Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
40 ÁRA Sigríður er Reykvíkingur en býr á
Breiðdalsvík. Hún er með MA-gráðu í félags-
ráðgjöf frá Háskóla Íslands og starfar sem fé-
lagsráðgjafi á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar á
Reyðarfirði. Áhugamál hennar eru skíði, ferða-
lög og útivist.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Sigríðar er Árni
Björn Guðmundarson, f. 1977, á og rekur með
fjölskyldu sinni verktakafyrirtækið Dal-Björg
ehf. Börn þeirra eru Unnar Karl, f. 2004, og
Heiðbjörg Helga, f. 2012. Foreldrar Sigríðar
eru Páll Ægir Pétursson, f. 1959, fyrrverandi
skipstjóri, vinnur nú hjá Félagi skipstjórnar-
manna, búsettur í Reykjavík, og Helga Bára
Karlsdóttir, 1960, stöðvarstjóri á Orkunni
Fitjum, búsett í Reykjanesbæ.
Sigríður Stephensen Pálsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Einhver eða eitthvað veldur þér
vonbrigðum í dag. Náðu valdi á lífi þínu í
dag með því að hugleiða næstu skref.
Þú stendur á krossgötum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Vinur þinn getur haft mikil áhrif á
þig í dag með því að fá þig til að skoða
hlutina í nýju ljósi. Þú ferð á kostum í
vinahópnum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er eitthvað sem ekki geng-
ur upp hjá þér. Eitthvað í undirmeðvit-
und þinni setur þig í varnarstöðu. Ekki
kaupa neitt sem er gallað.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú sérð fram á minni vinnu og
betri og meiri tíma til að stunda áhuga-
málin. Ekki leita langt yfir skammt.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Allt hefur sinn tíma. Þú réttir úr
kútnum fljótlega og allt fer upp á við hjá
þér. Ekki segja neitt sem þú gætir séð
eftir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Nú getur þú ekki lengur skotið
því á frest að taka ákvörðun í viðkvæmu
máli. Það er að koma mynd á fram-
kvæmdirnar hjá þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Settu mál þitt fram af skynsemi og
sanngirni og þá munu aðrir veita því at-
hygli og taka afstöðu. Hlauptu undir
bagga með vini.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert að glíma við vanda-
mál sem veldur þér miklum heilabrotum.
Ekki dæma aðra.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur of miklar áhyggjur
af hlutunum. Gakktu ekki fram af þér,
það er allt í lagi að verkefni taki nokkra
daga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Leitaðu leiða til að breyta því
sem þú ert ekki ánægð/ur með í þínu
lífi. Safnaðu upplýsingum um hlutina og
taktu svo ákvarðanir á grundvelli stað-
reynda.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ættir að nota daginn til að
velta langtímamarkmiðum þínum fyrir
þér. Forðastu umfram allt árekstra við
samstarfsmenn þína.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það gerist ekkert, ef þú ert nei-
kvæðnin uppmáluð. Stilltu væntingum
þínum í hóf, þú getur ekki fengið allt.
kom heim frá Bandaríkjunum og var
á Orkustofnun í um 12 ár. Enda hafði
Þorkell alveg rétt fyrir sér.“
Á Orkustofnun sinnti Ágústa orku-
skiptum og eldsneytismálum. Hún
vann við stefnumótun í vistvænu
eldsneyti og orkuskiptum, safnaði
tölfræði um eldsneytisnotkun og
hafði umsjón með gerð eldsneyt-
isspáa. Jafnframt sá hún um eftirlit
með endurnýjanlegu eldsneyti þegar
það komst á, þ.e. að tryggja að end-
urnýjanlegt eldsneyti uppfylli þær
sjálfbærnikröfur sem til þess eru
gerðar.
Síðla árs 2017 flutti Ágústa sig yfir
til Eflu. Þar sinnir hún orkumála-
atvinnuumsóknina þar til þess að æfa
mig í að sækja um vinnu. Gera flott
CV, æfa mig í viðtölum og allt það.
Nema hvað, ég gleymdi því að at-
vinnuumsókn er samtal, þar sem það
er ekki bara umsækjandinn sem er
að reyna að sannfæra væntanlegan
atvinnuveitanda um það hversu góð-
ur umsækjandinn er, heldur er það
líka atvinnuveitandinn sem reynir að
sannfæra umsækjandann um hvað
starfið sé frábært. Þáverandi orku-
málastjóri, Þorkell Helgason, sann-
færði mig algjörlega um það að Orku-
stofnun væri frábær vinnustaður og
að starfið væri gríðarlega áhugavert!
