Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
DAGMÁL
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Þetta er alvarleg þróun og manni
er brugðið,“ segir Jón Gunnarsson
dómsmálaráðherra um nokkur ný-
leg skotárásamál á höfuðborgar-
svæðinu og fregnir af auknum
vopnaburði í undirheimunum. Jón
er gestur Karítasar Ríkharðs-
dóttur í Dagmálum.
Hann segir að málum á borði
sérsveitarinnar þar sem vopn
koma við sögu hafi fjölgað úr um
tvö hundruð á ári í um þrjú hundr-
uð. Ennfremur segir Jón að nú
virðist fólk tilbúnara að beita
vopnum en áður hefur verið.
Oftast um uppgjör að ræða
„Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur að átta okkur á því að í
langflestum tilvikum er um að
ræða uppgjör á milli glæpagengja
eða glæpamanna,“ segir Jón.
Engu að síður segir Jón að ör-
yggi almennings sé ógnað með
aukinni hörku og vopnabeitingu í
undirheimunum.
Jón segist sannfæður um að
ekki sé nauðsynlegt að lögregla
gangi almennt um vopnuð skot-
vopnum.
Fram hafi komið við skoðun
mála í ráðuneytinu að reynsla
annarra þjóða af notkun lögreglu
á rafbyssum hafi gefið góða raun,
t.d. í Bretlandi og hjá hinum
Norðurlandaþjóðunum.
Þetta hafi leitt til þess að dregið
hafi úr slysum á brotaþolum og
lögreglumönnum um tugi pró-
senta. Hann segist vilja skoða
upptöku slíkra viðbragða alvar-
lega og fyrir liggur að rýna ný-
lega skýrslu norsku lögreglunnar
um reynslu hennar af rafbyssu-
burði lögregluþjóna.
„Það sem er undir hér er öryggi
borgaranna, sem er algjört grund-
vallaratriði,“ segir Jón og bætir
við að skýrt sé að hér sé að skjóta
rótum aukin skipulögð glæpa-
starfsemi.
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er gestur í Dagmálum.
Rafbyssuburður
hafi gefið góða raun
- Lítur til reynslu Norðurlandanna
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórn Landssambands lögreglu-
manna (LL) ætlar að ræða vopna-
burð og öryggi lögreglumanna á
fundi sínum í dag. Fjölnir Sæmunds-
son, formaður LL, segir að skiptar
skoðanir séu um málið.
„Almennt held
ég að fáir lög-
reglumenn vilji
vera vopnaðir í
vinnunni. Slík
vopnavæðing
mun kalla á allt
annað þjóðfélag
en við erum vön
og allt aðra nálg-
un almennings
við lögregluna. Ef
lögreglan er
vopnuð þá þarf hún að halda fólki í
ákveðinni fjarlægð og þá gilda aðrar
umgengnisreglur en nú,“ segir
Fjölnir.„Við erum með sérsveitina
sem er vopnuð. Engir aðrir lögreglu-
menn bera vopn að staðaldri. Víða
um landið eru skotvopn í læstri
hirslu í lögreglubifreiðum. Lögreglu-
menn hafa hlotið þjálfun til að nota
þau og mega vopnast samkvæmt
ákvörðun yfirmanna hverju sinni.“
Auk þess má nefna að lögreglu-
menn á Keflavíkurflugvelli hafa
stundum borið vopn tímabundið og
hefur það þá tengst yfirvofandi
hryðjuverkaógn. Fjölnir segir að ef
skapast ástand sem krefst vopna sé
sérsveitin alltaf kölluð til. Ef langt sé
í að aðstoð hennar berist geti al-
mennir lögreglumenn vopnvæðst.
Það hefur helst gerst úti á landi.
„Ég hef áhyggjur af því hvað það
virðist vera auðvelt að flytja alls kon-
ar skotvopn til Íslands,“ segir Fjöln-
ir. „Það virðist vera nóg að segjast
vera byssusafnari til að geta flutt
hríðskotabyssu til landsins. Mér
finnst það vera áhyggjuefni. Ég tel
þó að langflestir sem eru með skot-
vopnaleyfi passi sínar byssur og læsi
þær inni. En það hefur komið fram
að skotvopnum hefur verið stolið í
innbrotum og þau notuð.“
Fjölnir minnir á að skotvopnum
hafi verið beitt gegn lögreglumönn-
um á Egilsstöðum í fyrra. Nokkru
áður var byssum beint gegn lögreglu
án þess að hleypt væri af.
Lögreglumenn klæðast öryggis-
vestum, svonefndum hnífavestum.
Hægt er að setja í þau hlífðarplötur
sem gera þau skotheld og eru plöt-
urnar til staðar í lögreglubílum
ásamt skotheldum hjálmum. Fjölnir
segir það taka tíma að setja plöturn-
ar í vestin. Þær séu þungar og menn
gangi ekki með þær í vestunum
nema aðstæður krefjist þess.
