Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Núverandi meiri- hluti borgarstjórnar í Reykjavík hefur van- rækt atvinnutengsl – fyrirtæki flýja borgina og verkefni skrifstofu eigna- og atvinnuþró- unar hafa verið færð undir skrifstofu borg- arstjóra og týnst þar. Reykvíkingar og fyrir- tæki hafa orðið fyrir barðinu á áratugafrestun Sunda- brautar. Það er kominn tími á nýjan meirihluta, sem kemur með nýtt verklag, kraft og öfluga framtíð- arsýn í borgarstjórn. Á næstu vikum fram að próf- kjörsdegi mun ég fjalla sem víðast um helstu stefnumál mín sem borg- arfulltrúa sem býð mig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Eitt af þeim málum er að stöðva fyr- irtækjaflóttann úr Reykjavík. Marel fór frá Reykjavíkurborg – atvinnulífstengsl í skötulíki Lítið hefur verið gert til að koma í veg fyrir að fyrirtæki hverfi úr borginni. Eitt gamalt dæmi er mér eftirminnilegt og það er Marel, en ég var varaformaður í stjórn fyrir- tækisins, þegar það hóf árið 1996 undirbúning flutnings úr Höfða- bakka í Reykjavík í Garðabæ. Þar fékk Marel nógu stóra lóð undir nýja 12.000 fermetra nýbyggingu og höfuðstöðvar sínar en húsið var fljótlega stækkað enn frekar. Þetta gerðist á vakt Reykjavíkurlistans og aðstandendur hans kölluðu sig félagshyggjuflokka. Ekki voru þeir aðdáendur félaganna, þ.e. fyr- irtækjanna í borginni. Mikið tjón fyrir Reykjavíkurborg að missa þetta ört vaxandi al- þjóðlega fyrirtæki til nágranna- sveitarfélagsins, en hjá Marel starfa nú mörg hundruð manns í Garðabæ og 7.000 manns um allan heim í 30 löndum. Eitt mikilvægasta fyrir- tæki Íslendinga og langverðmæt- asta íslenska fyrirtækið í Kauphöll Íslands. Það tókst að halda Háskól- anum í Reykjavík árið 2006 þegar staðarval fór fram, en ég þurfti að vekja borgina til umhugsunar um mikilvægi skólans og tryggja skól- anum lóð til að halda honum í Reykjavík. Dæmin eru allt of mörg Ég vil nefna nokkur nýleg dæmi um fyrir- tækjaflóttann úr höf- uðborginni. Sýslumað- ur höfuðborgarsvæðis- ins flutti til Kópavogs árið 2016, höfuðstöðvar Íslandsbanka fluttu til Kópavogs í lok sama árs og Trygginga- stofnun ríkisins til Kópavogs árið 2019. Starfsemin í Orkuhúsinu við Suður- landsbraut flutti einnig í Kópavog árið 2019. Hafrannsóknastofnun fór 2020 til Hafnarfjarðar, ýmis heil- brigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavog árin 2019-2021 og Vega- gerðin til Garðabæjar 2021. Þá fyrirhugar Tækniskólinn nú flutning til Hafnarfjarðar svo og Ice- landair og Víkingbátar, öflugt og ört vaxandi fyrirtæki sem framleiðir litla og allt upp í 30 tonna smábáta úr trefjaplasti. Eitt af nýjum dæmum sem ég heyrði er flutningur ILVA sem fer af Korputorgi í Kauptún í Garðabæ núna í mars nk. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Bendir fátt til þess að vilji standi til þess hjá núverandi borgarstjóra eða meiri- hluta borgarstjórnar að snúa þessari þróun hratt og vel við. Skipta fyrirtækin borgina engu máli? Mikilvægt er fyrir Reykjavíkur- borg að rækta tengsl við atvinnulífið. Ekki bara með fallegum glærukynn- ingarfundum öðru hvoru í Ráðhús- inu heldur með daglegum tengslum. Frá 2016 og reyndar mörg ár þar á undan hefur verið í undirbúningi uppbygging á Ártúnshöfða, en lítið gerst fyrr en skrifað var undir samn- ing um verkefnið 2019 við Borgar- höfða ehf. https://www.vb.is/frettir/ mikil-uppbygging-artunshofda/ 155378/. Mikill hægagangur er enn á verk- efninu. Þarna hefði verið hægt að byggja 250.000 fermetra af íbúðum og atvinnuhúsnæði og fyrirsláttur að bíða þurfi eftir svokallaðri Borg- arlínu Fyrirtækjum fylgir starfsfólk og viðskiptavinir Fyrirtækjum fylgir yfirleitt fólk sem vill búa nærri vinnustaðnum, ekki hvað síst vegna sívaxandi um- ferðartafa; þetta eru skattgreið- endur sem greiða heimasveitarfélagi sínu útsvar. Fyrirtæki í örum vexti geta ekki treyst á einhvern þétting- arreit á miðborgarsvæðinu eða jöðr- um þess sem verður kannski tilbúinn einhvern tíma eftir 10-15 ár. Þetta gildir um sprotafyrirtæki en ekki síður lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga mikla vaxtarmöguleika. Stöðvum flóttann Áratugatafir Sundabrautar segja svo ekki síður sína sögu um van- ræksluna í byggðaþróun Reykjavík- urborgar, sem hefur tafið fyrir þró- un á tugþúsundum íbúða- og atvinnulóða í Geldinganesi, Álfsnesi og Kjalarnesi. Svipaða sögu er að segja um umfangsmikla þróun- armöguleika í landi Keldna og Keldnaholti. Þá mætti koma mun meiri íbúabyggð fyrir í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er þannig að mörgu leyti eitt stærsta hneykslið í langri skandalsögu núverandi meiri- hluta. Það má svo e.t.v. hafa til marks um einbeittan „brotavilja“ gegn Sundabrautinni, ef svo má að orði komast, að allar aðgerðir núver- andi meirihluta hafa fram að þessu miðast við að koma þessari fram- kvæmd út af kortinu, með einum eða öðrum hætti. Við þessa þróun verður ekki búið lengur. Tryggja verður Reykvík- ingum breytta og betri tíma í at- vinnulífstengslum eftir næstu kosn- ingar. Það er kominn tími á nýjan meirihluta, sem kemur með nýtt verklag og öfluga framtíðarsýn í borgarstjórn. Koma verður Reykja- vík aftur í fremstu röð. Í mínum huga er fátt mikilvægara en að fólkið sem hér býr og fyrirtækin sem hér vilja starfa finni að nærveru þeirra sé óskað innan borgarmarkanna. Stöðvum fyrirtækjaflóttann úr Reykjavík Eftir Þorkel Sigurlaugsson »Reykjavíkurborg þarf að rækta tengsl við atvinnulífið. Það er eitt af mínum stefnu- málum að stöðva flótta fyrirtækja úr borginni og fá önnur heim. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík óska ég eftir stuðningi í 5. sæti. Þrjú stefnumál eru mér einkum hug- leikin en þau byggjast á þeim gildum að fara eigi vel með opinbert fé og því sé ráðstafað til að veita trausta almannaþjón- ustu. Taka þarf til í fjármálum Reykjavíkurborgar Yfirbygging Reykjavíkurborgar er of mikil. Draga þarf úr um- svifum borgarinnar sem lúta ekki að skylduverkefnum hennar. Lækka þarf skuldir svo að greiðslur vaxta og afborgana séu ekki jafnhátt hlutfall af útgjöldum borgarinnar eins og raun ber vitni í dag. Endurskipuleggja þarf op- inberar framkvæmdir á vegum Reykjavíkur og félaga sem höf- uðborgin á stóran hlut í. Í þeim efnum eru vítin til að varast, svo sem eins og Bragginn í Nauthóls- vík og Orkuveituhúsið á Bæjarhálsi eru dæmi um. Nýlegra dæmi af þessum toga er bygging gas- og jarðgerðarstöðv- arinnar GAJU en byggðasamlagið Sorpa, sem Reykjavík á lang- stærsta hlutann í, stóð að þeirri framkvæmd. Sú framkvæmd öll misheppnaðist hrapallega og liggur nú þegar fyrir að framúrkeyrslan við bygginguna sjálfa nam meira en tveimur milljörðum króna. Aðrir alvarlegir hnökrar hafa verið upp- lýstir um þessa starfsemi, t.d. upp- götvaðist mygla í þaki nýbygging- arinnar sl. haust og erfitt hefur reynst að vélflokka úrgang með þeim hætti sem gert var ráð fyrir. Sóun fylgir opinberum fram- kvæmdum sem mislukkast. Kjörnir fulltrúar eiga að tryggja faglega ferla til að koma í veg fyrir slíkt og fylgja þeim ferlum eftir. Á þetta at- riði vil ég leggja sérstaka áherslu. Bæta þarf almenningssam- göngur en borgarlínan er of dýr Eftir að hafa dvalist langdvölum í stórri evrópskri borg er ég sann- færður um mikilvægi góðra al- menningssamgangna. Á hinn bóg- inn tel ég að núverandi útfærsla á borgarlínu sé of dýr og ólíkleg til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þrátt fyrir samgöngu- sáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá september 2019 er hægt að breyta núver- andi útfærslu á borgarlínu. Í stað slíkrar útfærslu er vert að gaumgæfa til- lögur reyndra sérfræð- inga um annars konar lausn á vanda sam- göngukerfis höfuðborgarsvæðisins. Óvissa ríkir um hver verður raunverulegur kostnaður af uppbyggingu borg- arlínunnar og hvernig rekstur hennar geti orðið fjárhagslega sjálfbær. Miðað við reynsluna af því að reka Strætó bs. undanfarin ár er fyllsta ástæða til að ætla að rekstur borgarlínuverkefnisins endi sem þungur baggi á skatt- greiðendum. Þess vegna þarf að taka þetta verkefni til rækilegrar endurskoðunar. Velferð ungmenna