Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að enn væri
nægur tími fyrir Vladimír Pútín
Rússlandsforseta til þess að stíga
skref til baka frá „bjargbrúninni“, á
sama tíma og Johnson varaði við að
staðan væri mjög alvarleg í ljósi þess
gríðarlega fjölda hermanna, sem
Rússar hafa nú safnað saman við
landamærin að Úkraínu.
Sagði Johnson að styrjöld gæti haf-
ist innan tveggja sólarhringa og að
merki væru um að Rússar væru farn-
ir að undirbúa innrásina af fullri al-
vöru. Hvatti Johnson jafnframt ríki
Evrópu til þess að læra af reynslunni
frá innlimun Krímskagans og reyna
að losa sig undan því að vera háð jarð-
gasi frá Rússum. Þá væri nú tíminn til
þess að standa saman.
Þjóðaröryggisráð Breta, COBR,
fundaði í gær um brottflutning Breta
frá Úkraínu ef til innrásar kæmi, en
Johnson ræddi einnig síðdegis við Joe
Biden Bandaríkjaforseta um ástandið
í deilunni.
Munu áfram sækjast eftir aðild
Volodymyr Zelenskí, forseti Úkra-
ínu, sagði í gær að landið myndi áfram
sækjast eftir aðild að Atlantshafs-
bandalaginu, þrátt fyrir andstöðu
Rússa og efasemdir nokkurra leið-
toga á Vesturlöndum.
„Ég trúi því að við eigum að halda
áfram eftir þeirri braut sem við höf-
um valið,“ sagði Zelenskí eftir fund
sinn með Olaf Scholz Þýskalands-
kanslara, sem heimsótti Kænugarð í
dag.
Ummæli Zelenskís féllu eftir að
sendiherra Úkraínu í Bretlandi gaf í
skyn að Úkraínumenn gætu verið
„sveigjanlegir“ varðandi það mark-
mið að sækjast eftir aðild að Atlants-
hafsbandalaginu. Sendiherrann dró
ummælin síðar til baka.
Scholz sagði að það væri engin rök-
rétt réttlæting fyrir þeim fjölda her-
manna sem Rússar hefðu komið upp
við landamæri sín að Úkraínu, og
hvatti hann stjórnvöld í Moskvu til
þess að taka aftur upp þráðinn í þeim
viðræðum sem hefðu verið haldnar
undanfarnar vikur.
Sagði Scholz að hann væri staðráð-
inn í að veita Úkraínumönnum áfram
efnahagsaðstoð, og sagði að ekkert
ríki hefði veitt Úkraínu meiri slíka að-
stoð en Þýskaland. Þjóðverjar hafa
mátt sæta ámæli frá sumum banda-
mönnum sínum síðustu vikur, þar
sem þeir hafa ekki viljað senda her-
gögn til Úkraínu.
Zelenskí hvatti Scholz á fundi
þeirra til þess að hætta endanlega við
Nord Stream 2-jarðgasleiðsluna milli
Þýskalands og Rússlands, og sagði
hann Rússa hafa nýtt leiðsluna sem
„vopn“ í alþjóðasamskiptum sínum.
Sagði Zelenskí eftir fundinn að hann
og Scholz litu stöðuna á sumum svið-
um ekki sömu augum. Scholz hefur til
þessa ekki viljað taka af skarið með
örlög Nord Stream 2-leiðslunnar,
komi til innrásar.
„Alltaf möguleiki“ á sáttum
Scholz mun í dag halda til fundar
við Pútín í Moskvu og reyna að finna
lausn á deilunni sem muni afstýra
stríði. Vonir á mörkuðum glæddust
örlítið eftir að Sergei Lavrov, utanrík-
isráðherra Rússlands, sagði í gær á
fundi með Pútín sem sýndur var í
beinni útsendingu að það væri „alltaf
möguleiki“ á sáttum við vesturveldin í
Úkraínudeilunni, og að viðræður hans
við leiðtoga þeirra hefðu opnað leiðir
sem væri þess virði að skoða nánar.
Á sama fundi sagði Sergei Shoigu,
varnarmálaráðherra Rússlands, við
Pútín að sumum af þeim víðtæku her-
æfingum sem Rússar hefðu ráðist í
undanfarna daga væri nú að ljúka.
