Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.02.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Ódýrt 2389 kr. stk. Baunasúpa, Kjötkompaní Afgreiðslutímar á www.kronan.is 549 kr. stk. Baunasúpu grunnur 599 kr. kg Krónu ódýrt saltkjöt Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 2699 kr. kg Nóatúns sérvalið saltkjöt Mmm ... Saltkjöt og baunir, Krónan! og fór fram á að það hlutaðist til um að Póst- og fjarskiptastofnun aftur- kallaði ákvörðun um 509 milljóna króna viðbótarframlag til Póstsins, vegna hreins kostnaðar fyrir veitta alþjónustu árið 2020, en í þeirri ákvörðun hafi ekki verið vikið að 3. mgr. 17. gr. laganna um raunkostn- að. Ekki var hróflað við framlaginu. Það gerðist svo í málinu í byrjun árs að Félag atvinnurekenda fór þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann rannsakaði stjórnsýslu ráðuneytisins og undirstofnana vegna verðskrár Póstsins. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu 14. janúar en þar var endurbirtur hluti af svari ráðuneytisins til félagsins. Ekki að öllu leyti virk „Ef svar ráðuneytisins til Morgunblaðsins er lesið í heild og samhengi kemur í ljós að ekki er um að ræða afstöðu ráðuneytisins til þess hvort 3. mgr. sé að öllu leyti virk,“ sagði í svari þess til FA í fyrra- vor. Það hefði leitað upplýsinga hjá Póst- og fjarskiptastofnun til að geta svarað spurningum blaðsins. Í tilefni af þessu sendi Morgun- blaðið aftur fyrirspurn til ráðuneyt- isins 18. janúar síðastliðinn um hvort áðurnefnt lagaákvæði væri virkt eða óvirkt. Svar ráðuneytisins var að fyrra svar þess til blaðsins hefði ver- ið tekið „úr samhengi þar sem ráðu- neytið vísaði til mats þáverandi Póst- og fjarskiptastofnunar. Svar ráðu- neytisins hefði mátt vera orðað með afgerandi hætti.“ Blaðið óskaði nánari skýringa hjá ráðuneytinu en því var ekki svarað. Þýðingarlausar „vangaveltur“ Næst dró til tíðinda í málinu síð- astliðinn föstudag þegar Byggða- stofnun ákvarðaði að Pósturinn skyldi fá 563 milljónir vegna alþjón- ustubyrði á árinu 2021, þar af 134 milljónir vegna kröfunnar um sömu gjaldskrá um allt land. Fjórum dögum síðar, 22. febrúar, barst Félagi atvinnurekenda áður- nefnt svar frá ráðuneytinu. „Sé litið til spurninga yðar er því til að svara að túlkun Póst- og fjar- skiptastofnunar, nú Fjarskiptastofu, liggur fyrir með ákvörðun nr. 1/2021, sem Byggðastofnun tekur undir í ákvörðun sinni nr. Á-1/2022. Um- ræddar ákvarðanir eru kæranlegar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála og verða þær því ekki end- urskoðaðar af ráðuneytinu. Auk þess bendir ráðuneytið á að 2. mgr. 17. gr. hefur tekið breytingum og þýðingar- laust er fyrir ráðuneytið að hafa uppi almennar vangaveltur um virkni eða óvirkni lagaákvæða sem ekki er lengur að finna í lögum,“ sagði þar orðrétt. Svara ekki um virkni laga - Ráðuneyti telur tilefnislaust að ræða grein í póstlögum sem fallið hafi úr gildi Morgunblaðið/Hari Pósturinn Fyrirtækið var sakað um niðurgreiðslur með fyrri gjaldskrá. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri FA, gagnrýnir svar ráðuneytisins við bréfi sem sam- tökin sendu 25. janúar sl. „Það segir ekki þjóna neinum til- gangi að vera með vangaveltur um hvort ein- hverjar lagagrein- ar sem eru fallnar úr gildi hafi ein- hverja merkingu. Ég er ekki viss um að skattgreið- endur séu sammála því, enda er verið að borga 134 milljónir í niður- greidda samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki úr þeirra sjóðum, vegna þessarar túlkunar stofnana framkvæmdavaldsins á lögum frá Alþingi. Hefði bréfið verið sent áður en Byggðastofnun tók sína ákvörð- un hefði það haft þýðingu hver af- staða ráðuneytisins væri en það er alveg augljóst að ráðuneytið og Byggðastofnun hafa samstillt sig um að þessu erindi yrði ekki svarað fyrr en búið væri að taka ákvörðun. Það var engin tilviljun. Þetta er að okkar mati aumkunarverð stjórn- sýsla og ráðuneytinu til minnk- unar,“ segir Ólafur og víkur að ákvörðun Byggðastofnunar. Meðvirkni embættismanna „Síðan er Byggðastofnun með fabúleringar um vilja þingsins sem er engin leið að lesa út úr lögunum eða lögskýringargögnunum. Því ef Alþingi hefði verið að skuldbinda ríkissjóð til að greiða út hundruð milljóna til að greiða niður undir- verðlagða gjaldskrá Íslandspósts þá verður að ætla að þau fjárútlát hefðu fengið sérstaka umfjöllun, til að mynda í þingnefndinni og í um- ræðum á þingi, sem ekki var raunin. Það er engin leið að finna það út úr lögskýringargögnunum að þetta hafi verið vilji þingsins. Það er al- gjörlega fráleitt. Þarna eru emb- ættismenn ríkisins í bullandi með- virkni með fyrirtæki í ríkiseigu.