Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími5880640 | casa.is
VÍNFÖTUR
Standur undir flösku 6.990,-
Fata fyrir eina flösku 18.990,-
Fata fyrir tvær flöskur 23.990,-
Fata fyrir þrjár flöskur 29.990,-
hluta Þjórsár hefur í raun staðið yf-
ir í áratugi. Þannig birti Orkustofn-
un forathugun á þessum kostum á
árinu 1984 og rannsóknir og síðar
frumhönnun hófust upp úr því.
Gert var umhverfismat fyrir
Núpsvirkjun sem átti að virkja í
tveimur áföngum, Hvamms- og
Holtavirkjun, upp úr aldamótum, og
í kjölfarið gerð verk- og útboðs-
hönnun.
Þessum áformum var síðar skipt
upp í tvær sjálfstæðar einingar,
Hvamms- og Holtavirkjanir, með
áherslu á Hvammsvirkjun sem
fyrsta kost. Rannsóknir héldu
áfram og farið yfir hönnun.
Hvammsvirkjun lenti í biðflokki
verkefnisstjórnar 2. áfanga ramma-
áætlunar sem Alþingi staðfesti á
árinu 2013. Alþingi samþykkti síðar
að færa virkjunina í orkunýting-
arflokk. Holtavirkjun og Urriðafoss-
virkjun voru sömuleiðis í orkunýt-
ingarflokki samkvæmt tillögum
verkefnisstjórnar 3. áfanga ramma-
áætlunar en sitja áfram í biðflokki
þar sem Alþingi hefur ekki afgreitt
málið.
Rykið dustað af áætlunum
Eftir að unnið hafði verið töluvert
að hönnun og undirbúningi
Hvammsvirkjunar, meðal annars
við nýtt umhverfismat að hluta, var
verkefnið sett í bið tímabundið. Þá
höfðu nýjar virkjanir verið teknar í
notkun og ekki lá fyrir að þörf væri
fyrir meiri orku.
Á fyrsta ári kórónuveirufarald-
ursins óskuðu stjórnvöld eftir því að
atvinnuskapandi verkefni yrðu sett í
gang og Landsvirkjun dustaði þá
rykið af Hvammsvirkjun. Raunar
hafði ekki safnast nema eins eða
tveggja ára ryklag á plönin. Síðan
hefur verið unnið taktvisst að und-
irbúningi. Staðan nú er sú að beðið
er eftir virkj-
analeyfi Orku-
stofnunar. Þegar
það kemst í höfn
tekur fram-
kvæmdastjórn
Landsvirkjunar
afstöðu til þess
hvort sótt verði
um fram-
kvæmdaleyfi til
sveitarfélaganna
fyrir byggingu virkjunarinnar.
Raunar er unnið að því að hafa þá
umsókn tilbúna í fyrri hluta apríl,
þegar vonast er til að virkjanaleyfi
berist. Þegar framkvæmdaleyfi
liggur fyrir getur stjórn Lands-
virkjunar tekið afstöðu til þess
hvort ráðist verður í virkjunina.
Ef framkvæmaleyfi fæst á haust-
mánuðum verður, með leyfi stjórn-
ar, hægt að bjóða út framkvæmdir
og hefja undirbúningsframkvæmdir
á verkstað fyrir lok árs. Bygginga-
framkvæmdir gætu þá hafist á
næsta ári og virkjunin gangsett á
árinu 2027. Allt er þetta háð ýmsum
leyfum og ákvörðunum sem geta
sett tímaáætlanir úr skorðum.
Fram kom í nýlegu viðtali við
Hörð Arnarson, forstjóra Lands-
virkjunar, hér í blaðinu, að nægur
markaður er fyrir orkuna frá
Hvammsvirkjun og nefndi hann þar
vöxtinn í samfélaginu, orkuskipti og
fjölbreytt ný atvinnutækifæri.
Sjálfbærni höfð að leiðarljósi
Mikil vinna hefur verið lögð í und-
irbúning Hvammsvirkjunar á
löngum tíma. Valur Knútsson, for-
stöðumaður á framkvæmdasviði
Landsvirkjunar, segir að fram-
kvæmdin sé flóknari en margar aðr-
ar virkjanir sem Landsvirkjun hef-
ur ráðist í. Nefnir hann meðal
annars að þetta sé fyrsta vatnsafls-
virkjunin í byggð sem fyrirtækið
standi fyrir og það kalli oft og tíðum
á aðra nálgun. Þar má nefna að unn-
ið hefur verið að því að uppfylla
kröfur í umhverfismati, meðal ann-
ars um ásýnd mannvirkja. Þess
vegna er mikið lagt upp úr land-
mótun og að laga umhverfið á virkj-
unarsvæðinu.
Stöðvarhúsið verður í landi jarð-
arinnar Hvamms sem er sunnan
Þjórsár. Þar verður áin stífluð og
Hagalón myndað fyrir ofan. Lónið
er inntakslón virkjunarinnar en
ekkert nýtt miðlunarlón þarf því
virkjunin nýtir miðlun frá virkj-
unum í efri hluta Þjórsár. Þannig
fer vatnsstýringin fram við Sult-
artangalón. Þegar virkjunin verður
komin í rekstur verður vatnsstöðu
Hagalóns haldið stöðugri sem dreg-
ur úr landrofi. Öflugt lokuvirki þarf
að vera í stíflunni þannig að hægt sé
að hleypa vatni í gegn ef vélar í
stöðinni leysa út sem og í flóðum.
