Morgunblaðið - 17.02.2022, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á mánudag
var greint
frá því að
lögreglan á Norð-
urlandi eystra
hefði til rann-
sóknar brot á frið-
helgi einkalífs, sem rekja
mætti til þjófnaðar á síma á
Akureyri, en stuðst var við þau
gögn í fréttaskrifum af svoköll-
uðum „skæruliðahópi“ nokk-
urra starfsmanna Samherja og
hvað fólki í honum fór á milli í
netspjalli. Ekki síst vakti at-
hygli að lögregla boðaði til yfir-
heyrslu að minnsta kosti fjóra
blaða- og fréttamenn, sem
fengið hefðu stöðu sakborn-
ings.
Óhætt er að segja að þessar
fréttir hafi valdið miklu upp-
námi á sumum bæjum, enda
sem betur fer ekki á hverjum
degi sem blaðamenn eru sagðir
grunaðir um saknæmt athæfi.
Rétt er þó að árétta að fyrr-
nefnd staða sakbornings er
veitt þeim til réttarverndar, en
ólíkt vitnum geta sakborningar
neitað að svara spurningu og
geta sér að refsilausu sagt
ósatt í yfirheyrslum telji þeir
það koma sér betur.
Blaða- og fréttamennirnir
sem um ræðir segjast ekki hafa
neitt saknæmt gert af sér og
líta það afar alvarlegum augum
að þeir séu til rannsóknar lög-
reglu vegna umfjöllunar um
mál, sem hafi átt brýnt erindi
við almenning, varðað al-
mannahagsmuni. Ekki síst
telja þeir að með því sé vegið að
rétti blaðamanna til þess að
halda trúnað við heimild-
armenn sína. Þessi sjónarmið
hafa víða komið fram, en ekki
þó síst í fréttum Ríkisútvarps-
ins.
Vandinn er sá að menn hafa
ekkert fyrir sér um að þau at-
riði – mikilvæg sem þau geta
verið – snerti þetta mál á nokk-
urn hátt. Einfaldlega af því að
nánast ekkert er um það vitað
utan lögregluembættisins
nyrðra, enda hafa blaða- og
fréttamennirnir ekki verið yf-
irheyrðir enn, þeim hafa ekki
verið kynntar sakargiftir og
ekki spurðir einnar einustu
spurningar.
Aðeins af þeirri ástæðu er
rétt að fullyrða sem minnst um
málið, rannsóknina, vinnulag
lögreglu og vörn blaðamann-
anna.
Af því, sem þó hefur fram
komið, blasir við að lögreglan
hefur haft til rannsóknar fleiri
en eitt brot, sem að líkindum
beinast að fleirum en fjórmenn-
ingunum og ætlaður hlutur
hvers þeirra kann að vera mis-
jafn og misalvarlegur. Sömu-
leiðis er rétt að ítreka að hver
maður er saklaus uns sekt er
sönnuð, rannsókn stendur enn
yfir og enginn getur sagt fyrir
um framhaldið, hvort hún verði
látin niður falla eða
send til saksókn-
ara, hvort ákærur
verða gefnar út og
allra síst hver nið-
urstaða dómstóla
verður.
Bjarni Benediktsson, fjár-
málaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði orð í
belg um fréttaflutning af mál-
inu og þótti hann um margt
kyndugur. Hann lýsti skoðun
sinni skýrt og vel, án þess að
taka nokkra efnislega afstöðu
til málavaxta, sem honum er
ekki kunnugt um frekar en
flestum öðrum. Athugasemdir
hans sneru annars vegar að
þeim söguþræði, sem snúinn
hefði verið af sumum fjöl-
miðlum, en um hann hefðu þeir
þó lítið ef nokkuð fyrir sér um
annað en getsakir sakborninga,
og hins vegar um hin áköfu
mótmæli blaðamannanna og
stuðningsmanna þeirra við því
að lögreglan skyldi dirfast að
vilja spyrja þá út í sakamál,
sem hún hefði til rannsóknar.
Benti hann á að þeim væri í lófa
lagið að koma til yfirheyrslu og
neita að svara því, sem þeim
þætti réttvísina ekki varða um.
Ekkert í orðum Bjarna er
unnt að túlka sem tilraun til
þess að hafa áhrif á málið, held-
ur beindi hann sjónum að
fréttaflutningi og hinni opin-
beru umræðu um það. Það er
engin goðgá og sjálfsagt og
eðlilegt að menn ræði slík mál
og brjóti til mergjar, bæði hvað
varðar starfshætti fjölmiðla og
réttvísina. Í lýðræðisþjóðfélagi
er rétt að stjórnmálamenn taki
afstöðu til slíkra mála og kynni
hana og þar breytir engu að
Bjarni sé ráðherra, hann er
fjármálaráðherra og hvorki
löggæslan né fjölmiðlar á hans
forræði.
