Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 28

Morgunblaðið - 18.02.2022, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þær voru eiginlega vonum framar,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðmundur Arnar Guðmundsson um viðtökur gesta á heimsfrumsýn- ingu nýjustu kvikmyndar hans, Ber- dreymi, á kvikmyndahátíðinni í Berlín 11. febrúar síðastliðinn. „Ég er alltaf mjög stressaður fyrir svona frumsýningar, maður veit aldrei hverju maður má búast við en við- tökunar hafa bara verið frábærar og ég gat sjálfur setið og notið myndar- innar og haft gaman af henni sem er ekki oft þegar ég er að horfa á eigin verk. Ég hafði gaman af því. Þegar þú hringdir var ég að lesa tilvitnanir í gagnrýni og þær eru bara frá- bærar.“ Sú gagnrýni sem birst hefur um myndina er á jákvæðum nótum og fagnar Guðmundur því, eðlilega. „Í hvert skipti sem maður fær sendan dóm fær maður í magann. Ég opna hann svo og les og vona það besta. Það er léttir að fólk skilur myndina og tengist henni, skilur hvað maður var að gera,“ segir Guðmundur. Langt ferli –Líkt og í síðustu kvikmynd, Hjartasteini, ertu með ungmenni í aðalhlutverkum … „Já, þau eru einum eða tveimur árum eldri núna. Það er svo mikill þroskamunur á þessum aldri, mér finnst þau vera miklu eldri,“ svarar Guðmundur og er í kjölfarið spurður á hvaða aldri þetta unga fólk hafi verið þegar myndin var tekin. „Strákarnir voru milli 14 og 16 ára,“ svarar hann en tökur fóru fram haustið 2020 og eitt ár fór svo í eftir- vinnslu. „Þetta er búið að vera langt ferli.“ –Tafðist myndin eitthvað út af Covid? „Nei, í rauninni ekki, við fengum aukastuðning frá Kvikmynda- miðstöð út af Covid og vorum heppn- ir líka að ríkisstjórnin veitti kvikmyndagerðarmönnum leyfi til að vinna í lokuðum teymum ef þeir væru ekki í samskiptum við aðra. Það var frekar stressið og öll óvissan í kringum Covid sem var að hamla manni í ferlinu en þetta hafðist allt,“ svarar Guðmundur. Enginn í töku- liðinu hafi veikst af veirunni, sem betur fer, enda ekki í samskiptum við neinn utan tökuliðsins. Skyggnigáfan hliðarsaga –Um hvað fjallar þessi mynd? „Hún fjallar um strák sem á móð- ur sem er með skyggnigáfu. Hann er í frekar ofbeldisfullum vinahópi og tekur að sér eineltisfórnarlamb í skólanum, strák sem á enga vini. Hann tekur hann inn í hópinn og við sjáum hvernig sá strákur hefur áhrif á allan hópinn og þeir finna sinn far- veg, án þess að ég segi of mikið. Það er oft erfitt að segja hvað myndin fjallar um af því það er svo margt í einu.“ Guðmundur segir skyggnigáfu vissulega atriði í sögunni en hún sé þó alltaf hliðarsaga frekar en eitt- hvert aðalatriði. Hann segir Íslend- inga marga hverja tengja vel við slíka hluti og þá m.a. berdreymi. Slagsmál fyrr og nú En hvernig fékk Guðmundur hug- myndina að þessari sögu? „Hún er innblásin af tíma mínum í Árbænum, ég fór í Árbæjarskóla og þar var svolítið hörð menning í kringum 1990-2000, mikið um slags- mál og á milli hverfa og ég var svolít- ið í þannig vinahópi. Sagan byrjaði þar en varð svo að skáldsögu og mér finnst mikilvægt að fólk viti það því Ísland er lítið og Árbærinn enn minni,“ segir Guðmundur. Hann telur að fólk á öllum aldri muni tengja við myndina og bendir á að slagsmál hafi alltaf tíðkast meðal barna og unglinga og tíðkist enn, eins og umfjallanir fjölmiðla sýni. Nokkrir fullorðnir leikarar eru í myndinni og í hlutverkum foreldra eru þau Anita Briem, Ólafur Darri Ólafsson, Ísgerður Elfa Gunnars- dóttir og Davíð Guðbrandsson. Guð- mundur segir að fólk muni varla þekkja Ísgerði í myndinni, svo mikil sé umbreyting hennar. Blær Hin- riksson, sem fór með eitt af aðalhlut- verkunum í Hjartasteini, leikur líka í myndinni og algjöran fant að þessu sinni, að sögn Guðmundar. Blær er fæddur árið 2001 og því orðinn full- orðinn. „Fólk mun þekkja hann af útlitinu en ekki karakternum,“ segir Guðmundur um manninn sem Blær leikur. Frumsýnd í apríl Íslandsfrumsýning á myndinni verður 22. apríl og eflaust margir sem bíða spenntir. Guðmundur segir margar íslenskar kvikmyndir frum- sýndar á árinu og að reynt hafi verið að koma frumsýningu á Berdreymi að sem fyrst. Frumsýningardagur hafi verið valinn með tilliti til ann- arra frumsýninga á íslenskum myndum. „Þetta verður mjög spenn- andi Edduverðlaunahátíð af því það eru svo margar góðar myndir að koma,“ segir Guðmundur og er greinilega bjartsýnn á íslenska bíó- árið 