Morgunblaðið - 15.02.2022, Qupperneq 32
refafóður, hunda- og kattamat, hafi
lengi keypt sláturafurðir frá slátur-
húsum á meginlandi Evrópu til að
nota í framleiðsluna. Eftir að fulltrúi
þess hafi margsinnis komið til Ís-
lands og kynnt sér stöðuna í slátur-
húsum hafi komist á viðskipti sem
hafi eflst með hverju árinu. „Það er
ekki mér að þakka heldur hef ég ver-
ið þátttakandi í þessari þróun.“
Auk sláturafurðanna selur Jóhann
meðal annars saltaðar gærur og
stórgripahúðir. Fyrsta söluferð hans
vegna útfutnings var til Færeyja
1963 og síðan hefur hann heimsótt
viðskiptavinina reglulega. „Góð per-
sónuleg tengsl í viðskiptum eru
mikilvæg,“ segir hann og bendir á að
Færeyingar kaupi árlega mikið
magn af kjötvörum frá Íslandi.
Jóhann er í góðum tengslum við
japanskt fyrirtæki, sem kaupir 100
til 150 tonn af íslensku lambakjöti á
ári. „Ólíkt öðrum kaupendum vilja
eigendur þessa fyrirtækis bara
kaupa akfeitt lambakjöt og þunga
skrokka með þeirri skýringu að það
sé besta kjötið. Það er eflaust rétt
hjá þeim.“
Fyrir um einu og hálfu ári seldu
Jóhann og Pétur Guðmundsson í
Ófeigsfirði dúnhreinsistöð sem þeir
stofnuðu um aldamótin. „Við hreins-
uðum dún frá æðarbændum víðast
hvar af landinu í um 20 ár og ég sá
um útflutninginn, en við hættum
vegna þess að við erum báðir orðnir
nokkuð gamlir og fannst tími til
kominn að breyta til.“
Jóhann hefur verið í Lionsklúbbi
Kópavogs í um 40 ár. Hann segir að
starfið þar sé gefandi og sem betur
fer hafi gengið vel að fá yngri menn
til að taka þátt í störfum klúbbsins.
„Þessi starfsemi hjálpar samfélag-
inu heilmikið, auk þess að vera góður
félagsskapur,“ segir hann. Bætir við
að heilsan sé góð og gott sé að hafa
eitthvað fyrir stafni auk þess sem
einhverjar tekjur komi sér alltaf vel,
en hann njóti líka aðstoðar fjölskyld-
unnar við rekstur JBS Export.
„Þetta er bara lítið fjölskyldufyrir-
tæki,“ segir hann lítillátur.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jóhann B. Steinsson sölustjóri á ára-
tuga atvinnuferil í afurðasölu að baki
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga og reynslan kemur sér vel í
því sem hann er önnum kafinn við
rúmlega áttræður. Um aldamótin
stofnaði hann
þjónustufyrir-
tækið JBS Ex-
port og hefur síð-
an starfað fyrir
mörg sláturhús,
unnið við mark-
aðssetningu og
séð um skjala-
gerð fyrir þau
vegna útflutnings
á afurðum. Þar á
meðal vegna út-
flutnings á sláturúrgangi, sem hefur
aukist til muna á nýliðnum árum.
„Mikilvægt er að fólk, sem hefur
heilsu og vilja, fái tækifæri til að
vinna lengur en hefðbundin vinnulok
segja til um,“ segir hann.
Í afurðasölu í áratugi
Jóhann er ættaður úr Hvolhreppi
í Rangárvallasýslu, ólst þar upp og
bjó fram yfir tvítugt. „Ég er sveita-
strákur og þegar ég kom í bæinn fór
ég að vinna hjá búvörudeild Sam-
bandsins og vann þar hátt í 40 ár.“
Þegar SÍS hafi liðið undir lok hafi
nokkur sláturhús viljað nýta reynsl-
una og hann hafi þekkst boð frá þeim
um að halda áfram á sömu braut.
