Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 29
sem plötusnúður á árshátíðum og
þar sem hann var mikill dansmað-
ur og zumba-aðdáandi dansaði
hann allt kvöldið og á slíku kvöldi
dugði ekkert minna en þrír bolir.
Davíð taldi ekki eftir sér að skipu-
leggja og aka með okkur út í
óvissuna og var hann hrókur alls
fagnaðar í þeim ferðum sem eru
okkur ógleymanlegar. Davíð stóð
einnig fyrir vinnustaðakeppni í
slönguspili sem hann skipulagði í
þaula enda mikill keppnismaður.
Hann var einnig ákveðinn, raun-
sær og hafði sterkar skoðanir en
fann til samkenndar með náung-
anum.
Við kveðjum vin okkar með
söknuði og þessu ljóði eftir Ingi-
björgu Sigurðardóttur og sendum
elsku Brynhildi og fjölskyldu inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd starfsfólks Gjald-
heimtunnar og Momentum,
Sigríður Karlsdóttir.
Davíð fór einhvern veginn
dansandi í gegnum lífið. Jákvæð-
ur, drífandi, hafði húmor fyrir
sjálfum sér og alltaf tilbúinn að
taka þátt í einhverju skemmti-
legu.
Hann stóð til dæmis gjarnan
fyrir óvæntum dansatriðum og
dró með sér alls konar fólk í það,
allt í einu var maður bara mættur
niður í Bankastræti að dansa með
einhverjum hópi eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Fyrir tæpum tveimur árum
fórum við í Laugavegsgöngu þar
sem hann skipulagði allt í þaula.
Skemmtilegur hópur sem Davíð
hóaði saman gekk í dásemdar-
veðri þessa fallegu leið á tveimur
dögum. Slegið var upp lúxusgrill-
veislu á áningarstað þar sem ekk-
ert var til sparað og var Davíð í
essinu sínu að grilla ofan í mann-
skapinn, nóg af orku eftir á meðan
við hin vorum flest tilbúin leggjast
í koju eftir langan göngudag.
Strax var farið að huga að næstu
ferð og var Davíð sjálfkjörinn í að
leiða það verkefni, sem ég veit að
hann var alsæll með enda löngu
kominn með hugmyndir að
skemmtilegri göngu.
Hann hélt þessu áfram í veik-
indum sínum, vildi hafa eitthvað
skipulagt fram í tímann til að
hlakka til og lét ekkert stoppa sig,
hann fór klárlega langt á hugar-
farinu. Í dag áttum við til dæmis
að vera í London. Hugmyndin var
að ná tveimur Tottenham-leikj-
um, hann og Brynhildur ætluðu
að vera frá miðvikudegi til sunnu-
dags en aðrir gætu svo ýmist ver-
ið allan tímann eða dottið inn fyrr
eða seinna, tekið einn leik eða tvo,
eftir því sem hentaði. Það hefði
sannarlega verið skemmtileg
ferð.
Veikindin voru mikið áfall, en
Davíð tókst á við þau af miklu
æðruleysi og jákvæðum hug.
Brynhildur og hann voru fullkom-
lega samstiga í þessu verkefni,
það er ekki gefist upp í miðjum
leik og þau fóru hönd í hönd í
gegnum þetta með jákvæðni og
baráttuvilja.
Davíð var allt til hinsta dags að
grínast og slá á létta strengi, var
svo þakklátur fyrir allt og kvaddi
svo í faðmi fjölskyldu sinnar sem
var honum svo dýrmæt.
Elsku Brynhildur, Eva Björk,
Þorgeir Bjarki, Anna Lára, Bene-
dikt Arnar, Eva og María, stund-
um er lífið ósanngjarnt og erfitt
að skilja. Missir ykkar er mikill,
en minningin mun lifa.
Elísabet.
- Fleiri minningargreinar
um Davíð Benedikt Gíslason
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
✝
Áslaug Krist-
jánsdóttir
fæddist á Akureyri
14. september 1927.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
29. janúar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Lárusson, f. 11. júlí
1905, d. 5. desem-
ber 1973, og Anna
Guðrún Halldórs-
dóttir, f. 31. október 1901, d. 3.
júní 1933.
