Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 10

Morgunblaðið - 15.02.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Grágæsargassinn Stefnir fékk nóg af íslenska vetrinum á fimmtudaginn var og fór til Skotlands, að því er dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravist- fræðingur hjá Verkís, greindi frá á Facebook. Það er óvenjulegur tími fyrir farflug frá Íslandi. Gæsir geta flogið þessa leið á einum sólarhring en Stefnir hreppti mótvind og var um tvo sól- arhringa til Kata- ness. Hann áði tvisvar, fyrst í um sex klukkutíma suðvestur af Færeyjum og svo aftur í um níu tíma norðvestur af Orkneyjum. Stefnir var merktur með GPS/ GSM-sendi í þjóðgarðinum á Þing- völlum sumarið 2019, þá minnst 3-4 ára gamall. „Hann var fjölskyldu- faðir sumarið sem við merktum hann, með kerlu og unga,“ skrifar Arnór. Veturinn eftir kom Stefnir á óvart og dvaldi um haustið í Land- eyjum þar sem einna mest er skotið af gæsum á landinu. Hann varði síð- an vetrinum í Þykkvabæ og Land- eyjum. Stefnir var fyrsta GPS/GSM- merkta gæsin sem það gerði. Stefnir sneri aftur til Þingvalla um vorið en var þá einhleypur. Arn- ór taldi að mögulega hefði kerla hans og ungar verið skotin en hann lifað af. Stefnir virtist ekki eiga hreiður um sumarið og var einn á ferð þegar til hans sást þá. Hann tók sig upp í lok júní og flaug vestur í mynni Hvammsfjarðar þar sem hann felldi fjaðrir. Þar eru þekktar fellistöðvar grágæsa. Veturinn 2020/2021 dvaldi Stefnir aftur í Þykkvabæ og Landeyjum og lifði af veiðitímann. Arnór sá hann aftur á Þingvöllum í fyrrasumar og var Stefnir þá með kerlingu en enga unga og virtust þau ekki hafa verið með hreiður um vorið. Kerlan var merkt með stálmerki. Þegar Stefnir var merktur var gæs sem þá var tal- in vera kerla hans með slíkt merki. Annaðhvort fann Stefnir sína gömlu eða tók saman við aðra merkta gæs. Í haust hélt Stefnir fyrri háttum og fór á þekktar gæsaveiðilendur í Landeyjum og á Skeiðum. Það leit út fyrir að hann ætlaði að dvelja í Þykkvabæ og Landeyjum í vetur, þar til hann skellti sér til Skotlands. „Okkur hefur lengi grunað að þessar gæsir sem þreyja þorrann á Suðurlandi og víðar hér á landi yfir veturinn hefðu þennan möguleika, að skella sér út til Skotlands ef vet- urinn er harður og langvarandi jarð- bönn,“ skrifaði Arnór. Hann sagði að þetta væri áhættusamt ferðalag því væntanlega væru gæsirnar ekki í sínu besta formi hvað varðar nægan forða til fararinnar á þessum tíma. gudni@mbl.is Gafst upp á íslenska vetr- inum og fór til Skotlands - Gassinn Stefnir brá sér suður á bóginn í síðustu viku Flug Stefnis til Skotlands Heimild: Arnór Þórir Sigfússon Stoppar 9 tíma norð- vestur af Orkneyjum eftir sólarhrings flug Stoppar í um 6 tíma suðvestur af Færeyjum Landeyjar 10. febrúar Katanes 12. febrúar Arnór Þórir Sigfússon Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem hefur aðsetur á Akureyri, hefur boðað þrjá blaðamenn í yfirheyrslu, hið minnsta, fyrir meint brot á lögum um friðhelgi einkalífsins í umfjöllun- um sínum um aðferðir „skæruliða- deildar Samherja“ gegn blaðamönn- um. Þeir sem fengið hafa stöðu sak- bornings í málinu eru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arn- ar Þór Ingason blaðamaður miðils- ins, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Er blaðamönnunum gefið að sök að hafa skrifað fréttir um „skæru- liðadeild Samherja“ upp úr sam- skiptagögnum sem gæti talist brot á hegningarlögum og varðað allt að eins árs fangelsisvistun. „Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norð- urlandi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir hönd- um,“ segir Sigríður Dögg Auðuns- dóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún telur það vera ætlun lögreglu að krefja blaðamennina um uppgjöf heimildarmanna sinna. Það sé aftur á móti frumskylda blaðamanna að vernda heimildarmenn sína og fram- ferði lögreglu sé því óverjandi. unnurfreyja@mbl.is Yfirheyrsla Þórður, Arnar og Aðalsteinn njóta réttarstöðu sakbornings. Boða blaðamenn til yfirheyrslu - Samherjafrétt varði hegningarlög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.