Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Reykjavíkurmót kvenna Fjölnir – Þróttur R................................... 1:6 _ Þróttur R. 16, Valur 12, Víkingur R. 10, Fjölnir 9, KR 6, Fylkir 0, Fram 0. _ Þróttur er Reykjavíkurmeistari. England Liverpool – Leicester............................... 2:0 Wolves – Arsenal...................................... 0:1 Staðan: Manch. City 24 19 3 2 57:14 60 Liverpool 23 15 6 2 60:19 51 Chelsea 24 13 8 3 48:18 47 West Ham 24 12 4 8 42:31 40 Arsenal 22 12 3 7 34:25 39 Manch. Utd 23 11 6 6 37:31 39 Tottenham 21 11 3 7 28:27 36 Wolves 22 10 4 8 19:17 34 Brighton 22 6 12 4 23:23 30 Southampton 23 6 10 7 29:36 28 Aston Villa 22 8 3 11 31:35 27 Leicester 21 7 5 9 34:39 26 Crystal Palace 23 5 10 8 32:35 25 Brentford 24 6 5 13 26:40 23 Leeds 22 5 8 9 27:43 23 Everton 21 5 4 12 25:38 19 Newcastle 22 3 9 10 24:44 18 Norwich City 23 4 5 14 14:46 17 Watford 22 4 3 15 23:41 15 Burnley 20 1 11 8 17:28 14 Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Atalanta – Fiorentina............................... 2:3 Juventus – Sassuolo ................................. 2:1 Tyrkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Alanyaspor – Adana Demirspor ... (1:1) 5:3 - Birkir Bjarnason var varamaður hjá Ad- ana sem tapaði 4:2 í vítaspyrnukeppni. Katar Al-Arabi – Al Ahli .................................... 2:3 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Skotland Glasgow City – Celtic.............................. 2:0 - María Ólafsdóttir Gros kom inn á sem varamaður hjá Celtic á 65 mínútu. 4.$--3795.$ Grill 66-deild kvenna Fjölnir/Fylkir – FH ............................. 23:29 Staðan: FH 15 11 2 2 399:320 24 Selfoss 13 11 1 1 384:314 23 ÍR 13 10 1 2 347:277 21 Grótta 13 7 1 5 330:303 15 Víkingur 14 7 0 7 338:362 14 Fram U 13 5 0 8 354:375 10 Valur U 12 4 1 7 309:349 9 HK U 11 4 1 6 283:287 9 Stjarnan U 13 4 0 9 339:405 8 ÍBV U 11 3 1 7 259:263 7 Fjölnir/Fylkir 14 1 0 13 300:387 2 Þýskaland Füchse Berlín – RN Löwen ................ 23:20 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. Wetzlar – Flensburg ........................... 29:29 - Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg. Lemgo – N-Lübbecke.......................... 27:22 - Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo. Stuttgart – Kiel.................................... 29:42 - Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson eitt. _ Efstu lið: Magdeburg 34, Kiel 30, Flens- burg 29, Füchse Berlín 27, Wetzlar 24, Göppingen 21, Melsungen 20. Svíþjóð Lugi – Guif............................................ 28:29 - Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði 8 skot í marki liðsins. %$.62)0-# Subway-deild karla Tindastóll – Njarðvík ........................... 84:96 Þór Ak. – ÍR ........................................ 71:108 KR – Vestri ......................................... 106:79 Valur – Stjarnan ................................... 74:78 Staðan: Njarðvík 15 11 4 1405:1237 22 Þór Þ. 15 11 4 1434:1317 22 Keflavík 14 10 4 1221:1155 20 Valur 15 9 6 1215:1177 18 Stjarnan 16 9 7 1433:1385 18 Grindavík 14 8 6 1177:1157 16 Tindastóll 15 7 8 1301:1359 14 ÍR 16 7 9 1440:1421 14 KR 14 7 7 1261:1296 14 Breiðablik 14 6 8 1501:1449 12 Vestri 15 3 12 1175:1328 6 Þór Ak. 15 1 14 1128:1410 2 NBA-deildin Cleveland – San Antonio.................... 105:92 Charlotte – Chicago ......................... 109:121 Oklahoma City – Toronto .................. 