Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.02.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 ✝ Gunnlaugur Valþór Sig- urðsson fæddist á Ytra-Hrauni í Landbroti 26. febr- úar 1939. Þar ólst hann upp með fjöl- skyldu sinni og bjó alla tíð. Gunn- laugur lést 8. jan- úar 2022. For- eldrar hans voru Sigurður Sveins- son, f. 15.6. 1909, d. 14.10. 1995, og Þórdís Ágústs- dóttir, f. 26.4. 1908, d. 19.12. 1998. Systkini Gunnlaugs eru: Arnar, f. 19.6. 1935; Birna, f. 5.10. 1936 og Ágústa, f. 2.5. 1944. Útförin fór fram 22. janúar 2022. Gunnlaugur, eða Daddi eins og hann var kallaður, fæddist á Ytra- Hrauni í Landbroti og ólst þar upp með fjölskyldu sinni. Að loknu barnaskólaprófi frá Þykkvabæ stundaði Gunnlaugur margvísleg störf til sjávar og sveita. Hann var í mörg ár sjó- maður á línu- og netabátum, lengst af frá Hornafirði, en einnig Vestmannaeyjum, Keflavík, Þor- lákshöfn og Reykjavík. Gunnlaug- ur var eftirsóttur beitningamað- ur, þótti lipur, laginn og handfljótur. Þegar vetrarvertíð lauk fór hann heim að Hrauni og stundaði þar öll almenn bústörf. Gunnlaugi var margt til lista lagt og var smiður á tré og járn; gerði jafnvel við úr og klukkur, auk þess sem hann sinnti marg- víslegum viðgerðum á dráttarvél- um og öðrum tækjum og tólum sem tilheyra búskap til sveita. Hann starfaði um tíma við bíla- viðgerðir á Kirkjubæjarklaustri hjá Steinþóri Jóhannssyni. Feðgarnir á Hrauni komu upp heimarafstöð á bænum á árunum 1951-53. Þeir stífluðu Tjarnarlæk, eina af fallegu bergvatnsánum sem koma undan Skaftárelda- hrauni. Með því varð til stórt lón sem varð athvarf og heimkynni fjölmargra tegunda andfugla. Þeir steyptu stöðvarhús og með aðstoð Eiríks Björnssonar í Svínadal komu þeir fyrir 6 kW rafstöð sem sá bænum fyrir ljós- um og hita í íbúðarhúsi og úti- húsum. Rafstöðin og viðhald hennar var eitt af hjartans mál- um Gunnlaugs. Síðastliðið sumar fylgdist hann af ánægju með því þegar bræðrasynir hans stóðu að endurbótum á heimarafstöðinni. Lengst af var Gunnlaugur bóndi á Ytra-Hrauni ásamt for- eldrum sínum og bróður. Hann lagði sérstaka rækt við fjárbú- skap og hlúði vel að skepnunum. Einstaklega haganleg fjárrétt er heima við bæ, hlaðin úr hraun- grjóti, byggð á bjargi. Þeir feðgar á Hrauni höfðu vanið fé sitt á að hafa opinn að- gang að fjárhúsum og gátu því verið vissir um að féð skilaði sér í hús áður en eða um leið og óveð- ur brast á. Gunnlaugur fór jafnan á dráttarvél til að sinna skepnum sínum og hundur hans með hon- um, hans kæri vinur. Þeir rötuðu betur en GPS-tæki milli hinna fögru gjallhóla með fuglaþúfum sem eru eins og konubrjóst og einkenna landslag í Landbroti. Trúnaður Gunnlaugs við sauðféð var fölskvalaus. Hann hafði glöggt auga fyrir fuglalífi í kring- um sig en var uppsigað við mink og ref sem herjuðu á lömb, fugla og sjóbirting í Landbroti. Það var jafnan gaman að heilsa upp á Gunnlaug þegar komið var að Ytra-Hrauni. Hann var viðræðugóður og vel heima í