Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Antwerp Giants þarf á góðri frammistöðu að halda í síðari leikn- um í undanúrslitum belgísku bik- arkeppninnar í körfuknattleik eftir tap fyrir Oostende á útivelli í fyrri leiknum í gær 90:78. Antwerp á síðari leikinn til góða á heimavelli til að komast í bikar- úrslitaleikinn í Belgíu. Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson gerði það sem hann gat fyrir Antwerp. Skoraði 17 stig en gaf að auki sjö stoðsendingar á samherjana. Elvar var með 43% hittni fyrir utan 3-stiga línuna. Verk að vinna hjá Antwerp Ljósmynd/FIBA Hittinn Elvar Már Friðriksson er skæður fyrir utan 3-stiga línuna. Knattspyrnudeild Selfoss hefur sam- ið við taílensku landsliðskonuna Mi- röndu Nild. Hún er 25 ára sókn- armaður sem var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð. Nild lék með Kristianstad sem lánsmaður frá bandaríska úrvalsdeildarliðinu OL Reign en hún hóf atvinnumannsfer- ilinn með FC Gintra í Litháen árið 2019. Björn Sigurbjörnsson, nýráð- inn þjálfari Selfyssinga, var aðstoð- arþjálfari hjá Kristianstad og ætti því að þekkja Nild vel. Sif Atladóttir er einnig komin til Selfoss frá Kristi- anstad. sport@mbl.is Ljósmynd/Selfoss Landsliðskona Miranda Nild leikur á Íslandi á næsta keppnistímabili. Frá Kristianstad til Selfyssinga Í LOS ANGELES Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is Forráðamenn Los Angeles Rams höfðu lagt allt í sölurnar til að vinna NFL-titilinn í ár eins og bent hefur verið á í þessum pistlum á undan- förnum vikum, en eftir að kantmað- urinn Odell Beckham Jr meiddist í fyrri hálfleik úrslitaleiks Rams og Cincinnati Bengals á SoFi- leikvanginum hér í Los Angeles á sunnudagskvöldið, riðlaðist sókn- arleikur Rams nokkuð. Beckham var þriðji kantmaðurinn í sóknarliði Rams sem meiddist á síð- ustu vikum og þar var ljóst að án þeirra yrði þetta erfiðara fyrir heimamenn en ætlað var. Varnarlið Bengals, sem talið var veikleiki liðsins, gekk á lagið í seinni hálfleiknum og lokaði á ruðnings- tilraunir Rams. Eini kantmaðurinn sem eftir var hjá Rams, Cooper Kupp, reyndist hins vegar nóg á end- anum. Hann var tvívaldaður af varn- armönnum Cincinnati eftir að Beck- ham meiddist og öll pressan var á Kupp – sem var kosinn sóknar- leikmaður ársins í deildinni – að gera eitthvað sérstakt. Gerðu út um leikinn með snertimarki Hann hélt síðustu sóknartilraun Rams á lífi með frábæru hlaupi með boltann þegar svo virtist sem vörn Cincinnati ætlaði að taka vald á bolt- anum þegar tvær mínútur voru eftir. Kupp var síðan ólöglega „haldið“ af varnarmönnum Bengals á síðustu mínútunni, sem gaf leikstjórnand- anum Matthew Stafford tækifæri á að róa sóknarliðið niður. Stafford og Kupp gerðu svo út um leikinn með snertimarki tveimur tilraunum seinna til að gera út um leikinn. Lokatölur urðu 23:20 fyrir Rams eft- ir að Bengals hafði komist í 20:13. Stafford var hissa á að vörn Cinc- innati tvívaldaði Kupp ekki í lokin. „Þegar ég sá að það voru ekki tveir menn á Cooper [Kupp] var ég ekki í vafa um hvert ég átti að senda bolt- ann. Ég kom honum á minn mann. Stjörnur Rams tóku yfir í lokin Cooper Kupp var kosinn maður leiksins, enda öll pressan á honum eftir að Beckham meiddist og hann skoraði tvö mikilvæg snertimörk eft- ir sendingar Stafford í leik þar sem hvert stig var dýrmætt. „Ég er orðlaus núna,“ sagði hann við fréttamann NBC-sjónvarpsstöðv- arinnar strax eftir lok leiksins. „Ég er svo þakklátur samherjum mínum fyrir að leggja grunninn að því sem ég náði að gera í kvöld. Varnarmenn Bengals spiluðu vel í kvöld, en ég náði að skapa smá pláss í endamark- inu í lokin og Matt [Stafford] kom boltanum hárfínt á réttan stað fyrir mig að ná valdi á honum.