Morgunblaðið - 25.02.2022, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2022
✝
Minni Kalsæg
Gunnarsson
fæddist í Eidsvoll í
Noregi 27. sept-
ember 1921. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir í Graf-
arvogi 11. febrúar
2022 eftir rúmlega
eins árs dvöl þar.
Foreldrar henn-
ar voru Ole Martin
Kalsæg, f. 1893, d.
1929, og Olga Marie Kalsæg, f.
1898, d. 1947. Föðurafi og föð-
uramma voru Carl Martin Kal-
sæg, f. 1862, d. 1936, og Mina
Kalsæg, f. 1851, d. 1944.
Systir hennar var Kari Høeg,
f. 7.6. 1919, d. 21.1. 2016, gift
Knut Høeg, f. 1910, d. 1994. Syn-
ir þeirra eru Victor Høeg, f.
1946, og Ole Martin Høeg, f.
1949.
Minni giftist árið 1951 íslensk-
um manni, Ólafi Gunnarssyni sál-
fræðingi, frá Vík í Lóni, f. 30.8.
1917, d. 25.12. 1988, og fluttist
með honum til Íslands. Var hún
búsett á Íslandi æ síðan.
Börn Minni og Ólafs eru: 1)
Kari Ólafsdóttir sérkennari, f.
6.11. 1951. Dóttir hennar er Sara
spyrnuhreyfingunni sem enn
voru á lífi. Sendiherra Noregs á
Íslandi afhenti medalíuna í
norska sendiráðinu við hátíðlega
athöfn.
Að stríði loknu var haldið til
Oslóar og lauk hún námi í bók-
haldi frá Otto Treiders Hand-
elsskole for studenter. Síðan
passaði Minni systurson sinn,
Victor, í tvö ár á meðan systir
hennar lauk læknanámi og átti
Victor alltaf stórt pláss í hjarta
hennar. Eftir barnapössunina
hélt Minni áfram námi en þá hitti
hún Ólaf, giftist honum og flutti
til Íslands. Minni var mikil tungu-
málamanneskja og náði fljótt
góðum tökum á íslensku enda
hafði hún frábæra kennara,
Gunnar Dal og Þórberg Þórð-
arson.
Eftir sjö ára hjónband skildu
Minni og Ólafur og stóð hún þá
ein uppi í ókunnu landi með tvö
börn. Minni hóf þá störf hjá dag-
blaðinu Vísi og starfaði þar sem
gjaldkeri og síðar skrif-
stofustjóri til starfsloka 73 ára að
aldri. Börnum sínum kom hún
báðum til mennta og hlúði vel að
þeim alla tíð.
Útför Minni fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 25. febrúar,
klukkan 13. Allir velkomnir.
Athöfninni verður streymt á:
https://www.skjaskot.is/
minni/
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat/
Hilmarsdóttir, f.
8.5. 1983. Barns-
faðir Hilmar J.
Hauksson, f. 1950,
d. 2007.
2) Snorri Ólafs-
son, læknir og sér-
fræðingur í melt-
ingarsjúkdómum,
f. 12.1. 1953. Kona
hans er Tone
Olafsson, f. 22.12.
1964. Synir þeirra
eru Jonatan Olafsson, f. 1994,
Sebastian, f. 1996, og Alexander
Torarinn, f. 2000.
Minni ólst upp í stóru fjöl-
skylduhúsi í Eidsvoll í Noregi.
Átta ára gömul missti hún
föður sinn í bílslysi. Þær systur
ólust því upp í umsjá móður,
ömmu og afa. Seinni heimsstyrj-
öldin breytti öllu um framtíð-
aráformin. Í stað þess að fara til
Oslóar í frekara nám og einnig í
frekara nám í píanóleik var hún
föst í Eidsvoll. Minni gekk í and-
spyrnuhreyfinguna og að stríði
loku fékk hún orðu frá konungi
Noregs fyrir þátttökuna. Í jan-
úar 2021 fékk hún einnig medal-
íu frá norsku ríkisstjórninni sem
veitt var meðlimum í and-
Mín kæra vinkona, Minní
Gunnarsson, hefur fengið hvíld-
ina eftir langa ævi. Lífshlaupið
hennar hefur einkennst af dugn-
aði og væntumþykju gagnvart
þeim sem hafa verið henni sam-
ferða. Okkar kynni hófust á dag-
blaðinu Vísi árið 1959 en þar vor-
um við samstarfsfélagar um hríð.
Forsvarsmenn Vísis gátu hrósað
happi þegar þeir báru gæfu til að
ráða Minní til starfa, fyrst sem
gjaldkera og síðan til að halda ut-
an um allt bókhald blaðsins.
Starfinu tók hún eins og öllu öðru
með einurð og eljusemi til 73ja
ára aldurs. Með okkur Minní
tókst djúp vinátta sem hélst alla
tíð. Það má með sanni segja að
vinátta okkar hafi þróast frá því
að vera samstarfsfélagar upp í
það að verða að einskonar fjöl-
skylduböndum, þar sem fjöl-
skyldurnar okkar sameinuðumst
gjarnan á stórhátíðum og við önn-
ur tækifæri rétt eins og hver önn-
ur stórfjölskylda. Það ber að
þakka fyrir allar þessar ómetan-
legu samverustundir. Ferðirnar
til Þingvalla sem voru uppáhalds-
staður Minníar, lautarferðirnar í
Heiðmörkina, heimboðin, höfð-
inglegar veitingar svo ljúffengar
með norsku ívafi eins og þær
gerðust bestar og allt svo undur-
samlega fallega skreytt. 52ja ára
tók Minni bílpróf og keypti sér bíl,
þá var ekki slegið slöku við og vin-
konur hennar fengu vel að njóta
þegar boðið var á rúntinn.
Sem unglingur og ung kona fór
Minní ekki varhluta af stríðinu
sem þá geisaði og hernáminu í
Noregi fékk hún að kynnast vel af
eigin raun. Hún gerðist meðlimur
í andspyrnuhreyfingunni og lét
hún þar til sín taka svo um mun-
aði. Sögur hennar frá þessum
tímum hafa reynst endalaus upp-
spretta af ótrúlegum fróðleik sem
við fjölskyldan höfum fengið að
njóta og gefið okkur mikið. Sögur
sem höfðu að geyma ótrúlega
snilli hvernig hreyfingin tókst á
við þetta verkefni við hreint ótrú-
legar aðstæður þar sem ekki var
slegið slöku við og jafnvel hjólaðir
nokkur hundruð kílómetrar á
þeirra tíma reiðhjólum um falda
skógarstíga Noregs til að klekkja
á andstæðingunum, svo að fátt
eitt sé nefnt. Minní var því vel að
því komin að vera heiðruð af
norska konunginum á 100 ára af-
mæli sínu fyrir störf sín í þágu
andspyrnuhreyfingarinnar sem
mörkuðu endalok seinni heims-
styrjaldarinnar. Móðurhlutverkið
var alltaf númer eitt hjá Minní,
hún tjaldaði öllu til, til að búa
börnum sínum gott og öruggt
heimili. Börnin urðu 2 og barna-
börnin 4. Börnunum var innrætt
að þekkja uppruna sinn og ferð-
uðust þau snemma til ættingja
sinna í Noregi sem á þeim árum
þótti ekki sjálfsagt að væri á færi
einstæðrar móður. Minní gat gert
allt sem hún ætlaði sér. Hún naut
svo hjálpar barna sinna þegar
þrek og kraftur fór þverrandi.
Hún bjó ein með aðstoð dóttur
sinnar og sonar þegar færi gafst
en hann er búsettur í Noregi.
Fyrir tveim árum fluttist Minní á
hjúkrunarheimili og naut þar sem
endranær umhyggju dóttur sinn-
ar. Kæra vinkona, ég vil þakka
þér samferðina og vináttuna, hún
hefur verið okkur fjölskyldunni
ríkulega gefandi. Elsku Karí,
Snorri og börn, okkar innilegustu
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni. Minníar verður sárt
saknað.
Margrét Jónsdóttir.
Minni Kalsæg Gunnarsson
fæddist í bænum Bön á Eidsvoll í
Noregi 27. september 1921. Hún
fluttist til Íslands 4. júní 1951, þá
ófrísk að fyrsta barni þeirra Ólafs
Gunnarssonar, frá Vík í Lóni.
Börn þeirra urðu tvö, Kari, f. 6.
nóvember 1951, sérkennari, og
Snorri f. 12. janúar 1953, læknir.
Minni mótaðist mjög af upp-
vexti sínum, en faðir hennar lést
ungur af slysförum, þegar Minni
var aðeins átta ára gömul. Hún
vann mjög áhættusöm störf í
norsku andspyrnuhreyfingunni á
stríðsárunum og var heiðruð fyrir
þau eftir styrjaldarlok af Noregs-
konungi og aftur á síðustu æviár-
um sínum af norsku ríkisstjórn-
inni. Þessi norska
andspyrnuhetja flutti til Íslands
29 ára gömul og eftir skilnað við
eiginmann sinn, árið 1958, hóf
hún störf sem gjaldkeri og síðar
skrifstofustjóri á dagblaðinu Vísi
og vann þar alla sína starfsævi.
Hún var einmuna samviskusöm
og dugnaðarforkur, eins og hefur
ræst í börnum hennar tveim.
Ég kynntist syni Minniar,
Snorra Ólafssyni, nú lækni í Nor-
egi, í 7. og 8. bekk í Hlíðaskóla og
við áttum síðan samleið í lands-
prófi í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar, í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og í læknadeild Há-
sóla Íslands. Á þessum árum tók-
ust góð kynni með mér og fjöl-
skyldu og heimili Minniar á
Miklubraut 60. Þar lásum við
Snorri oft saman á síðari hluta
menntaskólaáranna og á fyrri
hluta læknanámsins. Ég kynntist
því vel dugnaði og ákveðnum
skoðunum fjölskyldunnar á
Miklubraut 60. Öll urðu þau
Snorri, systir hans Kari og móðir
þeirra Minni miklir vinir mínir.
Einstaklega góður andi og sam-
heldni ríkti á heimilinu í risíbúð-
inni á Miklubrautinni.
Við Snorri fórum saman sum-
arlangt til Malmö í Svíþjóð, árið
1971, að vinna þar á spítalaþvotta-
húsi. Sú vinna var í alla staði leið-
inleg en þroskandi og tilgangsrík,
því að þessi reynsla efldi okkur
Snorra í þeirri staðföstu ákvörð-
un að leita æðri mennta og saman
hófum við nám í læknadeild Há-
skóla Íslands haustið 1972.
Í vinnu- og sumarferð okkar
Snorra til Malmö kynntist ég vel
fólkinu hans. Við heimsóttum föð-
ur hans, Ólaf, lénsskólasálfræð-
ing í Motala í Svíþjóð. Einnig
heimsóttum við Kari Höeg, syst-
ur Minniar, til Osló. Hún og Knut
maður hennar og synir þeirra
tveir voru öll læknar og afskap-
lega hlýtt og skemmtilegt fólk,
eins og Minni og börnin hennar
tvö.
Það er með djúpri virðingu og
þökk, sem ég kveð norsku and-
spyrnuhetjuna og föðurlandsvin-
inn, Minni Kalsæg Gunnarsson.
Hún var ekki aðeins besta gerð af
Norðmanni, heldur einnig frábær
Íslendingur og góð fyrirmynd af-
komenda sinna. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Ólafur F. Magnússon.
Einstök kona hefur nú kvatt
jarðlífið. Minní Gunnarsson var
miðpunktur og kjölfesta í hring-
iðu dagsins á 7. áratugnum á
skrifstofu og ritstjórn dagblaðs-
ins Vísis innst á Laugaveginum
ofan við Tungu. Í þessu húsnæði
var að finna litríka flóru mannlífs-
ins. Ráðsettir blaðamenn, stjórn-
samir stjórar, prentarar, lærling-
ar, skrifstofukonur og -menn og
tæknimenn. Einvalalið sem stóð
að útgáfu fjölbreytts og metnað-
arfulls blaðs alla virka daga.
Starfsandinn var góður, „never a
dull moment“. Skrifstofuhaldið og
gjaldkerastörfin voru nú ekki það
auðveldasta við að eiga: Peninga-
leysi hrjáði útgáfuna en fjölmenn-
ur hópur sem átti rétt á greiðslum
sér og sínum til framfærslu. Með
sína merkilegu lífsreynslu að baki
og sína styrku hönd, húmor og já-
kvæða bros stýrði Minní sínum
erfiðu málum þannig að allir fóru
sáttir frá hennar borði. Inn í
þennan hóp slæddist 12 ára
stelpukorn vorið 1963. Kannski
var hún sögð 14 ára í umsókninni!
Hún hafði starfsreynslu frá
skeytasendingum Ritsímans vet-
urinn áður en það starf var víst
ætlað öðrum þegar fór að hlýna
og vora þannig að stelpan fékk
reisupassann. Hún fékk í hendur
það mikilvæga hlutverk á rit-
stjórn Vísis að svara í símann á
skiptiborðinu: „1 16 60 Dagblaðið
Vísir góðan dag.“ En líka var
vinnan fólgin í alls konar störfum,
auglýsingamóttöku, blaðaaf-
greiðslu, skjalauppröðun og jafn-
vel ráðskonustörfum með kaffi-
uppáhellingi og vínarbrauðasölu.
Minní leiddi og stjórnaði með
sinni mildu hendi.
Það mynduðust traust vináttu-
og trúnaðarbönd milli stelpunnar
ungu og skrifstofustjórnandans
Minníar Gunnarsson. Báðar voru
þær með norskt blóð í æðum.
(Þarna kynntist stelpan manns-
efninu sínu og eiginmanni til 50
ára!) Það varð snemma ljóst að
allir þræðir vinnustaðarins lágu
til Minníar. Hún var meira en
tilbúin að leiðbeina stelpunni og
nýgræðingnum um hvernig leysa
mátti öll hin aðskiljanlegustu
verkefni. Hún fól stelpunni heil-
mikla ábyrð sem fór vaxandi eftir
því sem árin liðu. Samstarfið
varði á annan áratug. Minní var
mikill áhrifavaldur í lífi ungu
stúlkunnar. Samviskusemi,
vinnugleði, tryggð og trúnaður
við vinnustaðinn var það sem
halda skyldi í heiðri. Vinátta og
hlýhugur og að takast á við dag-
inn með húmor og bros á vör var
lögmálið. Sem einstæð móðir
tveggja barna stóð Minní sig svo
af bar. Alltaf átti hún hlý orð og
bros þegar hún talaði um Snorra
sinn og Karen sína. Móðurástin
skein í gegn. Þannig var Minní.
Umhyggja og skilningur á þörf-
um annarra var henni í blóð borin.
Við leiðarlok er stelpuskottan
sem slæddist inn á ritstjórnina
hjá Minní henni að eilífu þakklát.
Það voru forréttindi að kynnast
Minní, þessari göfugu konu. Inni-
legar samúðaróskir frá mér og
Steinþóri til Snorra og Karenar
og þeirra nánustu.
Hulda (Guðríður Hulda
Haraldsdóttir Isaksen).
Nú er hún Minni fallin frá eftir
langa og viðburðaríka ævi. Minni
var Norðmaður, fædd í Noregi,
en fluttist til Íslands 1951 með
eiginmanni sínum, Ólafi Gunnars-
syni. Þau eignuðust tvö börn,
Kari og Snorra. Þau hjón skildu
þegar börn þeirra voru ung að ár-
um. Það hefur örugglega ekki
verið auðvelt fyrir Minni að aðlag-
ast nýju samfélagi og sjá fyrir
börnum sínum ein og óstudd.
Minni var baráttukona, sterkur
persónuleiki sem átti erfiða
reynslu að baki. Erfið reynsla
skilgreindi hana ekki sem mann-
eskju heldur sigrar hennar. Minni
hélt myndarlegt heimili fyrir börn
sín, Kari og Snorra. Hún vann
fullan vinnudag á dagblaðinu Vísi
og fljótlega var henni trúað fyrir
ábyrgðarstarfi á vinnustað sínum.
Hún átti langan og farsælan
starfsferil hér á Íslandi, á þeim
vettvangi sem annars staðar eign-
aðist hún marga trausta vini.
Ég kynntist Minni þegar við
Kari dóttir hennar settumst á
skólabekk í Eskihlíðarskóla sjö
ára gamlar. Við áttum heima við
Miklubrautina, skammt hvor frá
annarri. Við vorum bestu vinkon-
ur frá því við hófum skólagöngu,
sátum saman í skóla og lékum
okkur saman öllum stundum.
Minni var vakin og sofin yfir vel-
ferð barna sinna og reyndar allra
þeirra sem hún bar fyrir brjósti.
Fljótlega varð heimili Minniar og
barna hennar mitt annað heimili.
Hún sýndi mér ómælda um-
hyggju, örlæti og hlýju, ég var
alltaf velkomin á heimilið.
Minni var glaðleg í viðmóti og
gat tekið þátt í gleði barnanna.
Við vorum gjarnan fjögur börn
sem lékum okkur saman, ég,
Kari, Snorri og Árni úr næsta
stigagangi. Margar ánægjulegar
og dýrmætar minningar frá æsku
leita á hugann við þessi tímamót.
Hún sýndi okkur börnunum ótrú-
lega þolinmæði, við gátum m.a.
setið löngum stundum á þriðju
hæð á Miklubraut 60 og spilað
Matador. Minni var frábær
kokkur, bakaði og eldaði mat af
mikilli snilld, og dekraði við okk-
ur börnin í mat og drykk af sínu
alkunna örlæti. Ég fékk að taka
þátt í jólaundirbúningi að
norskri hefð en það fólst m.a. í
því að útbúa jólakonfekt úr mar-
sípani. Í þá daga var marsípan
ófáanlegt. Minni bjó því til sitt
eigið marsípan frá grunni.
Minni kom börnum sínum til
manns. Bæði eiga þau langskóla-
nám að baki. Kari varð kennari
og fór síðan til Noregs í fram-
haldsnám og lauk námi sem sér-
kennari og starfaði sem slík
mestan hluta starfsferils síns hér
heima. Snorri varð læknir og síð-
ar sérfræðilæknir í meltingar-
sjúkdómum.
Eftir að Kari og Snorri fóru að
heiman lærði Minni á bíl og naut
þess að aka um sveitir landsins
og bauð gjarnan vinkonum sín-
um með sér. Kari er trygg og góð
vinkona mín enn í dag og það var
móðir hennar einnig fram á dán-
ardag.
Með þessum línum langar mig
að þakka Minni fyrir hlýju og
vináttu hennar og samfylgd öll
þessi ár. Ég votta aðstandendum
Minniar, Kari og Söru dóttur
hennar og Snorra og fjölskyldu
mína innilegustu samúð. Læt
þessar línur enda á versi úr Pass-
íusálmunum eftir Hallgrím Pét-
ursson.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér;
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Herdís Svavarsdóttir.
Ekki hefi ég kynnzt sam-
starfsmanni, sem starfaði af
meiri hollustu við starf sitt og
eigin ábyrgð heldur en henni
Minni Kalsæg Gunnarsson, sem
kvödd er í dag. Hún starfaði í
áratugi fyrir útgáfufélög dag-
blaðanna Vísis og síðan DV, bar
nokkur mismunandi starfsheiti,
alltaf í þýðingarmiklum ábyrgð-
arstörfum, sem hún rækti svo að
af bar. Á æskuheimili sínu í Nor-
egi, sem henni þótti afar vænt
um, hafði hún alizt upp við ríka
ábyrgðartilfinningu, trú-
mennsku og dugnað. Af þessum
kostum sínum veitti Minni
óspart eftir að örlögin leiddu
hana til Íslands, hvort sem var í
atvinnulífi, félagslífi eða við upp-
eldi sinna vel gerðu barna. Hún
var sannarlega happafengur fyr-
ir Ísland. Minni hafði þá þegar
skilað ættjörðinni sínu, þótt ekki
hefði verið með öðru en ötulu og
fórnfúsu háskastarfi sínu fyrir
norsku andspyrnuhreyfinguna á
tímum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, sem sjálfur Noregskonungur
og varnarmálaráðherra Noregs
heiðruðu hana fyrir í nafni norsku
þjóðarinnar. Vissulega mat hún
þessar viðurkenningar mikils, en
aldrei miklaðist hún af framlagi
sínu, hún taldi sig einungis hafa
gert skyldu sína. Hún Minni Kal-
sæg Gunnarsson gerði alltaf
skyldu sína – og venjulega miklu
meira en það. Fyrir það og
trausta vináttu er henni nú þakk-
að af heilum hug.
Við Steinunn og fjölskylda okk-
ar sendum börnum hennar, þeim
Snorra og Kari, barnabörnum og
öðrum aðstandendum hennar ein-
lægar samúðarkveðjur. Þau sjá
nú á bak hinum mikla máttar-
stólpa í lífi sínu.
Hörður Einarsson.
Nú þegar mér hafa borist frétt-
ir af andláti minnar góðu vinkonu
Minníar Gunnarssonar koma
margar góðar minningar upp í
hugann. Hún var minn helsti leið-
beinandi í nýjum aðstæðum þegar
ég hóf störf hjá DV á sínum tíma
þar sem hún starfaði við bókhald.
Hún kenndi mér öguð og vönduð
vinnubrögð, og vitnaði þá gjarnan
í okkar góða endurskoðanda
Gunnar Zoëga, vinnubrögð sem
ég hef síðan haft að leiðarljósi í
mínum störfum. Minní hafði unn-
ið stóran hluta af sínum vinnuferli
hjá Vísi og síðan DV og hafði frá
mörgu skemmtilegu að segja frá
þeim tíma og þótti henni vænt um
þáverandi og fyrrum samstarfs-
menn sína og má í því sambandi
minnast á Hörð Einarsson sem
hún mat mikils.
Við Minní vorum í reglulegu
sambandi eftir að kom að starfs-
lokum hjá henni bæði símleiðis og
heimsóknum. Þannig er mjög eft-
irminnileg heimsókn til Minníar
þegar við Gunnar Zoëga komum
til hennar og þáðum ríkulegar
veitingar og rifjaður var upp
gamall og góður tími.
Alltaf var gaman að vera í sam-
bandi við Minní. Hún fylgdist
mjög vel með öllu sem gerðist hjá
mér og minni fjölskyldu og ég
frétti af henni og hennar afkom-
endum sem hún var svo stolt af.
Síðast heimsótti ég Minní í vik-
unni sem hún varð 100 ára og var
svo heppinn að hitta á bæði börn-
in hennar hjá henni, Kari og
Snorra, þar sem við áttum góða
stund saman.
Góðar minningar um Minní
munu lifa með mér og fjölskyldu
minni og sendum við vinum og
vandamönnum Minníar innilegar
samúðarkveðjur.
Guðjón Þór Victorsson.
Minni Kalsæg
Gunnarsson
Elskulegur frændi okkar,
SIGFÚS BRYNJÓLFSSON,
fv. leigubifreiðarstjóri,
áður til heimilis í Skeiðarvogi 20,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
20. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 28. febrúar klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brynja Áslaug Sigurðardóttir
Hörður Fossberg Harðarson
Eiginkona mín, dóttir og systir,
RUTH SOLVEIG KRISTJÁNSSON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
að morgni mánudagsins 21. febrúar.
Hörður Kristjánsson
Michiko Tsuge Berg
Thor Melchior Berg
Vivian Margret Connard
og aðrir aðstandendur