þjóðmálum. Hafði greinilega lagt rækt við lestur margvíslegra rita. Fyrir um fjórum árum greind- ist Gunnlaugur með krabbamein. Hann fékk hvíldarinnlögn á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum sl. haust þar sem hann lést 8. janúar 2022. Bræðra- börn hans sinntu honum mjög vel síðustu dagana. Við sendum nánustu fjöl- skyldu Gunnlaugs samúðar- kveðjur. Magnús Guðmundsson. Gunnlaugur Valþór Sigurðsson ✝ Valgerður Guðnadóttir var fædd 14.6. 1923 á Guðnastöðum (Skækli), Austur- Landeyjum. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Fossheimum á Sel- fossi að morgni dags þann 21. jan- úar 2022. Móðir hennar var Jónína Guðmunda Jónsdóttir, f. 5.6. 1902, d. 16.6. 1969, frá Austur- Búðarhólshjáleigu (nú Hóla- vatn) í Austur-Landeyjum. Fað- ir Valgerðar var Guðni Guð- jónsson, f. 11.6. 1898, d. 14.4. 1995, á Brekkum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Hún var elst 12 systkina en þau eru: Ing- ólfur, f. 21.2. 1925, Guðni Björg- vin, f. 1.4. 1926, d. 15.1. 2022, Ágústa, f. 20.8. 1927, d. 5.2. 1980, Haraldur, f. 14.12. 1928, d. 17.1. 2021, Gunnar, f. 7.3. 1930, d. 1.6. 2013, Hafsteinn, f. 22.10. 1932, d. 19.2. 1995, Júl- íus, f. 16.10. 1933, d. 30.10. 1968, Guðjón Sverrir, f. 30.5. 1935, drengur, f. 30.5. 1935, d. 15.2. 1936, Dagbjört Jóna, f. 1.9. 1939, Þorsteinn, f. 19.6. 1942, d. 25.4. 1990. Valgerður giftist Dís, f. 2.8. 1973, gift Kristjáni Friðriki Einarssyni, f. 8.1. 1970. Börn þeirra eru: Kári Freyr, f. 16.2. 2003, Eva Sóley, f. 3.1. 2006, Einar Friðrik, f. 15.6. 2009 og Guðjón Daði, f. 15.6. 2009. b) Garðar, f. 20.2. 1977, kvæntur Söru Jasonardóttur, f. 27.7. 1983. Börn þeirra eru: Jó- hannes Sturlaugur, f. 26.6. 2014, Herborg Hanna, f. 5.5. 2016 og Kolbeinn Árni, f. 23.3. 2021. 3) Steinunn Guðný Skúla- dóttir, f. 20.10. 1951. Sonur hennar er Valur Arnarson, f. 5.10. 1973, kvæntur Evu Krist- ínu Arndal, f. 5.8. 1983. Sonur þeirra er Arnar, f. 8.8. 2005. 4) Jón Gústaf, f. 24.8. 1953, d. 12.2. 1978. 5) Nína Edda, f. 30.7. 1956, sambýlismaður Jakob Skafti Magnússon, f. 22.1. 1955, dóttir Valgerður Rut, f. 6.3. 1989. Börn Valgerðar eru Kar- en Edda, f. 15.1. 2012 og Jó- hann Leví, f. 24.6. 2014, faðir þeirra er Þórarinn Jóhannsson, f. 17.1. 1981. Valgerður og Skúli byrjuðu búskap í Reykjavík og bjuggu um tíma á Jófríðarstöðum. Í maí 1949 fluttu þau á Selfoss. Valgerður og Skúli byggðu sér hús á Sunnuvegi 10 og fluttu þangað í desember 1953. Þar bjuggu þau til ársins 1998 er þau fluttu á Grenigrund 34. Ár- ið 2005 fluttu þau á Grænumörk 2. Útför Valgerðar fór fram í kyrrþey að ósk hennar þann 4. febrúar. 27.1. 1945 Skúla Guðnasyni, f. á Kotmúla, Fljóts- hlíð, 25.2. 1920, d. 6.9. 2007. For- eldrar Skúla voru Steinunn Halldórs- dóttir, f. 18.5. 1884, d. 28.11. 1966 og Guðni Guðmunds- son, f. 9.8. 1883, d. 29.4. 1949. Börn Valgerðar og Skúla eru: 1) Gunnar, f. 9.4. 1946, var kvæntur Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur, f. 13.10. 