98:117 Utah – Golden State........................... 111:85 Portland – LA Lakers...................... 107:105 Sacramento – Minnesota ................. 132:119 4"5'*2)0-# KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Stjarnan gerði góða ferð á Hlíð- arenda þegar liðið heimsótti Val í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllina á Hlíðarenda í 16. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Stjörnunnar, 78:74, en Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Garðbæinga í leiknum með 19 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Þetta var annar sigur Garðbæinga í röð en liðið jafnaði Val að stigum með sigrinum og er komið í fimmta sæti deildarinnar í 18 stig á meðan Valsmenn eru með 18 stig í fjórða sætinu. Það stefnir því í harða bar- áttu milli liðanna um heimavall- arréttinn í úrslitakeppninni en Grindavík fylgir fast á hæla þeirra með 16 stig í sjötta sætinu. Grinda- vík á hins vegar leik til góða á Vals- menn og tvo leiki til góða á Stjörn- una. Robert Turner skoraði 18 stig fyr- ir Stjörnuna og gaf fimm stoðsend- ingar en Kári Jónsson átti stórleik fyrir Val, skoraði 29 stig og tók þrjú fráköst, en það dugði ekki til. _ Dedrick Basile átti frábæran leik fyrir Njarðvík þegar liðið heim- sótti Tindastól í Síkið á Sauðárkróki. Leiknum lauk með 96:84-sigri Njarðvíkur en Basile skoraði 20 stig í leiknum ásamt því að gefa 10 stoð- sendingar. Njarðvíkingar tylltu sér á topp deildarinnar með sigrinum þar sem þeir eru með 22 stig en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Á sama tíma var Tindastóll að tapa sín- um fjórða leik í röð og eiga Stólarnir það á hættu að missa af sæti í úr- slitakeppninni en liðið er með 14 stig í sjöunda sætinu. Fotios Lampropoulos skoraði 17 stig og tók níu fráköst en Javon Bess var stigahæstur í liði Tindastóls með 25 stig og sex fráköst. _ Carl Lindbom var stigahæstur KR þegar liðið vann öruggan sigur gegn Vestra á Meistaravöllum í Vesturbæ. Leiknum lauk með 106:79-sigri KR en Lindbom skoraði 29 stig, ásamt því að taka níu fráköst og gefa sex stoðsendingar. Með sigrinum fjarlægðust KR- ingar botnsvæðið verulega og blönd- uðu sér aftur í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni en liðið er með 14 stig í níunda sætinu. Á sama tíma eru Vestramenn í slæmum málum með 6 stig í ellefta og næst neðsta sætinu, 8 stigum frá öruggu sæti þar sem Blikar eru með betri innbyrð- isviðureign á Vestra. Dani Koljanin skoraði 21 stig fyrir KR, ásamt því að taka níu fráköst, en Nemanja Knezevic var stigahæstur Vestra með 20 stig og tólf fráköst. _ Sigvaldi Eggertsson fór mikinn fyrir ÍR þegar liðið vann stórsigur gegn Þór frá Akureyri í Höllinni á Akureyri. Sigvaldi skoraði 21 stig og tók tólf fráköst en leiknum lauk með 108:71- sigri ÍR. ÍR-ingar hafa verið á miklu skriði síðan Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember þegar liðið sat í tíunda sætinu með 2 stig. ÍR-ingar hafa unnið sex leiki undir stjórn Friðriks og eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni í áttunda sætinu. Á sama tíma þurfa Þórsarar á kraftaverki að halda til þess að halda sæti sínu í deildinni en liðið er með 2 stig í neðsta sætinu. Jprdan Semple skoraði 20 stig og tók níu fráköst fyrir ÍR en Reginald Keely var stigahæstur Þórsara með 13 stig og fimm fráköst. Stjarnan kom til baka gegn Val á Hlíðarenda - Njarðvíkingar tylltu sér á toppinn með öruggum sigri á Sauðárkróki