Áslaug ólst upp í Hlíð í Kalda-
kinn hjá Dagrúnu Jakobsdóttur
og Alfreð Ásmundssyni ásamt
dætrum þeirra, þeim Bryndísi,
Steingerði, Guðrúnu, Ástu og
Kristínu. Fósturforeldrar Ás-
laugar voru Kristín Halldórs-
dóttir, sem var móðursystir Ás-
laugar, og Jakob Kristjánsson.
Amma Áslaugar, Anna Pálína
Benediktsdóttir, tók einnig
drjúgan þátt í uppeldi hennar.
Systkini Áslaugar í föðurætt:
Díana, f. 30. ágúst 1928, d. 14.
apríl 2020. Hennar maður Ari G.
Þórðarson; Auður, f. 7. ágúst
vini Jónssyni, f. 24. nóvember
1930, d. 16. desember 1979. Synir
þeirra: Narfi, f. 27. desember
1959. Hans kona Hanna Hauks-
dóttir. Teitur, f. 26. júlí 1961.
Hans kona Theodóra Kristjáns-
dóttir.
Barnabörnin eru 16 og barna-
barnabörnin 35.
Áslaug fékk hefðbundna
menntun þess tíma, gekk í far-
skóla og síðar í Héraðsskólann á
Laugum, Húsmæðraskólann í
Reykjavík og lauk landsprófi frá
Reykholti í Borgarfirði. Stundaði
síðar nám við öldungadeild
Menntaskólans á Akureyri.
Áslaug var í kaupavinnu í
sveit á unglingsárunum og
stundaði síðan húsmóðurstörf og
vann skrifstofustörf hjá KEA.
Áslaug var alla tíð mjög virk í fé-
lagsmálum, má þar nefna ung-
mennafélög, kvenfélag, Nátt-
úrulækningafélag Akureyrar,
SUNN, slysavarnadeild Hrís-
eyjar ásamt Oddfellow.
Áslaug bjó í Hrísey á árunum
1960-1978, eftir það bjó hún á
Akureyri til hinstu stundar.
Útför Áslaugar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 11. febr-
úar 2022, kl. 13. Athöfninni verð-
ur streymt á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju -
beinar útsendingar. Hlekk á
streymi má nálgast á: https://
www.mbl.is/andlat
1930. Hennar maður
Jón A. Stefánsson.
Látinn; Birgir Stein-
dór, f. 9. ágúst 1931,
d. 6. júlí 1999. Hans
kona Sigríður
Einarsdóttir.
Systir Áslaugar
sammæðra: Hjördís
Kristjánsdóttir, f.
28. febrúar 1930.
Hennar maður Sig-
urgeir Sigurðsson.
Látinn.
Áslaug giftist Sigurbirni Krist-
jánssyni, f. 20. desember 1917, d.
2. október 1973. Þau skildu. Synir
þeirra: Kristján, f. 11. janúar
1950, d. 24. apríl 2011. Hans kona
Ólöf S. Valdimarsdóttir. Valtýr, f.
22. maí 1951. Hans kona Pálína
Dagbjört Björnsdóttir. Þau
skildu. Núverandi vinkona Valtýs
er Olga Stefánsdóttir.
Áslaug giftist Jóni G. Stef-
ánssyni, f. 20. janúar 1926, d. 7.
desember 1956. Sonur þeirra:
Kormákur, f. 13. júní 1954, d. 12.
febrúar 2021. Hans kona Hólm-
fríður Jónsdóttir. Látin.
Áslaug giftist Siguróla Björg-
Áslaugu kynntist ég 17. ágúst
1976. Deginum áður höfðum við
flutt til Hríseyjar og ég var að
labba frá húsinu okkar og í búð-
ina. Þegar ég labba fram hjá húsi
hennar og Olla kemur hún út og
heilsar mér með virktum og kynn-
ir sig. Hún var í gallabuxum,
brúnleitri blússu og gallavesti
með hvítum smellum. Þetta dress
hafði hún að sjálfsögðu saumað
sjálf. Rauða hárið hennar fór vel
og strax þarna fékk ég þessa til-
finningu að hennar litir væru
haustið. Síðar meir komst ég að
því að hún væri fædd í september
og þá fannst mér haustið smell-
passa við hana og það hefur verið
mín tilfinning síðan þá.