Það hafi hann gert og leggur áherslu
á að hann hafi ekki fundið upp hjólið
heldur hafi viðskiptin dafnað á hans
vakt. Á árum áður hafi sláturúrgangi
úr sauðfé, nautgripum og hrossum
verið hent, hann jafnvel grafinn í
jörðu, sem nú er harðbannað, en nýt-
ingin hafi aukist til muna og útflutn-
ingurinn þar með. „Það er gott að
geta komið sláturúrgangi í verð.“
Stærsti hluti þessara sláturafurða
er seldur til Danmerkur og þá eink-
um lambalungu, rollulifur, hálsæðar,
vambir og fita. Jóhann segir að
danskt fyrirtæki, sem búi til dýra-
fóður í verksmiðju sinni, einkum
Rúmlega áttræður
og gefur ekkert eftir
- Jóhann B. Steinsson kemur að útflutningi á sláturúrgangi
Morgunblaðið/RAX
Hjá SS á Selfossi Skrokkurinn er gjörnýttur og aukaafurðirnar fluttar út.
Jóhann B.
Steinsson • Gist er á hinu glæsilega Hótel Brandan
4* Morgunverður og kvöldverður innifalinn
• Skoðunarferðir til Klaksvíkur, Gásadals,
Götu, Kirkjubæjar og víðar um eyjarnar
• Hádegisverður í Kirkjubæ, í elsta
timburhúsi sem búið er í innan Evrópu
• Flogið frá Keflavík á aðeins 70 mín-
útum með Atlantic Airways
Fararstjóri: Gísli Jafetsson
Eldri borgarar
Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is
eða í símum 783-9300/01
Allar nánari upplýsingar á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
10.000 kr. afsláttur til netklúbsfélaga.
Skráðu þig í klúbbinn á heimasíðu okkar
FÆREYJAR
4.–8. apríl
Verð
199.900á mann í tvíbýli*
*aukagjald fyrir einbýli
kr. 39.500
Heillandi eyjar með
stórbrotnu landslagi
Veðurskeyti frá Ásgarði nefnist listaverkabók um söng-
verkið Elsku Borga mín eftir Atla Ingólfsson sem komin
er út. Tónverkið, sem er fyrir 24 raddir, byggir Atli á
textabrotum upp úr sendibréfum frá 1950. Þar skrifar
Lilja Magnúsdóttir, Ásgarði í Dölum, fimmtán ára dótt-
ur sinni Guðborgu fréttir úr sveitinni. Samhliða útgáfu
verksins var ráðist í gerð ítarefnis, efnis sem gæfi
hlustandanum nánari aðgang að textum og hugarheimi
verksins, undir ritstjórn Margrétar Elísabetar Ólafs-
dóttur. Veðurskeyti frá Ásgarði skoðar allar mögulegar
hliðar tónverksins og sendibréfanna, textar
birtir, ljósmyndir og nótur, og nokkrir
fræðimenn skoða bréfin í ljósi sagnfræði,
guðfræði, málfræði, veðurfræði eða bók-
menntafræði auk þess sem tónskáldið
fjallar um eigið verk. Enn frekari viðbót er
í vídeóverki sem Jeannette Castioni
gerði við tónverkið og fjallað er um í
bókinni. Útgáfunni verður fagnað
í Dynjanda, sal tónlistardeildar
LHÍ í Skipholti 31, í dag klukkan
17.30.
Veðurskeyti frá Ásgarði komið út
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Öflugt varnarlið Los Angeles Rams lagði grunninn að
sigri liðsins á Cincinnati Bengals í úrslitaleik NFL-
deildarinnar, Ofurskálarleiknum, sem fram fór í Los
Angeles í fyrrinótt. Gunnar Valgeirsson var á leiknum
fyrir hönd Morgunblaðsins og fer yfir það helsta í pistli
í blaðinu í dag. »26
Varnarlið Rams var í aðalhlutverki
ÍÞRÓTTIR MENNING