2022. Ljósmyndari/Nadja Hallström Tökur Guðmundur með hópi ungra leikara við tökur á Berdreymi. Frá vinstri eru Snorri Rafn Frímannsson, Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir og Kamilla Guðrún Lowen. Átakasaga Stilla úr Berdreymi sem er átakasaga um einelti og ofbeldisfull ungmenni þar sem berdreymi kemur meðal annars við sögu. Ísland er lítið og Árbærinn minni - Skyggnigáfa og ofbeldisfull ungmenni koma við sögu í kvikmyndinni Berdreymi - Hefur fengið góðar viðtökur eftir frumsýningu í Berlín - „Það er léttir að fólk skilur myndina,“ segir leikstjóri Alcarràs, önnur leikna kvikmynd spænska leikstjórans og handrits- höfundarins Cörlu Simón, hreppti Gullbjörninn, aðalverðlaun Berlin- ale, kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Myndin fjallar um ferskjubændur á Norður-Spáni. Nokkrar kynslóðir fjölskyldunnar hafa ræktað landið en þurfa að víkja fyrir fyrirtæki sem virkjar sólarorku. Athygli hefur vakið að leikarar í Alcarràs eru allir lítt reyndir áhugamenn. Simón er sjálf úr bændafjölskyldu og segja gagnrýnendur myndina tregafulla. Í The New York Times segir að í til- finningaríkri þakkarræðu sinni hafi Simón tileinkað verðlaunin hófsöm- um bændum sem yrkja landið alla daga til að færa okkur mat á diskana með vinnulagi sem sé eins konar andspyrna gegn stórfyrir- tækjum á þessu sviði. Formaður dómnefndar Berlínar- hátíðarinnar var leikstjórinn M. Night Shyamalan og í nefndinni sátu einnig danska leikkonan Connie Nielsen og japanski leikstjórinn Ryusuke Hamaguchi. Önnur verðlaun hlaut The Novel- ist’s Film eftir suðurkóreska leik- stjórann Hong Sangsoo en hann var valinn besti leikstjórinn á hátíðinni fyrir tveimur árum. Sérstök verð- laun dómnefndar hlaut síðan Robe of Gems, frumraun leikstjórans Natalia López frá Mexíkó. Hin franska Claire Denis var valin besti leikstjórinn, fyrir myndina Both Sides of the Blade. Heiðurs- verðlaun Gullna bjarnarins, fyrir ævistarf í kvikmyndum, hlaut franska leikkonan Isabelle Huppert. Hún gat ekki tekið við þeim á sviði þar sem hún er í einangrun með Covid-19. Alcarràs valin besta myndin á Berlinale - Konur hrepptu Gullbjörninn og leikstjóraverðlaun AFP Lukkuleg Carla Simón hampar Gullna birninum, sigri hrósandi. Styrkveitingar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar 2022 voru upplýstar í vikunni. Sem fyrr var faghópi, skipuðum fulltrúum Bandalags ís- lenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands, fal- ið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista. Alls voru 153 umsóknir til meðferðar þar sem sótt var um rúmar 265 milljónir króna. Menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 44,6 milljónir til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála í ár, þar af tvær milljónir til Listhóps Reykjavíkur, og veitti vilyrði fyrir 55 styrkjum. Hópurinn sem stendur að Rusl Fest í Gufunesi var út- nefndur Listhópur Reykjavíkur þetta árið. Fyrir hópn- um fara Elín Margot Ármannsdóttir, Björn Loki Björns- son og Elsa Jónsdóttir. Rusl Fest er hönnunarhátíð með áherslu á sjálfbærni, hringrásarhagkerfið og samstarf skapandi rýma í Gufunesi. Hæsta styrkinn þetta árið, eða 2,5 milljónir, hlaut al- þjóðlega leiklistarhátíðin Lókal. Tvær milljónir hljóta. Menningarfélagið Hneykslist fyrir Reykjavík Fringe 2022; Samband íslenskra myndlistarmanna fyrir TORG, Listamessa í Reykjavík 2022 og Listvinafélagið í Reykja- vík, 1,5 milljónir hljóta Ung Nordisk Musik; Ragnheiður Maísól Sturludóttir fyrir Norræna músíkdaga 2022 og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir DesignTalks. 1,2 milljónir hlutu Edda Björg Eyjólfsdóttir fyrir Venus in Furs; Kammerhópurinn Nordic Affect, Hringleikur – Sirkuslistafélag fyrir Sirkushátíð Hringleiks og Litla Havana fyrir menningarstarf Skuggabaldurs. „Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar, Borgarbókasafns, Lista- safns Reykjavíkur og Borgarsögusafns, fara til Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslista- miðstöð í Tjarnarbíói, Bíó Paradís, Nýlistasafnið og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja frá Reykjavíkurborg,“ segir í tilkynningu. Listhópur Reykjavíkur stendur fyrir Rusl Fest - 44,6 milljónum úthlutað - Listhópur og 55 verkefni styrkt Jafnvægi Sirkuslistafélagið Hringleikur hlaut styrk til að standa fyrir Sirkushátíð Hringleiks á árinu 2022.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.