Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.02.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.02.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022 Það er fátt sem sam- einar okkur jafn kröft- uglega og góður íþróttakappleikur eða öflugur listviðburður. Við þekkjum öll til- finninguna þegar við hvetjum okkar lið til sigurs eða hrífumst með tónlistarflutningi. Íþróttir, tómstundir og listir efla heilsu og lífsgæði auk þess að skapa samkennd og félagsauð. Ég vil sjá enn fjölbreyttari tækifæri í Garðabæ fyrir unga fólkið okkar, þá sem eldri eru og alla sem helga sig íþróttum eða listum. Tækifæri fyrir allan aldur Lýðheilsa tekur til andlegrar, lík- amlegrar og félagslegrar heilsu. Við viljum tækifæri til fjöl- breyttrar heilsueflingar sem byggist á samveru, hreyfingu og menningu, einnig er rými fyrir af- reksmiðaðar íþróttir mikilvægt. Fyrir eldra fólk er hreyfing og fé- lagsskapur ekki síður nauðsynlegur þáttur í daglegu lífi en hjá þeim sem yngri eru. Aðstaða þarf að vera til staðar svo og þægilegt að- gengi. Eldra fólki þarf að bjóðast öflug heilsu- tengd þjónusta þar sem hugað er að hreyfingu, samveru og því sem þjálf- ar og gleður hugann. Stuðningur við félög og forvarnir Farsælt samstarf bæjarfélaga við frjáls félög auðgar mannlífið. Þátt- taka í íþróttum, tómstundum og menningu skapar félagsauð og eflir lýðheilsu. Hluti ungmenna hættir í keppnismiðuðum íþróttum á ung- lingsárum og jafnvel fyrr. Þá er mik- ilvægt að til staðar sé framboð tóm- stunda sem höfðar til þeirra. Í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ, skapast tækifæri fyrir margskonar heilsutengda starfsemi fyrir allan aldur. Huga þarf að ósk- um íbúanna, þeim sem þurfa sér- staka þjónustu eða hvatningu t.d. vegna fatlana, skerðinga eða efna- hags. Ekkert barn á að hverfa frá íþrótta- eða tómstundaiðkun vegna efnahags forráðamanna. Ungmennahús og frístundabíll Bæjarfélag á að styðja við jákvætt mannlíf t.d. í gegnum listviðburði og íþrótta- og tómstundaiðkun. Iðk- endur þurfa að komast auðveldlega á milli svæða með frístundabíl eða góðu stígakerfi. Ungmennahús væri kjörinn staður fyrir ungt fólk til að hitta vini sína, fara í pílu eða borð- tennis og sinna heimavinnu. Menningarhús Menningarstarf skapar mannlíf, þroskar okkur og gerir tilveruna lit- ríkari. Við í Garðabæ höfum öflugt Hönnunarsafn og Tónlistarskóla sem tengjast starfsemi skólanna. Bæjarfélag sem styður við fjölþætt menningarstarf skapar tækifæri fyrir íbúa til upplifana og eflir fjöl- hæft bæjarlistafólk. Sem bæjar- fulltrúi hef ég ásamt félögum mínum í meirihlutanum komið að því að setja á fót þróunarsjóð fyrir skap- andi greinar og rýna möguleika á starfsemi menningarhúss í Garða- bæ. Slíkt hús gæti haldið utan um margvíslega starfsemi, viðburði og söguna okkar í ýmsum myndum. Tækifæri Í störfum mínum hef ég kynnst því hvernig framúrskarandi fyrir- tæki leiða saman ólíka styrkleika t.d. þegar skapandi greinar tengjast tækninni og úr verður árangur sem skapar lífsgæði. Hið sama getur sveitarfélag gert. Hér eru spennandi tækifæri fyrir Garðabæ. Eftir Sigríði Huldu Jónsdóttur Sigríður Hulda Jónsdóttir » Farsælt samstarf bæjarfélaga við frjáls félög auðgar mannlífið. Þátttaka í íþróttum, tómstundum og menningu skapar fé- lagsauð og eflir lýð- heilsu. Sigríður Hulda er bæjarfulltrúi, vara- formaður bæjarráðs, formaður skóla- nefndar