“ Þótt Stafford og Kupp hefðu náð að fara í gang á réttum tíma í lokin til að vinna leikinn, hefði sú leiklota heimamanna aldrei orðið jafn mik- ilvæg ef varnarlið Rams hefði ekki staðið við þær væntingar sem til þess voru gerðar fyrir þennan leik. Varn- arlið Rams gaf hinum unga leik- stjórnanda Bengals, Joe Burrows, aldrei nægan frið í seinni hálfleiknum til að gera út um leikinn þegar þeir náðu forystunni. Varnarmenn Rams tækluðu hann sjö sinnum í grasið og settu mikla pressu á Burrows í 18 af 33 sendingatilraunum hans í leikn- um. Það var við hæfi að besti varn- armaður Rams, Aaron Donald í sókn- arlínunni, tæklaði síðan Burrows í leikslok til að gera út um leikinn. Stuðningsfólk Bengals fjölmennara Þótt þetta hafi kannski ekki verið eins skemmtileg sýning sóknarlið- anna og margir höfðu vonað, var leik- urinn mjög spennandi og í seinni hálfleiknum var það bara spurning um hvort sóknar- eða varnarliðið myndi taka af skarið. Stjörnum prýdd liðin hjá Rams gerðu það í lok- in. Mikil stemning var á áhorf- endastæðunum í seinni hálfleiknum í þessum leik, enda leikurinn jafn og mikið í húfi. Mun fleiri áhorfendur á leikvanginum voru á bandi gestanna og augljóst var að margt stuðnings- fólk Bengals, sem beðið hafði í 31 ár eftir að komast í þennan úrslitaleik, hafði farið á endursölumarkaðinn í miðasölunni og fórnað miklu til að styðja liðið. Ég talaði við nokkurt af þessu fólki fyrir leikinn, enda mætti ég þremur tímum fyrir leikinn á SoFi- leikvanginn þar sem ég vissi að um- ferðin í kringum leikvöllinn yrði sturluð eftir það. Fólkið frá Ohio var allt yfir sig hrifið af leikvanginum, en yfirgaf hann þó vonsvikið. Cincinnati átti hins vegar frábært keppnistímabil og hér er lið á upp- leið. Stafford og Kupp sáu um Bengals AFP Aðalmenn Matthew Stafford og Cooper Kupp tryggðu Rams meistara- titilinn eftir að liðið var komið með bakið upp við vegg á lokakaflanum. - Varnarlið Rams stóðst væntingar og NFL-titillinn er kominn til Los Angeles _ Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í átta mánuði í gær, eða síðan hann hneig niður í leik Dana og Finna á EM síðasta sumar. Hann lék æfingaleik með Brentford gegn Southend, fyrir luktum dyrum, og lagði upp mark í 3:2 sigri. Dagurinn var líka merkilegur fyr- ir Eriksen að öðru leyti því hann átti þrítugsafmæli í gær. Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford sagði um helgina að hann væri bjartsýnn á að Eriksen myndi spila með liðinu í deild- inni áður en febrúar væri úti hann er samningsbundinn út þetta tímabil. _ Knattspyrnumaðurinn Óttar Magn- ús Karlsson er að ganga til liðs við Oakland Roots sem leikur í bandarísku B-deildinni eða USL-deildinni sam- kvæmt Fótbolta.net. Óttar er samn- ingsbundinn Venezia í ítölsku A- deildinni. Hann lék fyrri hluta yfir- standandi tímabils á láni hjá Siena í ítölsku C-deildinni. _ Enska knattspyrnuliðið Newcastle varð fyrir áfalli þegar bakvörðurinn Kieran Trippier fótbrotnaði í sigur- leiknum gegn West Ham á sunnudag. Trippier var keyptur frá Atlético Mad- rid í janúar og kom sterkur inn í lið Newcastle sem hefur bætt stöðu sína verulega og er komið fjórum stigum upp fyrir fallsæti. Myndataka leiddi í ljós brot í beini í ristinni og hann verð- ur frá keppni um óákveðinn tíma. _ Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish verður ekki með enska meist- araliðinu Manchester City þegar þráð- urinn verður tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld vegna meiðsla. City mætir Sporting frá Lissabon í kvöld þegar 16- liða úrslitin hefjast. Eitt ogannað Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakin með stofnfundi í Iðnó í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar. Þau