Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 35

Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Vetrarólympíuleikar eru alla jafna ekki vettvangur þar sem gerðar eru miklar væntingar til íslenskra keppenda. Helst er vonast til þess að þeir skili sér yfir marklínuna og fái sinn ár- angur skráðan á spjöld sög- unnar. Nái þeir að komast fram fyrir miðjan hóp í sinni grein þyk- ir það afar vel gert. Með einni undantekningu. Eftir að Kristinn Björnsson varð tvisvar í öðru sæti á heimsbik- armótum í svigi veturinn 1997- 98 ríkti mikil spenna hér á landi fyrir Vetrarólympíuleikana í Nag- ano í Japan í febrúar 1998. Miklar vonir voru bundnar við að Kristinn yrði fyrstur Ís- lendinga á verðlaunapall því hann hafði sýnt að hann væri til alls vís í keppni gegn þeim bestu í íþróttinni. Kristinn náði hins vegar ekki að ljúka fyrri ferð í sviginu og þar með voru vonirnar um íslenskan verðlaunahafa úr sögunni. Eng- inn Íslendingur hefur frá þeim tíma náð að skipa sér í hóp tutt- ugu bestu í sinni grein á leik- unum. Sjálfur varð Kristinn í 21. sæti í svigi á leikunum í Salt Lake City fjórum árum síðar og tókst aldrei að fylgja eftir æv- intýravetrinum úr heimsbik- arnum sem áður er getið. Kristinn bjó og æfði í Noregi mestallan sinn feril. Þar var hann kallaður „norski Íslendingurinn“ þegar best gekk og norskir fjöl- miðlar voru spenntir fyrir gengi hans í Nagano. Íslenskt afreksfólk á skíðum, sérstaklega í alpagreinum, þarf að búa erlendis og stunda sína íþrótt þar allan veturinn til að eiga möguleika á að standa jafn- fætis erlendum keppinautum. Aðstaða og veðurfar á Íslandi hentar einfaldlega ekki, stuðn- ingur við afreksfólk er lítill og ís- lenskt skíðafólk gefst upp á harkinu á meðan það er á besta aldri og fer að sinna öðru. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þróttur úr Reykjavík varð Reykja- víkurmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins í gær. Þróttarar unnu öruggan 6:1- sigur gegn Fjölni í lokaleik sínum í mótinu í Egilshöll í Grafarvogi. Þróttarar ljúka keppni með 16 stig en liðið vann fimm af sex leikjum sínum í mótinu og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 25 mörk í mótinu og fékk einungis fimm mörk á sig. Val dugar jafntefli gegn Fylki hinn 18. febrúar til að tryggja sér annað sætið en liðið er með 12 stig eftir fimm leiki. Meistarar í fyrsta sinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliði Álfhildur Rósa Kjart- ansdóttir lék fimm leiki í mótinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lands- liðskona í knattspyrnu hefur fram- lengt samning sinn við þýska meist- araliðið Bayern München og er nú samningsbundin til hálfs fjórða árs, eða til sumarsins 2025. Karólína er tvítug og kom til Bayern frá Breiðabliki í árslok 2020. Hún hef- ur leikið níu leiki með liðinu í efstu deild og sex leiki í Meistaradeild Evrópu þar sem hún hefur skorað tvö mörk. Karólína hefur unnið sér fast sæti í íslenska landsliðinu og skorað fimm mörk í fyrstu þrettán A-landsleikjum sínum. Hjá Bayern til ársins 2025 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bayern Karólína Lea Vilhjálms- dóttir varð þýskur meistari í fyrra. FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Tvö stórmót eru á dagskrá í frjáls- um íþróttum næsta sumar. Íslands- methafinn í kringlukasti, Guðni Val- ur Guðnason, segir árið 2022 vera mjög spennandi fyrir vikið. „Maður vill fara inn á stóru mót- in. HM verður í júlí og EM í ágúst. Þetta er því ógeðslega spennandi ár,“ sagði Guðni Valur þegar Morg- unblaðið spurði hann út í fyrirsjáan- lega hápunkta á árinu 2022. Guðni segir að HM verði mjög áhugavert því það verður haldið í Eugene í Oregon. Þar er mikil hefð fyrir frjálsum enda hefur lokamót NCAA oft verið haldið þar. „Þar verður svakaleg stemning og verður örugglega uppselt,“ sagði Guðni og hann er bjartsýnn á góðan árangur. „Ég er mjög spenntur fyr- ir tímabilinu. Tæknilega er ég mjög góður í kringlunni eins og er. Ég er búinn að laga nokkur atriði sem voru aðeins að þvælast fyrir mér í fyrra. Þetta lítur vel út og nú er bara að byggja upp hraðann og negla almennilega á þetta.“ Guðni Valur kastaði yfir 65 metra í fyrra en gerði hins vegar ógilt í öllum þremur tilraunum á stóra sviðinu á Ólympíuleikunum. Var hann þá að vinna í breytingum í tækninni? „Neinei, en tæknin var að stríða mér. Í staðinn fyrir að ná átaki á kringluna þá gerðist eiginlega ekki neitt og hún fór stutt. Það munar svo litlu varðandi tæknina að kasta 55 eða 65 metra. Getur verið spurn- ing um að öxlin sé þrjá sentimetra aftur eða fram. Það gekk ekki þarna og var auðvitað hundleið- inlegt.