Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 „HVERS VEGNA ERTU ENN MEÐ ÞENNAN HATT? ÉG ER BÚIN AÐ HENDA HONUM ÞRISVAR Í RUSLIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... það sem fær töfra til að gerast. ÓÁHUGAVERÐUR PAPPÍR KRUMPI KRUMPI KRUMP SKEMMTILEGT KATTADÓT HEYRIR HANN Í ÓBOÐNUM GESTI? ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ MIÐNÆTURSNARLINU OKKAR! NEI VOFF VOFF MAÐURINN MEÐ RÖNTGENAUGUN LÁ ANDVAKA OG STARÐI Á – OG AÐ ÞVÍ ER VIRTIST – HRÆDDI NÁGRANNANA UPPI. HÆTTU AÐ GLÁPA Á OKKUR! sölu- og markaðsstjóri SIF Canada. „Það starf fól í sér að stýra sölu- teymi er seldi og dreifði sjávaraf- urðum í bæði Norður-, Mið- og Suð- ur-Ameríku og bauð upp á að kynnast mismunandi kúltúr og fjölda heimsókna á framandi staði. Árin 2006-2019 starfaði ég sjálf- stætt á Íslandi við útflutning og dreifingu sjávarafurða á ýmsa erlenda markaði, 2006-2010 með góðum vinum í félaginu Seafood Union og svo með Róbert Agnars- syni hjá Fínfiski ehf. 2011-2019.“ Árið 2018 hóf Björgvin Global Executive MBA-nám við IE Bus- iness School í Madrid og útskrif- aðist í desember 2019. „Hér var enn lagt inn í reynslubankann og stigið út fyrir þægindarammann. Fólk af um 20 þjóðernum með mikla reynslu bæði úr lífi og starfi kom þarna saman og var þessi tími bæði fróðlegur og gefandi.“ Björgvin hóf störf hjá Íslenskum verðbréfum hf. samhliða MBA-námi árið 2019 og starfar þar í dag. „Það er í raun fyrsta sinn sem ég stíg út úr sjávar- útveginum sem ég hef átt í miklum tengslum við frá unga aldri. Að skipta um starfsvettvang bauð þá enn og ný upp á að fræðast, takast á við öðruvísi verkefni og kynnast nýju fólki.“ Björgvin er stjórnarformaður Sjótækni ehf. og situr í aðalstjórn Breiðabliks. Helstu áhugamál hans eru útivera og hreyfing. „Ég stunda skíði, golf og léttari veiðiskap, hef gaman af bæði skot- og stangveiði. Vegferðin hefur legið víða á þeim 50 árum sem ég hef upplifað. Tel mig lánsaman að hafa fengið og nýtt tækifæri til að takast á við marg- víslegar áskoranir, upplifa margt og kynnast mörgu skemmtilegu fólki gegnum tíðina. Vinskapur við æsku- vini, skólafélaga frá mismunandi lífsskeiðum, vinnufélaga og annað fólk af lífsleiðinni eru mér mikil verðmæti. Úr skóla lífsins finnst mér standa upp úr mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi og virðingu fyrir mismunandi kúltúr og sjón- armiðum. Þá eiga allir skilið tæki- færi og svo er undir hverjum og ein- um að nýta þau.“ Fjölskylda Eiginkona Björgvins er Þuríður Stefánsdóttir, f. 2.2. 1974, gæða- og verkefnastjóri hjá Innnes ehf. Þau búa í Hálsaþingi í Kópavogi. For- eldrar Þuríðar eru Birna Gunn- laugsdóttir, f. 28.12. 1950, og Stefán Benediktsson, f. 2.10. 1950. Fyrri eiginkona Björgvins er Íris B. Jóns- dóttir, f. 18.6. 1974, hjúkrunarfræð- ingur. Börn Björgvins og Írisar eru Bjarki, f. 23.1. 1998, Birta Margrét, f. 15.6. 2000, og Benedikt Ísar, f. 2.7. 2006. Stjúpbörn Björgvins og börn Þuríðar eru Þorgils Sigurðsson, f. 29.9. 1997, og Sigurjóna Sigurðar- dóttir, f. 12.8. 2001. Systir Björgvins er Ósk Ágústs- dóttir, f. 20.4. 1983, snyrtifræðingur og nemi í félagsfræði við HÍ. Móðir Björgvins er Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, f. 19.11. 1948, verkakona, húsmóðir og hetja, búsett í Kópavogi. Stjúpfaðir Björgvins er Ágúst H Guðjónsson, f. 15.4. 1948, verktaki, búsettur á Hólmavík. Björgvin Gestsson Bjarney Þórðardóttir húsmóðir á Siglufirði Kristinn Andrés Meyvantsson beykir á Siglufirði Karólína Kristinsdóttir húsmóðir í Kópavogi Guðmundur Björgvin Guðmundsson málarameistari í Kópavogi Margrét Sakaríasdóttir húsmóðir á Ísafirði Guðmundur Guðjónsson skipasmiður á Ísafirði Ætt Björgvins Gestssonar Margrét Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir í Kópavogi og fv. verkakona Á laugardag skrifaði Gunnar J. Straumland í Boðnarmjöð: „Í hvassviðrinu um daginn tók ég á það ráð að kveða fjandvin okkar hann Kára niður. Í dag er stillt og fallegt veður. – Ekkert að þakka“: Lamist bárur, lygni á ný, lurða á Kára skíti. Byljafjári farðu í fjandansáravíti. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir svaraði: Bylgjan ekki bað um frý byltist um og krefur: Upp hún brýst hér aftur ný uns í logni sefur. „Ýmsar afléttingar“ verða Sig- urlín Hermannsdóttur að yrkisefni: Hænufetum fjölgar, met ég, frekar bratt. Bráðum getum grímur kvatt, glóey vetur styttir hratt. Ólafur Stefánsson hugsar til eyði- staða á Vestfjörðum þar sem langa- langafi var bóndi og prestur á nítjándu öld: Eytt er flest í alda rás, af er hurð og kengur. Bóndi sem var burðarás býr þar ekki lengur. Höskuldur Búi Jónsson kveður „vetrarhækur“: Þraut er þorratíð þekur gróður fönnin köld frostið bítur fast. Fuglar kroppa fræ flögra um og dusta snjó kalda grípa grein. Brimið hefur hátt hávellurnar kallast á sígur vetrarsól. Maðurinn með hattinn kvað: Lífsins kvöld er langt í burt þó lítt þig um það varði, ég er frísk og fögur jurt í frjóum lystigarði. „Appelsínugular viðvaranir“ verða Bjarna Sigtryggssyni að yrkisefni: Á Boðnarmiði býðst manni að yrkja og bestu stöðvar heila síns að virkja. En sífellt háir anda og setur mann í vanda er vetrarstormar vilja hugans kyrkja. Hallmundur Guðmundsson spyr: Nú sólin hjá mér sýnir prjál, sindrar innum glugga. Hvurt er farið kul og bál, kafaldshríð og mugga? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afléttingar, veðrið og vetrarhækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.