“ Í svari ráðuneytisins er ákvörðun Byggðastofnunar sögð kæranleg. Spurður um þetta segir Ólafur óvíst hvort nokkur annar en Ís- landspóstur geti kært ákvörðunina. Úrskurðarnefndir í stjórnsýslu hafi enda beitt þröngri túlkun um hver sé aðili máls. Líklegt sé þó að keppinautar Póstsins í pakkaflutn- ingum láti reyna á kæruleiðina. Samráð embættismanna FA TELUR TÍMASETNINGAR ENGA TILVILJUN Ólafur Stephensen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til „vangaveltna“ um virkni eða óvirkni lagaákvæðis um gjaldskrá póstþjónustu enda hafi viðkomandi lagagrein tekið breytingum. Þetta kemur fram í svari þess til Félags atvinnurekenda en fjórum dögum áður ákvarðaði Byggðastofn- un fjárframlag til Íslandspósts á grundvelli umræddrar lagagreinar. Málið varðar 2. mgr. 17. greinar laga um póstþjónustu en samkvæmt henni skyldu gjaldskrár fyrir alþjón- ustu vera þær sömu um allt land. Þetta ákvæði laganna öðlaðist gildi í ársbyrjun 2020 með lögum nr. 98/ 2019 en var fellt úr gildi með lögum nr. 76/2021 sem tóku gildi 1. júlí sl. Er nú aðeins heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum að 50 g en þeim hefur fækkað gríðarlega. Samkvæmt 3. mgr. 17. greinar laganna skyldi gjaldskrá fyrir al- þjónustu byggjast á raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Keppinautar Íslandspósts sökuðu fyrirtækið um að fylgja ekki þessari lagagrein heldur niðurgreiða þjón- ustuna með því að bjóða sama verð um allt land. „Ekki að öllu leyti virkt“ Í tilefni af þessari gagnrýni sendi Morgunblaðið fyrirspurn til ráðu- neytisins 23. febrúar í fyrra. Meðal annars var spurt hvort ætla mætti að það væri hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar að „fylgjast með að ákvæði 17. greinarinnar séu virt“ og koma þannig í veg fyrir meintar niðurgreiðslur Póstsins. Jafnframt hvort ráðherra hefði í hyggju að grípa til aðgerða gagnvart PFS og/ eða Íslandspósti vegna þessa. Ráðuneytið svaraði fyrirspurninni skriflega 3. mars í fyrra og birtist hluti svarsins í blaðinu daginn eftir. Sagði meðal annars í svari ráðu- neytisins að önnur afleiðing af 2. mgr. 17. greinar póstlaga væri „að ákvæði 3. mgr. um raunkostnað að viðbættum hæfilegum hagnaði er ekki að öllu leyti virkt“. Ráðuneytið væri því ekki í stöðu til að tjá sig um meinta niðurgreiðslu Íslandspósts í þessu sambandi. Eftir að fréttin birtist sendi Félag atvinnurekenda erindi á ráðuneytið Sjálfstæðis- félagið Ægir hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæð- isflokks í Sveit- arfélaginu Ölf- usi. Gestur Þór Kristjánsson, húsasmíðameist- ari og forseti bæjarstjórnar er í 1. sæti, Sig- urbjörg Jenný Jónsdóttir, bóndi og viðskiptafræðingur, í 2. sæti og Grétar Ingi Erlendsson, sölu- og markaðsstjóri og formaður bæjarráðs, er í 3. sæti. Elliði Vignisson bæjarstjóri er bæjar- stjóraefni listans. Elliði Vignisson Elliði bæjarstjóra- efni D-listans Orri Vignir Hlöð- versson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæj- arstjóri í Hvera- gerði, verður oddviti Fram- sóknarflokksins í komandi sveitar- stjórnar- kosningum. Í öðru sæti listans verður Sigrún Hulda Jóns- dóttir leikskólakennari og Björg Baldursdóttir grunnskólastjóri í 3. sæti. Orri nýr oddviti B-lista í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson Helgi Áss Grét- arsson lögfræð- ingur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem fer fram 19. mars. Fram kemur í tilkynningu að helstu stefnumál Helga lúti að þrennu, styrkari fjár- málastjórn Reykjavíkurborgar, að borgarlína verði útfærð með ódýr- ari hætti og að bæta þurfi velferð- arkerfið. Sinna eigi skylduverk- efnum vel en skera burt gæluverkefni. Helgi Áss sækist eftir 5. sæti Helgi Áss Grétarsson 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.