„Ég held að staða þessara mála sé
almennt í lagi hjá okkur og sérsveitin
er yfirleitt fljót á vettvang. En mað-
ur óttast það versta og finnst styttast
í að það geti gerst. Það er ótrúlegt að
tvær manneskjur skuli hafa verið
skotnar í Reykjavík á minna en einni
viku,“ segir Fjölnir.
Ræða öryggi og vopna-
burð lögreglumanna
- Skiptar skoðanir um hvort lögreglan á að bera vopn
Lögreglan telur það vera út úr myndinni að skotárásirnar við Ingólfs-
stræti í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags og í Grafarholti að-
faranótt föstudags tengist skipulagðri brotastarfsemi.
„Við teljum að þetta tengist einhverjum einstaklingum. Við erum líka
að skoða hvort það eru tengingar á milli þessara mála,“ sagði Margeir
Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn við mbl.is í gær. Hann bætti við að
verið væri að athuga ástæður árásanna og tengsl árásarmanna og fórn-
arlamba. Yfirheyrslur stóðu yfir í gær, gagnaöflun og rætt við vitni.
Skoða tengingu milli málanna
SKOTÁRÁSIRNAR AÐ UNDANFÖRNU
Fjölnir
Sæmundsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vopnuð Sérsveitin er vopnuð í aðgerðum en almennir lögreglumenn ekki.
Kosningu næsta formanns og sjö
stjórnarmanna í Eflingu stéttar-
félagi lýkur klukkan 20 í kvöld og
hefst þá talning atkvæða. Vonast er
til að niðurstaða geti legið fyrir á ell-
efta tímanum í kvöld.
Kosningin hefur staðið yfir í eina
viku og er bæði kosið rafrænt og
skriflega á kjörstað. Þrír listar eru í
framboði og keppa þau Ólöf Helga
Adolfsdóttir, Sólveig Anna Jónsdótt-
ir og Guðmundur Jónatan Baldurs-
son um að verða kjörin næsti for-
maður félagsins. Um 25 þúsund
félagsmenn í Eflingu eru á kjörskrá
en ekki hafa fengist upplýsingar um
hver þátttakan hefur verið í kosning-
unum til þessa. Halldór Oddsson,
formaður kjörstjórnar, segir kosn-
ingarnar hafa gengið vel og vandað
sé vel til verka. „Það hafa engir
hnökrar komið upp og framkvæmdin
hefur verið eins og best verður á kos-
ið hingað til,“ segir hann.
Halldór kveðst gera ráð fyrir að
flestir sem taka þátt kjósi rafrænt
þótt sumir komi á skrifstofuna til að
kjósa. Þeir félagsmenn sem vilja
ekki kjósa rafrænt eða hafa ekki raf-
ræn skilríki geta greitt atkvæði á
skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1
í Reykjavík eða á skrifstofu félagsins
í Hveragerði í Breiðumörk 19.
Standa vonir til að talningin taki
styttri tíma en í stjórnarkjörinu árið
2018 þegar eingöngu var hægt að
kjósa skriflega á kjörstað. „Talning-
in á ekki að þurfa að taka langan
tíma núna að því gefnu að flestir hafi
kosið rafrænt en við sjáum það ekki
fyrr en við opnum kassana,“ segir
hann. Eftir að kjörfundi lýkur kl. 20
þarf að flytja kjörkassa frá Hvera-
gerði á skrifstofu Eflingar í Reykja-
vík en Halldór er bjartsýnn á að úr-
slit gætu legið fyrir á ellefta
tímanum í kvöld ef allt gengur vel.
omfr@mbl.is
Von á úrslitum
fyrir kl. ellefu
- Um 25.000 Eflingarfélagar á kjörskrá
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kosningar Agnieszka Ewa Ziół-
kowska formaður Eflingar kýs.
Í fyrradag greindust 1.890 með kór-
ónuveirusmit innanlands og auk
þess 62 á landamærunum. Alls
greindust því 1.952, samkvæmt
bráðabirgðatölum á vefnum covid.is.
Greind voru 3.967 innanlandssýni og
778 landamærasýni.
Þá voru 11.465 í einangrun og 47 á
sjúkrahúsum landsins, þar af þrír á
gjörgæslu. Stærsti hópur þeirra sem
voru í einangrun var á aldrinum 18-
29 ára eða 2.536.
Í gærmorgun lá 41 sjúklingur á
Landspítalanum með Covid-19, sam-
kvæmt heimasíðu spítalans. Tveir
voru á gjörgæslu og var annar
þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inn-
lagðra var 63 ár.
Á Covid-göngudeild spítalans
voru 7.347 sjúklingar og þar af 2.264
börn. Þá voru Covid-sýktir starfs-
menn Landspítalans í einangrun 302
talsins. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Prófun Margir fara í sýnatöku.
7.347 á Co-
vid-göngu-
deildinni