Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
upp á fjórðu hæð íbú-
um fjötur um fót, til
lausnar hafi Reykja-
víkurborg ráðist í dýra
breytingu á deiliskipu-
lagi þar sem gert er
ráð fyrir að hækka
megi húsin um eina
hæð og muni hún
greiða fyrir lyftuna og
gott betur. Þegar sé
lokið við deiliskipu-
lagsbreytingu í Árbæj-
arhverfi og sams kon-
ar breyting verði gerð
fyrir Breiðholt. Enda
sé bætt aðgengi að
fleiri íbúðum markmið
sem Reykjavík vilji
vinna að. Formaðurinn
minnist ekki á önnur
hverfi borgarinnar en
víðar er að finna fjögurra og fimm
hæða fjölbýlishús en í fyrrnefndum
hverfum, Háaleiti, og Melar sem
dæmi. En er þá kálið sopið þegar í
ausuna er komið? Því fer fjarri, enda
segir formaðurinn að frumkvæði
verði að koma frá íbúunum sjálfum,
annars gerist ekkert.
Um eignarrétt
Deiliskipulagsbreyting sem leiðir
af sér aukinn byggingarrétt er í eigu
allra eigenda eftir hlutfallstölum
þeirra í viðkomandi eign og allir eig-
endur verða að samþykkja fjölgun
eigna. Hver er vilji eigenda á fyrstu
hæð til þess að taka á sig kostnað við
breytingar og rekstur á lyftu?
Um burðarvirki
Efsta plata í umræddum húsum
ber uppi létt þak og er hönnuð til
þess að bera eigin þunga og snjó-
álag, slíkar plötur uppfylla því ekki
kröfur um burðarþol og hljóðvist, úr
þessu má bæta með ýmsum hætti,
en það kostar sitt.
Um lagnakerfi
Inndregin fjórða hæð mun varla
hafa sömu grunnmynd og aðrar
hæðir viðkomandi byggingar og hef-
ur það áhrif á lagnaleiðir, hita- og
fráveitulagnir. Þá ber að hafa í huga
að lagnakerfi bygginganna eru kom-
in á lífaldur og gætu haft verulegan
kostnaðarauka í för sé svo.
Um félagslega þætti
Því fer fjarri að aðgengi að íbúð-
Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu
grein eftir Pawel Bartoszek, borg-
arfulltrúa Viðreisnar og formann
skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar. Inntak grein-
arinnar er að á þeim tíma sem
Breiðholtshverfi voru í byggingu
hafi verið krafist lyftu í hús sem
voru fimm hæðir eða meira og því
hafi flestöll hús verið byggð fjögurra
hæða. Með þessu hafi mátt lækka
byggingarkostnað og ungir íbúar
hafi gert sér stigana að góðu. Nú
hafi lífaldur hækkað og stigarnir
um sé heimatilbúinn
vandi bundinn við Ís-
land. Víða er leitað
lausna á því að bæta
aðgengið og er þar
hægt að líta til ná-
grannalanda, en á
Norðurlöndum hefur
verið unnið að úrbótum
um langt skeið. Af hag-
kvæmnisástæðum hafa
yfirvöld þar styrkt
breytingar sem þessar
enda munu þær nýtast
áfram og draga úr þörf
á byggingu dýrra vist-
heimila. En að fleiru
þarf að hyggja en lyft-
um einum en flestar
umræddar íbúðir eru
með baðkörum sem
henta illa eldra fólki.
Er inndregin fjórða
hæð eina lausnin?
Inndregin hæð hefur í för með
sér breytt yfirbragð hverfis og
skuggavarp og fjölgun íbúða getur
kallað á fleiri bílastæði, þessi atriði
koma ekki fram í grein formannsins.
Þar kann að ráða öfgafull stefna nú-
verandi borgaryfirvalda um þétt-
ingu byggðar. En fleira er í boði til
lausnar, má þar benda á að Félags-
bústaðir settu lyftu í stigahús á
Meistaravöllum, í þeirra eigu, með
því að mjókka stigahlaup og koma
fyrir lítilli lyftu sem eftir því sem
best er vitað hefur vel þjónað til-
gangi sínum. En áður höfðu skipu-
lagsyfirvöld neitað Félagsbústöðum
um leyfi til þess að byggja inn-
dregna fjórðu hæð. Skoða verður
mismunandi lausnir vegna hverrar
húsagerðar og finna þá hagkvæm-
ustu m.t.t. til kostnaðar og fagur-
fræðilegra sjónarmiða. Ekkert verð-
ur að gert nema til komi fjárframlög
og stuðningur yfirvalda eigi árangur
að nást. Það er ekki nægjanlegt að
gera deiliskipulagsbreytingu og
vekja með þeim hætti vonir fólki
sem býr við skert aðgengi, slíkt er
jafnvel ámælisvert. Sé það raun-
verulegt markmið Reykjavíkur-
borgar að auka aðgengi að íbúðar-
húsnæði á fjórðu hæð verður fleira
að koma til en orðagjálfur eitt.
