Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 27
sóknirnar eru stuttar. Mikið hefur
verið skorað í mörgum leikjum liðs-
ins fyrir vikið. Breiðablik hefur unn-
ið góða sigra undanfarið en að þessu
sinni var útkoman ekki góð. Segja
má að Blikum hafi verið kippt niður
á jörðina en á undanförnum vikum
hafa þeir unnið KR, Tindastól og
Grindavík. Breiðablik er með 14 stig
eins og Tindastóll, ÍR og KR í 7.-10.
sæti.
Hrukku í gang með látum
Grindavík fór upp að hlið Vals
með sigri, 99:92, þegar liðin mættust
í fjörugum leik í Grindavík. Liðin
eru bæði með 18 stig í 4.-6. sæti
deildarinnar eftir 16 leiki rétt eins
og Stjarnan.
Valsmenn voru ferskari framan af
leiknum í Grindavík. Að loknum
fyrri hálfleik voru þeir yfir, 51:39, en
í þriðja leikhluta hrukku heimamenn
í gang með látum. Þá settu þeir nið-
ur hvert þriggja stiga skotið á fætur
öðru og komust yfir fyrir síðasta
leikhlutann.
Grindavík skoraði 37 stig í þriðja
leikhlutanum og slökkti nánast í
Valsliðinu um leið sem skoraði að-
eins 17 stig í síðasta leikhlutanum.
Grindvíkingar eru skæðir í þriggja
stiga skotunum á góðum degi og í
gær settu þær niður nítján slík og
voru með 55% hittni fyrir utan
þriggja stiga línuna. Það munar um
minna í jöfnum leikjum.
Elbert Matthews skoraði 27 stig
fyrir Grindavík, Naor Sharabanien
23 og Kristinn Pálsson 17 stig. Þeir
settu niður fimmtán þriggja stiga
skot. Kári Jónsson skoraði 19 stig
fyrir Val en hann setti niður fjóra
þrista í sex tilraunum. Pablo Ber-
tone skoraði einnig 19 fyrir Val.
_ Tveimur leikjum sem fram áttu
að fara í gærkvöld var frestað vegna
veðurs og ófærðar. KR-ingar kom-
ust ekki til Sauðárkróks þar sem
þeir áttu að mæta Tindastóli og
Vestramenn komust ekki til Akur-
eyrar þar sem þeir áttu að mæta Þór
í uppgjöri neðstu liða deildarinnar.
Þessum leikjum, og hinum tveimur
sem fram fóru í gærkvöld, hafði áður
verið frestað vegna kórónuveirus-
mita, þannig að enn verður bið á því
að búið verði að hreinsa upp allar
frestanir síðustu vikna og mánaða í
deildinni.
Meistararnir fá gott aðhald
- Keflvíkingar til alls líklegir eins og í
fyrra - 19 þristar hjá Grindvíkingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson gaf 12 stoðsendingar á liðs-
félaga sína í Keflavík. Hann vantaði eitt stig og eitt frákast til að ná þrennu.
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar sýndu hvers þeir eru
megnuðir í Subway-deild karla í
körfuknattleik í gærkvöldi og rót-
burstuðu Blika 126:80 í Keflavík.
Í öðrum leikhluta skildi leiðir þeg-
ar Keflavík skoraði 39 stig en
Breiðablik 22. Að loknum fyrri hálf-
leik hafði Keflavík skorað 74 stig en
Breiðablik 49 stig.
Reykjanesbæjarliðin sigursælu,
Njarðvík og Keflavík, veita Íslands-
meisturunum í Þór Þorlákshöfn gott
aðhald í toppbaráttu deildarinnar.
Þór er með 24 stig á toppnum en
Njarðvík og Keflavík eru með 22
stig. Næstu lið eru með 18 stig.
Keflvíkingar urðu fyrir von-
brigðum á síðasta tímabili þegar
þeir töpuðu fyrir Þórsurum í úr-
slitarimmunni og eru til alls líklegir í
vor ef fram heldur sem horfir. Dom-
inykas Milka skoraði 30 stig og þeg-
ar hann nær sér á strik er útkoman
yfirleitt góð fyrir Keflavík. Everage
Lee Richardson skoraði 21 stig fyrir
Breiðablik.
