Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 10
18. febrúar 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.34 Sterlingspund 168.45 Kanadadalur 98.09 Dönsk króna 19.003 Norsk króna 13.987 Sænsk króna 13.42 Svissn. franki 134.46 Japanskt jen 1.0748 SDR 174.33 Evra 141.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.1073 10 FRÉTTIR Viðskipti| Atvinulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að hafi hún krafið hann afdráttar- lauss svars um hvort hann myndi víkja úr stjórn eða „freista þess að sitja áfram í stjórn Brynju í trássi við vilja ÖBÍ og án um- boðs bandalags- ins“. Lögmenn málsaðila skiptust svo á bréfum en 2. febrúar sl. sendi lögmaður Brynju, fyrir hönd meirihluta stjórnar, ÖBÍ bréf „þar sem bent var á að ákvarð- anir stefnda um afturköllun umboða stjórnarmanna og skipanir nýrra stjórnarmanna hafi verið í ósam- ræmi við skipulagsskrá sjóðsins og því markleysa“, að því er segir í stefnunni. Tryggi rétta skipan í sjóðinn „Með hliðsjón af því var skorað á aðalstjórn stefnda [ÖBÍ] að kjósa tvo aðalmenn og einn varamann í stjórn stefnanda til fjögurra ára með lög- mætum hætti í samræmi við ákvæði 1. mgr. 5. gr. skipulagsskrár stefn- anda [Brynju]. Stefndi hefur hvorki orðið við þessari áskorun né svarað henni. Er stefnanda því nauðugur sá kostur að höfða mál þetta til að tryggja að skipað verði með réttum hætti í stjórn sjóðsins,“ segir jafn- framt í stefnunni. Daginn eftir hafi birst frétt á vef ÖBÍ þar sem Garðar hafi verið bor- inn þungum sökum. Hann hafi virt að vettugi ákvörðun Öryrkjabandalags- ins um skipan nýrra stjórnarmanna. Metnar á ríflega 30 milljarða Brynja er eitt stærsta fasteigna- félag landsins og voru eignir þess metnar á um 30 milljarða í fyrra og tekjurnar voru þá rúmlega milljarð- ur. Sjóðurinn á rúmlega 860 íbúðir og eru flestar á höfuðborgarsvæðinu. Brynja hefur leigutekjur af íbúðun- um en fær að auki framlag frá ÖBÍ sem er í hlutfalli við ágóðahlut frá Ís- lenskri getspá. Garðar Sverrisson, stjórnarfor- maður sjóðsins, ritaði í tilefni af for- mannafundi ÖBÍ í síðustu viku bréf til aðildarfélaga Öryrkjabandalags- ins. Kemur þar fram sú skoðun hans að fjárhagslegir hagsmunir hafi átt þátt í stjórnarskiptunum í Brynju. Varaði hann jafnframt við „óhróð- ursherferð gegn stjórn Brynju sem örfáir einstaklingar í forystu ÖBÍ hafa hrundið af stað með hjálp lög- manns ÖBÍ“. „Alvarlegt spillingarmál“ „Hér er um alvarlegt spillingarmál að ræða þar sem fjársterkir aðilar reyna að seilast í þau verðmæti sem okkur er treyst fyrir. Þá er þetta í fyrsta sinn sem forysta ÖBÍ kemur í veg fyrir að stjórn bandalagsins gef- ist kostur á að ræða milliliðalaust við stjórn Brynju í aðdraganda stjórnar- kjörs,“ skrifaði Garðar en Morgun- blaðið hefur bréfið undir höndum. Á fyrrnefndum formannafundi hafi ekki verið gerð málefnaleg grein fyrir afstöðu fráfarandi stjórnar Brynju, heldur einungis komið fram „dylgjur um annarlegar hvatir í bland við fjölskrúðug ósannindi lög- manns, sem formaður hafði áður bor- ið út innan stjórnar ÖBÍ til að koma þar í veg fyrir upplýst og lýðræðis- legt kjör“. Jafnframt hafi vakað fyrir for- manni ÖBÍ að „fyrirbyggja að heil- steyptasta fólkið yrði kjörið til að gæta hagsmuna Brynju gagnvart þeim sem nú vilja gera sér Hátúns- lóðina að féþúfu og fjármagna skúffufyrirtæki huldumanna sem víða vilja hagnast á nýbyggingum“. Hússjóðurinn í hart við Öryrkjabandalagið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átök Garðar Sverrisson, formaður stjórnar Brynju, telur brögð í tafli við val í stjórn hússjóðsins. - Saka formann bandalagsins um spillingu - Hússjóðurinn á 30 milljarða í eignum Garðar Sverrisson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Brynja, hússjóður Öryrkjabanda- lagsins, hefur stefnt Öryrkjabanda- lagi Íslands (ÖBÍ) vegna skipanar nýrra stjórnarmanna hjá sjóðnum. Nánar tiltekið er krafist ógildingar á ákvörðunum Öryrkjabandalagsins á fundum aðalstjórnar 17. janúar og 31. janúar í ár, sem fólu í sér aftur- köllun á umboði stjórnarmanna og skipan nýrra stjórnarmanna í stjórn sjóðsins. Þetta kemur fram í stefnu Brynju á hendur Öryrkjabandalaginu en málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal helstu dóm- krafna er að ákvörðun