Morgunblaðið - 17.02.2022, Síða 32
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
ALVÖRU
VERKFÆRI
190
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Evrópudómstóllinn hafnaði í gær
kröfum Pólverja og Ungverja um að
fella úr gildi reglur, sem Evrópu-
sambandið tók upp árið 2020, sem
heimila því að skerða greiðslur úr
sameiginlegum sjóðum sínum til
ríkja, sem ekki uppfylla ákveðin skil-
yrði um réttarríki.
Sagði í úrskurði dómsins að öll að-
ildarríki ESB hefðu samþykkt að
hlíta „sameiginlegum gildum“ sam-
bandsins, og að Evrópusambandið
yrði að geta varið þau gildi. Sagði
enn fremur að fjárlög sambandsins
væru eitt helsta tækið sem það hefði
til að tryggja þau sameiginlegu gildi.
Stjórnvöld í báðum ríkjum for-
dæmdu þegar úrskurðinn og sögðu
Pólverjar hann vera hættulegan og
ógn við fullveldi sitt. Þá sögðu
stjórnvöld í Ungverjalandi að
ákvörðun dómstólsins væri „póli-
tísk“. Gert er ráð fyrir að bæði ríki
muni reyna áfram að hnekkja regl-
unum fyrir dómi.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, fagnaði
hins vegar úrskurðinum og sagði
hann sýna að sambandið væri á
réttri leið. Ekki er búist við að fram-
kvæmdastjórnin muni reyna að
skerða framlög til einhverra aðild-
arríkja á næstunni, en hún hefur
þegar varað stjórnvöld í Póllandi og
Ungverjalandi við, að þau séu komin
út fyrir þann ramma, sem ESB vill
setja réttarríkinu. Að minnsta kosti
15 af 27 aðildarríkjum þurfa að sam-
þykkja að reglunum sé beitt gegn
öðru aðildarríki til þess að skerð-
ingin taki gildi.
Sagði von der Leyen að fram-
kvæmdastjórnin myndi skoða á
næstu vikum leiðir til þess að skýra
hvernig reglunum yrði beitt í fram-
tíðinni.
AFP
ESB Ursula von der Leyen fagnaði
úrskurði Evrópudómstólsins.
Kröfu Pólverja og
Ungverja hafnað
- Segja úrskurð ógn við fullveldi sitt
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Forystumenn vesturveldanna sögðu
í gær að enn væru engin merki um að
Rússar væru í raun að draga her-
sveitir sínar frá landamærunum að
Úkraínu, þrátt fyrir yfirlýsingar
þeirra þar um í gær og í fyrradag.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
sagði í gærmorgun að enn fleiri her-
sveitir væru nú á leiðinni frá Krím-
skaga eftir að hafa lokið heræfingum
sínum.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
sagði fyrir fund varnarmálaráðherra
bandalagsríkjanna, að nú væri uppi
hættustund í varnarmálum Evrópu.
Rússar hefðu safnað saman innrás-
arher við landamæri Úkraínu, en að
nú bærust merki frá Moskvu um að
viðræður ættu að halda áfram, sem
gæfi ástæðu fyrir hóflega bjartsýni.
„Við fylgjumst auðvitað mjög
grannt með því sem Rússland gerir í
kringum Úkraínu. Það sem við
sjáum er að þeir hafa aukið fjölda
hermanna, og að fleiri hermenn eru
á leiðinni,“ sagði Stoltenberg, sem
ítrekaði að Rússum stafaði ekki ógn
af Atlantshafsbandalaginu.
Antony Blinken, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, tók undir með
Stoltenberg, og sagði að fram til
þessa væru engin sönnunargögn um
að brottför væri hafin að ráði. „Því
miður er munur á því sem Rússar
segja og því sem þeir gera, og það
sem við sjáum er engin brottför sem
skiptir máli,“ sagði Blinken. „Þvert á
móti sjáum við áfram herlið, og þá
sérstaklega herlið sem yrði í fram-
varðarsveit nýrrar árásar á Úkraínu,
við landamærin sem safnast saman
þar.“
Sagði Blinken að innrásarhættan
væri enn til staðar, og hvatti til þess
að deilan yrði leyst með friðsömum
hætti.