Leiðir okkar Áslaugar lágu oft
saman sem nágrannar og síðar
sem hálfgerð vinkona sem til
dæmis lánaði mér ritvél þegar ég
fór í 10. bekk. Áslaug var alltaf
einhvern veginn svo nálæg og
vissulega var hún áberandi í okk-
ar litla samfélagi, hörkudugleg,
hnyttin, sposk og ákveðin.
Nokkrum árum síðar varð Ás-
laug tengdamóðir mín þegar við
Teitur hófum okkar ferðalag. Það
ferðalag stendur enn, 42 árum,
fimm börnum, fimm tengdabörn-
um og átta barnabörnum síðar.
Áslaug hefur auðvitað komið mik-
ið við sögu í okkar lífi, stundum
með góð og gefandi ráð, stundum
stjórnsöm en alltaf vel meint þótt
ég hafi kannski ekki komið auga á
það þá. Áslaug var „öðruvísi“
amma. Hún leyfði krökkunum
ýmislegt sem ekki hefði verið
leyft heima. Það var til dæmis
búningaleikurinn sem barst um
alla íbúð og jafnvel fram á stiga-
gang og endaði gjarna á því að
vökva blómin í stigahúsinu ótæpi-
lega. Ekki endaði allt það vatn í
blómapottunum, svo mikið er víst.
Ég hef reyndar aldrei skilið
hvernig blómin í stigahúsinu í
Tjarnarlundi 10 lifðu alla þessa
vökvun af.
Áslaug var alltaf útsjónarsöm
kona og ekki síst sem húsmóðir.
Fræg er sagan af henni þegar hún
var með kostgangara í mat og
labbaði glaðleg að borðinu og
bauð þeim endilega að fá sér
meira. Til allrar hamingju höfðu
allir fengið nóg í fyrstu umferð því
í pottinum var bara ein bolla og tel
ég víst að okkar konu hafi verið
létt. Þetta atvik lýsir Áslaugu vel,
hugrökk og sjálfstæð, útsjónar-
söm og nýtin. Ekki er hægt að
minnast Áslaugar án þess að
nefna handavinnuna hennar. Því-
líkt handverk og þvílík gæði. Ég
veit ekki annað en að allir í fjöl-
skyldunni eigi eftir hana verk.
Bútasaumsteppi, púða, prjónaðar
dúkkur, snyrtipunga, dúka, saum-
aðar eða prjónaðar fígúrur og svo
mætti lengi telja. Það sem að
mínu mati einkennir allt hand-
verk Áslaugar er vandvirknin og
nýtnin. Hver spotti og pjatla
skyldu notuð og þeim var fundinn
staður.
Áslaug hefði ekki viljað að
hennar áföll í lífinu yrðu rakin hér
né annars staðar og þess vegna
ætla ég að láta það ógert en leyfi
mér að segja að ríflegur var sá
skammtur sem henni var úthlut-
aður.
Ég kýs að minnast Áslaugar
eins og hún var, hress og glöð og
lét ekki smámuni slá sig út af lag-
inu. Ég kýs líka að trúa því að nú
sé Áslaug á betri stað eftir erfiðar
síðustu vikurnar í sínu lífi. Það
mætti segja mér að í blómabrekk-
unni væri líf og fjör þar sem Ás-
laug lætur ekki sitt eftir liggja til
að hafa gaman.
Theódóra Kristjánsdóttir.
Það ættu allir að kynnast konu
eins og Áslaugu Kristjánsdóttur.