aðalstjórnar ÖBÍ, sem tekin var á fundi hennar 31. janúar sl., um að afturkalla um- boð Garðars Sverrissonar, Arnþrúð- ar Karlsdóttur og Ingveldar Jóns- dóttur í stjórn stefnanda, verði felld úr gildi. Sömuleiðis að ákvörðun ÖBÍ um skipan nýrra stjórnarmanna 17. jan- úar og svo aftur 31. janúar verði felld úr gildi. Jafnframt að aðalstjórn ÖBÍ verði gert að kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til fjögurra ára í stjórn Brynju. Við skipanina 17. janúar staðfesti aðalstjórn ÖBÍ ákvörðun fram- kvæmdaráðs hinn 9. desember sl. en hinn 31. janúar var um ákvörðun að- alstjórnar að ræða. Skyldi hætta í stjórn Fram kemur í stefnunni að 9. des- ember síðastliðinn hafi aðalstjórn ÖBÍ falið framkvæmdaráði banda- lagsins að skipa stjórnarmenn í stjórn Brynju. Sama dag hafi Þuríður Harpa Sig- urðardóttir, stjórnarformaður ÖBÍ, hringt í Garðar Sverrisson, stjórnar- formann Brynju, og tilkynnt honum þá ákvörðun að hann hætti í stjórn Brynju vegna sólarlagsákvæðis í verklagsreglum ÖBÍ, en þar sé mið- að við að fólk á vegum ÖBÍ skuli ekki sitja lengur en sex ár í stjórnum á vegum bandalagsins nema rík ástæða þyki til annars. Upphófust síðan bréfaskipti milli Þuríðar Hörpu og Garðars en í stefn- unni segir að hinn 29. desember sl. Sláturfélag Suðurlands skilaði 234 milljóna króna hagnaði á nýliðnu ári, samanborið við 259 milljóna króna tap árið áður. Rekstrar- tekjur félagsins jukust um tæpa 1,7 milljarða króna og stóðu í rúmum 13 millj- örðum. EBITDA nam 1.026 millj- ónum króna en var 363 milljónir árið 2020. Eigið fé félagsins nam í árslok 5.350 milljónum, eignir 10.631 milljón og eiginfjárhlutfall var 50%. Undir samstæðureikning félags- ins falla, auk SS, dótturfélögin Reykjagarður hf. og Hollt og gott ehf. Betri markaðsaðstæður Bendir félagið á að betri mark- aðsaðstæður og aðgerðir sem grip- ið hafi verið til, skýri bætta afkomu milli ára. Vöru- og umbúðanotkun var 6.316 milljónir og jókst um tæpan milljarð milli ára. Launakostnaður nam 3.605 milljónum og hækkaði aðeins um 1% milli ára. Annar rekstrarkostnaður nam 2.211 millj- ónum og jókst um 2% frá árinu 2020. Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta nam 956 milljónum, saman- borið við 361 milljón 2020. Veltu- fjárhlutfall var 2,4 og jókst úr 1,8 frá fyrra ári. SS er skráð á First North- markað Kauphallar Íslands en við- skipti með bréf félagsins eru stop- ul. SS hagnast um 234 milljónir SS Rekstrartekjur námu 13 millj- örðum króna. - Rekstrartekjur námu 13 milljörðum eða um níutíu milljörðum íslenskra króna. Eignirnar jukust um rúmlega 18% milli ára, en þær voru 536 millj- ónir evra í lok árs 2020. Eigið fé skipafélagsins nemur nú ríflega 261 milljón evra en það var um 231 milljón evra árið á undan. Eiginfjárhlutfall Eimskipafélags- ins er 41,22% en það var 43,02% árið á undan. Ánægður með frammistöðuna Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, segist í tilkynningunni vera mjög ánægður með frammi- stöðuna á fjórða ársfjórðungi og árinu í heild. „Framlag starfsmanna var framúrskarandi og okkur tókst að halda uppi háu þjónustustigi í mjög krefjandi rekstrarumhverfi. Fjárhagslega héldum við áfram að byggja á samþættingu og hagræð- ingu síðustu ára, þeim aðlögunum sem gerðar hafa verið á rekstrinum ásamt virkri tekjustýringu ásamt hagstæðu ytra umhverfi, sér- staklega á alþjóðaflutningsmörk- uðum,“ segir Vilhelm. Stjórn félagsins mun leggja til 17,7 m. evra arðgreiðslu og lækka hlutafé um 7,5 m. evra. Hagnaður Eimskipafélags Íslands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam 13,7 milljónum evra, eða tæpum tveimur milljörðum króna, saman- borið við 0,8 milljónir evra fyrir sama tímabil ársins 2020, sem jafn- gildir 113 milljónum íslenskra króna. Hagnaður félagsins fyrir árið 2021 í heild sinni nam 5,7 millj- örðum króna og margfaldaðist frá árinu á undan þegar hagnaðurinn var rúmlega 631 milljón króna. Í til- kynningu segir að um methagnað sé að ræða á síðasta ári. Eignir Eimskips í lok tímabilsins námu rúmum 634 milljónum evra, Hagnaður Eimskips 2 ma.kr. - Hagnaður árs- ins 2021 í heild var 5,7 milljarðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flutningar Eignir nema um níutíu milljörðum íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.