og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. sigridurhuldajons.is og Fa- cebook/Sigríður Hulda 1. sæti Íþrótta-, menningar- og tómstundastarf í Garðabæ Að hlusta á enda- lausa einhliða umfjöll- un um blóðmerahald með hneykslun í fjöl- miðlum, og nú síðast á Alþingi að beiðni Ingu Sæland með hennar framsögu og órök- studdu fullyrðingum og síðan álíka útlegg- ingu sumra þingmanna um þessa hlið- arbúgrein, var mér svo þungbært að hlusta á, að ég get ekki þagað leng- ur. Búgreinin, sem hefur verið við lýði í um 40 ár, er nú fyrst að nálgast að geta verið sjálfstæð og arðbær án nokkurra greiðslna frá ríkisjóði, sem hún hefur reyndar aldrei notið, öf- ugt við aðrar búgreinar. Búgreinin býr við mesta aðhald og eftirlit sem þekkist hér á landi. Dýralæknir er viðstaddur hverja blóðtöku sem deyfir hryssu fyrir blóðtöku á stungustað og sér um blóðtökuna sjálfa og er ábyrgur gagnvart því að hryssurnar séu í góðu ástandi og að ekkert dýraníð sé viðhaft. MAST hefur einnig sérstakt eftirlit með búgreininni og kaupandi blóðsins, ÍSTEKA ehf., hefur einnig eftirlit með hryssunum, allri aðstöðu og aðgangi að vatni og saltsteinum. Ýtarleg rannsókn hefur farið fram um blóðframleiðslu hryssna eftir blóðtöku, sem hefur leitt í ljós að þær auka blóðframleiðslu í samræmi við blóðtökuna og eru fljótar að ná aftur eðlilegu blóðmagni. Sem bóndi tók ég þátt í þessari búgrein frá upphafi og gat þannig nýtt Holtsmýrarnar fyrir hrossin og einnig fyrir féð sem nýtti gróð- urvöxtinn í kjölfarið. Fallþungi fol- aldanna jókst, eftir að blóðtakan hófst, hver svo sem ástæðan hefur verið. Aldrei í tæp 40 ár varð hryssu meint af blóðtökunni á nokkurn hátt. Þær vöndust aðferðinni, en oft kom upp að beita þurfti aðhaldi og písk við erfiðar aðstæður, sér- staklega við hryssur í fyrstu skiptin við blóðtöku. Myndbandið Hvað sýndi það? Ég bið alþing- ismenn og ykkur sem hafið hneyksl- ast mest, að horfa á myndbandið aft- ur og meta upp á nýtt. Hundur bítur aftan í tagl á hryssu. Bóndi notar létt álprik, ígildi písks, til að reka hryssu í bás. Bóndi beitir planka til að reisa upp hryssu að aftan til að hindra að hryssan prjóni aftur yf- ir sig. Aðstoðarmaður slær í höfuð hryssu til að fá hana til að standa upp. Ekkert af þessu er dýraníð og ætti því ekki að hneyksla, nema ef til vill þá, sem aldrei hafa komið að bústörf- um í sveit. Mynd af dýralækni við að taka blóðið ætti heldur ekki að vera til hneykslunar. Hins vegar er skeytt við mynd- bandið mynd af höltu hrossi úti í haga sem er alveg ótengt blóðtök- unni og kemur þessu máli raunar ekkert við. Og myndbandið sjálft, sem sagt er að sé kynning- armyndband um mesta dýraníð landsins, er tekið upp með leynilegri upptökutækni, komið fyrir af öfga- samtökum með mikilli tækni og lík- lega greiðslum til geranda, og síðan klippt og sett saman það ljótasta sem hægt var að finna í langri upp- töku. Að sögn Ingu Sæland í um- ræðunni á Alþingi, voru 119 klukku- stundir teknar upp, sem urðu að mínútu í þessu samanklippta áróð- ursmyndbandi. Það sem ég sá, var það sem alltaf getur komið upp við hvaða búgrein sem er: Bóndi, sem verður að takast á við ýmiss konar aðstæður. Hann reynir að gera sitt besta til þess að ljúka því verkefni sem hann er að takast á við og jafnframt valda hryssunum sem minnstri vanlíðan. Verði misbrestur, þá verður að gera betur næst. Það þykist ég vita að íslenskum bændum sem þessa búgrein stunda er umhugað