Vandinn er kannski sá að
umræðan um málið hefur verið
afvegaleidd; að miklu leyti
vegna þess að málavextir eru
ekki kunnir, lítið liggur fyrir að
hvaða ætluðum sökum rann-
sókn lögreglunnar beinist, en
flestir hafa keppst við að lýsa
skoðunum sínum á lítt grund-
völluðum tilgátum sakborning-
anna um sakarefnin. Þar liggur
ekkert fyrir um að sjálf fjöl-
miðlaumfjöllunin sé til skoð-
unar og í raun fremur ósenni-
legt í ljósi fyrri
dómsniðurstaðna, sem sak-
borningarnir hafa verið dug-
legir við að benda á.
Þar kann rannsóknin að
beinast að mun einfaldari þátt-
um eins og stuldinum á síman-
um, hvernig gögnum var náð úr
honum og hvernig þeim var
dreift, fremur en hvernig var
um þau fjallað. Og þá skiptir
miklu máli að öllum sé ljóst að
blaðamenn eru ekki yfir nein
lög hafnir frekar en aðrir borg-
arar landsins.
Hvorki blaðamenn
né verk þeirra eru
hafin yfir lög eða
umræður}
Umræða í óvissu
Þ
ingmenn Miðflokksins sátu ekki á
gagnrýni sinni í garð nýs umhverf-
is- og orkumálaráðherra við upp-
haf þings á nýju ári, þegar í ljós
kom að ráðherrann ætlaði ekki að
leggja fram þingsályktun um vernd og orku-
nýtingu landsvæða eða svokallaða rammaáætl-
un fyrr en 31. mars, samkvæmt birtri þing-
málaskrá ríkisstjórnarinnar, á síðasta
framlagningardegi þessa þings.
Þetta þóttu okkur ekki góð skilaboð enda var
með þessu staðfest að ekkert myndi gerast í
orkunýtingu fyrri hluta kjörtímabilsins – frest-
un virtist framförum betri til að halda sjó í jafn-
vægisæfingum ríkisstjórnarinnar.
Það leið þó ekki á löngu þar til nýi ráðherra
umhverfis- og orkumála, Guðlaugur Þór Þórð-
arson, brást við gagnrýni okkar Miðflokks-
manna af myndugleik og mælti fyrir rammaáætluninni í
þinginu – fyrr en búið var að boða af hans eigin ráðuneyti.
Guðlaugur Þór gerði engar breytingar á rammaáætl-
uninni frá fyrri tíð og lagði hana fram óbreytta. Þannig
hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og
Vinstri grænna allir lagt fram efnislega sömu rammaáætl-
un frá því í september 2016. En ætla má að ráðherrann
hafi ekki viljað ýfa fjaðrir samstarfsflokka sinna í rík-
isstjórn með breytingum og talið stuðninginn því vísan við
þeirra eigin plagg þegar kæmi að umræðum um málið í
þinginu.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar ráðherrann
mælti fyrir rammaáætluninni 10. febrúar síðastliðinn
komu fulltrúar beggja samstarfsflokka hans í
ríkisstjórn í pontu Alþingis og gerðu fyrirvara
við rammaáætlunina. Efnislega sömu þings-
ályktun og ráðherrar sömu flokka höfðu áður
lagt fram sjálfir á þingi og freistað að fá sam-
þykkt, án árangurs. Fyrst Sigrún Magn-
úsdóttir, umhverfisráðherra Framsókn-
arflokks og síðan Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vinstri
grænna. Þetta gerðist aðeins nokkrum dögum
eftir að ríkisstjórnin hafði afgreitt málið frá
sér og þingflokkar ríkisstjórnarinnar sömu-
leiðis.
Það er við þessar aðstæður sem leikhús fá-
ránleikans blasir svo glögglega við hverjum
sem vill sjá. Hvað voru fulltrúar Framsókn-
arflokks og Vinstri grænna að gera at-
hugasemd við? Leturgerðina í skjalinu?
Tafaleikir þessara flokka og skortur á vilja og alvöru til
að mæta yfirvofandi skorti á grænni orku blasa við. Þegar
menn heykjast á smáatriðum þegar á hólminn er komið
með rammaáætlun sem allir flokkar ríkisstjórnarinnar
hafa lagt fram á einum eða öðrum tíma – þá er ekki annað
hægt en að segja að þessum sömu flokkum sé hreinlega
ekki alvara. Það er ámælisvert að ríkisstjórnin skuli nálg-
ast orkumálin af slíkri léttúð.
Á meðan rammaáætlun, þ.e. áætlun um vernd og orku-
nýtingu landsvæða, er stopp, þá er allt stopp.
bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Orkukrísa ríkisstjórnarinnar
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
E
kki eru allir á eitt sáttir
við þá tillögu í frumvarpi
Óla Björns Kárasonar al-
þingismanns og fimm
meðflutningsmanna að taka Rík-
isútvarpið út af samkeppnismarkaði
auglýsinga í tveimur skrefum á
næstu tveimur árum.
