Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forseti Banda- ríkjanna sagði í gær að gera mætti ráð fyrir að Rúss- land réðist inn fyrir landamæri Úkraínu á næstu dögum. Áður höfðu talsmenn hans fullyrt að fjöldi hermanna við landa- mæri landsins væri nú tal- inn vera 150 þúsund manns, en fram að því var haldið sig við að fjöldinn væri um 130 þúsund. Spá um að innrás væri mjög líkleg á nýliðnum miðvikudegi þessarar viku gekk ekki eftir. Þvert á móti, því að á þeim degi bárust fréttir frá Kreml um að þegar hefði verið fækkað í rússneska herlið- inu næst landamærum ríkjanna. Gaf það nokkrum vonum byr undir báða vængi. En það stóð stutt. Fljótlega andmæltu fram- kvæmdastjóri Nató og for- seti Bandaríkjanna þess- um fréttum eða fullyrðingum og sögðu að nokkrar tilfærslur hefðu verið gerðar við landamær- in, en í raun hefði verið fjölgað í „umsátursliðinu“ en ekki fækkað. Fram- kvæmdastjóri Nató svaraði spurningum fréttamanna og sagði að ekki þyrfti leyniþjónustur á Vestur- löndum til að staðfesta þessar niðurstöður, því að þeir sem ættu aðgang að einkareknum gervitungl- um gætu auðveldlega sann- fært sig um þetta sjálfir. Í gær varð nokkur óró- leiki vegna skothríðar í austurhluta Úkraínu (Donetsk) og voru íbúar þar, sem margir eru komn- ir með rússnesk vegabréf eftir átökin árið 2014, sagðir hafa staðið fyrir þeim. En gagnstæðum fréttum var einnig haldið á lofti um að „öfgasinnaðir“ Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þessu uppnámi og með þeim vildu þeir „storka Rússum og Pútín forseta þeirra“. Hefðu þessir liðsmenn m.a. hafið skothríð á barnaheimili á verndarsvæðinu. Óneit- anlega er erfitt að sjá að þær kenningar gangi upp og tal- ið um að verið sé að storka Rúss- um er ekki sann- færandi. Að minnsta kosti teldist slík „storkun“ óveruleg við hlið þeirrar aðgerðar að hlaða 150 þús- und þungvopnuðum her- mönnum að landamærum fullvalda ríkis. Óneitanlega bera þessar fréttir þann brag að verið sé að prufukeyra tilbúin átök og „ögranir“ sem all- margir leiðtogar vest- rænna ríkja fullyrtu fyrir fáeinum dögum að þeir hefðu trúverðugar heim- ildir um að þegar lægju fyrir vel útfærð handrit að. Vestrænir leiðtogar hafa þegar óskað eftir, og marg- ir þeirra fengið, fundi við langa borðið í Kreml. Þeg- ar hefur komið fram að þeir fóru ekki algjörlega tóm- hentir til þessara funda, þótt af frásögnum þeirra, þegar heim var komið, yrði ekki annað ráðið en að þeir hefðu ekki gefið neitt sem máli skiptir eftir austur í Moskvu. En rússneski utanríkis- ráðherrann og varnarmála- ráðherrann svöruðu þó for- seta sínum í samtali, sem var síðan sent út, að nægj- anlega mikið hefði heyrst frá komumönnum til að réttlæta að gefa mætti sér meiri tíma til samningatals en áður var ætlað. Pútín forseta hefur þegar tekist að veikja mjög efnahag Úkraínu með sviðsetningu sinni fram að þessu. Það er þó sennilega fjarri því að vera nægjanlega mikill eða varanlegur árangur fyrir hann. Verði útkoman hins vegar sú, að Bandaríkin og Nató beygi sig langleiðina í duftið og það án þess að Pútín þurfi að skjóta úr loftriffli, þá er líklegt að hann muni slá sér rækilega upp í augum þegna sinna og hækka um leið í áliti annarra, þótt þeirri breyt- ingu fylgdi hvorki aðdáun né velvild, nema síður sé. En sennilega kærir karl- inn í Kreml sig kollóttan um það. Miklar tilfæringar eru þessar vikurnar á helsta frétta- punkti heims, en þó er fæst sem sýnist} Skákin í bið. En er hún þegar töpuð? L ilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, sagði nýverið í Morgunblaðinu að til greina kæmi að „endur- vekja bankaskattinn“. Þessi yfirlýsing Lilju kom fulltrúum Flokks fólksins verulega á óvart, þar sem stutt er síðan við lögðum fram tillögu á þingi um einmitt þetta mál, að hækka bankaskattinn. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, lagði slíka tillögu fram rétt fyrir jól. Á þeim tíma var þegar orðið ljóst að bankarnir myndu hagnast gríðarlega. Hagn- aður þriggja stærstu bankanna var 81,3 millj- arðar króna á starfsárinu 2021. Lækkun bankaskatts hefur ekki skilað þeim árangri sem rík- isstjórnin lofaði, þ.e. að vaxtamunur myndi lækka skarpt. Þetta hefur alls ekki gengið eftir. Flokkur fólks- ins lagði einnig fram breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022 um að gjald á bankastarfsemi myndi hækka. Atkvæði þingmanna um þessi mál féllu á sama veg í báðum tilvikum. Stjórnarflokkarnir og Við- reisn sögðu nei, Miðflokkur, Píratar og Samfylking sátu hjá eða voru fjarverandi, Flokkur fólksins sagði einn já. Lilja Alfreðsdóttir greiddi atkvæði gegn báðum tillög- unum! Haustið 2019 kynnti Bjarni Benediktsson frumvarp um að lækka bankaskattinn og fylgdi því eftir með skrif- um um að ríkisstjórnin vildi algjörlega eyða þessum skatti. Aðgerðir sem rýra tekjur rík- issjóðs um marga milljarða króna á ári. Með yfirlýsingu Lilju Alfreðsdóttur veltir maður fyrir sér hvort hér sé um að ræða algjöra stefnubreytingu meirihlutans á Alþingi. Hef- ur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur séð ljós- ið, eða er þetta enn ein innantóma blekk- ingin? Pólitískur leikþáttur Þegar fjölmiðlar spurðu forsætisráð- herrann um þessi mál, kom hún af fjöllum. „Hún (Lilja Alfreðsdóttir) hefur aldrei nefnt það svo ég viti,“ sagði Katrín. Enginn annar þingmaður ríkisstjórnarinnar hefur opin- berlega tjáð sig um þessa hugmynd Lilju. Þvert á móti hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks verið alfarið á móti bankaskatti og vilja afnema hann með öllu. Það liggur í augum uppi að ríkisstjórnin styður ekki yfirlýsingar Lilju. Hún lét þessi orð falla án alvöruvilja eða getu til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Hér erum við vitni að skólabókardæmi um af hverju Alþingi hefur glatað trausti almennings. Innantóm orð, blekkingar, pólitískar spilaborgir og óheiðarleiki. Ég segi bara eins og ég hef áður sagt: „Hvurs lags eiginlega froðuflóð er það sem flæðir hér um allar koppagrundir?“ Inga Sæland Pistill Blekkingaleikurinn heldur áfram Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen þar er líka auðveldara að fá fólk til starfa og það er einnig líklegra til að vilja halda áfram,“ segir Eva Marín ennfremur. Birgir Guðmundsson nefnir þrjú samvirkandi atriði sem gætu haft áhrif á það hvort fólk er reiðubúið til að taka þátt í pólitík. Ef horft sé til sveitarstjórnarkosninga sérstaklega, þá skipti ábyggilega máli að málefnin sem eru þar undir snerta nær- umhverfið, þar á meðal umhverfis- og skipulagsmál. „Það eru málefni sem varða um- hverfisvænan lífsstíl og sjónarmið sem hafa fengið mikinn byr á undan- förum árum. Mælingar, m.a. frá síð- ustu alþingiskosningum, sýna að um- hverfismál voru ásamt heilbrigðis- málum það sem kjósendur töldu brýnustu úrlausnarmálin og yngra fólk og svo fólk á fyrri helmingi æv- innar hefur verið áberandi á þessu sviði. Líklegt er að þetta sé einn þeirra þátta sem vekja áhuga á að taka þátt í sveitarstjórnarmálum, ekki síst hjá fólki undir miðjum aldri.“ Annað atriðanna sem Birgir nefndir er fjöldi flokka og uppbrot flokkakerfisins. „Nýlegar rannsókn- arniðurstöður stjórnmálafræðinga við HÍ benda til þess að eftir hrun hafi samsvörun milli flokka og kjós- endahóps þeirra orðið meiri en hún var fyrir hrun. Fleiri flokkar endur- spegla því betur sjónarmið sem ríkjandi eru meðal tiltekinna kjós- endahópa og hugsanlega skiptir það máli um það hversu viljugt fólk úr þessum hópum er að fara í framboð fyrir flokkinn.