegum bekk, skip- uðum miklu gæðafólki. Á há- skólaárunum áttum við strák- arnir einnig saman margar gæðastundir í fótbolta. Oftar en ekki verðlaunuðum við okkur með gómsætum borgara á eftir og þá var mikið grínast og hlegið. Þetta voru góð ár. Davíð kynntist ungur henni Brynhildi sinni og var það hans mesta gæfuspor í lífinu. Við grín- uðumst stundum með það að við hefðum báðir unnið í makalóttó- inu en það var nú ekki bara grín heldur staðreynd. Við fylgdumst svo að í gegnum lífið, unnum flest okkar starfsár í sömu byggingu og vorum í nær daglegum sam- skiptum. Eignuðumst báðir fjög- ur börn og fjölskyldulífið skipti okkur mestu máli í lífinu. Okkur leið vel hvorum með öðrum enda fóru áhugamál okkar saman. Röbbuðum gjarnan um fjölskyld- ur okkar, hvað krakkarnir væru að bralla á hverjum tíma, skemmtilegar utanferðir og ekki síst enska boltann sem við höfðum báðir gríðarlegan áhuga á. Það dró þó stöku sinnum úr gleði Dav- íðs að hann var ekki jafn heppinn með lið í ensku deildinni og með eiginkonuval. Hann var nefnilega svo óheppinn að halda með Tott- enham. Ég er þess fullviss að Davíð lifði innihaldsríku og hamingju- ríku lífi. Hann var gæfumaður í öllu, heilbrigður og hraustur, allt þar til höggið kom. Það er því þyngra en tárum taki að kveðja hann svo snemma. En minningin lifir áfram, björt og hlý. Við Elín sendum Brynhildi, börnunum, móður, systur og fjöl- skyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Börkur Hrafnsson. Fallega brosið rammaði inn persónuleikann. Davíð var hlýr, vingjarnlegur og hafði góða nánd. Hann hafði sterkar skoðanir og var rökfastur. Hann hafði einnig þann eiginleika að geta hlustað og skipt um skoðun ef því var að skipta. Davíð hafði mikla ánægju af handbolta og var það hans helsta áhugamál samhliða stang- veiði. Hann var einn af burðarásum í handboltaliði uppeldisfélags síns Gróttu á sínum tíma en hann spil- aði einnig tvö keppnistímabil með Fram. Davíð var mikill fé- lagsmaður og gaf mikið af sér ut- an vallar með setu í stjórn í félagi sínu auk þess sem hann fylgdi börnum sínum hvert spor í þeirra íþróttaiðkun. Ég hafði kynnst Davíð í gegn- um störf hans í lögmennsku er ég fékk hann til að starfa í stjórn HSÍ. Áður eða allt frá árinu 2007 hafði Davíð stýrt laganefnd sam- bandsins. Davíð var kosinn vara- formaður HSÍ á árinu 2013 og varð samstarf okkar náið. Það var gaman að vinna með Davíð, enda leysti hann úr málum af einlægum áhuga og röggsemi. Allar laga- breytingar og setning reglugerða voru í hans höndum en samhliða því var hann í laganefnd ÍSÍ og varð síðan formaður í þeirri nefnd. Davíð hafði alla mannkosti sem prýða góðan dreng. Skipu- lagður, vinnusamur, með góða samskiptagreind og einstakan húmor. Hláturinn og brosið var aldrei langt undan. Stangveiði átti hug hans allan á sumrin og jafnvel mann eins og mig var farið að langa í veiði eftir að hafa hlustað á hann tala um hinar og þessar tökur þó í kulda og vosbúð væru. Þrátt fyrir að hann vildi láta verkin tala og drífa hlutina af þá sýndi hann einstaka þolinmæði í veiði, sem er eigin- leiki sem prýðir afburðaveiði- menn. Davíð var lánsamur í einkalífi. Hann var mikill fjölskyldumaður en fjölskyldan var ávallt númer eitt í hans lífi enda er samheldnari fjölskylda vandfundin. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og unnið með Davíð og allt hans framlag til handboltaíþróttarinn- ar verður seint fullþakkað. Við sendum Brynhildi, börnum, móð- ur,og fjölskyldum þeirra dýpstu samúðarkveðjur en minning um góðan dreng lifir. F.h. Handknattleikssambands Íslands, Guðmundur B. Ólafsson Það er ólýsanlega erfitt og sárt að skrifa minningarorð um ynd- islegan vin sem maður hélt að myndi fylgja manni alla ævina. Davíð var einn heilsteyptasti og traustasti vinur sem ég hef átt. Hann var skemmtilegur og til- finningaríkur og það var alltaf svo gaman í kringum hann. Síðustu mánuði hafa minningar um okkar vinskap birst mér til mikillar gleði en þær fylla mig jafnframt mikilli sorg og söknuði. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við skrópuðum í tíma í Val- húsaskóla og gengum tvö um tóma ganga skólans syngjandi há- stöfum lag úr auglýsingu ORA- niðursuðuvara. Eftir það urðu söngstundir okkar fjöldamargar því við Davíð deildum þeirri ómældu ánægju að dansa. Davíð tók þátt í mörgum af mínum bestu stundum í lífinu þar sem við döns- uðum og sungum fram eftir nóttu og þá undantekningarlaust af svo mikilli innlifun og krafti að Davíð þurfti að skipta alla jafna einu sinni um bol. En áhugi Davíðs á dansi takmarkaðist ekki við af- mælispartí, fermingar eða út- skriftir. Hann hafði meiri dans- metnað en það. Að hans frumkvæði stóðum við fyrir Thriller flash dance mob á menn- ingarnótt Reykjavíkur árið 2010. Það að geta horft á hann dansa Thriller með vinum sínum á You- Tube er ómetanlegt. En dans- áhuginn hætti ekki þar heldur gerðist Davíð zumbakennari og gleðin og svitinn runnu af honum í hverjum tíma. Davíð var einnig kollegi minn í lögfræði og það var alltaf gott að geta rætt við hann um ýmis mál á þeim vettvangi. Þar gat hann ver- ið fastur fyrir ef á þurfti að halda en fyrst og fremst var hann sann- gjarn og raunsær. Vinátta okkar Davíðs var mér dýrmæt og það er ómetanlegt að eiga þessar minningar. Ég mun dansa til heiðurs Davíð það sem eftir er ævinnar og minn- ast hans af þakklæti, væntum- þykju og gleði. Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan, og lof sé þér, blessaða líf, og þér himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðmundur Böðvarsson) Elsku Brynhildur, þú varst ást- in og kletturinn í lífi Davíðs og þið Eva Björk, Þorgeir Bjarki, Anna Lára og Benedikt Arnar, og nú síðast Brynhildur Ýr litla, fylltuð líf hans stolti, gæfu og gleði. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Hildur Njarðvík. Kveðja frá Íþrótta- og Ólymp- íusambandi Íslands Það var þungbært að fá þær fréttir að Davíð B. Gíslason væri látinn, langt fyrir aldur fram. Við vissum að baráttan var þung en héldum sterkt í vonina um bata. Davíð sat í laganefnd ÍSÍ fá árinu 2017 og tók við formennsku í nefndinni árið 2019. For- mennska í þeirri nefnd krefst mikillar sjálfboðavinnu við ráð- gjöf til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og við eftirlit með regluverki íþróttahreyfingarinnar. Davíð sinnti þeirri vinnu af ástríðu og elju, hann hafði einlægan áhuga á öllu sem viðkom starfi hreyfing- arinnar og hafði gaman af því að velta upp ólíkum sviðsmyndum í málefnum sem höfðu margar birt- ingarmyndir. Íþróttahreyfingin er stór og flókin og verkefni laganefndar oft snúin og viðkvæm. Það var því dýrmætt að hafa Davíð þar við stjórn og vita með vissu að álita- málin voru í góðum höndum. Í að- draganda Íþróttaþinga var Davíð í lykilhlutverki við endurskoðun á lögum og reglum, alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi íþróttastarfsem- innar. Hann hafði mikinn metnað og vildi láta verkin tala. Davíð var virkur þátttakandi í starfi hreyfingarinnar á mörgum sviðum og hans verður víða sárt saknað. Mestur er þó missir Brynhildar, eiginkonu Davíðs, barna hans og fjölskyldunnar allr- ar. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ vottar þeim öllum dýpstu samúð. Við minnumst Davíðs með þakklæti í huga fyrir hans ómet- anlega framlag til hreyfingarinn- ar en ekki síður fyrir góða vináttu og tryggð í gegnum árin. Persónulega vil ég einnig þakka Davíð fyrir öll okkar sam- skipti í gegnum tíðina sem lengst af voru á milli okkar sem lög- manna. Í öllum þeim samskiptum reyndist hann afar traustur, áreiðanlegur og drengur góður. Það eru svo sannarlega eiginleik- ar sem virkilega skipta máli. Blessuð sé minning Davíðs B. Gíslasonar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ. Það ríkir mikil sorg á vinnu- staðnum í kjölfar andláts Davíðs framkvæmdastjóra okkar og vin- ar sem lést langt um aldur fram. Davíð var afar frjálslegur í fasi og heilsaði gjarnan hátt og snjallt þegar hann mætti til vinnu með því að kalla HALLÓ yfir svæðið. Hann var allt í öllu hjá okkur, gekk í öll verk og vílaði ekki fyrir sér að elda og grilla fyrir okkur. Hann naut sín hvergi betur en Davíð Benedikt Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.