Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 9

Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson Jóhann Ólafsson „Nei, þær hafa engu skilað,“ svarar Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, ómyrkur í máli er hann er spurður hvort þær þving- unaraðgerðir sem gripið var til gegn rússneskum yf- irvöldum 2014 hafi haft einhver áhrif á stefnu Rússa. „Þær voru ekki nærri því nógu veigamiklar til að geta leitt til stefnubreytingar rússneskra stjórnvalda hvað varðar Krím- skaga eða hvað varðar Donbas-hérað. Þær hafa jú eitthvað skaðað efnahag Rússlands, sem og efnahag þeirra ríkja sem taka þátt í þeim.“ Árið 2014 hernam Rússland Krím- skaga, hluta Úkraínu, með það fyrir augum að innlima svæðið. Í kjölfarið lýstu Vesturlönd áformum um að beita þvingunaraðgerðum og tók Ís- land sem aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu þátt í aðgerðum sem mótaðar voru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB). Þvingunaraðgerðirnar náðu fyrst og fremst til einstaklinga og afmark- aðs hóps fyrirtækja og fólust í fryst- ingu fjármuna, landgöngubanni, banni við vissum þjónustu- viðskiptum, banni við vissum fjár- festingum, banni á öll viðskipti við Rússland er snúa að vopnum auk út- flutningsbanns á búnað fyrir olíu- iðnað og takmarkanir á viðskiptum með viss fjármálabréf. Var einnig sett algjört viðskiptabann við her- numda svæðið Krím. Íslensk yfirvöld hafa á hverju ári framlengt gildistíma aðgerðanna í takti við önnur ríki. „Þetta hefur ekki haft þau áhrif sem menn von- uðust til að aðgerðirnar myndu hafa. Til þess að viðskiptaþvinganir hafi áhrif þurfa þær að vera miklu af- dráttarlausari,“ segir Baldur. 740 milljarðar Í kjölfar þess að vestræn ríki beittu Rússland þvingunum 2014 ákváðu rússnesk yfirvöld að innleiða innflutningsbann á matvæli og salt. Nánar til tekið var sett bann á inn- flutning á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum frá Noregi, Bandaríkjunum, ESB, Ástralíu og Kanada. Í greiningu hagfræðingsins Zor- nitsa Kutlina-Dimitrova, fyrir fram- kvæmdastjórn ESB, á efnahags- legum áhrifum innflutningsbanns Rússa frá desember 2015, kemur fram að heildarkostnaður ríkjanna hafi verið 5,2 milljarðar evra, sem er jafnvirði 740 milljarða íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi. Vekur Kutlina-Dimitrova athygli á því að kostnaður Norðmanna hafi verið einna mestur þar sem Rúss- land hafi verið meðal helstu mark- aða fyrir sjávarafurðir þeirra. Þá hafi ESB orðið fyrir næst- mesta kostnaði bannsins. Útflutn- ingur bönnuðu vöruflokkanna frá ESB jókst hins vegar á tímabilinu júlí til desember 2014 til Nígeríu, Suður-Kóreu, Taívan og fleiri ríkja. Áhrif á Ísland Árið 2015 var síðan Íslandi, Liech- tenstein, Albaníu og Svartfjallalandi bætt við innflutningsbannlista rúss- neskra yfirvalda. Útflutningur frá Íslandi til Rúss- lands síðasta heila árið áður en grip- ið var til aðgerðanna nam 29 millj- örðum króna, þar af voru 23,9 milljarðar króna vegna útflutnings á sjávarafurðum. Þá námu þjónustu- viðskiptin 5,6 milljörðum króna. „Samanborið við 2014 sýna tölur Hagstofunnar 90% samdrátt í heild- arútflutningi bæði 2016 og á fyrri helmingi 2017. Sé vöruútflutningur á árinu 2016 borinn saman við árin 2012 og 2013 nemur samdráttur frá 2012 89% og 87% ef miðað er við árið 2013,“ sagði í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þáverandi utanrík- isráðherra, við fyrirspurn þing- mannsins Karls Gauta Hjaltasonar árið 2018. Þar segir að flest ríki sem tekið hafa þátt í aðgerðunum gegn Rúss- landi hafi orðið fyrir kostnaði en Pól- land, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen eru sérstaklega nefnd í tengslum við hlutfallslegan kostnað. „Fyrir liggur að kostnaður Íslands hefur jafnframt verið verulegur en til þess verður þó að taka að afurð- irnar (einkum makríll og loðna) sem áður voru seldar á Rússlandsmarkað hafa farið á aðra markaði,“ segir í svarinu. Unnið að aðgerðum á ný ESB gaf út yfirlýsingu á miðviku- dag um að samþykktar yrðu breyt- ingar á þvingunaraðgerðum og munu þær nú ná til 351 rússnesks þingmanns og 27 einstaklinga og lögaðila sem „hafa stuðlað að því að grafið sé undan eða ógnað landhelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu“. Jafnframt verði sett algjört við- skiptabann á hernumdu svæðin Do- netsk og Luhansk og settar tak- markanir á aðgang rússneskra yfirvalda að fjármálamörkuðum sambandsins. Þá hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar vegna innrásar Rússa, en ekki tilgreint hverjar. Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að fylgja aðgerðum ESB eins og gert var 2014 og segir í svari utanrík- isráðuneytisins við fyrirspurn Morg- unblaðsins að unnið sé að þátttöku Íslands í aðgerðum ESB. Í fyrirspurninni var einnig spurt hvaða kostnaður kunni að fylgja að- gerðunum og hvort ráðuneytið hafi lagt mat á hvaða mótaðgerða rúss- nesk yfirvöld kunna að grípa til gagnvart Íslandi eða íslenskum lög- aðilum/ríkisborgurum. Þeim spurn- ingum er ekki svarað, en fram kem- ur að hernaður Rússlands gagnvart Úkraínu kalli á „miklu harðari og umfangsmeiri þvingunaraðgerðir“, en ekki liggi fyrir nákvæmlega í hverju þær muni felast. „Ég myndi telja að það eina sem myndi duga hvað refsiaðgerðir varðar sé að útiloka Rússland frá hinum alþjóðlega fjármálamarkaði – að lokað sé á rússneska bankakerfið sem og aðgang rússneskra yfirvalda að fjármögnun. Aðrar aðgerðir munu, að ég tel, mjög litlu skila því Indverjar og Kínverjar eru ekki að taka þátt í þessum refsiaðgerðum. Rússar munu finna nýja kaupendur að olíu og gasi sem þeir selja,“ segir Baldur. AFP Mótmæli Aðgerðir sem gripið var til kostuðu töluvert en gerðu ekkert. Þvinganir báru engan árangur - Aðgerðir Vesturlanda árið 2014 höfðu engin áhrif á áform rússneskra yfirvalda - Innflutnings- bann Rússa kostaði Íslendinga milljarða - Ísland mun taka þátt í aðgerðum ESB í annað sinn Baldur Þórhallsson Smiðjuvegi 34 Gul gata Kópavogi biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151tímapantanir Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72 Sérhæfð þjónusta fyrir Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Stríð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.