Eftir Magnús Sædal Svavarsson
»Huga verður
að fleiru en
deiliskipulagi
einu.
Magnús Sædal
Svavarsson
Höfundur er húsasmíðameistari og
byggingatæknifræðingur.
magnusssva@gmail.com
Borgar aukahæðin lyftu?
Hinn 10. febrúar sl.
birtist í Morgunblaðinu
grein eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrver-
andi dómara við
Hæstarétt Íslands,
sem bar nafnið „Minna
en hálf sagan sögð“. Er
Jón Steinar þar enn við
sama heygarðshornið
að niðra einstaka dóm-
ara Hæstaréttar og
fyrrverandi vinnufélaga sína, eins og
hann hefur gert árum saman og verið
honum til vansæmdar.
Ekki hefur það verið að mínu mati
eini ljóðurinn á skrifum hans, heldur
þessi sjálfbirgingsháttur og hroki,
sem oftar en ekki má greina í skrifum
hans, þegar hann hefur tjáð sig um
lögfræðileg málefni eða gagnrýnt
skoðanir annarra. Er eins og hann
telji stundum að varla nokkur annar
lögfræðingur en hann hafi vit á lög-
fræði eða þeir standi í vegi hans á
þeim vettvangi. Þeir sem hafa haft
aðra skoðun á málum en Jón Steinar
hafa oftast dregið við sig að tjá sig
eða standa í ritdeilum við hann, þar
sem Jón Steinar telur sig alltaf þurfa
að eiga síðasta orðið. Þessa aðila
brestur yfirleitt úthaldið til að standa
í löngum ritdeilum við hann. Ekki á
ég von á því, að það breytist nú frekar
en áður. Rétt þykir mér að nefna hér,
að kynni mín af Jóni
Steinari eru ekki önnur
en þau, að við sátum sam-
an í lagadeildinni á sínum
tíma, höfum heilsast á
götu, en leiðir okkar hafa
ekki legið saman á lífs-
leiðinni svo ég muni eftir.
Fyrir allmörgum árum
birtist í DV viðtal við bar-
áttumann einn og báta-
smið að atvinnu, sem ég
hef oft rýnt í síðan. Af
einhverjum ástæðum
dettur mér oftast Jón
Steinar í hug eftir lesturinn, þótt ég
viti fullvel, að hann hefði aldrei sjálfur
tekið nákvæmlega svona til orða. Til-
efni viðtalsins við þennan baráttu-
mann var það, að hann hafði barið lög-
mann, sem ekki þótti orð á gerandi,
en þegar hann sagði síðar ljótt um
annan lögmann, þá fékk hann á sig
refsidóm, sem hann var síður en svo
sáttur við. Fyrirsögn blaðsins var
þessi: „Segist of gáfaður fyrir Hæsta-
rétt“. Í upphafi viðtalsins var þetta
haft eftir honum: „Ég er of mikil-
vægur maður á heimsvísu til að láta
svona smámál stöðva mig.“ Í lok við-
talsins vandaði hann ekki dómurum
landsins kveðjurnar og sagði: „Þetta
eru menn sem skortir greind. Ég bið
fyrir þessum mönnum. Sjálfur hef ég
verið rannsakaður og kom í ljós, að ég
væri langt fyrir ofan meðalgreind. Ég
er of klár til að láta svona treggáfaða
menn hafa slæm áhrif á mig.“
Sjálfur hef ég aldrei verið greind-
arprófaður, enda vafalaust því miður
efir litlu að slægjast hjá mér í þeim
efnum. Skiljast þar með leiðir með
mér og þessum áður nefndu tvímenn-
ingum. Á hinn bóginn hef ég þó reynt
að taka þennan baráttumann mér til
fyrirmyndar, hvernig hann reyndi að
láta aldrei deigan síga, þrátt fyrir
mótlæti, og reynir að finna jákvæðar
hliðar á málum. Þetta ætti Jón Stein-
ar einnig að prófa, þegar hann telur
að vondu kallarnir, sem starfa eða
hafa starfað í Hæstarétti Íslands eða
„grínistar í Dómarafélagi Íslands“
(sbr. grein hans í Mbl. 6.5. 2021), eða
þá einhverjir enn aðrir, séu að
svekkja hann eða þvælast fyrir hon-
um með sínar skoðanir eða starfsemi.