og eldri borgara Að mínu mati á Reykjavíkurborg að reka öflugt velferðarkerfi í þágu ungmenna og aldraðra. Núverandi velferðarkerfi er hægt að bæta. Sem dæmi þarf að þróa leiðir til að draga úr fíkniáráttu barna og ung- menna, þar með talið í tölvuleiki. Tryggja á sem best möguleika aldraðra á að búa sem lengst í eigin húsnæði. Lokaorð Kjarni málsins er sá að ráðdeild við stjórn fjármála Reykjavíkur- borgar gefur þessu öfluga sveitar- félagi meiri tækifæri en ella til að þjónusta hinn almenna borgara betur. Fækka þarf gæluverkefnum og leggja áherslu á að skylduverk- efni séu innt af hendi með skilvirk- um hætti. Binda þarf enda á óráð- síu í rekstri Reykjavíkurborgar, þar með talið koma í veg fyrir að reykvískir skattgreiðendur sitji uppi með reikning af vanhugsuðum opinberum framkvæmdum, svo sem af borgarlínu. Tryggjum ráðdeild í Reykjavík Eftir Helga Áss Grétarsson Helgi Áss Grétarsson » Stefnumál mín eru þríþætt; að styrkja fjármálastjórn Reykja- víkurborgar, að út- færslu borgarlínu verði breytt og að velferðar- kerfið verði eflt. Höfundur er lögfræðingur og óskar eftir stuðningi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. helgigretarsson@gmail.com Þingflokkur Fram- sóknar mun eins og undanfarin ár leggja upp með metnaðarfulla fundaröð í kjördæma- viku. Við verðum með opna fundi Fram- sóknar í kjördæma- viku um land allt. Það er okkur mikilvægt að ná að nálgast og hlusta á raddir kjósenda, ekki aðeins á fjögurra ára fresti, heldur með reglubundnum hætti. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að hlusta á fólkið okkar og skapa okkur öllum samfélag sem við erum stolt af, tryggja fólki góð lífskjör og treysta búsetu í landinu. Það er og verður meginverkefni okkar í þingflokki Framsóknar nú sem endranær. Í kosningabaráttunni síðasta haust fundum við vel að fólk vill sjá alþingismenn sinna brýnum hags- munum samfélagsins. Kjósendur vildu heyra að við ynnum að lausn- um, umbótum og jafnvel róttækum kerfisbreytingum. Þingflokkur Framsóknar hefur sýnt fram á að hann er hópur fólks er hefur fólk í fyrirrúmi, við fjár- festum í fólki og munum halda því áfram. Við fór- um m.a. í róttækar kerf- isbreytingar á mál- efnum barna. Slíkar breytingar og fleiri til hafa og munu skipta fólk máli, um land allt. Í grunnstefinu Fram- sóknar segir að við að- hyllumst frjálslynda hugmyndafræði og að farsælast sé að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hóf- semi og heiðarleika. Það er aldrei mikilvægara en nú að hlusta vel á ólíkar raddir og leiða mál til lykta með samvinnu. Við tryggjum öflugri og sterkari þingflokk Framsóknar með því að hlusta á þarfir og vænt- ingar fólks á brýnum hagsmuna- málum. Við erum nefnilega rétt að byrja! Okkur alþingismönnum er kjör- dæmavika sérstaklega mikilvæg. Okkur gefst tími og ráðrúm til að sinna hagsmunum kjördæmanna, það þarf sterka fulltrúa með skýra sýn til að styðja og styrkja það val fólks að halda byggð í landinu. Þing- flokkur Framsóknar vill áfram vera forystuafl í brýnum hagsmunum landsbyggðar. Við viljum tryggja áfram að samgöngur, menntun, menning og síðast en ekki síst fjöl- breytt tækifæri á atvinnumarkaði séu fyrir hendi. Ég vil nefna sérstaklega gríð- arlega mikilvægt tækifæri er við uppgötvuðum í heimsfaraldrinum; að fólk gat unnið heiman frá sér, og þetta eigum við að nýta og skapa já- kvæðan hvata til að framkvæma í frekari mæli. Nýta okkur þekk- inguna og tæknina og skapa um leið sterkari byggðir. Framsókn er stjórnmálaaflið til að standa við orð sín og gerðir. Skynsemin liggur á miðjunni. Eftir Ingibjörgu Isaksen Ingibjörg Isaksen » Þingflokkur Framsóknar hefur sýnt fram á að hann er hópur fólks er hefur fólk í fyrirrúmi. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. ingibjorg.isaksen@althingi.is Komdu inn úr kuldanum RALCON St. 41-47.5 / 2 litir 17.995 kr. withMemory Foam KRINGLAN - SKÓR.IS MEÐ GOGA MAT ARCH DEMPUN SEM VEITIR AUKINN STUÐNING TRAIL GÖTUSKÓR SKECHERS SMÁRALIND - KRINGL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.