Morgunblaðið/Unnur Karen Sókn Garðbæingurinn Shawn Hopkins sækir að Valsmanninum Callum Lawson í leik Vals og Stjörnunnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason hefur dvalið í einangrun á kórónuveirusjúkrahúsi í Peking frá því á laugardaginn eftir að hann greindist smitaður á Vetrarólymp- íuleikunum í Kína. „Ég er innilok- aður í einhverjum gámi sem er sirka átta fermetrar,“ sagði Sturla í samtali við Morgunblaðið í gær en hann keppir í stórsvigi 13. febrúar og svigi 16. febrúar á leikunum í ár. Sturla vonast til þess að losna úr einangrun í dag en ítarlegt viðtal við hann má lesa á mbl.is/sport/ adrar. Ósáttur í einangrun Ljósmynd/ÍSÍ Peking Sturla Snær var annar fána- beri Íslands á setningarathöfninni. Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hóf keppn- istímabilið í Áskorendamótaröðinni í gær með því að leika fyrsta hring- inn á móti í George í Suður-Afríku á einu höggi undir pari. Hann var á tímabili ofarlega á listanum eftir að hafa fengið fjóra fugla í röð á seinni hringnum og var þá á þremur höggum undir pari en tapaði síðan tveimur til baka með því að fá skolla á sextándu og átjándu holu. Haraldur er í 75.-100. sæti af 162 keppendum á mótinu eftir fyrsta keppnisdag. Góð byrjun í Suður-Afríku Ljósmynd/seth@golf.is Sveifla Haraldur Franklín er í 75.- 100. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þótt Hólmfríður Dóra Friðgeirs- dóttir sé með sjötta besta árangur íslenskrar konu í sætum talið í svigi á Vetrarólympíuleikum, eins og fjallað var um í blaðinu í gær, horf- ir málið öðruvísi við þegar skoðað er hversu langt hún var á eftir sig- urvegaranum í greininni. Hólmfríður Dóra var aðeins 8,89 sekúndum samanlagt í tveimur um- ferðum á eftir ólympíumeistar- anum Petru Vlhová frá Slóvakíu þótt hún hafi endað í 38. sæti í svig- inu. Hún er þar með fyrsta íslenska konan sem er innan við tíu sek- úndum á eftir sigurvegara í svigi á Ólympíuleikum. Föðursystir henn- ar, Ásta Halldórsdóttir, átti metið en hún var 10,06 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Petru Kronberg- er frá Austurríki, þegar hún hafn- aði í 27. sæti í greininni á leikunum í Albertville árið 1992. Steinunn Sæmundsdóttir hefur hinsvegar náð lengst hvað sæti varðar en hún varð í 16. sæti í Inns- bruck árið 1976, þá aðeins fimmtán ára gömul. Nafn hennar misritaðist í umfjöllun um svigið í blaðinu í gær. Björgvin bestur karlanna Tveir íslenskir karlar hafa verið innan við tíu sekúndum á eftir sig- urvegara í svigkeppni Ólympíu- leikanna. Björgvin Björgvinsson var 8,09 sekúndum á eftir sigurveg- aranum Benjamin Raich frá Aust- urríki þegar hann hafnaði í 22. sæti á leikunum í Tórinó árið 2006 og Kristinn Björnsson var 8,75 sek- úndum á eftir Jean-Pierre Vidal frá Frakklandi þegar hann hafnaði í 21. sæti á leikunum í Salt Lake City árið 2002. _ Enginn Íslendingur keppti á leikunum í Peking í gær en í nótt keppti Hólmfríður Dóra í risasvigi, sinni þriðju og síðustu grein. _ Þá keppir Snorri Einarsson í 15 km skíðagöngu í dag. Hann er ellefti í rásröðinni og lagði (leggur) af stað klukkan 07.05 í morgun. Sagt er frá árangri Hólmfríðar og Snorra á íþróttavefnum mbl.is/ sport. AFP Peking Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í 38. sæti í sviginu en var aðeins rúmum átta sekúndum samanlagt á eftir sigurvegaranum. Sló föðursystur sinni við í svigkeppninni - Hólmfríður styst allra á eftir sigurvegara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.