John Kirby, talsmaður bandaríska
varnarmálaráðuneytisins, sagði hins
vegar að Rússar hefðu frekar bætt í
liðsafla sinn við landamærin en dregið
úr, og sent bæði menn og skriðdreka.
M
O
L
D
Ó
V
Í A
Ú K R A Í N A
Hernaðarlega mikilvæg
skotmörk í Úkraínu
Flotastöð Herstöð
Herflugvöllur
Orkuver Kjarnorkuver
Brýr yfir Dnjepr-fljót
Kænugarður
Sevastopol
Odesssa
7 herfylki
eru í Yelnya
3 herfylki
eru í Bryansk
2 herfylki
eru í Kursk
17 herfylki
eru í Voronezh,
Belogorod og
Pogonovo
Allt að 30.000 rússneskir
hermenn eru í Hvíta-rússlandi
Allt að 12 her-
fylki eru í Rostov
11-12 herfylki
eru á Krímskaga
12 herfylki í
Transnistríu
(Moldóvía)
Svartahaf
Donetsk
Luhansk
R Ú M E N Í A
R Ú S S L A N D
R Ú S S L A N D
H V Í TA - R Ú S S L A N D
Mögulegar innrásarleiðir Rússa
VALKOSTUR 4
Árás meðfram suðurströndinni
til að hertaka skurð sem veitir
vatni til Krímskaga, sem og að
tengja „landbrú“ milli skagans
og Rússlands.
VALKOSTUR 5
Leiftursókn í gegnum
austurhéruðin í átt
að Dnípr-ánni. Helstu
skotmörk væru
stórborgir, raforkuver
og herstöðvar.
VALKOSTUR 3
Strandhögg frá Krímskaga að Odessa til
þess að skera mikilvægar viðskiptaleiðir
og dreifa herafla Úkraínumanna.
VALKOSTUR 2
Árás frá Hvíta-Rússlandi að
Kænugarði, með það markmið að
umkringja hana og sitja um borgina
í þeirri von að stjórn Zelenskís falli.
VALKOSTUR 1
Netárásir og
skemmdarverk á helstu
innviði (landamæra-
stöðvar, raforkuver,
stórborgir) til að búa
til ringulreið og skapa
tylliástæðu til innrásar.
148.000 rússneskir
hermenn
eru nú við landamæri Úkraínu
Pútín stígi frá „bjargbrúninni“
- Johnson segir merki um „alvarlegan innrásarundirbúning“ - Úkraína muni áfram sækjast eftir aðild
að Atlantshafsbandalaginu - Scholz heitir efnahagsaðstoð - Lavrov segir enn hægt að finna lausnir
Ben Wallace, varnarmálaráðherra
Bretlands, tilkynnti í gær að Bretar
ætluðu sér að senda hermenn til
Litháens á næstunni vegna ástands-
ins í Evrópu. Munu hermennirnir
taka þátt í ýmsum verkefnum
tengdum eftirliti og upplýsinga-
öflun, en þeir verða þar ekki á veg-
um Atlantshafsbandalagsins.
„Bretland og Litháen deila
áhyggjum af liðsafnaði Rússa á
landamærum Úkraínu og innflytj-
endakrísunni á landamærum Lithá-
ens og Hvíta-Rússlands,“ sagði
Wallace í yfirlýsingu sinni en Bret-
ar hafa á síðustu vikum fjölgað
nokkuð í herliði sínu í Póllandi og
Eystrasaltsríkjunum.
Tilkynning Breta kom sama dag
og Bandaríkjamenn tilkynntu að
átta F-15-þotur væru nú komnar til
Póllands til þess að aðstoða við loft-
rýmisgæslu þar. Bættust þær þar í
hóp átta annarra slíkra, sem komu
til Póllands í síðustu viku. Þá til-
kynntu Bandaríkjamenn fyrir helgi
að þeir myndu senda 3.000 her-
menn til viðbótar til Póllands.
Bretar senda her-
menn til Litháens
- Átta F-15-þotur komnar til Póllands
AFP
Loftrýmisgæsla Átta þotur af gerðinni F-15 komu til Póllands í gær.