Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK WWW.Z.IS ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Christian Gether hættir sem safn- stjóri nútímalistasafnsins Arken í Danmörku eftir 25 ára starf, en hann var ráðinn ári eftir opnun safnsins 1996. „Ég hef ekki farið leynt með það gagnvart stjórn- inni að 25 ára starfsafmælið fæli í sér ákveðin tímamót og því væri orðið tíma- bært að láta af störfum,“ er haft eftir Gether í fréttatilkynn- ingu frá safninu. Samkvæmt frétt Politiken eiga starfslokin sér hins vegar margra mánaða aðdrag- anda. Í nóvember rituðu 20 starfs- menn safnsins stjórn þess bréf þar sem kvartað var undan heilsuspill- andi vinnuumhverfi sem einkennd- ist af ógnarstjórnun. Það leiddi til starfsloka annars yfirmanns. Í framhaldinu kom það fram að stjórn safnsins hefði árið 2009 gert framvirkan lánasamning sem ætlað var að verja safnið gegn hækkandi vöxtum, sem þess í stað lækkuðu með tilheyrandi kostnaði fyrir safn- ið. Stjórnin sá sig að lokum nauð- beygða til að losa sig út úr samn- ingnum árið 2020 þótt það þýddi tap upp á 211 milljónir íslenskra króna, eða sem nam öllu eigin fé safnsins. Það leiddi til þess að Ole Bjørstorp var neyddur til að láta af störfum sem stjórnarformaður Arken eftir 15 ára starf og hætti jafnframt sem borgarstjóri í Ishøj eftir 21 ár í starfi. Fyrir nokkrum vikum kom fram að 20 starfsmenn hefðu skrifað stjórninni bréf þar sem kvartað var undan stjórnunarstíl Gethers þar sem hann var sagður ráðríkur og markalaus. Í síðustu viku var safn- stjórinn síðan harðlega gagnrýndur fyrir að hygla fjölskyldu sinni fjár- hagslega þegar hann lét safnið kaupa þrjú verk af galleríi sonar síns. Í framhaldinu af þeirri gagn- rýni sagðist Gether ætla að upp- færa reglur safnsins um hæfi. Í frétt Politiken kemur fram að Gether hafi ekki viljað veita blaðinu viðtal vegna starfsloka sinna. Hann mun starfa áfram sem safnstjóri þar til eftirmanneskja hans hefur verið fundin. Eva Hofman-Bang, nýr stjórnarformaður Arken, hafn- ar því að Gether hafi verið rekinn heldur hafi hann sjálfur kosið að fara á eftirlaun. Safnstjóri Arken hætt- ir í kjölfar kvartana - Ráðinn til safnsins ári eftir opnun Christian Gether Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ljóslistahátíðin List í ljósi verður haldin í sjöunda sinn nú um helgina, 11. og 12. febrúar, á Seyð- isfirði og taka nær 30 listamenn þátt í henni og verkin 27 talsins, að sögn Sesselju Jónasardóttur sem er hátíðarstjóri sem fyrr ásamt Celiu Harrison. Þær búa báðar og starfa í firðinum og var undirbún- ingur í fullum gangi þegar blaða- maður sló á þráðinn til Sesselju í fyrradag. Hlíðin í öðru ljósi Verkin verða sýnd um allan bæ og ná upp í fjallshlíðar því fossinn þar sem aurskriðan féll í desember 2020 verður upplýstur með falleg- um litum, til að varpa öðru ljósi á hlíðina, eins og Sesselja orðar það. Hún er beðin að nefna dæmi um verk á hátíðnni og segir hún mörg þeirra varpanir á hús, húsin kort- lögð þannig að verkin falli inn í húsið og verði lifandi. „Síðan verð- um við með verk sem heitir „Living Forest“ sem var líka á Vetrarhátíð og með því er peningum safnað fyr- ir Votlendissjóð,“ segir Sesselja en gestir setja hundraðkall í rauf og þá fer verkið í gang og tré lifna við. „Síðan erum við með risastóran óróa sem hangir niður úr krana, hann er úr plexígleri sem skín í gegnum og er rosa fallegt,“ segir Sesselja. Hún nefnir líka lítið kvik- myndahús sem verður í rútu og í því sýndar kvikmyndir á vegum Flat Earth Film Festival. „Það er alls konar í boði,“ segir Sesselja. Komst ekki hjá því að hafa