Við vorum svo heppnir að hún var
amma okkar, Ása amma. Óvenju-
leg amma á margan hátt og gekk
undir mörgum nöfnum. Amma
randafluga er líklega það sem lýs-
ir henni best. Falleg, skrautleg,
alltaf á iði og gat sannarlega
stungið. Minningabanki okkar
bræðranna er stútfullur þegar
hugsanir hvarfla að Ásu ömmu og
þannig er það líklega um flesta
sem urðu á vegi hennar. Eftir-
minnileg kona í alla staði og
hversdagurinn fékk á sig annan
brag þegar hún leit inn. Hún hafði
lag á að setja hlutina í áhugavert
samhengi og í orðum hennar og
gjörðum leyndist oft sannleiks-
korn sem maður áttaði sig á löngu
síðar. Fyrir mörgum árum bjugg-
um við á Ólafsfirði og þetta var
fyrir tíma ganganna. Múlinn var
ekkert lamb að leika sér við og títt
vorum við með öndina í hálsinum
þegar einhver vogaði sér í heim-
sókn. Hugsunin var alltaf þarna,
myndi amma lifa Múlann? Auðvit-
að gerði hún það eins og annað.
Steig brosandi út úr bílnum og
sýndi okkur handarbökin á sér.
Sagði svo: „Sólin skein svo fallega
á Múlann, sjáiði freknurnar sem
ég fékk á leiðinni.“
Þessi lífssýn er stærsta gjöf
ömmu til okkar strákanna. Að lifa.
Að þora að lifa. Amma fékk væn-
an skammt af mótlæti á lífsleið-
inni, en alltaf lifði hún. Það bjó í
henni einhver ótrúlega sterk lífs-
þrjóska sem hún miðlaði til okkar
með því að vera hún sjálf. Það er
mikill munur á að virða manneskj-
ur og stjórnast af manneskjum.
Amma virti þá sem virtu hana, en
stjórnaðist ekki af neinu eða nein-
um. Þegar við hugsum um lífs-
hlaup ömmu, og þær samfélags-
breytingar sem hafa átt sér stað,
eins og t.d. aukið jafnrétti, fjöl-
breytileiki, virðing fyrir ólíkum
menningarheimum og náttúru,
fylgdist amma vel með. Hún var
opin fyrir nýungum, forvitin, fróð,
réttsýn og fyndin. Henni var annt
um fjölskyldubönd og það var
henni mikilvægt að við þekktum
okkar frændgarð. Slíkar samræð-
ur urðu reyndar stundum einræð-
ur, og þegar hún sá að við fjöru-
ðum andlega út, þá stakk hún.
Ekki djúpt, en nóg til að við vökn-
uðum úr dvalanum.
Elsku amma okkar. Heimurinn
er fátækari án þín. Viðvera þín
markaði okkur djúpt og þú lifir
áfram í okkur og öllum sem þú
hittir á þinni löngu og hlykkjóttu
lífsleið. Hvíldu í friði, amma
randafluga.
Jörundur, Bjarki, Björn, Kári
og Óli Dagur Valtýssynir.
Elsku amma. Nú þegar leiðir
skilur í hinsta sinn verður okkur
hugsað til allra góðu stundanna
með þér. Þú varst ávallt til staðar
og alltaf til í að rétta okkur hjálp-
arhönd.
Þú varst dugleg að taka okkur
með í alls konar ævintýraferðir á
litla rauða bílnum þínum. Ferðir í
sveitina þar sem barist var við ljó-
nakisur og æðandi vindinn. Vetr-
arferðir inn í Vaglaskóg þar sem
bíllinn festist í skafli. Prílað upp
um holt og hæðir og þrammað yfir
gamlar brýr. Oftast skilað með
þeim orðum að þetta væri okkar á
milli, mamma og pabbi þyrftu
ekkert að vita. Okkar leyndarmál.
Við dvöldum öll hjá þér í lengri
eða skemmri tíma á menntaskóla-
árunum. Þar lærðum við að
standa á eigin fótum og sjá um
okkur sjálf. Þú sagðir hlutina ná-
kvæmlega eins og þeir voru og
varst ekkert að vefja okkur inn í
bómull. Engu að síður studdir þú
okkur ávallt í öllu því sem við tók-
um okkur fyrir hendur. Minning-
ar frá þessum árum eru margar
en upp úr standa samverustund-
irnar með þér. Sögur af afa. Sögur
úr sveitinni. Leikhúsferðir og
heimsóknir á söfn. Yfirlestur fyrir
próf. Að aðstoða þig fyrir fundi.