„Virkjunin er hönnuð í samræmi
við stefnu Landsvirkjunar um að
hafa sjálfbærni að leiðarljósi við
byggingu og rekstur virkjana,“ seg-
ir Valur. Hann nefnir í þessu sam-
bandi að laxastigi fram hjá virkj-
uninni og seiðafleyta tryggi að lax
geti gengið upp fyrir virkjunina og
seiði til sjávar. Landsvirkjun gerði á
sínum tíma laxastiga við Búðafoss,
skammt neðan við Hvamm, þannig
að áfram mun lax geta gengið upp
undir Búrfellsvirkjun. Sú hlið stífl-
unnar sem snýr frá lóninu verður
grædd upp. Mótaðir verða garðar til
að halda landslagi á bökkum árinn-
ar, þar sem mest reynir á.
Ný leið yfir Þjórsá
Gangi áætlanir eftir og nauðsyn-
leg leyfi fást í tíma verður unnt að
hefja undirbúningsframkvæmdir
undir lok þessa árs. Að sögn Vals
felast þær einkum í vegafram-
kvæmdum, greftri á frárennsl-
isskurði, aðstöðusköpun og færslu á
einu eða tveimur möstrum Búrfells-
línu 1 sem liggur yfir vinnusvæðið.
Staðsetning línunnar hefur aftur á
móti þann kost í för með sér að ekki
þarf að byggja nýjar flutningslínur.
Aðeins þarf að byggja tengivirki til
að tengja Hvammsvirkjun inn á
Búrfellslínu.
Vegurinn heim að Hvammi verð-
ur endurbyggður og síðan lagður
aðkomuvegur að stöðvarhúsi. Þá
verður gerður nýr vegur á milli
Landvegar og Þjórsárdalsvegar, á
brú skammt fyrir ofan fossinn Búða.
Það er ný tenging á milli Skeiða- og
Gnúpverjahrepps og Landsveitar en
engin akfær þvertenging er yfir
Þjórsá frá Sultartangastöð og niður
á Hringveg.
Valur vekur athygli á því að erfitt
aðgengi sé að námum á þessu svæði
og almennt á Suðurlandi. Þess
vegna hafi verið ákveðið að byrja á
því að grafa frárennslisskurðinn og
nota efnið til að byggja upp vegina
sunnan ár og gera plön á vinnu-
svæðinu. Efnið sé svo mikið að jafn-
vel verði hægt að nota það til fram-
kvæmda annars staðar á
Suðurlandi. Valur segir að lagning
rafmagns og ljósleiðara sé einnig
hluti af undirbúningsframkvæmdum
sem og uppsetning vinnubúða.
Hann tekur fram að ætlunin sé að
reyna að nýta sem mest þá þjónustu
sem fyrir er á svæðinu. Þá eigi
Landsvirkjun uppsettar vinnubúðir
við Búrfell sem hægt verði að nota.
Þegar vegur og brú verða komin hjá
Búða er aðeins 20 mínútna akstur
frá vinnusvæðinu í Búrfell.
Tölvugerð mynd/Landsvirkjun
Hvammsvirkjun Mannvirki hafa verið sett inn á loftmynd. Stíflan og Hagalón eru mest áberandi. Mikið lokukerfi er í stíflunni og laxastigi og seiðafleyta til hliðar. Stöðvarhúsið verður lítt sýnilegt
í landi Hvamms, til hægri á myndinni. Neðan við stífluna sést í endann á Minnanúpshólma. Undir fjallinu kúrir bærinn Hagi og Gaukshöfði er lengra upp með ánni. Í fjarska sést til Búrfells.
Hvammur að komast á koppinn
- Hvammsvirkjun er flókin framkvæmd enda í fyrsta skipti sem Landsvirkjun virkjar í byggð
- Undirbúningur er kominn á lokametrana og ef allt gengur upp geta framkvæmdir hafist á árinu
Valur
Knútsson
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hugsanlegt er að hægt verði að
auglýsa útboð á framkvæmdum við
Hvammsvirkjun í Þjórsá og hefja
undirbúningsframkvæmdir á virkj-
unarstað fyrir lok ársins. En þá þarf
líka allt að ganga upp í tíma, sér-
staklega afgreiðsla á virkjanaleyfi
og framkvæmdaleyfi. Þá er slík
framvinda vitaskuld háð því að
stjórn Landsvirkjunar ákveði að
ráðist verði í virkjunina, þegar öll
leyfi eru komin í höfn.
Hvammsvirkjun er efst af þremur
virkjunum sem áformaðar eru í
neðri hluta Þjórsár. Ávallt hefur
legið fyrir að hún yrði fyrst á dag-
skrá, kæmi til virkjana á þessu
svæði.
Undirbúningur virkjana í neðri
Virkjanir og leyfisveitingar