voru áður stofn- uð árið 1990 en hafa legið í dvala um nokkurt skeið. „Á Íslandi hafa hlutirnir aðeins staðnað þegar kemur að kvennaknatt- spyrnunni og því ákváðum við að endurvekja hagsmunasamtökin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, talskona samtakanna, við Morgunblaðið í gær. „Þegar við horfum til Evrópu þá eru mörg lönd að síga fram úr okkur. Það er verið að setja meiri pening í kvennaboltann og aðsókn á leiki hjá kvennaliðum hefur aukist til muna. Okkur fannst kominn tími til þess að taka þátt í því sem er að gerast í Evrópu. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr undanfarna daga og það er margt jákvætt að gerast innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem snýr að kvennaboltanum. Í fyrsta sinn í sögu KSÍ er kvenkynsformaður að störfum og okkur fannst þetta því góður tímapunktur til þess að endurvekja sam- tökin. Samtökin eru opin öllum og við ákváðum að einskorða þetta ekki bara við knattspyrnukonur heldur eru allir velkomnir sem vilja vinna að settum markmiðum, hvort sem það eru leikmenn, fyrrverandi leikmenn, áhugafólk um fótbolta eða bara foreldrar barna og unglinga sem stunda eða hafa stundað íþróttina,“ sagði Anna en viðtalið í heild er á mbl.is. Hagsmunasamtök endurvakin Bikarmeistarar Vals í karlaflokki í handbolta þurfa að vinna tvö neðstu lið úrvalsdeildarinnar, HK og Víking, til að komast í undanúrslit Coca Cola- bikarsins. Bikarmeistarar kvenna þurfa aðeins einn leik, KA/Þór situr hjá í sextán liða úrslitum og fær svo heimaleik gegn öðru tveggja neðstu liða úrvalsdeildar, Aftureldingu eða HK. Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld en þó var dregið til átta liða úrslitanna í hádeginu í gær. Í karlaflokki mætast: Valur eða HK – Vængir Júpíters eða Víkingur Stjarnan eða KA – Grótta eða Haukar Hörður eða FH – Þór ÍR eða Selfoss – Kórdrengir eða ÍBV Í átta liða úrslitum kvenna mætast þessi lið: Valur – Selfoss eða Haukar ÍR eða Grótta – Víkingur eða Fram Fjölnir/Fylkir eða ÍBV – FH eða Stjarnan KA/Þór – Afturelding eða HK Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld og lýkur á fimmtudagskvöldið og 8- liða úrslitin fara svo fram um næstu helgi, 19.-20 febrúar. Úrslitahelgin er síðan 9.-13. mars á Ásvöllum í Hafnarfirði en Valur á titil að verja í karla- flokki og KA/Þór er ríkjandi bikarmeistari kvennamegin. Hagstætt fyrir bikarmeistara England B-deild: WBA – Blackburn .................................... 0:0 Staðan: Fulham 30 19 7 4 78:26 64 Bournemouth 30 17 7 6 49:26 58 Blackburn 32 15 9 8 45:33 54 QPR 30 15 7 8 46:34 52 Huddersfield 32 13 11 8 40:34 50 Middlesbrough 30 14 7 9 38:29 49 Nottingham F. 31 13 8 10 43:33 47 WBA 31 12 10 9 34:26 46 Sheffield Utd 29 13 7 9 39:33 46 Luton 30 12 9 9 41:36 45 Preston 32 11 12 9 35:35 45 Coventry 29 12 8 9 39:34 44 Stoke City 30 12 7 11 38:32 43 Blackpool 31 11 8 12 34:37 41 Millwall 30 10 10 10 31:33 40 Swansea 30 10 8 12 32:39 38 Bristol City 32 10 7 15 42:58 37 Birmingham 32 9 9 14 37:49 36 Hull City 31 9 5 17 26:36 32 Cardiff 30 9 5 16 36:50 32 Reading 30 8 4 18 36:60 22 Peterborough 29 5 5 19 23:60 20 Derby 31 9 12 10 32:35 18 Barnsley 30 3 8 19 19:45 17 Tyrkland Adana Demirspor – Besiktas ................. 1:1 - Birkir Bjarnason lék fyrstu 66 mínút- urnar með Adana Demirspor. _ Efstu lið: Trabzonspor 60, Konyaspor 48, Adana Demirspor 41, Istanbul Basaksehir 40, Alanyaspor 40, Fenerebahce 40, Hatay- spor 39, Besiktas 38. Katar Emir-bikarinn, 16-liða úrslit: Al-Arabi – Al Sailiya ............................... 0:2 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. 50$99(/:+0$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.