1952. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Skúli Már, f. 25.9. 1971, kvæntur Eglé Mikalonyté, f. 14.3. 1983. Hans dóttir er Anetta Eik, f. 27.9. 1999, móðir hennar er Eydís Dögg Eiríks- dóttir, f. 10.10. 1977. Anetta Eik er í sambúð með Andra Stefáni Bjarnasyni, f. 15.8. 1996. Þau eiga soninn Atlas Leon, 29.2. 2020. b) Davíð Logi, f. 27.7. 1977, kvæntur Sigrúnu Eyjólfs- dóttur, f. 20.11. 1980. Þeirra börn eru Heba, f. 19.10. 2008, Inger Björk, f. 30.3. 2014 og Eyja, f. 14.7. 2019. 2) Guðjón, f. 19.3. 1948, kvæntur Jóhönnu Sóleyju Jóhannesdóttur, f. 22.9. 1954. Þeirra börn eru: a) Hanna Móðir mín lést árla morguns þann 21. janúar. Hún var andlega vel á sig komin og var þakklát fyr- ir það þótt önnur lífsgæði hefðu versnað. Hún var elst 12 systkina og þurfti fljótt að taka til hendinni á æskuheimili sínu og var iðulega treyst til ýmissa verka. Hún mundi eftir því, að 6 ára sat hún með fjögur systkini sín í kringum sig til að líta eftir þeim. Mamma naut ekki langrar skólagöngu en skóli var á Stórólfs- hvoli við Hvolsvöll. Gönguleiðin var vissulega löng fyrir börn. Um 16 ára hleypti mamma heimdrag- anum er hún réð sig á saumastofu á Hellu. Síðar lá leiðin í vist í Reykjavík og fór því næst á tvær vertíðir í Vestmannaeyjum. Hún bjó þá hjá frænku sinni en móð- uramma og –afi bjuggu einnig í Eyjum. Um þetta leyti kynnist hún pabba. Þau byrjuðu fljótlega búskap, fyrst í Kópavogi. Þau fluttu til Reykjavíkur þegar íbúð bauðst á Jófríðarstöðum, á mörk- um Seltjarnarness og Reykjavík- ur. Mamma talaði stundum með söknuði um sólsetrið í Vesturbæn- um. Í maí 1949 flytja þau á Selfoss. Fyrst að Straumi fyrir utan á og síðar að Blómsturvöllum rétt við Mjólkurbúið þar sem pabbi vann. Næst var flust um stund í íbúð of- an við bakaríið á Eyravegi á með- an lokið var smíði á Sunnuvegi 10 þar sem þau bjuggu lengst eða frá árinu 1953. Mamma og pabbi ferðuðust mikið um landið en utanlandsferð- ir voru ekki margar. Útivist í góðu veðri og sól var henni að skapi. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst til útiveru og að sinna garð- inum bæði á Sunnuvegi og í Greni- grund. Blómarækt og garðvinna var henni í blóð borin og örugg- lega arfleið frá ömmu minni sem ræktaði garðinn sinn af miklum eldmóð og skreytti heimilið á Brekkum fjölmörgum inniblóm- um. Mæður voru hornsteinn heim- ilis og önnuðust jafnan heimilis- hald. Þær sáu til þess að allt væri í röð og reglu og börnin vel hirt og mett. Almennt var áhersla lögð á nýtni og ráðdeild. Að hausti var slátur tekið og voru umsvifin heima í þeim efnum töluverð. Kjötskrokkar kinda og hesta voru keyptir, að hluta með öðrum. Kjötið var bæði saltað í tunnur og fryst. Kartöflur gegndu veiga- miklu hlutverki í matseld, svo að áhersla var lögð á að hafa góðan kálgarð. Að morgni hvers skóla- dags var hafragrautur í boði, iðu- lega með súru slátri. Heitur matur í hádegi og miðdegiskaffi. Kvöld- verður hafði sinn tíma. Á þessum árum vafðist