Morgunblaðið - 15.02.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Eggert
Röð Mikið álag hefur verið á heilsugæslunni vegna kórónuveirufaraldurs.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkurra vikna bið getur verið eftir
viðtali við heimilislækni á heilsu-
gæslustöð á höfuðborgarsvæðinu, ef
beðið er um ein-
hvern sérstakan
lækni. Biðin er
styttri ef fólki vill
hitta hvaða lækni
sem er. Sú breyt-
ing hefur hins
vegar orðið á
þjónustu heilsu-
gæslunnar að fólk
getur komið hve-
nær sem er dags-
ins og fengið við-
tal við hjúkrunarfræðing og eftir
atvikum lækni.
Lesandi sem skráður hefur verið
hjá heilsugæslunni í Árbæ í áratugi
fær þau svör, þegar hann vill bóka
tíma hjá heimilislækninum sínum, að
hann komist að eftir mánuð. Hann
heyrir að sama bið sé hjá öðrum
heilsugæslustöðvum í nágrenninu.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri lækninga hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð-
inu, segir stjórnendur vita af bið þótt
ekki hafi verið gerð könnun á biðlist-
um alveg nýlega. Hún segir að vel
geti verið að fólk þurfi að bíða í ein-
hverjar vikur ef það óskar eftir tíma
hjá „sínum lækni“. Spurð um skýr-
ingar á því nefnir hún skort á heim-
ilislæknum, miklar pestir um þessar
mundir og kórónuveirufaraldurinn.
Á sama tíma og miklar annir séu,
meðal annars við eftirfylgd með Co-
vid-sýktum, sé Heilsugæslan sjálf að
missa fólk í frátafir vegna Covid.
Ef fólk er til í viðtal við hvaða
lækni sem er, þá sé ekki bið í mánuð.
Gott aðgengi á dagvaktinni
Sigríður segir að reynt sé að mæta
þessu með góðum aðgangi fólks á
daginn. Þar geti fólk hitt hjúkrunar-
fræðing og sagt frá sínum vanda-
málum og eftir atvikum einnig hitt
lækni. Opið sé á milli klukkan 8 og 5
á daginn. Tveir til þrír hjúkrunar-
fræðingar eru á vakt og þeir hafa, að
hennar sögn, ýmis úrræði ef vísa
þarf fólki áfram. Svo eru alltaf einn
eða tveir læknar á vakt. Þá megi ekki
gleyma öðrum úrræðum, að hennar
sögn, svo sem að senda fyrirspurnir
á „mínar síður“ á Heilsuveru.
Segir Sigríður að fólk sé ekki farið
að átta sig á umræddum breytingum
á þjónustunni. Eigi að síður sé þeim
að fjölga sem komi á dagvaktinni.
Taka nú á móti fólki allan daginn
- Fólk getur þurft að bíða í vikur eftir viðtali við „sinn heimilislækni“ - Ýmis úrræði á dagvaktinni
Sigríður Dóra
Magnúsdóttir
Andrés Magnússon
andresmbl.is
Siðanefnd Háskóla Íslands (HÍ) hef-
ur sagt af sér eftir að Jón Atli Bene-
diktsson háskólarektor greindi frá
þeim skilningi, að
hún hefði enga
lögsögu í máli
Bergsveins Birg-
issonar rithöf-
undar gegn dr.
Ásgeiri Jónssyni
seðlabankastjóra.
Nefndin segir í
yfirlýsingu, sem
Morgunblaðið
hefur undir hönd-
um, að trúnaðarbrestur hafi orðið
milli sín og rektors, og að hann hafi
lýst eigin skoðun á málavöxtum.
„Þetta er alrangt og ég vísa þessu
alfarið á bug. Ég hef ekki haft nein
afskipti af þessu máli og það er ekki
á mínu borði,“ segir Jón Atli rektor
í samtali við Morgunblaðið og stað-
festir afsögn siðanefndarinnar.
„Hins vegar fékk ég fyrirspurn
frá öðrum aðilanum, sem er í launa-
lausu leyfi frá Háskólanum, um
réttarstöðu hans og að sjálfsögðu
verð ég að svara slíku bréfi. Í því
felst ekki að ég hafi nein efnisleg af-
skipti af málinu; ég svara aðeins
einfaldri fyrirspurn, líkt og mér ber
að gera sem forstöðumaður stofn-
unar.“
Ekki undir stjórn HÍ
Þegar málinu var skotið til siða-
nefndar HÍ leit hún svo á að það
væri á sínu forræði, þar sem seðla-
bankastjóri væri í „virku ráðning-
arsambandi“ við Háskólann, þótt
hann væri í launalausu langtímaleyfi
þaðan. Þegar háskólarektor komst
að öndverðri niðurstöðu taldi hún
sér ekki sætt lengur.