Zelenskí hvergi banginn
Volodymyr Zelenskí, forseti
Úkraínu, fylgdist með heræfingum í
gær, en hann hafði lýst því yfir að
dagurinn ætti að vera „dagur sam-
einingar“ þar sem leyniþjónustur
vestrænna ríkja töldu mögulegt að
innrás Rússa myndi hefjast í gær.
Zelenskí sagði við breska ríkisút-
varpið BBC að Úkraínumenn hefðu
ekki séð nein raunveruleg merki um
að Rússar væru að kalla herlið sitt til
baka. „Í sannleika sagt, þá bregð-
umst við við raunveruleikanum, og
við sjáum engan brottflutning enn
þá. Við heyrðum bara um hann,“
sagði Zelenskí og bætti við að Úkra-
ínumenn væru rólegir gagnvart
hættunni, þar sem hún hefði nú stað-
ið yfir í mörg ár.
Auk heræfingarinnar var haldið
upp á „dag sameiningarinnar“ í
Kænugarði með skrúðgöngu þar
sem fólk veifaði úkraínska fánanum
og söng ættjarðarlög. Þá voru einnig
viðburðir í öðrum borgum Úkraínu,
þar á meðal Mariupol, þar sem Ze-
lenskí flutti ávarp og hét því að land
sitt myndi verjast innrás. „Við hræð-
umst ekki spár, við erum ekki
hræddir við neinn, ekki nokkurn
óvin,“ sagði Zelenskí. „Við munum
verja okkur.“
Bandaríkin eru reiðubúin
Joe Biden Bandaríkjaforseti
ávarpaði þjóð sína í fyrrakvöld og
hét því að hann myndi áfram sækjast
eftir diplómatískri lausn á deilunni.
Varaði Biden hins vegar við því að
enn væri mikil hætta á innrás Rússa
og sagði að Bandaríkjastjórn væri
reiðubúin með refsiaðgerðir sínar ef
til innrásarinnar kæmi.
„Bandaríkin eru reiðubúin, sama
hvað gerist,“ segir Biden. „Við erum
tilbúnir til viðræðna, og við erum til-
búnir að svara á ákveðinn hátt árás
Rússa á Úkraínu.“
Sagði Biden að hann stæði fast við
rétt Úkraínumanna til að ákveða eig-
in örlög. Þá ítrekaði hann að Rússum
stæði engin ógn af Bandaríkjunum,
Atlantshafsbandalaginu eða Úkra-
ínu. „Til íbúa Rússlands: Þið eruð
ekki óvinur okkar. Og ég trúi ekki að
þið viljið blóðugt eyðileggjandi stríð
gegn Úkraínu,“ sagði Biden.
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns
Rússlandsforseta, sagði um ávarp
Bidens, að það væri jákvætt að
Bandaríkjaforseti vildi enn leysa
deiluna með viðræðum, en það væri
orðið þreytandi að heyra hótanir um
hvað myndi gerast ef Rússar gerðu
eitthvað eða ekki.
Neita fyrir netárás
Netárás var gerð á Úkraínu á
þriðjudagskvöldið, og stóð hún enn
yfir í gær. Lágu vefsíður úkraínska
varnarmálaráðuneytisins og hersins
niðri, auk þess sem tveir bankar
urðu einnig fyrir árásinni.
„Það er ekki hægt að útiloka að
árásaraðilinn sé að grípa til óhreinna
meðala,“ sagði í yfirlýsingu fjar-
skiptastofnunar landsins, og vísaði
þar til Rússlands. þvertók hins vegar
fyrir að Rússar hefðu átt nokkurn
hlut að máli „Við vitum ekki neitt,“
sagði Peskov. „Líkt og við var að bú-
ast, heldur Úkraína áfram að kenna
Rússlandi um allt.“
Sjá engin merki um brottför Rússa
- Rússar segja að fleiri hersveitir séu nú að yfirgefa Krímskaga - Haldið upp á „dag sameiningar“ í
Úkraínu - Biden kallar eftir frekari viðræðum við Rússa - Segjast ekki standa á bak við netárásina
AFP
AFP
Kænugarður Úkraínumenn héldu upp á „dag sameiningar“ í gær, meðal annars með því að halda á risastórum fána.
Við öllu búnir Volodymyr Zelenskí (þriðji f.h.) skoðar vestrænar Javelin-
eldflaugar sem eiga að hjálpa fótgönguliðum að granda skriðdrekum.