Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 15.02.2022, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022 Kúbansk-bandaríska myndlistar- konan Carmen Herrera er látin, 106 ára að aldri. Saga hennar er afar óvenjuleg því hún vann markvisst að listsköpun sinni og málaði öll sín fullorðinsár naumhyggjuleg ab- straktverk en sló ekki í gegn og fór að selja verk fyrr en hún var orðin 89 ára gömul. Síðan hefur hún verið meðal vinsælustu og eftirsóttustu myndlistarmanna Bandaríkjanna og verk hennar verið keypt af og sýnd í helstu söfnum þar í landi. Herrera fæddist á Kúbu árið 1915 og ólst upp á miklu menningarheim- ili. Faðir hennar var ritsjóri dag- blaðs og móðir hennar blaðamaður. Hún nam tungumál og myndlist og hélt til framhaldsnáms í París, þar sem hún var í deiglu abstrakt mynd- listar og vöktu verk hennar þar nokkra athygli. Herrera giftist bandarískum enskukennara og flutti með honum til New York árið 1954. Herrera vann alla tíð að myndlist sinni og afl- aði eiginmaðurinn heimilinu tekna. Herrera sýndi verk sín reglulega á samsýningum og í litlum sjálf- stæðum galleríum, þar sem þau fengu góða umsögn og jafnvel var minnst á þau í gagnrýni, en engin seldust. Eiginmaður Herrera lést árið 2000 og fjórum árum seinna slógu verk hennar loks í gegn. Nokkur voru valin á gallerísýningu með verkum listakvenna frá Mið- og Suð- ur-Ameríku. Gagnrýnandi The New York Times bar lofsorð á málverk Herrera, sem hafði þá búið í borg- inni í hálfa öld. Og viðbrögðin voru sterk: Safnarar tóku að kaupa verk eftir hana og einnig listasöfn, og verð málverkanna rauk upp. Í fram- haldinu voru settar upp einkasýn- ingar í söfnum og Herrera gat ráðið aðstoðarmenn sem aðstoðuðu hana svo hún gat, þótt bundin væri hjóla- stól, málað nánast til æviloka. Ljósmynd/Lisson Gallery Stjarna Carmen Herrera rúmlega aldargömul við eitt málverka sinna. Málari sem sló í gegn níræð er látin 106 ára Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín hófst 10. febrúar og stendur yfir til 20. febrúar. Fjögur íslensk verk eru á aðaldagskrá hátíðarinnar, fleiri en nokkru sinni áður, skv. tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndin Berdreymi eftir leik- stjórann Guðmund Arnar Guðmunds- son var heimsfrumsýnd föstudaginn 11. febrúar í flokki sem nefnist Pano- rama. Í myndinni segir af unglings- pilti, Adda, sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu og dag einn ákveð- ur hann að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vina- hóp slagsmálahunda. Þegar hegðun strákanna stigmagnast yfir í lífs- hættulega atburði fer Addi að upplifa eigin skynjanir og kviknar þá sú spurning hvort innsæi hans muni beina vinunum á öruggari braut eða sökkva þeim lengra inn í heim ofbeld- is. Berdreymi verður frumsýnd hér á landi 22. apríl. Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason er sýnd í þeim hluta hátíð- arinnar sem nefnist Berlinale Special og var sérvalin af Carlo Chatrian, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Hún var frumsýnd í gær og fjallar um systkini sem byggja saman trjákofa. „Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þján- ingu, vetur og sumar, ljós og myrk- ur,“ segir í tilkynningu. Sjónvarpsþáttaröðin Svörtu sand- ar í leikstjórn Baldvins Z tekur þátt í Berlinale Series sem er flokkur á há- tíðinni helgaður sjónvarpsþáttaröð- um og er hún ein af sjö seríum sem voru valdar þar inn. Í fjórða lagi er það svo kvikmyndin Against the Ice eftir Peter Flinth, sem verður frumsýnd í dag, 15. febr- úar, í flokknum Berlinale Special Gala. Baltasar Kormákur og RVK Studios framleiddu myndina fyrir Netflix, í samstarfi við leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem fer einn- ig með eitt aðalhlutverkanna. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir af þrekraun tveggja pólfara á Grænlandi. Fleiri Íslendingar koma að myndinni, m.a. Heiða Rún Sigurð- ardóttir og Gísli Örn Garðarsson sem leika í henni og eftirvinnsla mynd- arinnar fór alfarið fram á Íslandi. Fjögur íslensk í Berlín Ljósmynd/Brigitte Dummer Frumsýning Frá frumsýningu á Berdreymi í Berlín, Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri með leikurunum Davíð Guðbrandssyni, Kristínu Ísold Jóhannesdóttur, Anitu Briem og Ólafi Darra Ólafssyni. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hið nýstofnaða forlag Bókaútgáfan Asía gaf í árslok í fyrra út bók með ævintýrum frá Kóreu og Japan sem þýðingafræðingurinn Unnur Bjarna- dóttir sá um að þýða og endursegja. Bókin heitir einmitt Ævintýri frá Kóreu og Japan og er þetta í fyrsta sinn sem ævintýri frá lönd- unum eru gefin út á íslensku, fimm frá hvoru. Með hverju ævin- týri er stutt um- fjöllun og auk þess gerð grein fyrir sögu og menningu landanna. Bókin er 96 bls. að lengd og er skipt í tvennt, kóresk ævintýri fyrst og svo japönsk og eru ævintýrin myndlýst af Elísabetu Rún. Talar bæði tungumál „Ég les útgáfur bæði á kóresku og japönsku og líka aðrar þýðingar og skrifa svo niður á íslensku,“ segir Unnur um þýðingar sínar á ævintýr- unum og blaðamaður furðar sig á því að hún tali bæði tungumál. Hvernig skyldi nú standa á því? „Ég fór í jap- önsku í háskólanum hér og bjó svo í Japan í eitt ár. Svo var ég í háskóla í Þýskalandi og fór í gegnum hann til Kóreu og lærði kóresku þar. Þannig að ég hef búið í báðum löndum,“ svarar Unnur. – Hvernig kom þetta verkefni til, útgáfa þessara ævintýra? „Þetta er bara mín hugmynd, í rauninni, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bókmenntum og ævintýrum og svo þegar ég fór að læra meira um Austur-Asíu fór ég líka að kynna mér ævintýri, goðsögur og trúarbrögð þessa svæðis og langaði til að gefa eitthvað út á íslensku, fyrst það var ekkert komið,“ svarar Unnur en auk þess að vera þýðingafræðingur er hún líka með gráðu í menningarfræði frá þýskum háskóla. Virkar fyrir alla – Er bókin hugsuð fyrir börn eða frekar fullorðna? „Þetta virkar í rauninni fyrir alla, ævintýrin sjálf eru skrifuð þannig að hægt sé að lesa þau fyrir börn og ættu ekki að vera of hræðileg, ekkert verri en Rauðhetta, Mjallhvít eða slík ævintýri. Umfjöllunin er kannski fyr- ir eldri markhóp, fyrir þá sem vilja grafa aðeins dýpra, en ævintýrin standa samt alveg ein og sér,“ svarar Unnur. Eldri lesendur geti kynnt sér trúarbrögð og menningu landanna og það sem var að gerast á hverjum tíma þegar ævintýrin komu út. En hvað einkennir ævintýrin frá þessum löndum? Unnur segir margt svipað með þeim og ævintýrunum sem við þekkjum hér á landi, t.d. galdrar. „Það er kannski helst ákveð- inn shamanismi eða andatrú sem kemur oft upp í ævintýrunum. Þarna eru auðvitað allt önnur trúarbrögð, engin kristni þarna,“ segir Unnur. Þá sé búddismi líka áberandi og konfú- síusismi sem sé hálfgert heimspeki- kerfi og siðareglur. „Þetta eru ein- mitt guðir sem eru miklu meira til staðar fyrir fólkið en hinn kristni guð sem er svolítið fjarlægur. Þetta eru guðir sem standa fyrir ákveðna hluti og hægt er að biðja til, koma með ákveðnar óskir og þeir eru líka verndarar þorpa og staða. Það er mikil andatrú í báðum löndum sem er samt ólík,“ útskýrir Unnur. Tryggð hin æðsta dyggð – Hver er boðskapur ævintýr- anna? „Það er svolítið gegnumgangandi að þeir sem eru góðir fá það launað, fá það til baka en þeim sem eru illir eða gera eitthvað slæmt gengur illa að lokum,“ svarar Unnur. Þá séu reglur trúarbragðanna líka til staðar, t.d. í konfúsíusisma þar sem mikil áhersla er lögð á tryggð við foreldra. Unnur nefnir sem dæmi að í einu ævintýrinu fórni dóttir sér fyrir föð- ur sinn því það sé hin æðsta dyggð. Unnur er að lokum spurð að því hvernig hún hafi valið ævintýrin þar sem hún hafi væntanlega haft úr mjög mörgum að velja. „Ég valdi þau sem eru þekktust í Kóreu og Japan og talaði líka við vini sem hafa verið í báðum löndum eða eru hver frá sínu landinu. Það hjálpaði til við valið en svo veit ég líka mikið sjálf um löndin og kannaðist við þau öll, í rauninni,“ svarar hún. Andatrú og önnur trúarbrögð - Kóresk og japönsk ævintýri gefin út í fyrsta sinn á íslensku - Þýðandi kann bæði tungumál og hefur búið í báðum löndum - Saga og menning landanna kynnt Ævintýri Unnur Bjarnadóttir valdi ævintýrin og þýðir úr frummálum. Höfundurinn Unnur Bjarnadóttir. Myndlýsir Elísabet Rún. Hækkum rána, heimildarmynd eftir Guðjón Ragnarsson, vann um helgina til ECFA-verðlaunanna fyr- ir bestu evrópsku heimildarmynd- ina fyrir börn. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á gæðaefni sem framleitt er fyrir börn og ung- menni og voru þau afhent í Berlín. Margrét Jónasdóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar, tók á móti verð- laununum en hún framleiddi hana fyrir Sagafilm og var myndin með- framleidd af Outi Rousu fyrir finnska framleiðslufyrirtækið Pystymetsä Oy. Myndin hefur verið sýnd víða á hátíðum allt frá því hún var frum- sýnd á heimildarmyndahátíðinni Hot Docs í apríl í fyrra og hlaut hún m.a. tvenn verðlaun á barna- kvikmyndahátíðinni Filem’on í Belgíu, sem besta myndin valin af 8-13 ára dómnefnd og besta heimildarmyndin valin af faglegri dómnefnd. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum í Finnlandi og fer brátt í dreifingu í Banda- ríkjunum. Hækkum rána var sýnd í Sjón- varpi Símans Premium í fyrra og verður fljótlega sýnd á RÚV, að því er fram kemur í tilkynningu. ECFA (European Children‘s Film Associa- tion) eru samtök sem leggja áherslu á gæða barna- og ungmennaefni og meðlimir samtakanna eru fyrir- tæki, stofnanir og einstaklingar í kvikmyndageiranum. Hækkum rána verð- launuð Viðurkenning Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndarinnar, tók við verðlaununum í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.