hátíðina stóra og góða Hún er spurð hvort listamenn sækist í miklum mæli eftir því að taka þátt í hátíðinni og segir hún svo vera. „Ég ætlaði í rauninni, út af Covid og aðstæðum í fyrra, að starta hátíðinni rólega aftur og hafa í mesta lagi 15 verk en ég bara komst ekki hjá því að hafa hana stóra og góða,“ segir Sesselja. Markmiðið með hátíðinni er að fagna endurkomu sólar í fjörðinn og unnendur samtímalistar, fjöl- skyldur og aðrir gestir fjarðarins eru hvattir til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Ljósmynd/Jessica Auer Augu Verkið „Heiðný’s Eyes“ eftir listamanninn Rafael Vázquez sem sýnt var á hátíðinni í fyrra. Endurkomu sólar fagnað með 27 verkum - Ljóslistaverk lýsa upp Seyðisfjörð í sjöunda sinn Hátíðarstjórar Sesselja og Celia. Tilkynnt hefur verið að handhafar hinna virtu alþjóðlegu Polar-tón- listarverðlauna séu í ár söngvarinn Iggy Pop og ein þekktasta hljóm- sveit sem sérhæft hefur sig í flutn- ingi nútímatónlistar, Ensemble intercontemporain. Nemur verð- launaféð tæplega 14 milljónum króna. Iggy Pop hefur oft verið kallaður guðfaðir pönksins í Bandaríkjunum en Ensemble intercontemporain hefur þótt túlka hin ólíkustu krefj- andi samtímatónverk með snilldar- legum hætti. Polar-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1989 ólíkum tónlistar- mönnum og hljómsveitum sem þykja vera í fremstu röð, og í hvert sinn eru verðlaunaðir fulltrúar dægurtónlistar og klassískrar tón- listar. Til þeirra var stofnað af Stig Andersson, fyrrverandi umboðs- manni ABBA. Meðal fyrri verð- launahafa má nefna Björk, Paul McCartney, Sting, Yo-Yo Ma, Önnu Netrebko, Evelyn Glennie, Metall- ica, Patti Smith, Pink Floyd, Keith Jarret, Bob Dylan og B.B. King. Iggy Pop hlýtur Polar-verðlaunin Ljósmynd/Rob Baker Ashton Pönkafi Iggy Pop og Ensemble inter- contemporain hljóta Polar-verðlaunin. Lionsgate hyggst dreifa á heims- vísu væntanlegri kvikmynd um Michael Jackson sem Graham King framleiðir. Þessu greinir Variety frá. Myndin, sem nefnist einfald- lega Michael, verður unnin í sam- starfi við dánarbú Michaels Jack- sons, sem gæti haft áhrif á það hvernig fjallað verður um ásakanir á hendur tónlistarmanninum þess efnis að hann hafi misnotað fjölda barna kynferðislega. Jackson hélt fram sakleysi sínu allt til dauða- dags 2009, en hann lést fimmtugur að aldri. John Logan, sem þrisvar hefur verið tilnefndur til Óskarsverð- launa, skrifar handritið. King og Logan unnu síðast saman að The Aviator í leikstjórn Martins Scor- seses. Stutt er síðan söngleikurinn MJ var settur upp á Broadway við misjafnar viðtökur, en í því verki er fjallað um ævi og tónlist Jacksons fram til 1992, áður en tónlistarmað- urinn var fyrst sakaður um kyn- ferðisofbeldi. Ekki liggur fyrir hve- nær myndin verður frumsýnd. Kvikmynd um Michael Jackson í vinnslu Graham King Tónlistarfólkið Ed Sheeran og Taylor Swift hefur loks staðfest margra vikna orðróm þess efnis að þau hyggist senda frá sér lag, en það er væntanlegt í dag. Sheeran staðfesti útgáfuna þegar hann var spurður út í orðróminn þegar Brit- tónlistarverðlaunin voru afhent fyrr í vikunni og á samfélagsmiðl- um upplýsir hann að um sé að ræða endurhljóðblöndun á laginu „The joker and the Queen“ sem finna má á seinustu plötu hans sem út kom í fyrra. Sheeran og Swift, sem eru bæði meðal söluhæsta tónlistar- fólks heims, hafa unnið saman nokkrum sinnum áður, meðal ann- ars í laginu „Run“ eftir Swift í fyrra, „End Game“ 2017 og „Every- thing Has Changed“ 2012. Von á nýju lagi frá Sheeran og Swift Ed SheeranTaylor Swift

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.