Rektor rökstuddi niðurstöðuna
með því að þeir, sem veitt hefði ver-
ið launalaust leyfi á grundvelli verk-
lagsreglna HÍ til þess að taka að sér
launuð störf annars staðar, væru
ekki lengur undir stjórn Háskólans
eða boðvaldi rektors og hefðu ekki
þær skyldur, sem þeir höfðu meðan
þeir störfuðu við Háskólann. Meðal
annarra háskólamanna í sams konar
leyfi frá HÍ og dr. Ásgeir má nefna
Guðna Th. Jóhannesson forseta og
Róbert Spanó, dómara við Mann-
réttindadómstól Evrópu.
Siðanefndin samþykkti afsögnina
samhljóða á fundi hinn 7. febrúar
síðastliðinn og sendi þremur dögum
síðar frá sér yfirlýsingu um hana til
skipunaraðila í Háskólanum og
málsaðila. Hún hefur ekki komið
fram annars staðar og nefndarmenn
eru enn tilgreindir á vef HÍ.
Siðanefnd HÍ
lögsögulaus
og sagði af sér
- Rektor segir málið ekki á sínu borði
- Svara þurfi erindum um réttarstöðu
Morgunblaðið/Ómar
Háskólinn Umfjöllun málsins bíður
skipunar nýrrar siðanefndar.
Siðanefnd HÍ
» Nefndin er skipuð þremur
mönnum.
» Formaður er skipaður af há-
skólaráði samkvæmt tilnefn-
ingu rektors, en Félag háskóla-
kennara og Félag prófessora
skipa sinn manninn hvort.
» Í nefndinni sátu þau Skúli
Skúlason formaður, Henry
Alexander Henrysson og Sól-
veig Anna Bóasdóttir.
Jón Atli
Benediktsson
Björgunarsveitirnar sinntu 214 út-
köllum í gær, einkum vegna fastra
bíla. Vel tókst að leysa verkefnin,
sem flest voru í efri byggðum, en 120
manns tóku þátt í aðgerðunum.
Snjómokstursmenn á vegum
Reykjavíkurborgar höfðu ekki und-
an að reyna að halda götum borg-
arinnar opnum þegar snjónum
kyngdi niður. Hjalti J. Guðmunds-
son, skrifstofustjóri umhverfis- og
skipulagssviðs Reykjavíkurborgar,
telur líklegt að einhverjar húsagötur
verði ekki færar fyrr en seinna í dag
eða jafnvel á morgun. Mokstur byrj-
aði klukkan þrjú um nóttina og tókst
að halda stofn- og tengibrautum að
mestu opnum. „Þetta er alvöruvetur
í fyrsta skipti í tvö til þrjú ár. Við er-
um með öll tæki og mannskap úti.
Við reynum að vinna þetta eins vel
og hratt og við getum.“
Mikið var um veglokanir og var
fólk á illa útbúnum bílum beðið að
halda sig heima. Vegirnir um Kjal-
arnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mos-
fellsheiði lokuðust allir vegna veðurs
og eru á óvissustigi til klukkan átta í
dag. Fylgdarakstur fór fram frá
Esjumelum að Hvalfjarðargöngum
og til baka á meðan veður leyfði en
það stóð stutt. Fjöldi fólks er því veð-
urtepptur enn í dag.
Þrátt fyrir vonskuveður varð
minniháttar röskun á flugi íslensku
flugfélaganna í gær. Þetta staðfesta
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, og Nadine Guð-
rún Yaghi, upplýsingafulltrúi Play.
Útlit er fyrir þokkalegt veður í
dag þótt færðin verði til trafala fyrst
um sinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ófærð Flest útköll björgunarsveitanna voru vegna bíla sem festust í snjónum og ekkert annað að gera en moka.
Snjórinn bauð bílaflota
borgarbúa birginn
- Vegalokanir - Björgunarsveitir sinntu 214 útköllum
Morgunblaðið/Eggert
Lokað Vegurinn um Kjalarnesið
lokaðist vegna snjóþungans.
Mörgum þótti mikið til snjósins
koma í gær sem hindraði ferðir
fólks ýmist beint eða óbeint.
Athuganir Veðurstofu Íslands
sýndu fram á að snjódýptin
hefði náð 25 sentimetrum í
Reykjavík klukkan átta um
morguninn. Frá þeim tíma-
punkti hélt þó áfram að snjóa
svo búast má við að sú tala gefi
nokkuð hógværa mynd. Önnur
snjómælingin fer fram klukkan
átta í dag. 25 sentimetra snjór
er mikið á reykvískan mæli-
kvarða en það eru þó ekki nema
fimm ár síðan snjórinn náði 51
sentimetra dýpt. Árið 2015
mældist mesta snjódýptin 44
sentimetrar.
25 senti-
metra djúpur
SNJÓR MÆLDIST TVÖFALT
MEIRI Í REYKJAVÍK 2017