Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
sp
ör
eh
f.
— Bella Ítalía - kvennaferð —
21. - 28. maí
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Glæsileiki, rómantík og ölduniður Lago Maggiore vatnsins
undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafјallanna í þessari
skemmtilegu kvennaferð þar sem dekrað verður við okkur í
bænum Stresa. Við njótum þess að slaka á í vatnaparadísinni,
sem rómuð er fyrir fegurð, og láta dásamlegan suðrænan blæ
leika um okkur. Margar töfrandi skoðunarferðir standa til boða,
svo sem sigling á Comovatni og til litla listamannabæjarins
Gandria sem byggður er á klettasyllum við Luganovatn.
Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjögmikið innifalið!
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
M
yndlistarmaðurinn Pétur
Atli Antonsson Crivello
segist hafa teiknað mik-
ið frá því hann var barn.
Nú er alls kyns teikning, myndlýsing
og kápuhönnun orðin hans aðalstarf
og hefur hann sinnt ýmsum spenn-
andi verkefnum fyrir stór fyrirtæki
erlendis undan-
farin ár.
Eftir að hann
brautskráðist frá
Borgarholtsskóla
lá leiðin til San
Francisco og má
segja að þar hafi
ferillinn hafist.
Hann hóf nám við
Academy of Art
University og lagði
þar stund á það
sem á ensku kallast illustration, en
myndlýsing á íslensku. Þar bjó hann í
sex ár og útskrifaðist með BFA-gráðu
í greininni.
„Fyrsta starfið mitt eftir nám
var í litlu tölvuleikjastúdíói í San
Francisco. Þá byrjaði ég að vinna sem
svona bakgrunnsteiknari í tvívídd-
arleik. Þetta var byggingarleikur,
maður átti að byggja lítinn bæ, svo ég
var að teikna hús og svoleiðis.“ Þann-
ig hófst ferill Péturs sem myndhöf-
undur.
„Þegar ég var búinn að vera hjá
þeim í einhvern tíma var ég kominn
með smá heimþrá svo ég flutti heim.
En þeim hjá tölvuleikjafyrirtækinu
leist svo vel á mig að þau buðu mér að
halda áfram að vinna fyrir þau heim-
an frá Íslandi. Það hjálpaði mér mikið
í flutningunum,“ segir hann.
„Svo upp úr þurru fór ég að fá
lítil verkefni hér og þar. Þá var fólk
kannski búið að sjá heimasíðuna mína
eða skoða skólann sem ég var í og sjá
hverjir höfðu útskrifast þaðan.“
Hann var til dæmis beðinn að
myndskreyta bókarkápu og hanna
teiknimyndapersónur. Þessi verkefni
voru öll fyrir erlend fyrirtæki.
„Þá byrjaði ég að færa mig úr
því að vinna hjá töluleikjafyrirtækinu
og yfir í að vinna meira í lausa-
mennsku. Svo hætti ég á endanum
hjá þeim.“
Hið ævintýralega
skemmtilegast
Nokkrum árum eftir heimkom-
una hafði umboðsskrifstofa í New
York, Shannon Associates, samband
við Pétur. Hann tók vel í tilboð þeirra
og hefur verið í samstarfi við umboðs-
menn hjá fyrirtækinu frá 2015.
„Þeir sjá um að redda mér verk-
efnum alls staðar að úr heiminum.
Síðan ég fór að vinna með þeim hef ég
verið rosalega mikið í bókaútgáfu. Ég
hef gert mikið af kápum fyrir alla
helstu bókaútgefendur í Bandaríkj-
unum og á Bretlandi.“ Hann hefur til
dæmis unnið fyrir stór útgáfufyrir-
tæki á borð við HarperCollins, Peng-
uin Random House, Simon & Schus-
ter, Scholastic og Disney Books.
„Þegar ég var búinn að gera
slatta af bókarkápum fór ég að fá
stærri verkefni. Ég var til dæmis
beðinn að gera nýju kápurnar fyrir
Artemis Fowl-seríuna, það er mjög
þekkt sería sem kom út á sama tíma
og Harry Potter-bækurnar voru vin-
sælar. Ég fékk að gera allar átta káp-
urnar á þessa vinsælu seríu og í
framhaldi af því fór ég að fá fleiri
verkefni frá Disney.“
Annað stórt verkefni sem hann
fékk í kjölfarið var að vinna nýtt efni
tengt Star Wars. Disney hefur keypt
Lucasfilm sem framleiðir Star Wars
og hefur verið að framleiða nýtt efni
undir merkjum Star Wars, meðal
annars nýjar bækur.
„Í fyrra var ég mikið að vinna
fyrir þau. Ég gerði fimm Star Wars-
bækur; tvær myndskreyttar barna-
bækur og þrjár lestrarbækur fyrir
krakka á aldrinum 9-12 ára, þar sem
ég teikna kápuna og nokkrar mynd-
ir.“ Pétur hefur einnig tekið að sér
alls kyns smáverkefni hér og þar,
meðal annars teiknað persónur fyrir
teiknimyndaþætti.