“ Mót í Portúgal í mars Guðni Valur æfir hér heima að mestu leyti en kringlukast er ekki í boði á innanhússmótum eins og íþróttaunnendur þekkja. Guðni keppir stundum í kúluvarpi yfir há- veturinn og lét sig ekki muna um að varpa kúlunni tæpa 19 metra á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Hann keppir fyrir Íslands hönd í kúluvarpi á NM innanhúss í Svíþjóð um helgina. Hann segist búast við því að kasta kringlu í Portúgal í mars. „Ég mun keppa á vetrarkastmóti í Portúgal eftir um það bil mánuð. Mögulega mun ég keppa einnig helgina eftir og ná þá auka viku við æfingar en það er óákveðið. Svo kemur smá hvíld áður en við förum á fullt í undirbúninginn fyrir stór- mótin í sumar,“ sagði Guðni en það er ekki fyrir neina meðalmenn að ná lágmörkum á stórmót eins og Ólympíuleika og heimsmeistaramót í frjálsum. Lágmörkin hafa verið þyngt verulega síðasta áratuginn. „Sama lágmark er fyrir HM og Ólympíuleikana og lágmarkið fyrir EM er aðeins fyrir neðan. Maður þarf að ná góðu kasti helst yfir 66 metrana en lágmarkið er á milli 65 og 66 metrar. Vonandi næ ég lág- marki sem fyrst og krafturinn er fyrir hendi,“ sagði Guðni Valur. Samkeppnin skiptir máli Í sumar mun Guðni þá væntan- lega þurfa að keppa á alþjóðlegum mótum til að vera í góðu keppnis- formi. „Já, við veljum einhver góð mót. Þá fær maður einnig stig á stigalist- anum í Evrópu sem getur hjálpað til við að komast inn á stórmótin. Vonandi verða áhugaverð mót hérna heima einnig þar sem ein- hverjir sterkir kastarar koma að ut- an. Með þeim kemur samkeppni og þá skapast góður andi á mótinu. Það er svolítið erfitt að vera alltaf einn og adrenalínið fer af stað þeg- ar maður fær samkeppni. Ég vona það besta,“ sagði Guðni Valur sem segir útlitið gott varðandi líkamann og meiðsli hafi ekki plagað hann að neinu ráði síðustu mánuði. „Ég var í mikilvægum æf- ingabúðum í kringum jólin á Te- nerife. Þá fékk maður tækifæri til að kasta en ég fæ ekki tækifæri til þess hérna heima. Það er of kalt til að kasta utandyra á Íslandi á vet- urna: Það er bara of mikil áhætta, sérstaklega þar sem maður hefur verið meiðslapési undanfarin ár. Við fáum ekki að kasta neins staðar inn- anhúss hérna á Íslandi. Þeir hafa neitað okkur um það í Egilshöllinni og Kórnum en það væri gaman ef þeir myndu leyfa okkur það,“ sagði Guðni Valur Guðnason enn fremur í samtali við Morgunblaðið. Gæti keppt á tveimur stórmótum á árinu - Guðni Valur þarf helst að kasta 66 metra - HM í Eugene verður áhugavert Ljósmynd/Þórir Tryggvason Stórmótaár Guðni Valur Guðnason stefnir að því að keppa á heimsmeistaramótinu í Eugene í júlí og á Evr- ópumótinu í München í ágúst en vonast eftir því að geta kastað kringlu fyrst í Portúgal í næsta mánuði. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Smárinn: Breiðablik – Grindavík........ 18.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Keflavík............ 20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir..... 19.15 Álftanes: Álftanes – Hamar................. 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Höttur................. 19.15 Flúðir: Hrunamenn – ÍA...................... 19.15 Ásvellir: Haukar – Sindri..................... 19.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Digranes: Kórdrengir – Valur U ........ 19.30 Selfoss: Selfoss U – Berserkir............. 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Varmá: Afturelding – KR ......................... 18 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Miðgarður: Stjarnan – Selfoss ................. 19 Í KVÖLD! iel sem skoraði sigurmark leiksins á 25. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Arsenal er með 39 stig í fimmta sætinu, stigi minna en West Ham, en Arsenal á tvo leiki til góða á West Ham. _ Þetta var fyrsti sigurleikur Arsenal í öllum keppnum síðan 26. desember. Diogo Jota reyndist hetja Liverpool þegar vann 2:0-sigur gegn Leicest- er í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á Anfield í Liverpool í gær. Jota kom Liverpool yfir á 34. mínútu af stuttu færi í teignum þeg- ar hann fylgdi eftir föstum skalla Virgil van Dijk eftir hornspyrnu. Portúgalinn var svo aftur á ferð- inni á 87. mínútu þegar Joel Matip stakk boltanum snyrtilega inn á hann og Jota skoraði frá vítateigs- punktinum, fram hjá Kasper Schmeichel í marki Leicester. Með sigrinum minnkaði Liver- pool forskot Manchester City í 9 stig en Liverpool er með 51 stig í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. _ Diogo Jota hefur skorað 17 mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni og hefur hann aldrei skorað jafn mikið síðan hann kom til Englands frá Atlético Madrid árið 2017 en hann lék áður með Wolves. Þá er Arsenal komið í fimmta sætið eftir nauman sigur gegn Wolves á Molineux-vellinum í Wolv- erhampton. Leiknum lauk með 1:0-sigri Ars- enal en það var miðvörðurinn Gabr- Liverpool minnkaði forskot City í 9 stig AFP Tvenna Diogo Jota var allt í öllu í sigri Liverpool gegn Leicester.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.