Morgunblaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
Stríð í Evrópu
’
Þegar Pútín segir að öll afskipti af
Úkraínustríðinu muni hafa afleið-
ingar sem enginn hafi kynnst áður í sög-
unni, er hann í raun að hóta kjarnorku-
styrjöld. Öðruvísi er ekki hægt að skilja
það. Í kalda stríðinu höfðu leiðtogar
varla uppi svo lausbeislað tal um kjarn-
orkuvopn.
Egill Helgason
’
Ég dáist að
mörgu í rúss-
neskri menningu, dá-
ist að þeirri seiglu
sem einkennir rúss-
neska þjóð. En innrás
í annað ríki má aldrei
líða.
Guðni Th. Jóhannesson
’
Kaldastríðskvíði æskuáranna hellist
yfir mann.
Helga Soffía Einarsdóttir
’
Brjálæðingur sem ræður yfir meira
en 6.000 kjarnorkusprengjum er al-
varleg ógn við allt líf á jörðinni.
Atli Harðarson
’
Það sem mörg höfðu óttast er orðið
að veruleika. Rússar hafa ráðist inn
í Úkraínu. Heimsfriði er ógnað. Ríkis-
stjórnin er einhuga, Alþingi er einhuga.
Þjóðin er einhuga. Skilaboðin eru skýr:
Við fordæmum árás Rússa á frjálst og
fullvalda nágrannaríki.
Sigurður Ingi Jóhannsson
Afstaða íslenskra
stjórnvalda er skýr.
Kjarninn í utanrík-
isstefnu okkar Íslend-
inga er virðing fyrir
alþjóðalögum og frið-
helgi landamæra og
lögsögu. Við for-
dæmum tilefnislausa
árás Rússlands á Úkraínu og lítum á
hana sem skýrt brot á alþjóðalögum.
Bjarni Benediktsson
’
Ég skal vera alveg heiðarleg þegar
ég segi að þetta lítur mjög alvarlega
út. Ég er sorgmædd að fylgjast með
þessu og þetta eru svo alvarlegir at-
burðir að ég þori ekki að segja til um
hvað muni gerast til viðbótar við það
sem þegar hefur gerst.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
’
Er Pútín búinn að gleyma því að
Evrópubúar tjá reiði sína með því að
gefa ekki stig í Eurovision? Við förum
ekki í stríð, kommon.
Birna Dís
’
Evrópuleiðtogar ýfa núna fjaðrirnar
vegna Úkraínu, en munu svo ekkert
gera. Nema kannski ef þau sjá fram á að
komast yfir peninga Rússa í evrópskum
bönkum og borgum. Svo bara verður
staðan nú nýr veruleiki. Vona að þetta
gerist ekki, en held þetta endi svona.
Einar Örn Jónsson
’
Heimurinn er
ekki að kalla eftir
afturhvarfi til áratuga
styrjalda og óstöð-
ugleika. Heldur friði
og stöðugleika. Rúss-
ar eiga því að draga
herlið sitt tafarlaust
til baka frá hinni frjálsu og fullvalda
Úkraínu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
’
Lygar rússneskra stjórnvalda halda
áfram til að réttlæta ofbeldi þeirra
og stríðsaðgerðir. Frá Kreml hafa vikum
saman borist yfirlýsingar um að rúss-
neska hernum yrði ekki beitt til innrásar.
Allt var þetta sagt í blekkingarskyni eins
og raunar var afhjúpað af stjórnvöldum í
Washington og London sem hafa lengi
varað við yfirvofandi innrás.
Björn Bjarnason
Viðbrögð við
innrás Rússa
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Mér líður auðvitað hræðilega, en
þetta kom mér ekki á óvart,“ segir
Yuliia Kolomoiets, úkraínsk kona
sem er búsett á Blönduósi ásamt ís-
lenskum eiginmanni sínum, um
fréttirnar af innrás Rússa í Úkra-
ínu.
Yuliia bjó í Úkraínu árið 2015
þegar átök brutust út þar í landi,
sem enduðu með því að aðskiln-
aðarsinnar tóku völdin á svæðum í
Donetsk- og Luhansk-héruðum, og
eftir að hafa orðið vitni að þeim at-
burðum kemur innrás Rússa henni
ekki á óvart.
„Ég kalla at-
burðina 2015
stríð. Þetta voru
ekki innlend átök
meðal Úkra-
ínumanna, þetta
var stríð. Ég sá
svo mikinn hryll-
ing á þessu
svæði. Ég vann
hjá stóru fyrir-
tæki sem var með
höfuðstöðvar í Kænugarði og Do-
netsk. Starfsmenn í minni deild voru
staddir í Donetsk þegar hryðjuverk-
in hófust. Ég hafði miklar áhyggjur,
fréttirnar voru hræðilegar. Við
heyrðum ekki frá fólki í marga
daga. Vopnað fólk réðst inn í fyrir-
tækið og stal peningum, tölvubún-
aði, launum starfsfólksins,“ segir
hún og bætir við að hún hafi orðið
fyrir vonbrigðum með það hvernig
aðrar þjóðir töluðu um þessa at-
burði. „Þetta var stríð, þetta voru
ekki bara aðskilnaðarsinnar heldur
studdu Rússar þessa hryðjuverka-
menn allan tímann.“
Yuliia hefur áhyggjur af því að
þær efnahagsþvinganir, sem þjóðir
sem segjast styðja Úkraínumenn
hafa lofað, dugi ekki til. Það hafi
ekki dugað til þess að stöðva Rússa
hingað til. Úkraínumenn þurfi líka
hernaðarstuðning.