ekki fyrir fólki að sitja saman við eldhúsborðið. Jón bróðir minn var veikburða allt frá fæðingu og heimsóknir til lækna og á sjúkrahús í Reykjavík voru því margar. Þetta reyndi óneitanlega mikið á foreldra mína, sem töluðu þó aldrei um það, ekk- ert frekar en almennt tíðkaðist á þessum árum. Upp úr níræðu átti mamma orðið erfitt með ýmislegt sem hún leysti áður hjálparlaust. Hreyfi- getan þvarr og sjónin dapraðist. Óneitanlega takmarkaði þetta lífgæði hennar. Hún sem áður stjórnaði þurfti nú að treysta á aðra til að auðvelda sér daglegt líf. Andlegt atgervi hennar var þó í góðu lagi til hinstu stundar. Hún var vel með á nótunum og fylgdist með því sem var að gerast. Hún spurði jafnan frétta en tvö síðust árin voru Covid-smittölur henni ofarlega í huga. Tæpum sólahring fyrir andlát sitt passaði hún enn upp á að taka lyfin sín og bað auk þess um graut þótt mjög væri af henni dregið. Hún ætlaði ekki að fara svöng í sitt síðasta ferðalag. Guðjón Skúlason. Þegar ég fæddist, snemma í október árið 1973, var ég sóttur af staðföstu og ábyrgðarfullu fylgd- arliði á Landspítalann. Við mamma vorum þá keyrð yfir Hellisheiðina frá Reykjavík aust- ur á Selfoss þar sem ég var geymdur í trékassa á leiðinni. Það var Jón Gústaf Skúlason, bróðir hennar mömmu, sem keyrði bíl- inn, Volvo Amazon 1967-módel, en Jón lést svo nokkrum árum síðar vegna veikinda. Með í för var hún amma mín, Valgerður Guðnadóttir, sem hefur nú kvatt okkur og hvílir á betri stað með englum og öðrum verum himn- anna, með honum afa mínum sem kvaddi fyrir um 15 árum. Ég hef alltaf álitið sjálfan mig heppinn að hafa verið keyrður að heimili þeirra að Sunnuvegi 10 á Selfossi þennan dag því amma mín og afi, Skúli Guðnason, voru alveg einstaklega gott fólk og fékk ég að njóta þess fyrstu 6 ár ævi minnar að búa hjá þeim. Við mamma bjuggum þar í herbergi á fyrstu hæð sem var alltaf kallað litla herbergið og þar á ég mínar fyrstu minningar. Amma og afi voru afskaplega heilsteypt fólk, alltaf allt í röð og reglu og ekkert drasl í kringum þau. Þegar ég var orðinn eldri fékk ég að hjálpa þeim í garðinum, að setja niður kartöflur og taka upp, slá blettinn og raka saman grasið, bera á grindverkið og fleira tilfallandi. Mínar gleðilegustu æskuminning- ar eru þegar ég fór með þeim og mömmu í útilegur. Þá var gjarnan farið í Þjórsárdal og fleiri náttúru- perlur heimsóttar. Það má segja að fyrstu ár mín hafi þau amma og afi verið örugg- ur staður í tilverunni minni og allt- af hægt að ganga að stuðningi þeirra sem vísum. Öruggt og traust yfirbragð, viska og dugnað- ur voru einkunnarorð sem ein- kenndu þau bæði og nú hafa þau kvatt þennan heim og vil ég þakka ykkur fyrir þann góða grunn sem þið byggðuð mér, elsku amma og afi. Valur Arnarson. Amma og afi eru eitt af dýr- mætasta fólkinu í lífi margra. Fólkið sem elskar þig jafn mikið og foreldrar þínir. Fólkið sem vill að þér líði alltaf vel og gerir allt sem það getur til að sjá til þess. Fólkið