um, eins og í öðrum bú- greinum, að bæta líðan húsdýra sinna og tilbúnir að gera það sem þarf til þess. Eftir Halldór Gunnarsson »Hvað sýndi mynd- bandið? Ég bið al- þingismenn og ykkur sem hafið hneykslast mest, að horfa á það aft- ur og meta upp á nýtt. Halldór Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og sóknarprestur í Holti. Blóðmerar, mynd- bandið og frum- varp Ingu Sæland Seint verður nógsam- lega þakkað það viða- mikla og óeigingjarna sjálfboðaliðastarf sem innt er af hendi í björg- unarsveitum Lands- bjargar um land allt. Við Hvergerðingar fengum enn einu sinni að finna fyrir mikilvægi þeirra seinni part laug- ardagsins 19. febrúar sl. þegar 10 ára drengur lenti undir snjó- flóði í hlíðum Hamarsins rétt ofan við bæinn. Það var fyrir snarræði og hár- rétt viðbrögð 14 ára bróður hans að hjálp barst fljótt og vel í gegnum Neyð- arlínuna, 112. Félagar úr hjálparsveit skáta í Hveragerði (HSSH) og úr Ár- borg komu á staðinn og grófu drenginn upp þannig að honum varð lítið meint af en litlu mátti muna að verr færi. Takk öllsömul sem að þessu komuð. Þau eru einnig ófá óveðrin þar sem HSSH hefur komið fólki til hjálpar bæði innanbæjar og á vegum og öðrum svæðum umhverfis Hveragerði og víð- ar. Núna síðast aðstoðaði sveitin við viðbrögð við því þegar dúkurinn á Hamarshöllinni rifnaði eftir 10 ára far- sæla notkun. Hveragerð- isbær hefur ávallt lagt mikla áherslu á að styðja vel við bakið á HSSH bæði með beinum fjár- framlögum og þjónustu- samningum sem hafa reynst báðum aðilum mikill styrkur. Sveitin er vel búin bæði af mann- skap, húsnæði og tækja- búnaði. Um 25 manns eru í útkallsliði sveit- arinnar og ávallt viðbúin að kasta öllu öðru frá sér til að hlaupa til aðstoðar þegar þarf. Starfsemi hjálparsveitanna á Ís- landi og þar með Landsbjargar er um margt einstök á heimsmælikvarða, það er ekki víða sem einstaklingar leggja svo mikið á sig til að styðja við og hjálpa meðbræðrum sínum í neyð- artilvikum og ýmiss konar verkefnum öðrum. Þetta ber okkur öllum að muna og styðja við þessa starfsemi eins og kostur er. Hætturnar leynast víða og Ham- arinn í Hveragerði er slíkur staður. Á vetrum safnast oft snjóhengjur í brún- ir hans sem mynda freistandi leik- svæði fyrir börnin í bænum. Á sumrin vill stundum losna um stór björg úr klettunum sem valdið geta hættu fyrir þá sem undir eru. Það er því mikilvægt að fara varlega þarna sem annars staðar en um leið má ekki gleyma því að við þurfum að leika okkur. Boð og bönn þjóna ekki alltaf til- gangi heldur þarf að læra að lifa með hættunum sem geta leynst víða. Um- hverfið í og við Hveragerði er stór og mikill leikvöllur sem börnin njóta ekki síður en fullorðnir. Þar má nefna frá- bærar gönguleiðir, kletta til að klífa í, brekkur til að renna sér í snjónum, Varmána þar sem gaman er að baða sig á góðum dögum, heita hveri sem áhugavert er að skoða o.s.frv. Allt get- ur þetta verið hættulegt hvert með sínum hætti og það koma alltaf nýjar kynslóðir sem þurfa að reka sig á eins og við sem eldri erum höfum gert en vonandi hafa slík atvik ekki alvarlegar afleiðingar og ef út af bregður er gott að vita að hjálpin er ekki langt undan. Eftir Eyþór Harald Ólafsson Eyþór Haraldur Ólafsson » Seint verður nóg- samlega þakkað það viðamikla og óeigin- gjarna starf sem með- limir hjálparsveita Landsbjargar inna af hendi um land allt. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði. eythor.h.olafsson@hveragerdi.is Þakklæti Öðru hverju kviknar umræða um það hvort rétt væri að gefa frítt í strætó í stað þess að fjárfesta í almennings- samgöngum, eins og Borgarlínunni. Það er talsvert mikill munur á kostnaði við að reka einkabíl og að nota al- menningssamgöngur. Árskort í strætó kostar aðeins 80.000 krónur, enn minna fyrir börn, ungmenni, aldrað fólk og ör- yrkja. Félag íslenskra bifreiðaeigenda áætlar rekstrarkostnað bíla miðað við mismunandi verðflokka og mismikinn akstur. Rekstrarkostnaður ódýrasta verðflokksins með minnsta akstrinum var áætlaður 1.219.292 krónur árið 2021. Það er rúmlega 15 sinnum meira en árskortið kostar. Fleira skiptir máli Það blasir því við að kostnaðurinn við að nota almenningssamgöngur er ekki vandamál. Í þessu ljósi er eðlilegt að spurt sé af hverju það nota ekki fleiri almenningssamgöngur. Áður snerust samgöngur fyrst og fremst um kostnað, afkastagetu og hraða. Nútímalegar samgöngur eru hugsaðar út frá þeirri grundvallarhugsun að fólk er ekki frakt. Það eru mun fleiri atriði sem skipta fólk máli þeg- ar það velur samgöngu- máta. Ef kostnaður og afkastageta væri það eina sem skipti máli þá myndi enginn nota einkabíl. Eins og Arnór Bragi Elvarsson, samgöngu- verkfræðingur og dokt- orsnemi í innviðakerfum, benti á hér í blaðinu 15. apríl síðastliðinn þá eru fyrst og fremst fjórir þættir sem má nota til að meta þjón- ustugæði ferðamáta: Hvort við kom- umst (1) áreiðanlega, (2) án biðar, (3) tímanlega og (4) þægilega á áfanga- stað. Einkabílinn hefur ýmsa kosti fram yfir hefðbundin strætisvagnakerfi að þessu leyti og þess vegna er hann vinsæll ferðamáti. Aukum gæði Við þurfum því að auka gæði al- menningssamgöngukerfisins ef við viljum að fleiri noti það svo að umferð- artafir verði minni en ella. Með þessu er ekki verið að segja að við eigum öll að nota sama ferðamátann. Einkabíll- inn verður áfram vinsælasti ferðamát- inn. Þetta snýst um að auka gæði allra ferðamáta svo fólk hafi raunverulegt og betra val um notkun þeirra. Núver- andi strætisvagnakerfi þurfti að taka mið af skipulagi þegar það var mótað. Markmiðið með því var að ná til sem flestra borgarbúa og er slíkt kerfi kall- að þekjukerfi. Borgarlínan mun móta skipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem stöðvar hennar verða þar sem byggð er þéttust. Slíkt kerfi kallast há- marksþátttökukerfi. Saman munu því Strætó og Borgarlínan mynda tvö kerfi almenningssamgangna. Fólk tekur á degi hverjum ákvörð- un um það hvaða ferðamáti hentar því best í hverri ferð, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Því betri sem ferðamáti er því fleiri nota hann. Með því að tengja helstu kjarna höfuðborg- arsvæðisins með Borgarlínunni á sér- akreinum og með mikilli tíðni er tryggt að fólk komist áreiðanlega, án biðar, tímanlega og þægilega á áfanga- stað. Hraðvagnakerfi, eins og Borg- arlínan, auka því gæði almennings- samgangna. Þar sem vandað er til verka í uppbyggingu hraðvagnakerfa hefur náðst góður árangur í að fjölga notendum almenningssamgangna. Við fáum það sem við borgum fyrir. Eftir Davíð Þorláksson » Fólk tekur á degi hverjum ákvörðun um það hvaða ferðamáti hentar því best í hverri ferð. Því betri sem ferðamáti er því fleiri nota hann. Davíð Þorláksson Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. david@betrisamgongur.is Fólk er ekki frakt Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.