Viðskiptaráð styður þessa fyr-
irætlan heilshugar og hvetur til þess
að frumvarpið nái fram að ganga í
umsögn til Alþingis. Samband ís-
lenskra auglýsingastofa (SÍA) er á
allt annarri skoðun og varar í um-
sögn við alvarlegum afleiðingum
þess að taka Ríkisútvarpið af aug-
lýsingamarkaði. Fullyrðir SÍA að
það muni ekki auka áhorf á aðrar ís-
lenskrar sjónvarpsstöðvar, sem hafi
í för með sér að það fjármagn sem
nú fer í auglýsingar á RÚV færist
ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðv-
arnar. Líklegasta niðurstaðan verði
þá að fjármagn til sjónvarpsauglýs-
inga minnki því framleiðsla á ís-
lenskum sjónvarpsauglýsingum
muni dragast saman. Þá sýni
reynsla erlendis frá að ef Ríkis-
útvarpið fer af auglýsingamarkaði
muni fyrirtæki í auknum mæli birta
auglýsingar gegnum erlendar veitur
til að ná til markhópa sinna.
Fjölmiðlafyrirtækin Torg, Sýn
og Síminn hafa öll skilað umsögnum
við frumvarpið. Torg bendir m.a. á
að ef breytingin á sér ekki stað fyrr
en 1. janúar 2024 og ef tekið er mið
af tekjum RÚV á árinu 2020 megi
gera ráð fyrir því að u.þ.b. fjögurra
milljarða kr. auglýsingatekjur renni
til RÚV á yfirstandandi og næsta
ári, þ.e.a.s. fram að gildistöku lag-
anna. „Vakin er athygli á því að al-
mennt hefur RÚV fært sig upp á
skaftið í auglýsingasölu á und-
anfömum árum og orðið óvægnara í
söluaðferðum sínum en löngum áð-
ur. En þar hefur stofnunin notið yf-
irburða stöðu sinnar á fjölmiðla-
markaði,“ segir í umsögn Torgs, þar
sem einnig kemur fram að ríkissjón-
varpið hafi á undanförnum miss-
erum yfirboðið auglýsingasölufólk á
markaðinum til að freista þess að fá
stærri sneið af auglýsingafé fyr-
irtækja, félaga og stofnana.
„Þörf á að minnka fyrirferð
RUV á markaði fyrir auglýsingar og
kostun er enn brýnni nú en áður,
enda eykst fyrirferð stofnunarinnar
með ári hverju. Samkvæmt nýlegri
könnun Hagstofu Íslands tekur
RUV til sín 26% heildartekna ís-
lenskra fjölmiðla, 31% af öllum not-
endagjöldum og 17% af öllum aug-
lýsingum og kostunum,“ segir í
umsögn Sýnar og Síminn bendir á
að í hvert sinn sem stöðu Rík-
isútvarpsins á auglýsingamarkaði
ber á góma sé rætt um að bæta því
tekjumissinn, sem yrði um 2,5 millj-
arðar árlega. Þetta séu um tvö pró-
mill af ríkisútgjöldum og geti varla
verið grunnfyrirstaða gegn því að
sjálfstæðir miðlar fái að keppa í
heilbrigðu umhverfi. Engin þörf sé
á að hækka ríkisstuðninginn og
bendir Síminn á að stigin hafi verið
óheillaskref þegar hafinn var rík-
isstuðningur við fréttamiðla. Það sé
sóun á fjármunum enda sé ekkert
sem segi að allir fjölmiðlar eigi rétt
á að lifa á samkeppnismarkaði. Á
heilbrigðum leikvelli séu vel reknir
miðlar, sem fólk hefur áhuga á, og
eigi möguleika á að lifa á eigin verð-
leikum.
Óli Björn og meðflutningsmenn
telja í greinargerð að óvarlegt sé að
ætla að þær tekjur sem RÚV hefur
haft af sölu auglýsinga og kostunar
komi óskertar í hlut sjálfstætt starf-
andi fjölmiðla eftir að samkeppn-
isrekstri RÚV á auglýsingamarkaði
verður hætt en ætla megi að tekjur
þeirra muni þó aukast verulega.
Heilbrigðari leikvöll
eða fer féð úr landi?
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisútvarpið Í frumvarpinu er lagt til að RÚV verði tekið af auglýs-
ingamarkaði í tveimur skrefum sem stigin verði fram að ársbyrjun 2024.
Samband íslenskra auglýs-
ingastofa (SÍA) varar við því í
umsögn að ákvörðun um að
taka Ríkisútvarpið af auglýs-
ingamarkaði muni hafa mikil
áhrif á fjölda fyrirtækja og
starfa. Það muni skaða verulega
auglýsendur og neytendur og
stuðla að fækkun starfa í fram-
leiðsluiðnaðinum og skapandi
greinum.
Þessi breyting muni hafa
áhrif á auglýsingastofur og aðr-
ar greinar þar sem „fjöldi fólks í
mörgum skapandi greinum
kemur að framleiðslu íslenskra
sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvik-
myndagerðarfólk, leikarar, stíl-
istar, tónlistarfólk og starfsfólk
í eftirvinnslu svo einhver séu
nefnd,“ segir í umsögn SÍA.
Brotthvarf RÚV af auglýs-
ingamarkaði myndi einnig að
mati SÍA „leiða til verri nýtingar
á birtingafé fyrirtækja, hærri
kostnaðar og þar af leiðandi
hærra vöruverðs“.
Stuðlar að
fækkun starfa
SÍA VARAR VIÐ ÁHRIFUM