Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022
Safnstjóri British Museum í London
er sannfærður um að viðamikil sýn-
ing sem þar var opnuð í gær, The
World of Stonehenge, sem fjallar
um menningu og áhrif bronsaldar,
þess tíma þegar hið sögufræga
Stonehenge var reist á Suður-
Englandi, komi til með að njóta mik-
illa vinsælda. Segir hann sýninguna
eflaust koma til með að breyta hug-
myndum samtímamanna um þessa
þrjú til fimm þúsund ára gömlu
tíma.
Í viðtali í The Art Newspaper
segist safnstjórinn, Hartwig Fisch-
er, vera viss um að þær upplýsingar
sem fram koma á sýningunni muni
svipta af grjóthringnum mikla
leyndardómum sem margir telja
hann hjúpaðan en greint verði frá
margs konar rannsóknum vísinda-
manna, fornleifafræðinga og sagn-
fræðinga um Stonehenge og menn-
ingu fólksins sem reisti hringinn.
Á sýningunni í British Museum er
Stonehenge, steinhringurinn sem
reistur var fyrir um 5.000 árum, not-
aður sem eins konar linsa til að
skoða hvernig samfélög þess tíma í
Norður-Evrópu þróuðust, frá því
landbúnaður hófst fyrir um 6.000 ár-
um, þá áhrifin sem tilkoma málma
hafði á mannlíf og störf, og þar til
svokallaðri bronsöld lauk. Þetta er
fyrsta stóra safnasýningin sem sett
er upp í Bretlandi og hverfist um
Stonehenge en á sýningunni eru 430
gripir frá sjö löndum. Sýningin er
sett upp í samvinnu við forngripa-
safnið í Halle í Þýskalandi.
Fischer segir að þrátt fyrir að
Stonhenge sé einn þekktasti forn-
minjastaður jarðar, þá sé enn margt
óljóst honum tengt. En með nútíma-
vísindum og endursköpun fornleifa-
fræðinga út frá uppgreftri á svæð-
inu sé hægt að svara mörgum
spurningum.
Haft er eftir sýningarstjóranum
Neil Wilkin að á sýningunni sé
heimur þessara liðnu tíma að vissu
leyti settur í nýtt samhengi, „en við
getum aðeins skilið þetta mannvirki
með því að átta okkur á menningu
fólksins sem skapaði það,“ segir
hann um Stonehenge. Hann bætir
við að á sýningunni birtist ekki endi-
lega ný túlkun á steinahringnum
fræga heldur sé boðið upp á nýjan
skilning hvað varðar sýn á félags-
legt og menningarlegt samhengi
tímans þegar hann varð til. Á sínum
tíma voru tveir slíkir hringir á sama
svæði, reistir með 500 ára millibili,
og einn hefur fundist á Orkneyjum,
Stonehenge þó þeirra mestur.
„Seahenge“ Á sýningunni er hluti af merkum timburhring sem fannst á
strönd í Norfolk árið 1998 og var reistur á bronsöld, fyrir um 4.000 árum.
Skúlptúr Þessi gripur úr kalksteini fannst í barnsgröf í Bretlandi. Sérfræð-
ingar segja hann merkasta forna grip sem þar hefur fundist í heila öld.
Rýna í gátur Stonehenge
- Á viðamikilli sýningu í British Mu-
seum er menning bronsaldar skoðuð
AFP
Forn Starfsmaður British Museum sópaði ryki af einum sýningargripnum,
grjóti sem hefur verið hoggið út og skreytt á Ítalíu fyrir um 4.500 árum.
Upprunalega handritið að Litla
prinsinum eftir Antoine de Saint-
Exupery verður sýnt opinberlega í
fyrsta sinn í Frakklandi 80 árum
eftir að það var skrifað og teiknað.
Frakkinn Saint-Exupery bjó í
Bandaríkjunum þegar hann skrif-
aði söguna ástsælu 1942, en þangað
hafði hann flúið eftir að nasistar
réðust inn í Frakkland. Bókin kom
út ári síðar, hefur síðan verið þýdd
á 318 tungumál og seld í yfir 200
milljónum eintaka. Saint-Exupery
lést í flugslysi 1944, en handritið
komst þá í eigu Sylviu Hamilton,
ástkonu hans, sem seldi það Morg-
an Library and Museum 1968. Sýn-
ingin á Musée Des Arts Décoratifs í
París var opnuð í vikunni og stend-
ur til 26. júní.
Litli prinsinn heim
AFP
Ástsæll Frá sýningunni í París.
Alina Pash vann
um liðna helgi
söngvakeppni
Úkraínu þar sem
framlag landsins
til Eurovision
var valið með
lagi sem nefnist
„Skuggar
gleymdra for-
feðra“. Stuttu
eftir sigur hennar var farið að
gagnrýna að hún hefði lagt leið sína
á Krímskaga 2015, ári eftir að
Rússar hernámu svæðið, en slíkt
getur stangast á við úkraínsk lög
séu tilskilin leyfi ekki fyrir hendi. Í
framhaldinu tilkynnti ríkissjón-
varpið í Úkraínu að Pash fengi ekki
að keppa fyrir hönd landins í Euro-
vision. Í frétt BBC um málið kemur
fram að Pash hafi orðið fyrir harðri
gagnrýni í netheimum. Í færslu á
Instagram áréttar Pash að hún sé
úkraínskur ríkisborgari og fylgi
lögum, hefðum og gildum landsins.
Neydd til að hætta
við Eurovision
Alina Pash