Að öðrum kosti að bera harm sinn
helst í hljóði í stað þess að gagnrýna
iðulega með ólund aðra, sem hafa
ólíka sýn á málin en hann og eru þar
með honum ekki að skapi.
Við sama heygarðshornið
Eftir Jónas
Haraldsson »Er eins og hann
telji stundum að
varla nokkur annar
lögfræðingur en hann
hafi vit á lögfræði eða
þeir standi í vegi hans
á þeim vettvangi.
Höfundur er lögfræðingur.
Jónas Haraldsson
Staða Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja
hefur á síðustu miss-
erum verið mikið til
umræðu. Sveitarstjórn-
armenn á svæðinu telja
ríkið skammta stofn-
uninni of lítið til rekstr-
arins og alls ekki taka
nægjanlegt tillit til
þeirrar miklu íbúafjölg-
unar sem hefur orðið á
svæðinu síðustu mán-
uði.
Íbúar hafa svo þús-
undum skiptir leitað
eftir heilbrigðisþjónustu
á Reykjavíkursvæðinu.
Það er ekki góð þróun.
Það skiptir miklu fyrir
íbúa Suðurnesja að hér
sé öflug og góð heilbrigðisþjónusta.
Öldungaráð Suðurnesja hefur marg-
oft rætt þessi mál og sent frá sér
samþykktir. Nýlega samþykkti
stjórn Öldungaráðs Suðurnesja eft-
irfarandi áskorun til heilbrigðis-
ráðherra: Stjórn Öldungaráðs Suð-
urnesja telur að það gæti verið
mjög gott innlegg til að efla starf-
semi HSS að skipuð væri sérstök
stjórn heimamanna til að fylgjast
með rekstrinum.
Áskorun til heilbrigðisráðherra
Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja
skorar á heilbrigðisráðherra, Will-
um Þór Þórsson, að beita sér fyrir
því að sett verði á laggirnar sérstök
fimm manna stjórn á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Stjórnin verði skipuð tveimur
fulltrúum frá Reykjanesbæ og sveit-
arfélögin Grindavík, Suðurnesjabær
og Vogar tilnefni einn fulltrúa
hvert.
Hlutverk stjórnarinnar verði að
fylgjast með rekstri og móta fram-
tíðarstefnu í samráði
við yfirstjórn HSS.
Staða HSS hefur á
síðustu árum verið
mjög erfið og mikillar
gagnrýni gætt meðal
íbúa Suðurnesja í
garð stofnunarinnar.
Íbúum hefur fjölgað
mjög síðustu ár og
hefur HSS ekki feng-
ið fjárveitingu frá Al-
þingi í samræmi við
það. Afleiðingarnar
eru þær að fjöldi íbúa
á Suðurnesjum neyð-
ist nú til að leita til
höfuðborgarsvæðisins
eftir grunnheilbrigð-
isþjónustu. Sú þróun
hlýtur eðli málsins
samkvæmt einnig að
hafa slæm áhrif á
uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á
svæðinu.
Styrkja þarf Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja
Nú boða stjórnvöld að til standi
að skipa sérstaka stjórn við Land-
spítalann í þeirri trú að það muni
styrkja og efla stofnunina.
Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja
telur að sömu rök gildi fyrir skipan
sérstakrar stjórnar við HSS. Sam-
bærilegt fyrirkomulag var áður um
HSS og gaf góða raun enda veitti
það heimamönnum tækifæri til að
fylgjast með rekstri og gera tillögur
um hvað betur mætti fara.
Það er nauðsynlegt í jafn fjöl-
mennu samfélagi og Suðurnesin eru
að starfandi sé öflug og sterk heil-
brigðisstofnun, sem þjónusti íbúana
vel. Það verður best gert með því
að fá fulltrúa heimamanna að
stjórnarborðinu.
Eftir Sigurð Jónsson
»Best gert
með því að fá
fulltrúa heima-
manna að stjórn-
arborðinu.
Sigurður Jónsson
Stjórn
heimamanna
Höfundur er formaður Öldungaráðs
Suðurnesja.
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 11. mars
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ!
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fasteignir