„Ég vil að allar þjóðir heims hugsi
um þessa hræðilegu innrás og um
framtíð alls heimsins. Rússar munu
ekki stoppa við Úkraínu. Þetta er
hættulegt fyrir allan heiminn.“
Þjóðin verður aldrei að þrælum
Yuliia kemur frá svæðinu sem
liggur næst Donetsk-héraði og for-
eldrar hennar og bróðir búa í
tveggja stunda akstursfjarlægð frá
Donetsk. Dóttir hennar býr líka í
Úkraínu, á svæði sem Yuliia segist
enn telja öruggt, hún hafi því mest-
ar áhyggjur af foreldrum sínum og
bróður.
„Úkraínska þjóðin er mjög sterk
og óttast ekki ástandið. Ég veit að
þessi þjóð verður aldrei að þrælum.“
Hættulegt fyrir allan heiminn
- Úkraínsk kona, búsett hérlendis, segir innrás Rússa ekki hafa komið á óvart
- Hefur mestar áhyggjur af ástvinum sem búa í nágrenni við Donetsk
Yuliia
Kolomoiets
Dóra Ósk Halldórsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
„Íslensk stjórnvöld fordæma harð-
lega þessa innrás Rússa og það má
segja að þetta sé versta sviðsmynd-
in að raungerast í þessum málum,“
sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra í samtali við mbl.is í gær,
eftir að Vladimír Pútín forseti Rúss-
lands hafði hrundið af stað allsherj-
arinnrás í Úkraínu um nóttina.
Hugurinn hjá íbúum Úkraínu
Katrín ítrekaði að innrás Rússa
væri brot á alþjóðalegum en sagði
að hugur sinn væri nú hjá íbúum
Úkraínu. „Þegar til stríðsátaka
kemur eru óbreyttir borgarar alltaf
fórnarlömbin,“ sagði Katrín.
Skömmu eftir stríðsyfirlýsingu
Pútíns mátti heyra sprengingar víða
í Úkraínu. Í gær náðu síðan rúss-
neskar hersveitir
stjórn á Tsjernó-
byl-kjarnorku-
verinu. Volodimír
Zelenskí, forseti
Úkraínu, sagði
árásina „stríðsyf-
irlýsingu á alla
Evrópu“.
Vikur af við-
ræðum Pútíns við
erlenda þjóðar-
leiðtoga og beitingu refsiaðgerða
gegn Rússlandi dugðu ekki til þess
að koma í veg fyrir ákvörðun Pút-
íns, sem hafði stillt á milli 150 til 200
þúsund hermönnum upp meðfram
landamærum Úkraínu áður en allt
fór af stað.
Hugurinn hjá saklausu fólki
Vestrænir þjóðarleiðtogar víða
hafa, líkt og íslensk stjórnvöld, for-
dæmt innrás Rússa og það hefur
Evrópusambandið gert sömuleiðis.
Íslensk stjórnvöld sögðust í til-
kynningu í gær fordæma harðlega
víðtækar árásir rússneskra stjórn-
valda á Úkraínu og lýsa harmi yfir
þeirri eyðileggingu og þjáningu
sem slík innrás óhjákvæmilega
veldur.
„Hugur okkar er hjá því saklausa
fólki sem verður fyrir barðinu á
stríðsrekstri og ógnartilburðum
Rússlands í Úkraínu. Ísland for-
dæmir harðlega ólögmæta innrás
Rússlands í Úkraínu sem á sér enga
réttlætingu,“ er haft eftir Katrínu í
tilkynningunni.
„Við krefjumst þess að Rússar
stöðvi hernaðaraðgerðir sínar sem
geta valdið miklum hörmungum.
Árásin er alvarlegt brot á alþjóða-
lögum og kallar á hörð viðbrögð frá
alþjóðasamfélaginu.“
Um þrjú hundruð manns komu
saman fyrir utan rússneska sendi-
ráðið í Reykjavík síðdegis í gær og
mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu.
Slegnir yfir atburðarásinni
„Ég var sleginn þegar ég heyrði
fréttirnar af innrásinni í morguns-
árið og veit að ég tala fyrir munn
margra Rússa. Ég hef verið í sam-
bandi við kollega mína víðs vegar
um heiminn í dag og þar heyri ég
sömu söguna,“ sagði Andrei Mens-
henin, rússneskur blaðamaður og
skipuleggjandi mótmælanna, í sam-
tali við mbl.is.
„Það eru allir slegnir yfir þessari
atburðarás og mjög sorgmæddir.
Margir Rússar hafa sett svarta
prófílmynd á samfélagsmiðlana í
dag til að reyna að sýna hvernig
þeim líður og að þeir séu alls ekki
fylgjandi þessari árás Pútíns.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sorg Um þrjú hundruð manns komu saman til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær. Innrásin hefur fengið á marga.
Stjórnvöld fordæma ólög-
mæta innrás Rússlands
- Versta tilhugsunin er að raungerast - Mótmælt við rússneska sendiráðið
Katrín
Jakobsdóttir