“ „Í þriðja lagi, og náskylt upp- broti flokkakerfisins, tel ég að gjör- breytt pólitískt upplýsingaumhverfi skipti miklu máli,“ segir Birgir. „Stafræn boðmiðlun í gegnum ýmis tengslanet, ekki síst á samfélags- miðlum, breytir upplýsingaumhverf- inu, auðveldar boðmiðlun að mörgu leyti og gerir ýmsum örmum eða hópum auðveldara að skipuleggja sig í flokka (eða innan flokka) sem jafn- vel sniðganga hefðbundið flokka- skipulag.“ Birgir segir að við þetta geti skapast spennandi tækifæri til að taka þátt í pólitík, þó þetta flæki vissulega málin samhliða. „Sundrandi áhrif félagsmiðl- anna eru margrannsökuð og þau finnast augljóslega hér líka. Mér sýn- ist að stór hluti þeirra sem eru að gefa sig að pólitík núna tilheyri kyn- slóðum sem þekkja vel inn á þetta nýja umhverfi, eru innfæddir net- verjar eða mjög nálægt því að vera það. Því hafi þau tiltölulega mikið sjálfstraust til að vinna í þessu um- hverfi og líklega ekki eins uppnæm og örlítið eldra fólk fyrir óhróðrinum og illmælginni sem stundum þrífst á vettvangi samfélagsmiðla,“ segir Birgir. Kveikja að framboði oft brennandi málefni Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnmál Margir hafa lýst áhuga á framboði í kosningunum í vor. Birgir Guðmundsson Eva Marín Hlynsdóttir 2022 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is N ýleg könnun Félags- vísindastofnunar Há- skóla Íslands bendir til þess að samfélagslegar hugsjónir og áhugamál ráði mestu þegar fólk býður sig í upphafi fram til starfa í sveitarstjórnum hér á landi. Oft er það eitthvert eitt málefni sem brennur á frambjóðendum og ýtir þeim af stað. Laun eru hverfandi þáttur í ákvörðun um framboð að því er frambjóðendur sjálfir segja. „En það geta síðan verið allt aðrir þættir sem fá fólk til að vilja halda áfram eða hætta í stjórn- málum,“ segir Eva Marín Hlyns- dóttir, prófessor í opinberri stjórn- sýslu við Háskóla Íslands. Hún lét framkvæma umrædda könnun árið 2020 meðal kjörinna fulltrúa á sveit- arstjórnarstigi. Undirbúningur sveitarstjórnar- kosninganna í vor er nú í fullum gangi og framboðslistar í smíðum eða jafnvel frágengnir. Sums staðar eru fram undan prófkjör eða einhvers konar forval. Margir sýna framboði áhuga og virðist svo sem neikvæð umræða og jafnvel illmælgi um stjórnmál og stjórnmálamenn, sem sést t.d. á samfélagsmiðlum, letji fólk ekki til þátttöku. „Það vekur vissulega athygli að víða virðist vera talsverður áhugi á að taka sæti á framboðslistum þó svo að manni sýnist þetta nokkuð mis- jafnt eftir flokkum og sveitar- félögum,“ segir Birgir Guðmunds- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir að mesta athygli veki þegar barist sé um oddvitasæti flokkanna en það eigi sér einkum stað á höfuðborgarsvæð- inu en síður úti á landi, t.d. á Akur- eyri. „Það er nokkuð snúið að meta orsök og afleiðingu þegar kemur að því að meta hvað fær fólk til að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa. Það virðist vera einhver munur tengdur stærð sveitarfélaga, þ.e. að fólk sé tilbúnara að bjóða sig fram í stórum sveitarfélögum frekar en litlum, en hvar þessi mörk liggja ná- kvæmlega er erfitt að segja til um,“ segir Eva Marín. Störf fólks í sveitarstjórnum eru víða hlutastarf, þótt þau sé talin fullt starf sums staðar. „Við vitum frá rannsóknum erlendis að þar sem fólk er í fullu starfi sem kjörinn fulltrúi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.