Blikar spila iðulega mjög hratt og
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
Vetrarólympíuleikar eru
íþróttaviðburður sem ég fylgist
alla jafna mjög vel með. Þetta
var í raun fyrsti stóri íþrótta-
viðburðurinn sem ég horfði al-
mennilega á í sjónvarpi en leik-
arnir í Lillehammer árið 1994
fóru fram í febrúar, heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu fór aftur
á móti fram í júní og júlí sama ár.
Það er eitthvað við vetrar-
íþróttir sem heillar mig. Ég hef
alltaf átt mjög auðvelt með það
að renna mér á bæði skíðum og
snjóbretti og það er ákveðið
frelsi sem fylgir þessu sporti
sem erfitt er að festa í orð. Ís-
land á fimm keppendur á Vetr-
arólympíuleikunum í Peking í ár
og ég hef fylgst vel með þeim
öllum í sínum greinum. Að sjá
þetta frábæra íþróttafólk á
stærsta sviðinu fyllir mig ótrú-
legu stolti.
Allir sem stunda vetrar-
íþróttir á Íslandi vita hversu erf-
itt það er sökum veðurfars og
það að við eigum alvöru íþrótta-
fólk á stærsta sviðinu er eitt og
sér stórkostlegt afrek. Þau eiga í
raun öll skilið verðlaun fyrir að
nenna að standa í þessu. Ég
kynntist bæði skíðagöngumann-
inum Snorra Einarssyni og
skíðamanninum Sturlu Snæ
Snorrasyni ágætlega þegar þeir
komu til mín í Dagmál en þeir
áttu það báðir sameiginlegt að
vera frábærir viðmælendur.
Þeir voru okkar helstu vonar-
stjörnur fyrir leikana í ár og eiga
báðir eftir að keppa í sínum
sterkustu greinum á leikunum,
sem er uppörvandi hugsun. Báð-
ir koma þeir til dyranna í við-
tölum nákvæmlega eins og þeir
eru klæddir og þeir eru lítið í því
að rífa upp frasabókina.
Nokkuð sem margir íþrótta-
menn, sem eru eflaust orðnir
hundleiðir á því að mæta í viðtöl,
mættu tileinka sér.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Subway-deild karla
Grindavík – Valur ................................. 99:92
Keflavík – Breiðablik ......................... 126:80
Staðan:
Þór Þ. 16 12 4 1548:1406 24
Njarðvík 15 11 4 1405:1237 22
Keflavík 16 11 5 1436:1349 22
Grindavík 16 9 7 1368:1353 18
Valur 16 9 7 1307:1276 18
Stjarnan 16 9 7 1433:1385 18
Breiðablik 16 7 9 1685:1667 14
Tindastóll 15 7 8 1301:1359 14
ÍR 16 7 9 1440:1421 14
KR 14 7 7 1261:1296 14
Vestri 15 3 12 1175:1328 6
Þór Ak. 15 1 14 1128:1410 2
Belgía
Bikarinn, undanúrslit, fyrri leikur:
Oostende – Antwerp Giants............... 90:78
- Elvar Már Friðriksson skoraði 17 stig,
gaf sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst
fyrir Antwerp Giants.
NBA-deildin
Boston – Atlanta................................. 105:95
Indiana – Minnesota ........................ 120:129
>73G,&:=/D
Knattspyrnumaðurinn Emil Páls-
son er byrjaður að æfa með liði
sínu, Sarpsborg frá Noregi, eftir að
hafa farið í hjartastopp í leik í byrj-
un nóvember. Hann var þá í láni hjá
Sogndal og var endurlífgaður á
vellinum í leik liðsins við Stjördals-
Blink. Lið Sarpsborg er við æfingar
á Spáni um þessar mundir og í gær
voru birtar myndir af Emil á sam-
félagsmiðlum félagsins þar sem
hann hleypur og sparkar bolta í
fyrsta sinn eftir atvikið á æfingu
liðsins og segir að sér líði bara
mjög vel.
Emil byrjaður
að æfa á ný
Ljósmynd/Sarpsborg
Byrjaður Emil Pálsson æfir með liði
Sarpsborg á Spáni þessa dagana.
Andri Adolpsson, knattspyrnumað-
ur úr Val, sér fram á að missa af
heilu tímabili í annað sinn á þremur
árum. Andri staðfesti við fótbolt-
i.net að hann væri með slitið kross-
band í hné og þar með verður hann
frá keppni næstu 8-10 mánuðina en
gæti hugsanlega spilað í blálok Ís-
landsmótsins í október. Andri
missti af tímabilinu 2020, nema
hvað hann lék síðasta leik Vals í
deildinni, eftir að hafa fengið höf-
uðhögg snemma árs. Andri er 29
ára og á að baki 124 leiki með Val
og ÍA í úrvalsdeildinni.