„Mig langaði alltaf að vinna að
einhverri teiknimynd, það hefur allt-
af verið smá draumur, en því eldri
sem ég verð þá er ég bara sáttur við
að gera alls konar mismunandi. Þetta
er fjölbreytt starf,“ segir listamað-
urinn.
„Það nýjasta sem ég er að gera
er að í janúar byrjaði ég sem list-
rænn stjórnandi hjá litlu tölvuleikja-
fyrirtæki hér í Reykjavík, Porcelain
Fortress.“ Samhliða því vinnur hann
áfram í lausamennsku fyrir aðra.
Spurður hvernig hann myndi
lýsa teiknistíl sínum segir hann:
„Auðveldasta lýsingarorðið væri
teiknimyndastíll en ef ég myndi lýsa
því eitthvað frekar er þetta kannski
blanda af Disney og Pixar með smá
evrópskum og japönskum áhrifum.“
Sér þyki skemmtilegast að teikna
eitthvað ævintýralegt, ævintýra-
heima og persónur sem tilheyra
þeim.
Pétur var nýlega fenginn til þess
að hanna plakat fyrir Íslandsdeild
barnamenningarfélagsins IBBY og
Reykjavík bókmenntaborg
UNESCO sem sett verður upp í öll-
um grunnskólum landsins.
Pétur minnir á að hann sé mjög
opinn fyrir því að vinna verkefni hér
á Íslandi hafi fólk áhuga á samstarfi,
þrátt fyrir að hafa hingað til mest
starfað á erlendum markaði.
Myndlýsir ævintýri um allan heim
Listamaðurinn Pétur
Atli Antonsson Crivello
hefur getið sér gott orð er-
lendis undanfarin ár og
hefur meðal annars
teiknað nýjar Star Wars-
bækur fyrir Disney og
kápur fyrir hina vinsælu
bókaröð Artemis Fowl.
Ævintýralegt Pétur Atli hefur meðal annars túlkað Star Wars-söguheiminn í nýjum bókum frá Disney Books.
Pétur Atli
Antonsson
Drekar Pétur segist hafa mest gam-
an af því að teikna ævintýraheima.
Bók Kápumynd á fyrstu bókinni í
nýju útgáfunni af Artemis Fowl.
Vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar
hefst í dag, 17. febrúar, og stendur
til sunnudags, 20. febrúar.
Frístundamiðstöðvar og menning-
arstofnanir borgarinnar bjóða upp
á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna og þar kennir ýmissa
grasa. Af þessu tilefni verður frítt
inn á söfn fyrir fullorðna í fylgd
með börnum og frítt verður í sund
á tilgreindum tímum. Það ætti því
engum að leiðast um helgina.
Á frístundamiðstöðvum verður
leikið, föndrað, klifrað og grillað, í
Bláfjöllum verða diskalyfturnar í
gangi fyrir þá sem vilja skella sér á
skíði og Fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn býður upp á dagskrá
með Lalla töframanni og margs
konar fræðslu.
Fjölbreytt dagskrá verður í öllum
bókasöfnum borgarinnar í vetrar-
fríinu þar sem gert er ráð fyrir af-
þreyingu fyrir börn sem fullorðna.
Þar verður meðal annars haldin
Harry Potter-spurningakeppni,
Minecraft- og myndbandasmiðjur,
bingó og perluveisla og bókasafns-
ráðgátan verður á sínum stað.
Borgarsögusafn mun einnig
bjóða upp á spennandi og endur-
gjaldslausa dagskrá fyrir unga sem
aldna. Á Sjóminjasafninu verður
boðið upp á plöntuleikhússmiðju,
milli 13 og 15 á sunnudag. Þar
býðst plöntusérfræðingum á öllum
aldri að prófa sig áfram í leikritun
og búa til hugmyndir fyrir senur
sem leiknar eru fyrir, með eða af
plöntum.
Á Landnámssýningunni í Aðal-
stræti verða húsdýr landnemanna í
brennidepli í ýmsum leikjum, á Ár-
bæjarsafni má búa til vindóróa Góu
til dýrðar og Ljósmyndasafnið býð-
ur upp á skemmtilega fjölskyldu-
þraut í tengslum við sýninguna
Augnablik af handahófi.
Í Listasafni Reykjavíkur og á
Kjarvalsstöðum verða sköpunar-
smiðjur í boði og sýningar sem
skoða má endurgjaldslaust og með
leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Og
ef einhvern skyldi langa til að prófa
að búa til prentgrip þá bjóða Prent
og vinir upp á prentnámskeið fyrir
börn á Kjarvalsstöðum í tengslum
við sýningu Birgis Andréssonar.
Í Hafnarhúsi verður haldin svo-
kölluð Galdraleiðsögn með töfra-
sprotum, þ.e. stutt leiðsögn með
leikjaívafi fyrir fjölskyldur á öllum
aldri um sýninguna Abrakadabra –
töfrar samtímalistar. Vísindasmiðja
Háskóla Íslands verður einnig með
opna listræna vísindasmiðju í
tengslum við sömu sýningu.
Vetrarfrí hjá grunnskólum borgarinnar 17.-20. febrúar
Galdraleiðsögn, plöntuleikhús og ýmsar smiðjur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vetrarfrí Grunnskólabörnum borgarinnar ætti ekki að leiðast um helgina.