Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.02.2022, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Verið velkomin í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9 eða verið í sambandi við Gústa sölustjóra vinnufatnaðar, sími 888-9222, gustib@run.is KULDAFATNAÐUR Við sjáum um allar merkingar 9063 Húfa 100% ull 9015 Lamb«ús«etta Äee±e 6441 Fóðraður kuldajakki 6514 Fóðraðar kuldabuxur 6202 Fóðraður kuldagalli Hudson Bay 10061301 Loðfóðraðir öryggisskór SAFE & SMART monitor Það var einu sinni drengur sem vaknaði upp við óljósan draum, fór á fætur og áttaði sig á því að for- eldrar hans og allt annað fólk virtist vera horfið úr lífi hans. Á götum borgarinnar naut hann þess frelsis sem fylgir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af að fylgst sé með hverju skrefi manns. Eng- inn afgreiðslumaður í nammibúðinni svo þar gat hann fengið sér eins mikið nammi og hann vildi. Ekkert afgreiðslufólk í leik- fangabúðinni þannig að hann gat tekið öll þau leikföng sem hann langaði í. Ekki heldur neinn öku- maður í sporvagn- inum svo Palli gat bara sjálfur sest und- ir stýri og ekið spor- vagninum hvert sem hann vildi. Í bank- anum var heldur eng- inn svo þar gat hann tekið eins mikla pen- inga og hann gat bor- ið. Einræða eða samtal? Hvað gerist svo? Nú Palli gat enga mynd séð í bíóinu því enginn var til að sýna myndina. Á leikvellinum var ekki hægt að vega salt, því þar voru engir krakkar til að sitja á móti á vegasaltinu. Það fóru að renna tvær grímur á Palla þegar hann áttaði sig á því að heim- ur án annarra, heimur án fé- lagsskapar, samkenndar, mótlætis og árekstra; sá heimur er harla lítils virði. Megininntak sögunnar um Palla sem var einn í heiminum er það að heimur án samskipta við aðra verður þrátt fyrir allsnægtir og auð heldur fátæklegur. Við les- um söguna af Palla gjarnan fyrir börn. Hún er full af tilvistarlegum vangaveltum sem gera kröfur til þess að lesandinn velti fyrir sér hvort það er í raun eitthvað fengið með því að eiga alla hluti og geta gert það sem manni sýnist án tillits til alls. Í fyrstu fannst Palla spenn- andi að hafa aðgang að veraldlegum lystisemdum, en fann svo að þær voru ekki það sem gaf lífinu gildi. En um hvað fjallar sagan um Palla sem var einn í heiminum? Óhugnaður allt til enda? Sagan af Palla fjallar um ein- semd og er eiginlega svolítið óhugn- anleg – alla vega þar til maður veit hvernig hún endar. Er hún ádeila á velferðarsamfélagið eða kröfuna um frelsi í því að geta gert allt sem mann langar til? Getur verið að það sé einmanalegt að vera frjáls og engum háður? Af ríkum og fátækum Sagan af Palla vekur okkur til umhugsunar, en það gera dæmisögur Biblíunnar líka gjarn- an. Í þeim koma gjarn- an fram andstæður sem eru áhrifamiklar en hjá Lúkasi má finna frá- sögnina af Lazarusi og ríka manninum. Ríki maðurinn lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði en sá fátæki lá sár og svangur fyrir dyrum hans og vonaðist eftir því að fá einhvern skerf af því sem félli af borð- um ríka mannsins. En hann hafði ekki erindi sem erfiði. Þegar þeir dóu var Lazarus bor- inn af englum í faðm Abrahams en ríki maðurinn sendur í hinn verri stað. Hann leið kvalir og bað um miskunn. Þá fékk hann aftur á móti að vita að hann hefði haft mörg tækifæri til að breyta betur og gefa af sér. Nú væri bara heldur seint í rassinn gripið. Þessi dæmisaga sem Jesús segir er opin fyrir túlkun og nærri mætti ætla að mikill auður komi í veg fyrir sáluhjálp hins ríka. En er það svo? Er ekki sagan frek- ar ádeila á eigingirni og sjálf- hverfu? Við þurfum vissulega öll peninga til að lifa af, hafa í okkur og á eins og sagt er. Það sem sagan kennir okkur er að því fylgir ekki hamingja að líta á auðæfi sín sem takmark. Það að keppa statt og stöðugt að því að eignast alltaf meira og meira ýtir undir sjálf- hverfu okkar og einangrar okkur frá samfélagi við Guð og menn. Til góðra verka Að líta á auðæfi sín sem tækifæri til góðra verka skapi hins vegar mannlega samstöðu og móti sam- félag fólks. Og kannski er það það sem er líkt með sögunum tveimur, um Palla sem var einn í öllum heim- inum og dæmisögu Biblíunnar um Lazarus og ríka manninn. Þær minna okkur báðar á það að sam- staða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu. Það að sitja einn heima og kúra á auðæfum sínum og hugsa um það eitt hvernig maður sjálfur kemst best frá hlutunum – burtséð frá líðan eða lífsgæðum annarra, er sennilega ekki líklegt til varanlegrar hamingju. Það er í það minnsta sennilegt að sú hugsun verði til lengri tíma litið afar inni- haldslaus, hamingjusnauð og ein- manaleg. Sagan um Palla sem var einn í heiminum sýnir okkur að án annars fólks getur líf okkar aldrei orðið annað en harla fátæklegt í and- legum og félagslegum skilningi. Þrátt fyrir að Palli hafi haft yfir að ráða ótal veraldlegum lystisemd- um þá varð líf hans fljótlega inni- haldslaust, tómlegt og jafnvel ógn- vænlegt. Innihaldsríkt líf getur aðeins orðið til í samfélagi fólks og í því samfélagi þarf að ríkja velvilji og náungakærleikur. Fallegar hugsanir. Við þurfum hvert á öðru að halda því það er ekki hægt að vega salt ef maður er einn í heiminum. Kirkjan til fólksins Að vera einn í heiminum Jónína Ólafsdóttir Höfundur er sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju. Jónína Ólafsdóttir Innihaldsríkt líf getur aðeins orðið til í sam- félagi fólks og í því samfélagi þarf að ríkja velvilji og ná- ungakærleikur. Kæru Reykvíkingar. Ég sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík núna í mars. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli þeirrar sannfæringar að reynsla mín, þekk- ing og sýn henti vel til að mæta þeim áskor- unum sem Reykjavík- urborg stendur frammi fyrir. Ég er drifin áfram af hugsjón og ástríðu fyrir bættu samfélagi og hef verið í forystuhlutverki og hags- munabaráttu í menningargeiranum til margra ára. Ég hef umfangs- mikla og farsæla reynslu í stjórnun og rekstri og hef gegnt fjölmörgum stjórnunar- og trúnaðarstörfum í menningargeiranum og fyrir hið op- inbera. Ég sit m.a. í stjórnum Sam- taka skapandi greina og Bandalags íslenskra listamanna, Útflutnings- og markaðsráði Íslandsstofu, Ice- landic Trademark Holding, Kvik- myndaráði og Höfundarréttarráði. Þá hef ég m.a. setið í stjórn Hörpu, Þjóðleikhúsráði og sjórn Stockfish kvik- myndahátíðar, og var í nokkur ár formaður Bandalags sjálfstæðra leikhópa og forseti Sviðslistasambands Ís- lands. Í störfum mínum, ekki síst sem stéttar- félagsformaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvik- myndum, hef ég lagt áherslu á fagmennsku og jafnrétti sem og ábyrgan og gagnsæjan rekstur. Ég hef unnið með fjölbreyttum hópum fólks og öðlast reynslu í því að leiða saman ólíka hópa og mis- munandi skoðanir til að ná fram far- sælli niðurstöðu og lausnum í sátt. Einstaklingar og fyrirtæki fá að blómstra Grunnforsenda blómlegrar borg- ar, þar sem einstaklingar og fyrir- tæki fá að vaxa og dafna án íþyngj- andi boða og banna, er heilbrigður fjárhagur og sýn til framtíðar sem þjónar þörfum fólksins í Reykjavík. Minnka þarf yfirbyggingu borg- arinnar en styrkja innviði og grunn- þjónustu. Einfalda þarf kerfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki með skil- virkum hætti og jákvæðum hvötum til uppbyggingar á betra samfélagi þar sem lýðheilsa og umhverfis- vitund eru leiðarstef. Skapandi fólk – súrefnið í samfélaginu Vaxtarbroddur nýrra starfa ligg- ur hjá skapandi fólki. Listir, menn- ing, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri. Við eigum að vera leiðandi að þessu leyti, vera frumkvöðlar, nýta smæðina og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar leiðir. Við erum að keppa um fólk í alþjóð- legum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Við viljum að borgin okkar sé framsækinn og spennandi valkostur fyrir alla. Tækifærin til þess eru svo sannarlega til staðar. Lifandi og öflug menning laðar að fólk frá öllum heimshornum sem efl- ir bæði atvinnulíf og mannlíf í borg- inni. Fjölbreytt borgarsamfélag Ég á þrjú börn á grunnskólaaldri og það er gott að búa og ala upp börn í Reykjavík en við getum gert miklu betur. Ég tel afar mikilvægt að öll börn hafi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum, en þannig er það ekki í dag. Fjölskyldu- mynstrið hefur breyst mikið á und- anförnum árum. Kerfin okkar þurfa að styðja við börn og flókin fjöl- skyldumynstur – á forsendum barna. Systkini á leik- og grunn- skólaaldri þurfa að geta átt sameig- inlegan reynsluheim eftir daginn og tryggja þarf að systkini geti verið í sama leikskóla innan síns hverfis. Efla þarf skapandi hugsun og list- kennslu á grunnskólastigi og setja uppbyggingu fyrir börn og unglinga í forgang þegar kemur að úthlutun fjármuna í íþróttastarf. Bæta þarf starfsumhverfi leik- og grunnskóla- kennara, fólksins sem menntar börnin okkar og ver stórum hluta dagsins með þeim. Tryggja þarf möguleika fólks til að ákveða sjálft hvaða samgöngumáta það velur, gangandi, hjólandi, keyrandi eða með almenningssamgöngum sem þarf að stórbæta. Í húsnæðismálum þarf að taka tillit til ólíkra óska fólks og þarfa, bæði með þéttingu núverandi byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa. Mér finnst miklu skipta að borgin tefli fram til stjórnar einstaklingum með fjölþættan bakgrunn og ólíka þekkingu – með þeim hætti þjónum við borgarbúum öllum best. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í ykkar þágu, fái ég til þess stuðn- ing. Samvinna í þágu borgarbúa Eftir Birnu Hafstein » Grunnforsenda blómlegrar borgar, þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna, er heil- brigður fjárhagur og sýn til framtíðar. Birna Hafstein Höfundur er formaður FÍL – Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. birnahafstein@hotmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.