Að passa upp á hárið.
Við kveðjum þig með söknuð í
hjarta en vitum að þú ert komin í
faðm góðra vina á ný. Komin
heim.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
(Páll Jónsson)
María, Björgvin Haukur
og Narfi Freyr.
Kæra Ása amma. Það er margt
sem kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til baka á þessum tímamót-
um. Allar heimsóknirnar til þín í
Tjarnarlundinn, Álfabyggðina og
Skálateiginn. Þegar við vorum lít-
il voru til sérstök sullföt svo við
myndum ekki rennbleyta fötin
okkar meðan mamma skrapp í
búð eða eitthvað annað. Við spil-
uðum gömlu plöturnar og lékum
okkur með allt dótið. Þegar ég
varð eldri kenndir þú mér svo
margt í handavinnu. Við gerðum
fyrsta bútasaumsteppið mitt í
fullri stærð saman, það tók sinn
tíma í sumar- og jólafríum en
tókst. Þú hlóst að vettlingunum
sem ég prjónaði í 10. bekk því ég
prjóna svo fast að þeir urðu bæði
vind- og vatnsheldir. Þegar þú
hjálpaðir mér að prjóna þurftirðu
alltaf að nota töluvert minni
prjóna en ég svo að þetta kæmi
allt eins út. En einhverra hluta
vegna er það Parísarferðin okkar
tveggja 2008 sem stendur upp úr.
Við systkinin höfðum gefið þér
flugmiða á áttræðisafmælinu
þínu. Ódýra miða sem var bara
hægt að bóka á sérstökum dögum
og þess vegna varð ferðin 11 dag-
ar. Ég hafði pínu samviskubit
fyrsta kvöldið þegar ég var búin
að drösla þér frá flugvellinum nið-
ur í Latínuhverfið í metrónum. Í
París á þessum tíma voru ekki
rúllustigar eða lyftur á metró-
stöðvunum en þú fórst þetta eins
og ekkert væri. Við vorum fljótar
að koma okkur upp rútínu; gerð-
um eitthvað skemmtilegt alla
daga, síðdegis blundur hjá þér
meðan ég horfði á EM í sjónvarp-
inu á kaffihúsinu á móti. Seinni-
partinn fórum við svo aftur á stjá
og skemmtum okkur fram yfir
kvöldmat. Það hefði ekki öllum
dottið í hug að fara í ferð til Par-
ísar með áttræðri ömmu sinni en í
mínum huga var fátt eðlilegra.
Við skruppum til Brussel og
heimsóttum Jörund, fórum til
Versala (líka í litla þorpið hennar
Marie Antoinette!), heimsóttum
au-pair-fjölskylduna mína, fórum
í siglingu á Signu, hannyrðabúðir,
listasöfn og svo margt fleira. Eitt
það eftirminnilegasta var þegar
þú vildir komast í lagningu og við
gengum fram hjá hárgreiðslu-
stofu og pöntuðum tíma daginn
eftir. Við mættum með rúllurnar
þínar og hárgreiðslumaðurinn
skildi auðvitað til hvers var ætlað.
Þið sögðuð mér bara að fara og
þegar ég kom einhverju seinna
varst þú svo fín og hann búinn að
finna Hríseyjarvita á Google
Earth sem var alveg nýtt þá.
Hvernig þið fóruð að því veit ég
ekki, en þetta var svo dæmigerð
Ása amma.
Hvíldu í friði kæra amma og
skemmtu þér vel uppi á himnum.
Dröfn Teitsdóttir.
