Morgunblaðið - 25.02.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
✝
Gyða Eiríks-
dóttir var fædd
í Vík, Ytri-
Njarðvík 27. apríl
1930. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu á Nesvöllum
14. febrúar 2022.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur
Þorsteinsson sem
fæddur var í Garð-
húsum í Höfnum
1898, d. 1986, og Árný Ólafs-
dóttir sem fædd var í Stapakoti
í Innri-Njarðvík 1900, d. 1984.
Þau misstu son rétt fjögurra
daga gamlan og síðan tvíbura í
fæðingu. Eftir það fæddist þeim
Gíslína Erla, þá Gyða, Þorsteinn
og yngstur var Sigurður Gunn-
Kristvin Magnússyni, f. 1950, 4)
Eiríkur Arnar, f. 1951, en hann
er tvíburi við Gyðu Minný.
Barnabörnin eru 12, barna-
barnabörnin eru 27 og barna-
barnabarnabörnin eru sjö.
Áður en kom að stofnun
heimilis starfaði Gyða í Mess-
anum á Keflavíkurflugvelli en
eftir að börnin höfðu hleypt
heimdraganum starfaði hún hjá
Varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli um tíma við þrif á
skrifstofum. Og vegna umboðs-
skrifstofu eiginmannsins fyrir
Færeyinga á Suðurnesjum að-
stoðaði hún hann af kostgæfni.
Gyða var í Kvenfélagi Njarðvík-
ur til fjölda ára og var ein af
þeim sem unnu að uppbyggingu
Stapans með alls kyns fjáröfl-
unum.
Útförin fer fram frá Ytri--
Njarðvíkurkirkju í dag, 25.
febrúar 2022, kl 14.
ar. Af systk-
inahópnum kvaddi
Gyða síðust lífið.
Maki Gyðu var
Meinert Jóhannes
Nilssen, f. 23. ágúst
1922, d. 6. janúar
2022, frá Lopra
Suðurey í Fær-
eyjum. Þau gengu í
hjónaband þann 1.
maí 1948 og bjuggu
alla tíð í Njarðvík
og lengst að Borgarvegi 11 í
Ytri-Njarðvík. Börn þeirra eru
fjögur. 1) Erna, f. 1948, gift
Unnari Má Magnússyni, f. 1949,
2) Júlíanna María, f. 1949, fyrr-
verandi maki Einar Guðberg
Björnsson, f. 1949, 3) Gyða
Minný, f. 1951, gift Sigfúsi
Í dag kveðjum við elsku bestu
mömmu okkar. Hún er fædd í hús-
inu Vík í Ytri-Njarðvík 27. apríl
1930. Mamma og pabbi bjuggu
fyrstu hjúskaparárin í Víkinni.
Fluttust síðan á Borgarveg 11,
þaðan í Innri-Njarðvík og svo á
Stapavelli 21. Hún þurfti spítala-
vist um tíma áður en hún fluttist á
Nesvelli vegna heilabilunar.
Hugsað var vel um hana þar í
þessa síðustu 4 mánuði.
Mamma og pabbi voru sam-
rýmd hjón en mamma kvaddi
þennan heim á degi elskenda en
þá var mánuður síðan pabbi
kvaddi. Það lék allt í höndunum á
henni sem tengdist heimilinu.
Hvort sem það var saumaskapur
eða eldamennska en hún var mik-
ill kokkur og bakari og voru
kokkabækur oft á náttborðinu
hennar. Hún var mjög stolt af öll-
um sínum afkomendum, ávallt
mjög hjálpsöm og boðin og búin að
passa barnabörnin sem við verð-
um henni ævinlega þakklát fyrir.
Mamma var glaðlynd, brosmild
góð kona og gestrisin með ein-
dæmum. Hún vílaði ekki fyrir sér
að sjá um að elda ofan í fullt hús af
Færeyingum þegar pabbi var að
hjálpa þeim að komast á vertíð.
Okkur fannst eins og það væri
komin umboðsskrifstofa inn á
heimilið, sem þau stóðu mjög góð
skil á með hjálpsemi sinni. Lengst
af var hún húsmóðir með meiru og
bauð alltaf til veislu fyrir fjöl-
skylduna um jól og páska í áratugi
þar sem borðin svignuðu undan
kræsingum. Eftirminnilegt er
hversu gaman henni þótti að
dansa en hún og pabbi tóku oft
danssporið í stofunni við harmon-
ikkumúsík. Höfðu þau ferðast
töluvert áður en veikindin komu
til.
Pabbi hafði gaman af að rifja
upp þegar mamma var búin að
eiga okkur 4 börnin, hversu liðug
hún var. Hún fór í brú, gekk á
höndum upp og niður tröppurnar í
Víkinni á æskuheimili sínu. Og
þegar hún var 12 ára þá þurfti að
taka úr henni hálskirtlana. Þegar
það var búið sagði læknirinn við
ömmu: „Ég tók nefkirtlana úr
henni líka, hún var svo asskoti
hörð stelpan.“ Sem var gert án
svæfingar og deyfingar. Þetta lýs-
ir mömmu svo vel, hún var alltaf
svona sterk, í gegnum allt lífið.
Hún var Njarðvíkingur í húð og
hár, sótti fundi hjá Kvenfélagi
Njarðvíkur um árabil og tók þátt í
uppbyggingu Stapans með þeim.
Með kökubakstri og fjáröflun.
Mamma var alltaf glæsileg
kona og hélt reisn sinni fram á það
síðasta. Hún var með það á hreinu
hverju hún klæddist þrátt fyrir
heilabilunina. Alltaf svaraði hún í
glettni þegar grínast var í henni.
Nokkrum sinnum þurfti hún að
leggjast inn á spítala vegna hjart-
veiki, en alltaf spratt hún upp aft-
ur þó stundum hafi það verið tæpt.
Við í fjölskyldunni grínuðumst
með að hún hefði jafnvel fleiri líf
en kötturinn.
Takk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig, elsku mamma
okkar.
Erna, Anna María, Minný
og Arnar.
Elsku hjartans amma mín.
Nú eruð þið afi sameinuð, eftir
stuttan aðskilnað. Ég verð að við-
urkenna að það er þyngra en tár-
um taki að þið séuð búin að kveðja
okkur. Hjarta mitt er kramið. En
gott að þið séuð búin að fá hvíldina
miklu og rómantískt að þú skyldir
fara til afa á Valentínusardaginn
sjálfan.
Þú varst alltaf glæsileg kona,
sannur Njarðvíkingur og húsmóð-
ir mikil. Vissir ekkert skemmti-
legra en að standa við pottana að
elda, baka og hugsa um heimilið.
Saumavélin átti einnig stóran sess
hjá þér og var hún uppi á borði,
tilbúin að vinna fyrir þig alla þína
hjúskapartíð. Ávallt tók kökuhlað-
borð eða fiskur á móti manni og
auðvitað var nóg til og þú tókst
ekki annað í mál en að maður fengi
sér meira en minna. Þú varst ein-
staklega dugleg alla tíð og tókst á
móti öllum með opnum örmum og
af mikilli gestrisni.
Ég kom stundum með dönsk
blöð til þín en þau höfðu alltaf ver-
ið í miklu uppáhaldi hjá þér. Þau
lastu spjaldanna á milli og próf-
aðir nýjar uppskriftir þangað til
þú fórst á Nesvelli. Alltaf varstu
kát og glöð og kvartaðir aldrei,
varst stolt af fólkinu þínu og það
var stutt í stríðnina hjá þér. Þú
áttir það til að stríða mér þegar ég
kom til ykkar afa í kaffi á sunnu-
dögum. En þá hafði Kjartan
frændi komið rétt á undan mér til
að segja sögur helgarinnar. Aldrei
gafstu upp heimildarmanninn
sama hvað ég spurði. Einn daginn
varstu búin að sauma fyrir mig
púða til að hafa í bílnum en þá
hafði bakið verið að angra mig,
svona hugsaðir þú ávallt vel um
fólkið þitt og verð ég ævinlega
þakklát fyrir þig, elsku amma.
Ísak fannst líka alltaf gott og gam-
an að koma til ykkar og áður en
við kvöddum passaðirðu alltaf að
mæla hvort hann væri búinn að ná
þér í hæð. Það vakti svo sannar-
lega alltaf lukku og er drengurinn
tiltölulega nýbúinn að ná þér.
Ég hef alltaf verið mikil ömmu-
og afastelpa og heimsótti ykkur
mikið í gegnum tíðina og hefur
Ísak notið góðs af nærveru ykkar
afa. Ég hef fengið að fylgja ykkur í
næstum 47 ár og það verður svo
sannarlega skrýtið og tómlegt án
ykkar.
Við munum varðveita ykkur í
hjarta okkar, þakklát fyrir dýr-
mætar minningar og óteljandi
samverustundir um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku amma, þín og
afa er sárt saknað.
Elskum þig.
Þín
Birgitta og Ísak Már.
Á degi elskenda 14. febrúar sl.
kvaddi yndislega amma mín og er
komin í hlýjan faðm afa. Nú hafa
þau sameinast á ný í draumaland-
inu eftir stuttan aðskilnað. Amma
var eins og önnur mamma mín
enda bara 36 ára þegar ég fædd-
ist. Henni fannst hún eiga mikið í
mér og sendi afa oft til að fá mig
lánaða þegar ég var yngri. Sam-
band okkar var alltaf einstaklega
náið og við töluðum reglulega
saman.
Hún var einstaklega falleg og
frá því að ég man eftir var hún
alltaf svo fín um hárið og fór í
lagningu eða setti rúllur í hárið og
var með lakkaðar neglur. Hún var
glæsileg húsmóðir og bar heimilið
þess merki. Allt var svo snyrtilegt
og hver hlutur á sínum stað.
Heimabakað bakkelsi daglega og
hún var dugleg að prófa nýjar
uppskriftir úr dönsku blöðunum.
Kæfan hennar var sú besta sem
ég hef smakkað og fiskibollurnar
líka. Amma var mjög handlagin og
saumaði nokkra grímubúninga á
mig þegar ég var yngri sem ég
geymi eins og gull.
Ég á margar góðar minningar
frá Borgarveginum. Sótti mikið í
að vera hjá ömmu og afa og fékk
oft að gista. Man eftir að hafa
klæðst blúndunáttkjólum ömmu
og var að leika prinsessu, fara upp
á háaloft að skoða dót og renna
mér niður handriðið í ganginum.
Það mátti næstum allt hjá ömmu
og afa.
Árið 2002 fórum við hjónin utan
og fengum ömmu og afa til að vera
heima hjá okkur að passa stelp-
urnar okkar. Þær áttu að fara í
skólann og til dagmömmu. Fyrstu
nóttina vaknar amma og lítur á
klukkuna og sér að hún er korter
yfir sjö. Hún vekur afa og stelp-
urnar og biður afa að fara út að
hita bílinn. Allir drífa sig í föt og
borða morgunmat. Anna María
fór á undan því hún ætlaði að
labba með vinkonu sinni í skólann.
Þau leggja af stað og taka Önnu
Maríu upp í bílinn á leiðinni þar
sem allt var slökkt hjá vinkonunni.
Þegar komið er fyrir utan skólann
er enginn á ferli. Þá verður Önnu
Maríu litið á klukkuna og segir:
Amma, klukkan er þrjú. Þá hafði
amma litið svona vitlaust á klukk-
una en allir hlýddu henni þótt þau
væru syfjuð og þreytt. Þau drifu
sig heim og hlógu svo mikið að þau
ætluðu aldrei að ná að sofna aftur.
Amma var svo stolt af afkom-
endum sínum og var með margar
myndir af þeim í ramma sem
henni þótti gaman að sýna þeim
sem komu í heimsókn.
Mér hefur alltaf þótt svo rosa-
lega vænt um hana ömmu og
finnst mjög dýrmætt að hafa feng-
ið að vera hjá henni allt til loka.
Mikið á ég eftir að sakna hennar
en minningar um yndislega og fal-
lega ömmu lifa í hjarta mínu.
Þín ömmustelpa,
Guðrún.
Elsku besta amma mín, ég veit
að það voru fagnaðarfundir þegar
þið afi sameinuðust að nýju eftir
stutta fjarveru hvort frá öðru.
Ástin á milli ykkar var einstök og
aldrei langt á milli ykkar.
Þú varst alltaf kletturinn minn
og það er svolítið skondið hvernig
við gátum alltaf talað hvor aðra til,
ég var þrjósk og þú enn þrjóskari.
Við vorum ekki alltaf sammála en
við rifumst aldrei, við vorum bestu
vinkonur.
Þú kenndir mér svo margt,
sauma, elda, þvo þvott og strauja.
Já, að þvo var sko kúnst sem varð
að vera gerð á réttan hátt og ekki
má gleyma því að hengja út þvott-
inn á réttan hátt eftir stærð og lit-
um.
Þið afi voruð svo stór hluti af
mínu lífi og ég á eftir að sakna
ykkar svo mikið. Ég á eftir að
sakna þess að setjast við eldhús-
borðið og borða heimabakað rúg-
brauð og rúllupylsu og spjalla um
heima og geima, hlusta á sögur
um ættfeður og aðra ættingja.
Ævintýralegar sögur um greifa og
stofustúlkur.
Ég veit að börnin mín eiga líka
eftir að sakna ykkar sárt.
Amma, þú varst svo stór og
mikil persóna þrátt fyrir að vera
smá kona, þú varst alltaf tilbúin að
taka á móti gestum og hjálpa þeim
sem voru í vanda.
Ég er svo þakklát fyrir allar
okkar stundir, elsku besta amma
mín.
Elska þig út af lífinu og þú
verður ávallt í hjarta mínu.
Þangað til við hittumst að nýju,
þín
Kolbrún.
Gyða Eiríksdóttir
✝
Hulda Vil-
hjálmsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 20.
desember 1943.
Hún andaðist í
faðmi fjölskyld-
unnar 11. febrúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Vilhjálmur
Hallgrímsson
húsasmíða-
meistari, f. 3.4. 1917, d. 2.9.
1980, og Heiðbjört Ósk-
arsdóttir húsmóðir, f. 4.2.
eiga þau fjögur börn og fimm
barnabörn. Þórhildur Elva
Þórarinsdóttir, f. 19.12. 1973
og á hún tvær dætur. Eydís
Elva Þórarinsdóttir, f. 30.3.
1976, gift Helga Jóhannessyni,
f. 4.1. 1972 og eiga þau tvö
börn og eitt barnabarn.
Hulda lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar, fór síðan til Danmerkur í
húsmæðraskóla, kemur aftur
heim til Íslands og vann hjá
Landssímanum. Frá 1966 vann
Hulda sem húsmóðir.
Útförin fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 25. febr-
úar 2022, klukkan 13 og verð-
ur streymt á Facebook-síðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju
– Beinar Útsendingar.
Hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
1919, d. 5.8. 1992.
Hulda átti einn
bróður, Viðar Vil-
hjálmsson, f. 20.12.
1949, d. 20.1. 2000.
Þann 13.11.
1965 giftist Hulda
Þórarni B. Jóns-
syni, umboðsmanni
Sjóvár á Akureyri,
f. 13.11. 1944, og
saman eiga þau
þrjár dætur: Heið-
björt Elva Þórarinsdóttir, f.
7.12. 1964, gift Stefáni Þór
Ingvasyni, f. 12.8. 1963. Saman
Elsku hjartans amma mín!
Það sem ég á eftir að sakna
þess að sitja með þér og púsla.
Minningarnar eru óteljandi og
munu alltaf hlýja mér í hjartanu.
Sérstaklega skal ég muna
þegar þú kenndir mér að spila
rommý og þegar þú kenndir mér
að allt og allir eiga skilið að lifa,
sama hversu litlir eða stórir.
Ég sakna þess strax að heyra
þig svara í símann og ég gæfi
svo mikið fyrir að fá einu sinni
enn kjöt og karrí.
Ég mun alltaf muna samtalið
okkar þegar ég hringdi í þig til
Flórída bara til þess að segja
þér að við myndum skíra Hildi
Elvu í höfuðið á þér og hversu
glöð þú varst í símanum. Lilla
Nabba mun alltaf minna mig á
þig.
Þú elskaðir alltaf maríuhænur
og ég veit að í hvert skipti sem
ég mun finna eina þannig þá
hugsa ég fallega til þín. Allir
tímarnir sem við áttum saman í
bústaðnum, Jörvabyggðinni og í
Flórída eru ómetanlegir! Ég er
svo þakklát og finnst ég heppn-
ust að hafa fengið að eiga þig
sem ömmu!
Sofðu nú vel og fallega í
Draumalandinu og ég lofa að
halda áfram að vera góð eins og
þú skrifaðir alltaf í öll afmæl-
iskortin!
Guð geymi þig, amma mín.
Þín
Helena Rut.
Elsku hjartans amma Hulda
mín.
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur
öll. Það eru algjör forréttindi að
hafa fengið að alast upp með
annan fótinn hjá svona ástríkri
ömmu og afa. Þið hafið kennt
mér svo margt, númer eitt tvö
og þrjú að hafa gaman af þessu
öllu saman, vera þakklát og
aldrei gefast upp.
Þið hafið alltaf verið svo glöð,
jákvæð og skemmtileg. Algjörar
fyrirmyndir bæði tvö.
Það er svo gott fyrir hjartað
mitt þegar ég hugsa til baka um
þig og afa, að koma til ykkar í
heimsókn var alltaf svo gaman
og svo gott að vera nálægt þér
og halda í höndina þína þegar
við horfðum saman á sjónvarpið.
Það er ómetanlegt að eiga svona
margar góðar minningar úr
Jörvabyggðinni, sumarbústaðn-
um og á Flórída.
Ég er mesta jólabarn í heimi
af því að þið afi gerðuð jólin svo
extra hátíðleg og yndisleg.
Takk fyrir ástina. Takk fyrir
hlýjuna. Takk fyrir umhyggjuna.
Takk fyrir hvatninguna.
Takk fyrir að passa mig og
börnin mín. Takk fyrir að hafa
verið heimsins besta amma.
Takk fyrir skemmtunina.
Takk fyrir allt.
Ég elska þig af öllu hjarta,
elsku amma, og sakna þín.
Hvíldu í friði í paradís. Þú munt
lifa í okkur og minningunum.
Svo sjáumst við aftur og ég veit
að þangað til muntu vaka yfir
okkur.
Þín Lilla Nabba,
Íris Hulda Stefánsdóttir.
Það virðist vera lífsins gangur
að vinir koma og vinir fara og nú
hefur elsku Hulda kvatt þessa
jarðvist. Við kveðjustund rifjast
gjarnan upp minningar um liðn-
ar samverustundir. Svo er einn-
ig nú, en þrátt fyrir mikinn golf-
áhuga Huldu tengjast þær
minningar ekki golfinu, heldur
laxveiðiáhuga eiginmanns henn-
ar og okkar Gulla heitins.
Í mörg ár fórum við Gulli
norður til að veiða með Dodda í
Laxá í Þingeyjarsýslu. Stundum
vorum við bara þrjú í veiðiferð-
inni, í annan tíma öll fjögur sam-
an. Alltaf stóð okkur til boða að
gista hjá Huldu og Dodda, þegar
við vorum á leið í og úr veiði og
þótt Gulli hafi átti afar erfitt
með að þiggja gistingu heima
hjá öðrum, var ekkert mál að
gista hjá þessum heiðurshjón-
um.
Okkar beið alltaf uppbúið her-
bergi með aðbúnaði öllum eins
og við værum á hóteli enda gerði
Hulda allt með glæsibrag. Á
suðurleið var svo eldaður lax og
allt lagt í rúst í eldhúsinu. Við
vorum þó varla búin að kyngja
síðasta munnbitanum þegar
Hulda var búin að ganga frá,
enda hef ég sjaldan kynnst jafn
miklu snyrtimenni og Hulda
var.
Fyrir kom að við Gulli vorum
með syni okkar í för. Í einni
slíkri ferð gistum við með þá á
Hótel Húsavík, þar sem ekki
var pláss fyrir okkur í veiðihús-
inu. Næsta morgun var ég með
bíl Huldu og Dodda til umráða
og sótti Huldu í veiðihúsið um
miðjan morgun. Við fórum í bíl-
túr út á Húsavík og þegar
halda skyldi í veiðihúsið í há-
degismat spurði ég Huldu hvort
hún vildi ekki keyra bílinn sinn
til baka. Hún neitaði og sagðist
aldrei keyra þótt hún væri með
bílpróf. Ég sagði að það væri þá
ekki seinna vænna að byrja
núna, sem hún og endaði á að
gera eftir nokkrar fortölur.
Þessi bílferð frá Húsavík og í
veiðihúsið markaði upphafið að
farsælum akstursferli hennar
það sem eftir var ævinnar.
Hulda var mikil handavinnu-
kona og gaman að fylgjast með
því hvað hún var að gera þegar
við komum í heimsókn. Stund-
um voru það hekluð teppi sem
hún fjöldaframleiddi eða peysur
sem hún prjónaði á dæturnar
eða barnabörnin. En hvort
heldur sem var, var það gert af
gleði, því hún hafði svo gaman
af öllu sem hún gerði og hvort
sem það var handavinnan eða
golfið, sinnti hún öllu bæði af
natni og nákvæmni, svo og
kappi og áhuga.
Á yngri árum þegar ég var
að takast á við ýmiss konar óút-
skýrð veikindi var Hulda alltaf
heilsuhraust og eina konan sem
ég þekki sem hélt upprunaleg-
um háralit sínum alla tíð. Í
huga mér var hún líkamlega
sterk, enda stundaði hún dag-
lega útivist og spilaði golf hér
heima frá því snemma á vorin og
fram á haust og á síðari árum
tóku golfvellirnir í Flórída við
yfir vetrartímann.
En svo bregðast krosstré sem
önnur tré og þegar veikindin
bönkuðu upp á hjá henni voru
þau erfið. En hún tók þeim með
reisn eins og öllu öðru sem upp
kom í lífi hennar, þótt undir lok-
in hafi maðurinn með ljáinn haft
yfirhöndina.
Doddi og Hulda voru alla tíð
afar samhent hjón, svo missir
hans er mikill. Ég og synir mínir
vottum honum, dætrum hans,
tengdasonum og barnabörnum
samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing Huldu.
Guðrún Bergmann.
Hún Hulda hefur kvatt. Þessi
elskulega stúlka sem okkur þótti
svo vænt um, en við eigum
minningar um ótal góðar stund-
ir.
Hulda og Doddi hafa verið
vinir okkar lengi. Við höfum átt
sumarbústaði hlið við hlið í
fjölda ára. Um tíma áttum við
húsbíla og ferðuðumst vítt og
breitt um landið með golfsettin í
bílunum og spiluðum á mörgum
golfvöllum. Við fórum líka sam-
an í margar utanlandsferðir,
meðal annars til Kína, Ástralíu
og Afríku. Síðustu árin höfum
við dvalið á Flórída á vetrum og
notað þá tækifærið og ferðast
um Flórída-skagann og víðar.
Hulda hafði einstaklega góða
nærveru, alltaf glöð og skemmti-
leg.
Elsku Doddi, dæturnar og
þeirra fjölskyldur, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur.
Edda og Vilhelm.
Hulda
Vilhjálmsdóttir