með hlýjasta faðminn og mýkstu kjöltuna til að sitja í. Fólk- ið sem veitir öruggt skjól, á alltaf til nóg að borða og leyfir þér alltaf að fá eitthvert góðgæti þegar for- eldrar þínir sjá ekki til. Fólkið sem segir þér skemmtilegar sögur, kennir þér að leggja kapal, hjálpar þér að læra að lesa og skrifa. Fólk- ið sem þú kynnist svo síðar meir sem miklu meiri manneskjum heldur en þeim sem höfðu sinnt grunnþörfum þínum svona vel og þú ferð að kynnast karakternum sem þetta fólk hefur að geyma. Bakgrunni þeirra, persónuleika, húmor, draumum þeirra og þau fara smátt og smátt að hafa ennþá meiri þýðingu fyrir þig. Þegar afi fór skyndilega frá okkur fyrir 15 árum var amma ein eftir. Amma mín – ofurkona og engill í mannsmynd. Kona sem alla tíð hugsaði um hag annarra fram yfir eigin. Fæddi og klæddi alla sína afkomendur, rak risastórt heimili sem varð svo griðastaður okkar allra afkomenda hennar þar sem alltaf var hægt að treysta á að mæta hlýjum faðmi, góðum mat og öruggu skjóli. Amma mín, sem trúði mér fyrir draumum sínum um lífið sem hana dreymdi um þegar hún var lítil stelpa. Hún ósk- aði þess að hún hefði fengið að klára skólann og lært miklu meira, en hún fékk það ekki því tímarnir voru aðrir þá og stelpur fengu oft ekki að klára sína skólagöngu því þær þurftu að hjálpa til heima við. Hún kenndi mér þess vegna að vera þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef haft í mínu lífi, sérstak- lega til menntunar. Amma átti langa en svo sannarlega ekki áfallalausa ævi. Hún eignaðist margt en missti líka margt. Hún er skólabókardæmi um manneskju með gríðarlega seiglu. Stóð allt af sér og þurfti að halda áfram, til að halda öllu gangandi og passa að öllum liði vel. Hún kunni að meta svo margt sem mér fannst svo gaman að uppgötva. Hún elskaði tónlist, elskaði sól og hita alveg jafn mikið og ég, var mikill dýra- og sérstaklega fuglavinur, var ein- staklega barngóð, hafði húmor sem ég spottaði betur og betur eft- ir því sem ég varð eldri og ég elsk- aði hláturinn hennar, mun aldrei gleyma honum. Hún var alltaf að passa upp á mann og lét mig reglu- lega lofa því að gera ekki vissa hluti, ef hún taldi það fela í sér vott af einhverri hættu – eins og að keyra yfir Hellisheiði í vafasömu veðri o.fl. Ég ætla að leggja mig fram við að virða þessi loforð. Ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér amma í seinni tíð svona vel sem manneskjunni sem þú varst, ekki bara sem ömmu sem gaf mér alltaf gott að borða, söng fyrir mig, ruggaði mér í kjöltunni sinni og passaði upp á mig. Ég komst að því hversu stórmerkileg og mögn- uð manneskja þú varst og það ger- ir það ennþá erfiðara að kveðja þig og geta aldrei aftur komið í heim- sókn til þín í hlýjuna og notaleg- heitin og spjallað við þig. Ég ber nafnið þitt stolt og mun sakna þín að eilífu. Hvíldu í friði, elsku fallega amma mín. Valgerður Rut Jakobsdóttir. Valgerður Guðnadóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.