Ása frænka er farin í ferð, það
væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að þetta verður
hennar síðasta ferðalag. Hún
hafði reyndar áður lagt af stað í
þessa ferð. Á síðasta ári lá hún
fárveik af lungnabólgu og þá
fannst henni hún vera komin að
árbakka, á hinum bakkanum sá
hún fólkið sitt sem á undan er far-
ið. Enga ferju var að sjá sem gæti
flutt hana yfir ána svo ekki var um
annað að ræða en að snúa við og
fólkið hinum megin veifaði í
kveðjuskyni. Hennar fyrsta ferða-
lag var þegar hún var kornabarn,
en þá flutti amma hennar Anna
Pálína hana með sér frá Akureyri
þar sem hún var fædd, austur í
Kaldakinn enda erfitt fyrir Guð-
rúnu móður hennar að hafa barnið
hjá sér þar sem einstæð móðir
hefur líklega þurft að vinna fyrir
sér. Fósturforeldrar Ásu verða
síðan hjónin Kristín móðursystir
hennar og Jakob sem þá áttu
stálpaða dóttur, Dagrúnu móður
okkar, og alla tíð leit Ása á þau
hjón sem sína foreldra og á Dag-
rúnu sem systur sína. Árið 1933
lést móðir Ásu úr berklum, þá var
Dagrún gift Alfreð Ásmundssyni
og höfðu þau reist sér býlið Hlíð í
Kaldakinn og þangað flytja Jakob
og Kristín með fósturdótturina og
þar elst hún upp á mannmörgu
heimili þar sem saman bjuggu
þrjár kynslóðir auk frændliðs úr
öllum áttum. Uppvaxtarárin voru
henni afar kær og þar átti hún að
eigin sögn yndisleg ár í hlíðinni
undir litla fjallinu þar sem hún
þekkti og kunni nöfn á hverjum
mel og hverri lág og laut, elskaði
fossana fallegu í Gljúfuránni sem
allir höfðu sitt nafn.
Lífshlaup Ásu verður ekki rak-
ið hér, en hún var okkur öllum
Hlíðarsystrum bæði systir og
frænka en fyrst og fremst stór-
brotin kona með mikla lífsreynslu,
fyrirmynd, fróðleiksbrunnur og
vinkona, sem lét ekki bugast þó
stundum gæfi á bátinn. Minning-
arnar eru margar á okkar löngu
samfylgd, aldrei skorti umræðu-
efnið og var þá oft farið út um víð-
an völl og margir áratugir undir,
enda aldrei komið að tómum kof-
unum hjá Ásu frænku, hún var
hafsjór af fróðleik um alla hluti og
hafði stálminni alveg fram að síð-
ustu stundu. Það var gaman að
heyra frásagnir hennar frá gömlu
tímunum, frá æskuárunum í Hlíð,
frá fólkinu okkar á bæjunum,
grasaferðum, berjaferðum, jurta-
tínslu, heyskap, ullarþvotti og
tóvinnu, einnig af ferðalögum inn-
anlands sem utan og frá-
sagnarlistin svo mikil að það var
eins og maður hefði verið á staðn-
um.
Ása var mikil hannyrðakona,
listræn, ljóðelsk og unni fallegri
tónlist. Við systur höfum ótal
margt að þakka fyrir eftir langa
samfylgd. Við þökkum fyrir allar
heimsóknirnar til okkar, þökkum
fyrir laufabrauðsdagana, gaml-
árskvöldin, tónleikaferðirnar,
hárgreiðslustundirnar og búðar-
ferðirnar að kaupa falleg föt, einn-
ig fyrir allar yndislegu stundirnar
á hennar fallegu heimilum í Hrís-
ey og á Akureyri.
Nú er komið að kveðjustund-
inni, í þetta sinn var ferjumaður-
inn tiltækur og frú Áslaug sigldi
yfir ána, þakklát og glöð í grænum
kjól með hatt.
Elsku Ása frænka, Hlíðarsyst-
ur og þeirra fólk þakka fyrir allt,
minning þín mun alltaf lifa með
okkur.
Guð geymi þig.
Guðrún, Ásta og
Kristín Alfreðsdætur.
Áslaug
Kristjánsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar, afa og langafa,
JÓHANNS AXELSSONAR.
Axel Jóhannsson
Viggó Karl Jóhannsson
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur