Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum
fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt
af öllu í fiskadeild í 30 daga
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Fáanlegt sem 3ja og 2ja sæta.
Mikið úrval af leðri og tauáklæði
KRAGELUNDHandrup
Nú blikka víða ljós
vegna sögulegrar
hækkunar fasteigna-
verðs á höfuðborgar-
svæðinu. Þessi hækkun
er langt umfram
launaþróun. Á síðustu
tólf mánuðum hækkaði
húsnæðisverð á höf-
uðborgarsvæðinu um
20,3%. Á síðustu tveim-
ur mánuðum hækkaði
meðalkaupverð íbúða á höfuðborg-
arsvæðinu um fimm milljónir. Það er
því engin furða að ljós fóru að blikka
hjá Seðlabankanum, stóru bönkunum,
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
verkalýðshreyfingunni, Samtökum
iðnaðarins og Félagi fasteignasala.
Færri lóðir og dýrari
Borgarstjórn sér um lóðaúthlutanir
í Reykjavík og hefur það því í hendi
sér, hvort yfirleitt sé byggt í borginni,
hvar, á hversu mörgum lóðum og á
hversu dýrum lóðum. Þéttingarstefna
meirihlutans fækkaði mjög lóðaút-
hlutunum og margfaldaði verð á bygg-
ingalóðum. Þegar borgaryfirvöld út-
hlutuðu lóðum úr eigin landi var það
lengi viðmið að lóðaverð væri um 4%
af heildarbyggingarkostnaði íbúðar.
Nú hefur þetta verð margfaldast og
víða tífaldast. Það gefur því auga leið
að skortur á byggingarlóðum í
Reykjavík og margfalt verð á þeim,
miðað við fyrri tíð, eru helstu lang-
tímaástæður fyrir núverandi hækk-
unum á fasteignamarkaðnum.
Aðalskipulag núverandi borg-
arstjórnar hefur reyndar ætíð van-
metið íbúða- og þar með lóðaþörf í
borginni. Ef gert er ráð fyrir tveggja
prósenta íbúafjölgun í Reykjavík til
ársins 2040, mun Reykvíkingum þá
hafa fjölgað um 61.000 manns. Það
merkir að á tímabilinu þyrfti að
byggja þar um 30.000 íbúðir, eða um
2.000 íbúðir á ári, en ekki 1.000 íbúðir
eins og Aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Íbúðum í byggingu fækkar
Þrátt fyrir þetta viðmið Aðal-
skipulagsins um 1.000 íbúðir á ári, hef-
ur fjölda þeirra íbúða á kjörtímabilinu
sem skilgreindar eru „í byggingu“,
fækkað jafnt og þétt allt þetta kjör-
tímabil. Það lætur nærri að íbúðum „í
byggingu“ hafi fækkað um nær þriðj-
ung á tveimur árum. Borgaryfirvöld
úthlutuðu einungis 450 bygginga-
lóðum á síðasta ári. Í nóvember sl. lét
Björn Þorláksson, formaður Félags
fasteignasala, hafa það eftir sér að
fjöldi íbúða til sölu í Reykjavík væri í
sögulegu lágmarki og samkvæmt
greiningu Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar
hefur fjöldi íbúða sem eru
til sölu minnkað um 74%
frá því í maí 2020. Hér er
því um algjört hrun að
ræða.
Framboð og eft-
irspurn hvað?
Hjá borgarstjórn
Reykjavíkur blikka hins
vegar engin ljós. Hún
kærir sig kollótta um
framboð og eftirspurn, sem og þá
spurningu, hvort ungir Reykvíkingar
geti keypt þar sína fyrstu íbúð.
Á borgarstjórnarfundi sl. þriðju-
dag fóru fram umræður um fast-
eignamarkaðinn og húsnæðismálin í
Reykjavík, að beiðni okkar sjálfstæð-
ismanna. Ýmsar þær tölur sem hér
hefur verið drepið á, komu þar til
álita. En það var ekki að sjá, að þær
röskuðu ró meirihlutans. Stefnan er
skýr: Það sem byggt verður í Reykja-
vík, verða sviplaus excel-skjal-
teiknuð fjölbýlisstórhýsi meðfram
Borgarlínu, svo há og þétt að sjaldan
sér til sólar á jörðu niðri, né glittir í
gróður. Einbýlis- og tvíbýlishús eru
ekki í boði. Þetta heitir á máli borg-
aryfirvalda sérlega fjölbreytileg
íbúðabyggð.
Borg í gíslingu
Nú spyrja líklega margir hvers
vegna í ósköpunum Reykvíkingar
megi ekki nýta sitt eigið byggingar-
land. Svarið er einfalt: Borgarstjórn-
armeirihlutinn er vinstri stjórn í orðs-
ins fyllstu merkingu. Hann telur það
hlutverk sitt að skilgreina fyrir okkur
lýðheilsu og lífsgæði, skammta okkur
hvort tveggja og hafa vit fyrir okkur
á sem flestum sviðum. Meginstefna
þessa meirihluta, hvert sem litið er,
og viðbrögð þeirra við gagnrýni, er
rökrétt ályktun af þessari lífsskoðun
þeirra.
Vinstri meirihlutinn skiptir ekki
um lífsskoðun. En við getum skipt um
meirihluta.
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
» Skortur á bygging-
arlóðum í Reykjavík
og margfalt verð á þeim,
miðað við fyrri tíð, eru
helstu langtímaástæður
fyrir núverandi hækk-
unum á fasteignamark-
aðnum.
Marta Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Húsnæðisskortur
í boði borgar-
yfirvaldaJónas Haraldsson
lögfræðingur sendir
mér kveðju í Morgun-
blaðinu í fyrradag,
mánudag. Tekur hann
mig á beinið fyrir að
„niðra einstaka dómara
Hæstaréttar“ um langa
hríð á opinberum vett-
vangi. Kallar hann grein
sína „Við sama hey-
garðshornið“. Við erum
þá báðir staddir þar
núna.
Ekki felst í grein Jónasar nein við-
hlítandi athugun á skrifum mínum
undanfarin ár um meðferð dóms-
valdsins í landinu, en vissulega er það
rétt hjá honum að skrifin hafa verið
gagnrýnin, enda tel ég afar þýðing-
armikið að meðferð þess sé vönduð
og þar láti menn ekki persónuleg
sjónarmið eða hagsmuni villa sig af
leið. Hef ég jafnan talið mig færa ná-
kvæm rök fyrir gagnrýni minni og
um leið hvatt menn til að svara hafi
þeir fram að færa röksemdir fyrir
andstæðum sjónarmiðum. Ég mót-
mæli hins vegar ásökunum Jónasar
um að ég hafi sýnt af mér sjálfbirg-
ingshátt og hroka. Ég er samt ekki
hlutlaus dómari í þeirri sök.
Jónas nefnir tvö dæmi máli sínu til
stuðnings. Þar er annars vegar grein
mín 10. febrúar sl. „Minna en hálf
sagan sögð“, þar sem fjallað var af
gefnu tilefni um afmælisrit Hæsta-
réttar, sem út kom á dögunum. Í
grein minni var vikið að framferði
sitjandi dómara við Hæstarétt á
árinu 2004, þegar þeir reyndu að
hindra skipun mína í dómaraembætti
við réttinn. Um þetta lét ég nægja að
vísa til ítarlegrar frásagnar í bók
minni „Í krafti sannfæringar“, sem
út kom á árinu 2014, bls. 267-289.
Mér er nær að halda að Jónas hafi
ekki lesið það sem þar stendur, því
það fær varla staðist að hann vilji
verja það framferði sem þar er lýst.
Nokkur orð um það.
Beinar hótanir um
misnotkun valds
Á þessum árum stóð svo á að
Hæstiréttur sjálfur veitti umsagnir
um þá sem sóttu um embætti við
dóminn. Ráðherra skipaði síðan einn
þeirra. Þegar sagt var
frá því í fjölmiðlum
sumarið 2004 að ég
hygðist sækja um
embætti urðu all-
nokkrar umræður um
þetta. Þá gerðist það
að einn af sitjandi
dómurum við réttinn,
sem verið hafði kunn-
ingi minn um langan
tíma, kom til viðtals
við mig á skrifstofu
mína og tjáði mér að
meirihluti dómaranna
við réttinn (8 af 9)
hygðist skaða mig með umsögn sinni,
þó að margir þeirra hefðu áður hvatt
mig til að sækja um embætti. Nú
væri málum svo komið að þeir vildu
ekki fá mig sem samstarfsmann sinn
og réði því persónulega afstaða
þeirra til mín. Þetta var auðvitað
ekkert annað en ódulbúin hótun um
að rétturinn hygðist misbeita valdi
sínu í annarlegum tilgangi. Ég hváði
við þessu, en þá endurtók maðurinn
þessa hótun.
Þegar ég sótti svo um stóðu þessir
heiðursmenn við hótun sína og skrif-
uðu mjög hlutdræga umsögn um
mig. Þessu lýsi ég í bók minni og þá
m.a. skrif mín um þessa umsögn
þeirra sem ég birti þó ekki op-
inberlega, en afhenti þeim sjálfum. Í
afmælisriti Hæstaréttar, sem út kom
um daginn, var hins vegar talið að
skipun mín í embætti hefði verið af
pólitískum toga og var þar ekki
minnst á augljós lögbrot sem meiri
hluti dómaranna drýgði með fram-
ferði sínu, þó að frásögn um þau lægi
fyrir á prenti. Þegar Jónas lögfræð-
ingur tekur að sér að verja þetta
framferði, er ég næstum viss um að
hann hefur ekki lesið bók mína, því
ég trúi því að hann vilji ekki skrifa
upp á svona framferði, þó að honum
kunni að liggja á með að halla orðinu
á mig.
Í lagi ef enginn veit um það
Hitt dæmi Jónasar er um grein
sem ég birti í maí 2021. Fjallaði hún
um úrsögn sómamannsins Arnars
Þórs Jónssonar úr Dómarafélagi Ís-
lands, þar sem fram hafði komið
gagnrýni á hann á félagsfundi fyrir
að hafa tjáð sig um þjóðfélagsmál,
auk þess sem hann hafði andmælt
undarlegum ákvæðum í siðareglum
félagsins. Nefndi ég í grein minni að
dómarar vildu sýnilega ekki að fé-
lagsmenn tjáðu sig opinberlega um
þjóðfélagsmál, þar sem slíkt gæti
valdið vanhæfi þeirra við dóm-
arastörfin. Ég gagnrýndi þetta við-
horf og nefndi þá m.a. að ýmsir dóm-
arar höfðu orðið uppvísir að því að
sitja sem dómarar í málum, þar sem
fjallað var um beina hagsmuni
þeirra sjálfra. Ýmsir þeirra hefðu
t.d. dæmt í sakamálum gegn fyr-
irsvarsmönnum bankanna fyrir að
hafa valdið viðskiptamönnum þeirra
miklu fjártjóni í störfum sínum. Síð-
ar komu fram á opinberum vettvangi
upplýsingar um að þessir sömu dóm-
arar hefðu tapað háum fjárhæðum
við hrun bankanna. Þetta vissi hins
vegar enginn, þegar þeir kváðu upp
dóma sína. Þeir virtust telja van-
hæfið í lagi ef enginn vissi um það.
Kannski Jónas lögfræðingur telji
þetta framferði teljast til vandaðrar
dómsýslu. Svo mætti núna skilja
árásir hans á mig fyrir að hafa skrif-
að blaðagrein, þar sem á þetta var
bent. Samviska Arnars Þórs sýndist
mér vera drifhvít við hliðina á „öðr-
um samviskum“ svo notað sé málfar
yngri kynslóðarinnar um þessar
mundir.
Ég virði það alveg við Jónas Har-
aldsson að hafa ama af mér. Það hafa
margir aðrir menn haft á undan hon-
um. Sjálfum finnst mér það vera
vegna þess að ég hef talað um hluti
sem aðrir þegja um. Ef Jónas legði á
sig að kynna sér efni gagnrýni minn-
ar, held ég að hann myndi taka undir
hana, þó að slíkt væri ekki til vin-
sælda fallið hjá aðlinum í dómskerf-
inu. Ég tel Jónas nefnilega heið-
arlegan mann, þó að ég telji að hann
mætti kannski leggja meira á sig í
þágu sjálfs sín.
Við hornið á heygarðinum
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson »Mér er nær að halda
að Jónas hafi ekki
lesið það sem þar stend-
ur, því það fær varla
staðist að hann vilji
verja það framferði sem
þar er lýst.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari við
Hæstarétt Íslands.