Svo ég fór að vinna þar strax og ég
Á
gústa Steinunn Lofts-
dóttir fæddist 11. febr-
úar 1972. „Á fæðingar-
vottorðinu mínu stendur
að ég hafi fæðst í Hafn-
arfirði, en það er rangt. Í rauninni
fæddist ég á bílastæðinu fyrir utan
Landspítalann. Þannig var, að þegar
ég tilkynnti yfirvofandi komu mína í
heiminn fengu mamma og pabbi
sjúkrabíl til að keyra okkur öll upp á
spítala. Þegar bíllinn var kominn af
stað fengu sjúkraflutningamennirnir
boð um það að allt væri fullt á Land-
spítalanum og flytja ætti mömmu upp
á fæðingardeild í Hafnarfirði sem þá
var. Bíllinn var samt ekki kominn
mjög langt þegar mamma kallaði að
barnið væri að koma. Þá var aftur
snúið við og brunað niður á Landspít-
ala, þar sem ljósmóðir mætti okkur
fyrir utan. Þá var kollurinn á mér
kominn út og ljósmóðirin kippti rest-
inni af mér í heiminn. Í framhaldinu
var svo okkur öllum ekið á fæðing-
ardeildina í Hafnarfirði, sem var svo
staðurinn sem færður var til bókar
sem fæðingarstaður. Og í sjálfu sér er
ekkert að Hafnarfirði sem fæðing-
arstað. En rétt skal vera rétt!
Móðurforeldrar mínir bjuggu á
Torfastöðum í Fljótshlíð, og þegar
talað er um æskuslóðir þá er það
staðurinn sem kemur upp í hugann.
Ég bjó þar um tíma með móður
minni, en dvaldi þar oft þess utan á
sumrin og um helgar þegar staðurinn
var í eigu mömmu og systkina henn-
ar. Við vorum með hesta, og sumrin
voru frábær. Um leið og ég var farin
að geta beislað hestinn minn, hann
Lurk, sjálf, líklega um sjö ára ald-
urinn, gat ég farið á hestbak hvenær
sem ég vildi. Ég laumaðist út úr húsi
eldsnemma þegar allt fullorðna fólkið
var enn sofandi og fór í ævintýraleið-
angra með Lurki niður á Aura eða
upp í Haga.“
Ágústa var í grunnskólanum á
Hvolsvelli, fór þaðan í Verzlunarskóla
Íslands og svo í Háskóla Íslands þar
sem hún lauk B.Sc.-gráðu í eðlisfræði.
Hún fór svo í framhaldsnám í Kali-
forníuháskóla í Davis, UC Davis, og
lauk meistaragráðu í eðlisfræði þar.
„Ég sótti um starf hjá Orkustofnun
fyrir rælni – ætlaði eiginlega að nota
ráðgjöf og vinnur í grunninn mjög
svipuð verkefni og hún vann á Orku-
stofnun, að frátalinni gagnasöfn-
uninni og eftirlitinu. Hún hefur t.d.
komið að gerð eldsneytisspáa, sem og
ýmissa verkefna sem lúta að grein-
ingu á orkuskiptum, út frá ýmsum
sjónarhólum. „Það er ótrúlega fjöl-
breytt og skemmtilegt, enda vita allir
sem eitthvað fylgjast með að orku-
skipti og loftslagsmál eru mál mál-
anna. Þannig var staðan ekki árið
2005 þegar ég fór fyrst að potast í
þessu. Það hefur verið ótrúlega gam-
an og mikil forréttindi að fá að taka
þátt og fylgjast með í framlínunni öllu
því sem hefur verið að gerast í þess-
um málum, og byltingunni sem hefur
orðið á tíðarandanum.“
Ágústa hefur af og til kennt með-
fram annarri vinnu, ýmist eðlisfræði
og/eða um endurnýjanlegt eldsneyti,
en núna síðustu ár er hún alveg hætt
því. „Ég kenndi mest þegar ég bjó á
Akureyri, og þá við HA og skóla sem
hét School of Renewable Energy.“
Ágústa er formaður Eðlisfræðifélags
Íslands og er félagi í Konur í orku-
málum. „Það er frábær félagsskapur.
Við erum duglegar að vera með alls
konar viðburði sem tengjast orku-
málum og veita okkur konunum tæki-
færi á því að eyða tíma saman,
skemmta okkur og fræðast.“ Ágústa
hefur skrifað greinar í blöð um end-
urnýjanlegt eldsneyti eða orkuskipti.
Ágústa Steinunn Loftsdóttir eðlisfræðingur – 50 ára
Konur í orkumálum „Þarna fórum við í göngutúr upp á Þorbjörn, sem er fjall ekki langt frá Svartsengi, og
skoðuðum svo virkjunina og fengum góðgjörðir þegar við komum niður.“
Orkuskipti mál málanna
Í réttum Hjónakornin Ágústa og
Björn í Undirfellsrétt árið 2017.
Brjóstagjöf Ágústa með yngri
syninum, Víkingi Mána.
40 ÁRA Harpa Dögg er uppalin í Kópavogi en
býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í mynd-
list frá Listaháskólanum og MA-gráðu í myndlist
frá Konstfack í Stokkhólmi. Hún er myndlistar-
maður og hefur haldið sýningar bæði hérlendis
og erlendis. Hún hannar umbúðirnar fyrir bjór-
fyrirtækið Malbygg. Harpa kennir einnig mynd-
list við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Harpa æf-
ir íshokkí með meistaraflokki kvenna hjá Fjölni.
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Hörpu er
Finnur Ragnarsson, f. 1981, hljóðmaður. Dætur
þeirra eru tvíburarnir Hekla og Lóa, f. 2010.
Foreldrar Hörpu eru Kjartan Ágústsson, f. 1957,
og Þóra Sigríður Ingimundardóttir, f. 1959. Þau
eiga og reka innflutningsverslunina Járn og gler
hf. Þau eru búsett í Kópavogi.
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Til hamingju með daginn