Missir aftur af
heilu tímabili
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjarvera Andri Adolphsson hefur
verið óheppinn síðustu ár.
Hin bandaríska Kaillie Humphries
skrifaði sig í sögubækurnar í gær
þegar hún fagnaði sigri í bobb-
sleðakeppni á Vetrarólympíuleik-
unum í Peking í Kína. Humphries,
sem er 36 ára, er fyrsta konan til
þess að vinna til gullverðlauna fyrir
tvö ríki á Ólympíuleikunum en hún
keppti fyrir Kanada, þar sem hún
er fædd og uppalin, til ársins 2018.
Nú keppir hún sem sagt fyrir
Bandaríkin en vann til tvennra
gullverðlauna á Ólympíuleikum
fyrir Kanada, í Vancouver 2010 og
Sochi í Rússlandi 2014. Þá fékk hún
brons í PyeongChang árið 2018 en
öll verðlaunin fékk hún í tveggja
manna sleðakeppni. Humphries
fékk bandarískt ríkisfang fyrir
tveimur mánuðum.
„Ákvörðunin um að yfirgefa kan-
adíska landsliðið var ekki auðveld
enda var óvíst hvort ég næði að
keppa í Peking. Ég vissi þó að ég
hefði tekið rétta ákvörðun,“ sagði
Humphries við olympics.com og
segist hafa tekið fimleikastjörnuna
Simone Biles sér til fyrirmyndar en
Biles þurfti að taka erfiða ákvörðun
á ÓL í Japan í fyrra.
AFP
Afrekskona Kaillie Humphries hefur komið sér vel fyrir í sögubókunum.
Vann gull fyrir Kan-
ada og Bandaríkin
Hin fimmtán ára gamla Kamila Val-
ieva fær að keppa fyrir hönd Rússa
í undankeppninni í listhlaupi
kvenna á skautum á Vetrarólymp-
íuleikunum í Peking í dag.
Eftir liðakeppnina á dögunum,
þar sem Valieva átti drjúgan þátt í
að tryggja rússneskan sigur, var
upplýst að hún hefði fallið á lyfja-
prófi í Rússlandi í desember og hún
var úrskurðuð í keppnisbann af
WADA, Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu.
Máli hennar var áfrýjað til Al-
þjóðaíþróttadómstólsins, CAS, sem
úrskurðaði að þar sem Valieva væri
undir 16 ára aldri nyti hún verndar
samkvæmt reglum WADA, þar sem
m.a. hefði átt að gæta nafnleyndar.
Að auki hefði niðurstaða lyfja-
prófsins ekki borist fyrr en sex vik-
um eftir að hún gekkst undir það,
og eftir að hún hefði hafið keppni á
Vetrarólympíuleikunum.
Alþjóðaólympíunefndin sagði áð-
ur en úrskurðurinn var birtur að
hún myndi virða niðurstöðu CAS,
„hvort sem okkur líkar hún eða
ekki“. Bandaríska ólympíunefndin
lýsti yfir miklum vonbrigðum
vegna þeirra skilaboða sem úr-
skurðurinn sendi. Rússneska ól-
ympíunefndin fagnaði honum að
vonum en Rússar mega ekki keppa
undir eigin fána á leikunum, né öðr-
um stórmótum, vegna lyfjamisferlis
á undanförnum árum.
Verðlaunaafhending fyrir liða-
keppnina hefur ekki enn farið fram
og óvíst er hvort verðlaun verði af-
hent í greininni vegna málsins.
Valieva þykir mjög sigurstrang-
leg í einstaklingskeppninni í list-
hlaupi á skautum en undankeppni
hennar hefst klukkan tíu í dag og
úrslitakeppnin er á fimmtudag.
Fær að keppa þrátt
fyrir fall á lyfjaprófi
AFP
Fimmtán Kamila Valieva er
sigurstrangleg í listhlaupinu.
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Víkin: Víkingur – Fram........................ 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SA ......................... 19.45
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Víkingsv.: Víkingur R. – Þróttur V.......... 19
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Höfn: Sindri – Fjölnir .......................... 19.15
Í KVÖLD!